Merkasti Bandaríkjamaðurinn!

Eru menn ekki að fokking grínast í mér?

[Reagan voted ‘greatest American’](http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/4631421.stm)

Mikið geta þessir Repúblikanar í Bandaríkjunum verið miklir bjánar. Að velja Reagan framyfir FDR, Lincoln, MLK. Já, og Oprah lendir líka ofar en FDR.

Annars bendi ég áhugafólki um bandaríska pólitík á þessa grein: [If Watergate happened now](http://www.msnbc.msn.com/id/8101512/site/newsweek/). Sorglegt, en ekki svo fjarri sannleikanum.

5 thoughts on “Merkasti Bandaríkjamaðurinn!”

 1. Humm… ég er nú ekki mikill aðdáandi Repúblicanana… en ég verð nú bara að benda á eitt með þessa Watergate í dag frétt….

  Af hverju í ósköpunum ættu Repúblicananir að brjótast inn í höfuðstöðvar DNC í dag? Stela einhverjum áhrifamiklum hernaðarleyndarmálum sem Democratar munu nýta sér í næstu kosningabaráttu? Demókrötum hefur nú gengið svo vel síðastliðnar kosningar.

  Miðað við að skárri flokkurinn af tveimur er á hraðri leið í ræsið og virðist bara grafa sér dýpri gröf… þá er hæpið að Íhaldið fari að brjótast inn til þeirra til að afla upplýsinga.

  Strumpakveðjur 🙂

 2. Beðist er velvirðingar á öllum þessum gríðarlega fjölda stafsetningar og málfræðivilla í commentinu á undan… skrifað í flýti.

  Strumpakveðjur 🙂

 3. Það var ekki pointið í greininni, heldur einungis hvernig fjölmiðlaumfjöllunin yrði *ef* einhver viðlíka viðburður gerðist.

 4. Jújú… ég náði innihaldi greinarinnar alveg… kemur líka fremur skírt fram og erfitt að vera ósammála því sem í greininni segir…. en…

  ég tel það vera meira vandamál að staða mála í BNA er þannig í dag að Repúblikanar og önnur íhaldsöfl eru leiðandi í svo til öllum hugmyndafræðilegum baráttumálum og Demokratar og önnur frjálslynd öfl eru stöðnuð eða í að gefa eftir í baráttunni við íhaldið.

  Ef að viðhorf frjálslyndis og skynsemi fá meira vægi í almennri umræðu í BNA, þá mundi skynsamlegri fjölmiðla umfjöllun fylgja fljótt á eftir…

  ég er vonandi skýrari í þessu kommenti.

  Strumpakveðjur 🙂

 5. Það sem mér þykir nú merkilegast samt, er að George W Bush skuli vera í 6.sæti.

Comments are closed.