Myndbönd í ræktinni

Á morgnana þegar ég hleyp inní World Class er ég vanalega með iPod í eyrunum. Oft á ég erfitt með að einbeita mér og augun leita á sjónvarpstækin þar sem ekki er nú mikið úrval af sætum stelpum á réttum aldri á þeim tíma, sem ég er þarna rétt fyrir hádegið (þó var smá vonarglæta í morgun, en það er annað mál).

Allavegana, maður byrjar ósjálfrátt að horfa á sjónvarpið þar sem PoppTV er vanalega í gangi.

Til þess að gera þessi langhlaup bærilegri fyrir mig, þá legg ég til við stjórn PoppTV eftirfarandi breytingar:

BANNA ALGERLEGA ÞETTA MYNDBAND MEÐ COLDPLAY!!!

Hafa í staðinn myndbönd með Pussycat Dolls á repeat allan tímann. Sérstaklega myndbönd þar sem [aðalsöngkonan](http://g.jubii.dk/big/Pussycat-Dolls/140816.jpg) er nánast sú eina, sem birtist. Meira af henni, minna af hinum – segi ég! Það má t.d. nota [þetta myndband](http://www.ifilm.com/player?ifilmId=2742081&refsite=7181).

Takk.

13 thoughts on “Myndbönd í ræktinni”

 1. Þetta myndband með Coldplay er algjör snilld og það á alls ekki að banna það 🙂

 2. Viltu meina að tónlistarmyndbönd snúist ekki um tónlistina :-O

  Ég trúi ekki að þessar fimleikakúnstir séu gerðar af konu á níræðisaldri.

  Ef eitthvað mælir gegn þessu myndbandi er það að lagið er bara leiðinlegt og óspennandi. Veitir ekki af einhverri spennu í myndbandinu þess vegna. Maður hálfpartinn bíður eftir að kerlingin slitni í sundur þegar hann spinnur henni í hringi :confused:

 3. Viltu ekki bara fara alla leið og biðja um klámmyndir á skjáina í ræktinni?

  Það er í aðalatriðum það sem þú ert að biðja um, ekki satt? 🙂

 4. Ágúst, ég hlusta ekki á tónlistina í myndböndunum, heldur er ég með mína eigin tónlist eða hljóðbækur. Horfi svo á myndböndin ef þau eru af réttri gerð 🙂

 5. Það er í raun bannað í dag að tala um sætar stelpur eins og eitthvað staðlað form. Þú veist það að fegurðin kemur innan frá?
  Þú hefur áður lent í reiðum konum yfir svona tali hér á síðunni svo þú veist alveg hvað ég meina.
  Skemmtilegar Parísarmyndirnar þínar, svolítið fáar, en góðar.

 6. Æi, ég nenni ekki einu sinni að þræta við þetta fólk, sem gagnrýnir aðra fyrir að tala um útlit. Það fyrsta sem hrífur mig við stelpur er ytra útlit. Ég tel að það sé eins með mig og 90% allra. Svo er aftur á móti annað hvernig útlit fólk hrífst af.

  Svo þarf varla að taka það fram að það er ekki hægt að byggja sambönd á ytra fegurð. En já, ég er búinn að fara yfir þetta svo oft á þessari síðu. 🙂

  Svo með það að tala um sætar stelpur sem staðlað form, þá gefa vissir einstaklingar sér þær forsendur að þegar ég tala um sætar stelpur, þá falli þær allar inní einhvern ákveðinn pakka. Plús það að þetta er allt skrifað meira og minna í gríni.

  Varðandi Parísarmyndirnar, þá eru þær um 60 talsins en flestar eru (af ákveðinni ástæðu) bara leyfðar vinum og fjölskyldu.

 7. Ég held ég hafi alveg náð því að þetta var svona grín og ætlaði mér heldur aldrei út í umræður um þetta “mál”…
  Ég skil að þú viljir ekki sýna öllum allt, alveg fyrirgefið þetta allt saman og allir góðir.

Comments are closed.