O'Reilly vs. Paul Krugman

Bill O’Reilly, stjórnandi The O’Reilly Factor (sem, eftir [aðdáun hans á Ann Coulter](http://www.bjorn.is/leit?SearchFor=coulter) að dæma, væri pottþétt uppáhaldsþáttur Björns Bjarna), mætti hagfræðisnillingnum Paul Krugman á CNBC um helgina.

Krugman, sem er núna pistlahöfundur á NY Times, hefur gagnrýnt Bush stjórnina harkalega en O’Reilly hefur varið Bush og kallar alla þá, sem ekki dýrka hann og dá, föðurlandssvikara.

Allavegana, O’Reilly hefur hrósað sjálfum sér afskaplega mikið undanfarna daga fyrir að hafa staðið sig svo vel í þessu viðtali. Jim Gilliam, höfundur [Outfoxed](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0002HDXTQ/qid=1092264839/sr=8-1/ref=pd_ka_1/103-1224149-3119807?v=glance&s=dvd&n=507846) er ekki alveg sammála og tók saman smá myndbút úr þessu viðtali og bætti inn tengdum staðreyndum.

Myndbandið er skemmtilegt fyrir þá, sem hafa áhuga á bandarískri pólitík:

[**Krugman vs. O’Reilly hjá Tim Russert**](http://www.jimgilliam.com/video/krugman_vs_oreilly_200.mov) – 12 mb Quicktime skjal.

Þessi færsla er tileinkuð [Óla](http://www.obalogy.com/) snillingi, sem virðist alveg vera hættur að blogga

via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/34909)

4 thoughts on “O'Reilly vs. Paul Krugman”

  1. Horfði á þetta viðtal í dag, O’Reilly er alveg ótrúlegur!

    Annars afgreiddi Al Franken O’Reilly svo rosalega í bókinni Lies and the Lying Liars Who Tell Them að ég var orðinn spenntur að sjá hann í action. Hann olli ekki vonbrigðum, virðist vera ótrúlega ómálefnalegur. Merkilegt að til sé fólk sem horfir á svona gaura og hugsar.. “já, það er vit í því sem hann segir” :confused:

  2. Já, ég verð að viðurkenna að ég horfði alveg rosalega oft á O’Reilly þegar ég bjó í USA. En það var svo sannarlega ekki af því að hann væri svo upplýsandi, heldur meira til að sjá hvaða vitleysu hann kæmi með næst 🙂

  3. Það er gaman að fylgjast með því hvað hann (O´Reilly) verður yfirgangssamari þegar fer að halla á hann í rökræðum, leyfir aldrei þeim sem hann er í debatt við að klára og byrjar að kalla hann nöfnum. Þetta breytist í öskurkeppni! Magnað. :biggrin:

Comments are closed.