Apple & fótbolti

Ég er að prófa enn eitt meðalið við þessu spam rugli, svo látið mig vita ef þið lendið í vandræðum með að senda inn komment.

Hef allavegana ekki fengið spam í einhverja 4 klukkutíma, svo þetta veit á gott. 7-9-13


Ég er enn heima í veikindafríi. Þó ágætt að geta unnið mikilvægustu verkefnin hérna heima. Myndi ekki alveg höndla það ef að vikuverkefni myndu hlaðast upp í vinnunni, auk þess sem ég er víst að fara til útlanda á mánudag.

Eyddi morgninum í að horfa á MacWorld útsendinguna. Þar var auðvitað fullta af sniðugu fyrir okkur Apple elskendur. [Jens](http://www.jenssigurdsson.com/entry/2005/01/12/15.11.35) og [GummiJóh](http://gummijoh.net/2005/01/mac_mini_og_ipo.php) eru með ágætis úttektir á þessu. Það sem er semsagt mikilvægast er að Apple eru að gefa út 500 dollara tölvu, [Mac Mini](http://www.apple.com/macmini/), sem er kjörinn fyrir PC fólk, sem vill skipta yfir í Apple. Með þessu boxi getur fólk haldið gamla skjánum, lyklaborðinu og músinni en notað Mini Mac sem tölvu.

Auk þess er sennilega hægt að gera fullt af sniðugum hlutum við Mac Mini. Til dæmis væri hægt að nota þetta sem DVD spilara í stofuna. Tengja þetta við sjónvarp og geta þarmeð horft á DVD, hlustað á tónlist og horft á myndir af netinu.

Einnig var kynnt [iPod shuffle](http://www.apple.com/ipodshuffle/), sem er léttur iPod, sem er án skjás og tekur færri lög. Hann gæti þó hentað vel þeim, sem nota iPod í líkamsrækt, þar sem hann er einstaklega léttur og lögin skippa aldrei.

Þar sem ég á bæði iMac og iPod, þá var ég mest spenntur yfir forritunum, sem Apple kynntu. Þeir kynntu m.a. nýja útgáfu af [iLife](http://www.apple.com/ilife/) pakkanum, sem ég nota mikið. Sérstaklega nota ég [iPhoto](http://www.apple.com/ilife/iphoto/) mikið og líta breytingarnar verulega vel út. Til dæmis er hægt að höndla RAW myndir og líka er auðveldara að skipuleggja myndirnar.


Það, sem gladdi mig líka í veikindunum í dag er að [Fernando Morientes ](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/01/11/22.58.47/) er kominn til Liverpool og leikur hugsanlega með liðinu á laugardaginn gegn Man U. Mikið verður gaman að vera með markahæsta leikmann EM og markahæsta mann Meistaradeildarinnar í framlínunni á móti Man U! Get varla beðið.

Langar þig í Makka? (uppfært – búinn að selja)

Einsog allir vita eru Apple tölvur bestu tölvur í heimi. Stýrkierfið er einfaldara, fallegra og skemmtilegra en Windows og auk þess færðu aldrei vírusa, spyware eða annað óskemmtilegt drasl.

Allavegana, ég var að uppfæra yfir í nýjan iMac, sem er algjört æði, en af því leiðir að gamla tölvan mín er til sölu. Ég ætla að selja hana ódýrt og því er þetta kjörið tækifæri fyrir þá, sem vilja færa sig frá hinni illu hlið PC tölva yfir í Apple. Það er líka löngu sannað að við Apple notendur erum einstaklega gáfað fólk, þannig að þarna geturðu með einföldu skrefi hækkað greindarvísitölu þína umtalsvert 🙂

En án gríns, þá er ég semsagt með gömlu tölvuna mína til sölu. Þetta er þessi tölva: Power Mac G4 (n.b. ekki skjárinn á myndinn). Vélin er með 768 MB vinnsluminni, 72GB hörðum disk og Airport þráðlausu netkorti. DVD innbyggt en geisladiskabrennari er utanáliggjandi

Einnig fylgir með 17″ skjár. Allt í fínu standi, nema að lyklaborðið er orðið dálítið ljótt eftir mikla notkun. Það má þau auðveldlega hreinsa 🙂

Tilboð óskast. MSN: einarorn 77 (@) hotmail.com eða í gegnum email á einarorn (@) gmail.com

Nota bene, ég er búinn að eiga þessa tölvu í fjögur ár og hún hefur ALDREI bilað. Þetta er mikill gæðagripur, sem hefur reynst mér vel. Í stýrkierfinu fylgir m.a. frábært póstforrit og svo iLife, sem eru frábær Apple forrit, sem gera þér auðvelt að klippa til vídeómyndir eða skipuleggja digital ljósmyndir.

**Uppfært**: Búinn að selja tölvuna!

Dagur 4

Jæja, fjórði veikindadagurinn í röð. Ég er að drepast úr leiðindum. Er búinn að hanga á netinu í bland við það að horfa á Cheers síðan ég vaknaði. Sýnist ekki að ég muni jafna mig á þessu í dag, þannig að enn einn dagurinn heima er framundan.

Það var eitt, sem ég hafði alltaf ætlað að biðja fólk um hjálp við. Ef þú hefur borðað á Serrano, sem og á Culiacan, geturðu sent mér póst. Ég ætla að leggja örfáar einfaldar spurningar fyrir fólk.

Endilega sendið mér póst á einarorn (@) gmail.com ef þið hafið BÆÐI borðað á Serrano og hinum staðnum. Öll hjálp er vel þegin.


Ég gerði í gær mína þriðju tilraun til að horfa á Return of the King á DVD. Er núna búinn með 2 klukkutíma. Kræst hvað þetta er löng mynd. Í þessum veikindum þakka ég samt fyrir það að ég hafi birgt mig upp af DVD diskum síðustu mánuði.

Sem betur fer er Liverpool leikur í kvöld. Verst að hann er á sama tíma og þessi Íslands-Amazing Race þáttur.


Hefur einhver komið til Frankfurt? Ég er að fara þangað á fund í byrjun febrúar og er að spá hvort ég eigi að vera yfir helgi, þar sem fundurinn er á föstudegi. Veit einhver hvort þetta sé skemmtileg borg, sem sé þess virði að eyða einni helgi í?

Blogg, veikindi og fleira

Ég er orðinn verulega pirraður á því að vera veikur. Ég er búinn að vera heima alla helgina og ákvað því að drífa mig í vinnuna í morgun, þrátt fyrir að ég væri raddlaus og hefði hóstað upp hálfum lungunum fyrir morgunmat.

En ég gafst upp innan klukkutíma og kom heim, fór að sofa og er svo búinn að hanga á netinu og spila Halo2 síðan þá. Það er svosem ágætt, en ég nenni þessu varla annan dag.


Annars eru [hér athyglisverðar pælingar](http://www.jupiterfrost.net/gamalt/2005/01/08/04.48.22/index.php) hjá Kristjáni um bloggsíður. Hann leggur uppfrá þeirri spurning hvort að allir Íslendingar séu með blogg.

Það er skrítið hvernig bloggið hefur komist í tísku meðal sumra hópa á Íslandi undanfarin ár. Af mínum vinahóp þá bloggar bara einn fyrir utan mig, [Jens](http://www.jenssigurdsson.com/) (sem mér finnst reyndar skemmtilegasta blogg á landinu, hvort sem það er vegna vináttu eða þess að hann sé bara svona skemmtilegur). Í sumum vinahópum virðast hins vegar allir blogga.

Einsog ég sagði í kommentum hjá Kristjáni þá lenti ég í því fyrir einhverjum mánuðum að ég var hrifinn af tveimur stelpum. Eitt kvöldið í leiðindum, þá komst ég með einfaldri leit á blogspot, folk.is og central.is að þær voru *báðar* með bloggsíður. Það þykir mér nokkuð magnað, þar sem hvorki aðstæður né áhugamál þeirra myndu benda til þess að þær héldu út slíkri síðu. Að maður geti tekið einhverjar tvær random stelpur á Íslandi og fundið að þær eru akkúra báðar með blogg er að mínu mati magnað. Ég efast um að það myndi virka annars staðar. Eða kannski var þetta bara fáránleg tilviljun.

Líkt og Kristján hef ég líka oft á tíðum verið að finna blogg hjá ætttingjum, gömlu skólafélögum og jafnvel fólki, sem ég vinn með. Það þykir mér alltaf jafn fyndið.


Kottke.org [bendir á](http://www.kottke.org/05/01/listening-with-affection-and-excitement) góð ráð varðandi það að [hlusta betur](http://www.globalideasbank.org/site/bank/idea.php?ideaId=2274):

>Now before going to a party, I just tell myself to listen with affection to anyone who talks to me, to be in their shoes when they talk, to try to know them without my mind pressing against theirs, or arguing, or changing the subject. No. My attitude is: ‘Tell me more. This person is showing me his soul. It is a little dry and meager and full of grinding talk just now, but presently he will begin to think, not just automatically to talk. He will show his true self. Then he will be wonderfully alive.’

Ég hef ekki strengt nein áramótaheit, en ég er sammála Kottke um að það væri gott áramótaheit að reyna að hlusta betur, sérstaklega þegar ég horfi aftur á síðustu vikur og mánuði. Ég geri mér grein fyrir að ég er ekki nærri því nógu góður í því.

Látum þá berjast í friði!

(via [Andrew Sullivan](http://www.andrewsullivan.com/index.php?dish_inc=archives/2005_01_09_dish_archive.html#110533168328109280)) – [Stratfor](http://www.stratfor.com/), sjálfstætt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í hermálum birtir þessa greiningu á ástandinu í Írak:

> The issue facing the Bush administration is simple. It can continue to fight the war as it has, hoping that a miracle will bring successes in 2005 that didn’t happen in 2004. Alternatively, it can accept the reality that the guerrilla force is now self-sustaining and sufficiently large not to flicker out and face the fact that a U.S. conventional force of less than 150,000 is not likely to suppress the guerrillas. More to the point, it can recognize these facts: 1. The United States cannot re-engineer Iraq because the guerrillas will infiltrate every institution it creates. 2. That the United States by itself lacks the intelligence capabilities to fight an effective counterinsurgency. 3. That exposing U.S. forces to security responsibilities in this environment generates casualties without bringing the United States closer to the goal. 4. That the strain on the U.S. force is undermining its ability to react to opportunities and threats in the rest of the region. And that, therefore, this phase of the Iraq campaign must be halted as soon as possible.

Þeir mæla með því að Bandaríkjamenn dragi herlið sitt útað jaðri landsins og leyfi borgarastríði að geysa í friði!:

>After the January elections, there will be a Shiite government in Baghdad. There will be, in all likelihood, civil war between Sunnis and Shia. The United States cannot stop it and cannot be trapped in the middle of it. It needs to withdraw.

>Certainly, it would have been nice for the United States if it had been able to dominate Iraq thoroughly. Somewhere between “the U.S. blew it” and “there was never a chance” that possibility is gone. It would have been nice if the United States had never tried to control the situation, because now the United States is going to have to accept a defeat, which will destabilize the region psychologically for a while. But what is is, and the facts speak for themselves.

(sjá [alla greinina](http://www.dehai.org/archives/dehai_news_archive/0748.html)) Bendi líka á þessa grein: [Davíð, Halldór, Írak og Ísland](https://www.eoe.is/gamalt/2005/01/09/11.22.48) fyrir þá, sem lesa síðuna ekki um helgar.

Ég gefst upp

Ok, það er alveg ljóst að það virkar ekkert til að hamla þessu spam rusli. Ég hef hent út 10 kommentum í dag, en akkúrat núna eru komin þrjú komment, sem voru ekki áðan. Þannig að þetta er vonlaust. Þetta verður bara að vera svona þangað til að ég fæ einhverja sniðuga lausn á þessu helvíti. Ég hugga mig við það að sennilega munu þessir SPAM-arar, sem ofmeta áhuga lesenda þessarar síðu á þýsku barnaklámi, allir brenna í helvíti.


Annars mæli ég með [þessari færslu hjá Andrew Sullivan](http://www.andrewsullivan.com/index.php?dish_inc=archives/2005_01_02_dish_archive.html#110507592034498463).

Já og ég mæli líka með Neil Young, hann er snillingur. Fyrir nokkrum árum tók ég kast og keypti mér fulltaf plötum með honum. Núna er ég búinn að vera að renna þessu í gegn. Fyrir mörgum árum hlustaði ég gríðarlega mikið á [Harvest](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B000002KD1/qid=1105300289/sr=8-1/ref=pd_csp_1/103-6728173-3002217?v=glance&s=music&n=507846) og núna um helgina er hún búin að vera í mikilli spilun. Æðisleg plata, sem allir ættu að eiga.


Fyrir okkur Makka nörda þá er [þetta](http://dms.tecknohost.com/macrumors/i/ihome/) spennandi ef að myndirnar reynast ófalsaðar.

**Uppfært**: og hálftíma seinna eru kommentin orðin 10. Ég þarf ekki í fokking megrun og ég þarf ekki að nota viagra. Og mig langar ekki að spila póker á netinu. Af hverju geta þessir fábjánar ekki skilið það og látið síðuna mína í friði? Djöfull fer þetta í taugarnar á mér!

Davíð, Halldór, Írak og Ísland

ir-sol.jpgBlaðamaður The Economist hefur ferðast með bandarískri hersveit í Írak undanfarnar vikur.

Í síðasta blaði birtist [grein eftir hann](http://economist.com/displaystory.cfm?story_id=S%27%29%288%2EQQ%5B%27%21%40%213%0A). (úr blaðinu 7.janúar – hægt að sækja um eins dags passa til að sjá hana)

Þessi grein er mögnuð, hér eru nokkrir hlutar, sem *allir* ættu að lesa. Nota bene, þetta er THE ECONOMIST, hægri sinnað blað, sem studdi upphaflega stríðið í Írak:

>”There is only one traffic law in Ramadi these days: when Americans approach, Iraqis scatter. Horns blaring, brakes screaming, the midday traffic skids to the side of the road as a line of Humvee jeeps ferrying American marines rolls the wrong way up the main street. Every vehicle, that is, except one beat-up old taxi. Its elderly driver, flapping his outstretched hands, seems, amazingly, to be trying to turn the convoy back. Gun turrets swivel and lock on to him, as a hefty marine sargeant leaps into the road, levels an assault rifle at his turbanned head, and screams: ‘Back this bitch up, motherfucker!’

>”The old man should have read the bilingual notices that American soldiers tack to their rear bumpers in Iraq: ‘Keep 50m or deadly force will be applied.’ In Ramadi, the capital of central Anbar province, where 17 suicide-bombs struck American forces during the month-long Muslim fast of Ramadan in the autumn, the marines are jumpy. Sometimes, they say, they fire on vehicles encroaching with 30 metres, sometimes they fire at 20 metres: ‘If anyone gets too close to us we fucking waste them,’ says a bullish lieutenant. ‘It’s kind of a shame, because it means we’ve killed a lot of innocent people.'”

Blaðamaðurinn bendir einnig á eina vitleysu, sem George W. Bush, sem og aðdáendur hans á Íslandi, Davíð og Halldór, hafa endurtekið í sífellu. Það er algjört bull að meirihluti uppreisnamanna séu útlendingar. Nei, þetta eru Írakar að berjast á móti innrásarliðinu. Einsog segir í greininni:

>Of over 2,000 men detained during the fighting in Fallujah, fewer than 30 turned out to be non-Iraqi.

Einnig:

>It is impossible to mearure the insurgents’ power with much accuracy. Official American reports are absurdly sunny, prone to focus on deliveries of footballs to Baghdad’s slums rather than attacks on army patrols.

Og að lokum:

>”they detained 70 men from districts indentified by their informant as ‘bad.’ In near-freezing conditions, they sat hooded and bound in their pyjamas. They shivered uncontrollably. One wetted himself in fear. Most had been detained at random; several had been held because they had a Kalashnikov rifle, which is legal. The evidence against one man was some anti-American literature, a meat cleaver, and a tin whistle. American intelligence officers moved through the ranks of detainees, raising their hoods to take mugshots: ‘One, two, three, ji haa ad!’ A middle-tier officer commented on the mission: ‘When we do this,’ he said. ‘We lose.'”

Mögnuð grein.


do.jpgÞað er ansi margt við hrokann í Davíð Oddsyni, sem fer í mínar fínustu taugar. Samt, hefur hann eiginlega toppað sig alloft síðustu daga. Til dæmis endurtekur Davíð nú í sífellu að það sé hvergi í heiminum umræða um að taka nöfn landa af lista hinna staðföstu. Og af því leiði að við Íslendingar ættum ekki að vera að tala um “slíka vitleysu”. Semsagt, ef að útlendingar tala ekki um hluti, þá eigum við ekki að gera það hérna á Íslandi.

Þegar Davíð ver Íraksstríðið og gjörðir sínar í tengslum við það, þá er hann að verja svo hræðilega slæman málstað að málflutningur hans verður býsna skrítinn. Til dæmis þegar hann gefur í skyn að andstæðingar stríðsins séu sjálfkrafa andstæðingar uppbyggingar í Írak. Þessi klása í [Moggafrétt](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1119699) er hreint mögnuð:

>[Davíð] sagði að ekki væri nokkur vinnandi vegur að láta ástandið í Írak vera óbreytt og öll þau ríki, sem lögðust gegn hernaðaraðgerðunum á sínum tíma, væru nú á skjön við umræðuna hér á landi því ekkert ríki vildi að hætt yrði við uppbygginguna í Írak. Spánverjar væru nú að leggja fram 20 milljónir evra til að tryggja að þingkosningar geti farið fram í Írak og Frakklandsforseti hefði sagt í gær, að kosningarnar í Írak verði að fara fram.

Þetta er svo mikill útúrsnúningur og rökleysa hjá Davíð að það hálfa væri nóg. Í fyrsta lagi, þá lætur hann einsog fólk, sem gagnrýnir hann og Halldór fyrir fyrir þeirra aðkomu að stríðinu, sé í raun að gagnrýna uppbyggingastarf í Írak! Það er náttúrulega algjör þvæla og Davíð veit það vel. Ég leyfi mér nánast að fullyrða að 100% Íslendinga styðji uppbyggingarstarf í Írak. Auðvitað! Það er það minnsta, sem þjóðir geta gert eftir innrás. Þjóðir einsog Frakkar og Þjóðverjar voru á móti stríðinu, en sýna samt mikinn dug með að taka þátt í að hreinsa upp ruglið eftir Bandaríkjamenn. Það að þessar þjóðir taki þátt í uppbyggingunni eftir eyðileggingu Bandaríkjamanna þýðir þó EKKI að þessar þjóðir séu að gefa sjálfu stríðinu sitt samþykki.

Þessi umræða hér á landi, sem Davíð talar um, snýst um að Íslendingar eru á móti þessu stríði, sem nafn okkar lands var lagt við. Hún snýst EKKI um að við séum á móti uppbyggingarstarfi í Írak. Þetta veit Davíð Oddson og því ætti hann að hætta þessum útúrsnúningi.

Davíð og Halldór drógu okkur inní þetta stríð. Við erum á lista hinna staðföstu útaf þeim tveim. Okkar nafn hefur ítrekað verið notað til að sýna að þetta stríð njóti stuðnings í heiminum, sem það gerir alls ekki. Til að réttmæta stríðið hefur George Bush margoft endurtekið það að fjöldamargar þjóðir séu á lista hinna staðföstu. Þess vegna hjálpar þáttaka Íslands Bandaríkjamönnum við að réttlæta þetta stríð. Það að nafn okkar skuli vera á þessum lista er til skammar fyrir Ísland. Davíð og Halldór *bera ábyrgð* á þessari vitleysu og það gera líka þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem þora ekki að segja foringjunum til syndanna.

Nei, við erum ekki beinir þátttakendur í stríðinu, en við höfum auðveldað Bandaríkjamönnum verkið og nafn okkar á listanum hefur gefið stríðinu meira lögmæti. Því *er* Ísland ábyrgt fyrir því, sem er að gerast í Írak. Allar aðrar þjóðir heims mátu það svo að listi hinna staðföstu væri listi þeirra, sem studdu stríð. Þrátt fyrir að Davíð haldi öðru fram núna, þá er það samt svo.

Sem Íslendingur, þá skammast ég mín fyrir þessa ömurlegu ríkisstjórn. Það eina, sem ég get huggað mig við er að allavegana kaus ég ekki þessa flokka og mun sennilega aldrei gera.

Mayaaaa hiiii

Ok, ég er búinn að opna fyrir kommentin. Ef þessir kanadísku SPAM bjánar halda þessu áfram, þá verður bara að hafa það.

Síðan fór yfir 100.000 flettingar í gær. Ég setti upp teljarann fyrir um 6 mánuðum, þannig að það er nokkuð gott. Þetta eru að meðaltali um 550 flettingar á dag og um 350 einstakar heimsóknir. [Liverpool bloggið](https://www.eoe.is/liverpool/) er þó talsvert vinsælla, enda ætti efni þeirrar síðu að höfða til breiðari hóps. Held þó að sú síða eigi mikið inni.


Ég var ýkt heilbrigður í gærkvöldi og vann allt kvöldið við verkefni, sem ég hef tekið að mér. Hver voru svo laun þessarar samviskusemi? Jú, ég vaknaði í morgun eins skakkur og hægt er að vera. Vaknaði með hræðilegt kvef, hausverk og verk í bakinu. Held að ég neyðist til að viðurkenna að ég sé orðinn veikur.

Talandi um bakið á mér, þá hlýtur Tempur dýnan, sem ég keypti fyrir einhverjum mánuðum að teljast versta fjárfesting ævi minnar. Áður var ég með einhverja drasl dýnu frá Bandaríkjunum og fékk öðru hvoru í bakið þegar ég vaknaði. Ég hafði heillast af einhverju auglýsingum um að þessi Tempur dýna ætti að vera lausnin á öllum mínum vandamálum (fyrirtækið, sem selur dýnuna heitir m.a.s. Betra Bak). En þessi dýna er algjör hörmung. Í hvert einasta skipti, sem ég sef út, vakna ég með bakverk.

Ég er sennilega búinn að eiga dýnuna alltof lengi til að getað skilað henni, þannig að ég veit ekki hvort ég eigi bara að reyna að hætta að sofa út, eða hvort ég eigi að kaupa mér nýja. Ég tími bara ekki að eyða meiri pening í eitthvað dót tengt íbúðinni minni.


Keypti DV áðan og sá mér til mikillar skelfingar að ég komst ekki á lista yfir flottustu piparsveina á Íslandi. Ég trúi þessu varla enn. Ég meina, Pétur Blöndal er á listanum! Það er ekkert réttlæti í þessum heimi.


Þetta er alveg [ljómandi skemmtilegt myndband](http://www.gordinho.cjb.net/). Kom mér allavegana í gott skap. Mayaaa hi, mayah hú maya hí maya ha ha.

Ummælin tekin af

Ok, vegna þessa djöfulsins SPAM kjaftæðis, þá hef ég ákveðið að prófa að taka komment af í svo sem einn dag. Set þau aftur upp um helgina. Aðferðin, sem Svenni [benti á](https://www.eoe.is/gamalt/2005/01/06/16.48.49/index.php#c9736) gekk semsagt ekki upp.

Í millitíðinni getiði bara sent mér póst einarorn (hjá) gmail.com eða talað bara við mig á msn, einaorn77 (hjá) hotmail.com

Vonandi að þessir fábjánar hætti svo þessu SPAM rugli.