Löööööng nótt framundan

Það er komið að því. Leikur 7 á milli New York Yankees og Boston Red Sox. Þetta verður rosalegt. Það er engin furða að ESPN spyrji sig hvort þetta sé “[The Most anticipated game ever](http://sports.espn.go.com/mlb/playoffs2004/columns/story?columnist=caple_jim&id=1905582)”

Ég ætla sko að vaka í nótt. Leikurinn byrjar á miðnætti og mun standa yfir til að minnsta kosti 3-4, kannski lengur. Boston og New York voru í svipaðri stöðu fyrir ári og þá vann New York eftir margra klukkutíma leik. Í ár unnu New York fyrstu þrjá leikina í einvíginu og allir héldu að þetta væri búið, en Boston hefur tekist hið ómögulega og unnið þrjá leiki í röð. Ef þeir vinna fjórða leikinn og þar með komast áfram verður það eitt merkasta afrek íþróttasögunnar. Eitthvað, sem menn munu aldrei gleyma.

Kona, sem [sendi Bill Simmons bréf frá Englandi](http://sports.espn.go.com/espn/page2/story?page=simmons/cowbell/041020), orðaði þetta vel

>Bottom line, if your team is out, you’re rooting for the Red Sox. I’m not staying up to 5:30 in the morning (London time) because my beloved Braves are one game away from the World Series. **I’m staying up till 5:30 because I want good to triumph over evil**. I want all those arrogant Yankees fans to eat crow. I want to hear all the whining about how the calls aren’t going the Yanks way (after years of calls going their way). And I DEFINITELY want Steinbrenner (*eigandi Yankees*) to throw an absolute fit — I mean, throw chairs, break windows, fire people, etc. Red Sox nation needs to understand this — I’m not alone. There are MILLIONS of fans around the globe rooting for the Sox. I walk the streets of London and I see blue caps with the red B everywhere I go. This series is bigger than just New England. This IS the most exciting series in my life, if not all time.

Þetta er það sem málið snýst um. Það er hreinlega ekki hægt að halda með Yankees. Öll þið, sem labbið um með Yankees húfur, takið þær niður. Yankees er lið djöfulsins. Allir, nema nokkrir óþolandi New York búar, hata liðið. Það verður að stoppa Yankees og Red Sox verður að vera liðið, sem stoppar þá.

Tveir af bestu vinum mínum í Bandaríkjunum eru Boston aðdáendur og ég veit að þeir eiga eftir að flippa út ef Boston tekst að vinna. Ég vona svo sannarlega að við munum hafa tækifæri til að fagna í kvöld.

Go SOX!

Bleeeeeh!

Kominn heim frá París. Nú er sú trú mín bjargföst að Charles De Gaulle flugvöllur í París sé sá lélegasti í heimi. Í öðru sæti er Heathrow vegna þess að það er furðu þreytandi að fljúga í hringi yfir Lundúnum.

Annars var þetta tíðindalítið. Vorum á flugvallarhóteli og vorum því algjörlega einangraðir. Fórum bara á sýningu og borðuðum svo og drukkum á hótelinu. Fínt svosem. Gat ekkert farið inní París vegna tímaskorts.


Þessi heimasíða var meira og minna í rugli á meðan ég var í burtu. Það getur verið að einhverjir hafi reynt að kommenta en að þau komment hafi farið fyrir lítið. Sama var uppá tenginnum með Liverpool bloggið, en það ætti að vera komið í lag núna. Þetta var ekki mér að kenna, heldur tölvuköllum, sem voru að fikta við serverinn, sem síðurnar eru hýstar á.


Var að koma úr fótbolta, þar sem ég næstum því rotaðist eftir að hafa fengið helvíti öflugt olbogaskot á ennið. Mikið var það hressandi. Hérna heima er eldhúsinnréttingin komin upp. Það þýðir að brátt fara veitingastaðir Reykjavíkur að taka eftir minnkandi tekjum þegar ég byrja að elda í mínu nýja og glæsilega eldhúsi.

Er að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að vaka í kvöld og horfa á Red Sox reyna að knýja fram leik 7 gegn hinu illa veldi New York Yankees. Ef þeir tapa ætla ég að löðrunga alla, sem ég sé með New York Yankees húfu á morgun.

**Uppfært**: Red Sox unnu. Fólki með Yankees húfur er óhætt, að minnsta kosti í dag.

Laugardagskvöld með Einari Erni…

Voðalega er það huggó að vera svona heima á laugardagskvöldi, hlusta á Dylan og taka til.

Er að fara út til Parísar fáránlega snemma á morgun í rómantíska helgarferð með ofurmódeli vinnuferð. Verð þarna í þrjá daga á flugvellinum og þar í kring. Fer því ekkert inní borg.

Það verður í annað skiptið, sem ég hef komið til Parísar án þess að gera nokkurn skapaðan hlut í sjálfri borginni. Er ekki hvort eð er ósköp lítið að gera þar? 🙂


Einsog ég hef oft sagt áður, þá er [John Stewart snillingur](http://junk.haughey.com/Crossfire-John_Stewart.wmv) (35mb myndband – skylda fyrir alla, sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum)


Ef þið eruð ekki nú þegar hrædd við ríkisstjórn Bandaríkjanna, þá ætti [þessi grein í New York Times](http://www.nytimes.com/2004/10/17/magazine/17BUSH.html?oref=login&oref=login&pagewanted=all&position) að hjálpa. Mæli sterklega með henni.


Já, og fyrir ykkur, sem vissuð ekki þá er [Osama í Kína](http://www.informationclearinghouse.info/article7077.htm)

Kappræður í VALHÖLL

Ég tók semsagt þátt í þessum pallborðsumræðum í Valhöll í gær. [Jens fjallar](http://www.jenssigurdsson.com/entry/2004/10/16/16.41.42/index.html) um þetta á síðunni sinni.

Þarna voru þau Gísli Marteinn og Þorbjörg Helga frá Sjálfstæðisflokknum og svo ég og Karl Th. Birgis frá Jafnaðarmönnum. Við héldum fyrst smá tölur og er mín ræða neðst í þessari færslu. Ég var fáránlega stressaður þegar ég hélt ræðuna en losnaði algjörlega við allt stress þegar umræðurnar byrjuðu.

Það voru um 70 manns í salnum, þar af 60 frá Sjálfstæðisflokknum (þar af 5 konur, sem sannfærði mig endanlega að stjórnmálaþáttaka er ekki staður til að hitta kvenfólk).

Umræðurnar voru skemmtilegar, eða allavegana fannst mér gríðarlega gaman að taka þátt í þessu. Þorbjörg og Karl héldu sig frekar til hliðar. Þorgbjörg var eiginlega Kerry stuðningsmaður en myndi þó kjósa Bush, en Karl Th. fannst Kerry vera of hægri sinnaður fyrir sig.

Ég er hins vegar hrifinn af Kerry og Gísli Marteinn er hrifinn af Bush og því voru þetta oft á tíðum deilur á milli mín og Gísla Marteins. Gísli var ekki hrifinn af siðferðismálum Bush en var hins vegar sannfærður um að efnahagsstefna hans væri sú eina rétta. Ég er náttúrulega ekki sammála því, enda finnst mér ekkert sérstaklega góður árangur að snúa fjárlaafgangi í fjárlagahalla og veita þeim 1% allra ríkustu hærri skattalækkun en 70% þjóðarinnar.

Svo var líka talað um Swift Boat rógburðinn og aðrar auglýsingar. Það sköpuðust skemmtilegar umræður á milli fólksins á borðinu og útí sal, sérstaklega þegar Björgvin Ingi þrýsti á Gísla Martein að segja okkur af hverju hann styddi Bush. Gísla reyndist erfitt að telja upp kosti í stefnu hans.

Ég talaði talsvert um skattalækkunina og móðgaði víst nokkra af þeim allra hægrisinnuðustu af því að ég sagði að Bush hefði “gefið þeim allra ríkustu skattalækkun”. Það fannst þeim SUS-urum vera mikil synd, enda á maður ekki að tala um að gefa skattalækkun enda eru þetta peningar, sem fólkið á fyrir. Það er jú rétt, en það var samt fyndið að þeim fannst ekkert vera athugavert að lækka skatta á hvern einstakling í hópi þeirra 1% ríkustu 2,4 milljónir króna á ári á meðan þeir, sem minnst eiga, fá 5.000 kall á ári í skattalækkun.

En semsagt, þetta var mjög skemmtilegt og ég losnaði við stressið, þrátt fyrir að ég hefði verið í Valhöll og 80% áhorfenda hefðu verið Sjálfstæðismenn.

Ræðan mín er hér að neðan:
Continue reading Kappræður í VALHÖLL

Kappræður og play listi

Kláraði að horfa á kappræðurnar og auðvitað vann Kerry þetta. Ég á alltaf erfiðar og erfiðar með að skilja hvað það er í fari Bush, sem heillar fólk. Og ekki koma með þetta krapp um að Bandaríkjamenn séu svo vitlausir að þeir viti ekki betur. Nei, skynsamt og gáfað fólk sér virkilega eitthvað heillandi við þennan mann. Ég bara get ekki séð það er, sama hvað ég reyni.

Bush reyndi aftur að vera fyndinn. Það besta við alla brandarana var að hann beið alltaf eftir hlátri, sem kom aldrei. Núna vantaði bara engisprettuhljóð til að gera þetta enn pínlegra fyrir hann. Einnig, í stað þess að svara ásökunum Kerry, þá kom bara eitthvað blaður um að hann færi rangt með staðreyndir, án þess þó að hann kæmi með andsvar við fullyrðingum Kerry.

Og Kræst! Hvað er málið með þá Cheney og Bush að þeir geta ekki svarað spurningum um atvinnuleysi án þess að fara útí umræður um menntamál? Það er engin lausn fyrir atvinnulausa einstæða móðir, að drífa sig bara í háskóla. Það er engin patent lausn á öllum vandamálunum að allir eigi að fara í skóla. Þrisvar í síðustu umræðum hafa Bush og Cheney verið spurðir um atvinnuleysi í Bandaríkjunum og í öll skiptin hafa þeir farið í fyrirfram-skrifaða ræðu um menntamál. Þetta pirraði mig all verulega.

Mikið vona ég bara að Kerry fái nú byr undir báða vængi og klári þetta.

Minni á [umræðurnar í Valhöll](https://www.eoe.is/gamalt/2004/10/14/00.06.10/) í dag, föstudag. Gísli Marteinn og Karl Th. Birgis. Ásamt mér og Þorbjörgu Vigfúsdóttur sem fulltrúar ungliða. Gaman gaman.


A la [Gummi Jóh](http://www.gummijoh.net), þá er hér listi yfir það, sem ég er að hlusta á þessa stundina:

Bob Dylan – [Sad Eyed Lady of the Lowlands](http://bobdylan.com/songs/lowlands.html).
The Streets – Öll platan, aðallega Empty Cans
Bob Dylan – [Desolation Row](http://bobdylan.com/songs/desolation.html)
Dusty Springfield – I can’t make it alone
Coldplay – For You
Bob Dylan – [I want you](http://bobdylan.com/songs/wantyou.html)

Kappræður, þriðji hluti

bush-debate.gif

Ég gafst uppá að vaka í nótt. Ætlaði að horfa á baseball og kappræðurnar, en var orðinn of þreyttur. Ætla því að horfa á þær í kvöld.

[Andrew Sullivan](http://www.andrewsullivan.com/) vitnar í kannanir eftir kappræðurnar:

>CNN finds a clear victory for Kerry in their insta-poll, 53 – 39. CBS gives it to Kerry as well: 39 – 25, with 36 calling it a tie. In ABCNews’ poll, you get a 42-41 tie, but the poll is slanted toward Republicans, giving Kerry an edge. Critically, independents went for Kerry 42 – 35 percent. If these numbers hold, and the impression solidifies that Kerry won all three debates, Bush’s troubles just got a lot worse. ¨

Þannig að samkvæmt þessu, þá vann Kerry þetta örugglega. Kristján var vakandi og [horfði á kappræðurnar](http://www.jupiterfrost.net/archives/2004/10/14/11.44.26/index.php). Ég þarf hins vegar að bíða eftir því að komast heim til að horfa á þær. Bush laug allavegana [einu sinni](http://a9.g.akamai.net/7/9/8082/v003/democratic1.download.akamai.com/8082/video/notconcerned.wmv) í kappræðunum.

GWB vs. JFK í Valhöll

Mæli með þessu! (tekið af [sus.is](http://www.sus.is/frettir/nr/355):

>”Samband ungra sjálfstæðismanna og Ungir jafnaðarmenn standa saman fyrir málefnafundi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fram fara í byrjun nóvember.

>Málfundurinn hefst með því að sýndar verða auglýsingar úr baráttum Demokrata og Republikana og síðan verða stuttar umræður um kosningarnar.

>Í pallborði verða: **Einar Örn Einarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir**.

>Fundarstjóri er Friðjón R. Friðjónsson.
>Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 20.30 á föstudag, 15. október.
>Léttar veitingar verða bornar fram gegn vægu verði.”

Ha! Hljómar þetta ekki spennandi? Núna á föstudaginn (15.okt) verða semsagt umræður um bandarísku kosningarnar í Valhöll þeirra Íhaldsmanna. Formið er nokkurn veginn þannig að það eru tveir frá hverjum flokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðismennirnir munu taka að sér að verja Bush en við Jafnaðarmenn Kerry.

Þetta verður náttúrulega ljómandi skemmtilegt. Ég meina, pallborðsumræður með BÆÐI mér *og* Gísla Marteini! Það hreinlega getur ekki klikkað, eða hvað? Ég er allavegana spenntur.

Karl Th. er náttúrulega snillingur, en ég þekki ekki þessa Þorbjörgu (ég er voðalega lítið inní ungmenna pólitík). Hún er ein af Tíkar gellunum og ef marka má [skrif hennar á þeim vef](http://www.tikin.is/default.asp?tid=99&sid_id=3387&flokkun=2&id=182), þá fílar hún hvorki R-listann, né Össur!!! Magnað.

En allavegana, ég hvet alla til að mæta. Ég verð ábyggilega eitthvað taugaóstyrkur, enda að glíma við sjóaða menn í bransanum, en ég reyni að verða mér ekki til skammar 🙂

p.s. Því verður seint haldið fram að Ungum Sjálfstæðismönnum leiðist að hafa myndir af sjálfum sér á heimasíðunum sínum sus.is og frelsi.is.

Dóp

Þetta er athyglisvert: [Dópsalar í Reykjavík](http://www.dopsalar.blogspot.com/). (via [Maju](http://abuse.is/web/majae/index.php?p=467&c=1))

Ég er reyndar *alls ekki* hrifinn af því að menn setji sig í einhvern dómstól götunnar og gefi upp nöfn á mönnum, sem þeir hafi heyrt að séu dópsalar. Lögreglan á auðvitað að sinna þessu, en það er einnig skrítið ef að hún hefur ekki áhuga á málinu.

Einnig er athyglisvert að það virðist færast í aukana að fólk stofni Blogspot síður um umdeild málefni. Sá síðu um DC++ málið, sem enginn bar ábyrgð á (hún virðist reyndar hafa verið tekin niður). Á þessari dópsala síðu er hins vegar allt efnið birt undir nafni og viðkomandi segir sögu sína af samskiptum við dópsala. Auk þess að birta nöfn er svo opið fyrir umræður á vefnum, þar sem fólk er að tjá sig með eða gegn þessari nafnbirtingu. En frásaga mannsins af tilurð þessa lista er nokkuð mögnuð.

**Uppfært**: Eftir því, sem umræðurnar um þetta mál á síðunni aukast finnst manni þetta ávallt ósmekklegra. Þarna virðast vera að kommenta fólk, sem þekkir til í þessum málum og heldur því fram að þeir, sem séu þarna nefndir séu margir hverjir löngu komnir útúr rugli.

Bandaríkjaferð 10: Vegas!

Það eru orðnar nokkrar vikur síðan ég kom heim og ég hef alltaf frestað því að klára að skrifa ferðasöguna. Ég var nokkuð duglegur við að skrifa frá Bandaríkjunum, en þó vantar Las Vegas, Los Angeles, San Fransisco og New York. Byrjum á Las Vegas


Las Vegas var æði!

Það er eiginlega erfitt að lýsa þessari borg, en hún er allt, sem ég óskaði eftir. Hávær, litrík, björt, full af fallegu stelpum, spilavítum og áfengi. Sin City er svo sannarlega rétt nafn fyrir borgina.

Við Dan gistum á [Luxor](http://www.luxor.com), sem er riiiisastórt hótel í laginu líkt og píramíði. Gistingin í Las Vegas er frekar ódýr, enda búast hótelin við að maður eyði peningunum á spilavítinu. Á Luxor var risastórt spilavíti, um 10 veitingastaðir, bíó, um 20 verslanir og kirkja. Já, allt þetta inná hótelinu. Eftir aðalgötunni í Las Vegas eru um 30 svona risahótel, öll troðfull af fólki.

Við vorum komnir þarna til að gambla og þiggja frítt áfengi fyrir. Báðir höfðum við sett okkur hófleg takmörk fyrir því, sem við vorum tilbúnir að tapa. Það er skemmst frá því að segja að þetta byrjaði ekki vel fyrir okkur.

Fyrst kvöldið höfðum við ætlað okkur að byrja að spila um kl. 9 (eftir langan göngutúr eftir “The Strip”. Við plönuðum að spila til svona 1 og fara þá á klúbba. Jæja, það gekk ekki alveg eftir. Við settumst jú við borðin kl. 9, en aftur á móti fórum við ekki útúr spilavítinu fyrr en um kl. 4. Þetta var bara alltof skemmtilegt til að hætta. Við spiluðum mest BlackJack og einnig rúllettu. Þetta gekk hræðilega í byrjun og við vorum næstum búnir að eyða öllu því, sem við ætluðum okkur að eyða.

En heppnin snérist smám saman og vorum við komnir á mjög gott ról undir það síðasta. Spilavítin virka þannig að maður fær endalaust ókeypis áfengi svo lengi sem maður sé að gambla. Við nýttum okkur það ágæta tilboð.

Við enduðum svo kvöldið á að fara á næturklúbb, enda voru hefðbundnir klúbbar þá lokaðir og vorum þar til um 7.

Seinni dagurinn var líkur þeim fyrri. Við vorum í sólbaði og Dan veðjaði á baseball. Um kvöldið ákváðum við þó að labba yfir á [Hard Rock Hotel](http://www.hardrockhotel.com). Það var virkilega snjöll ákvörðun. Fyrir það fyrsta var tónlistin betri, ókeypis drykkirnir stærri, þjónustustelpurnar mun sætari og kvenfólkið almennt séð alveg lygilega myndarlegra.

Við eyddum kvöldinu í blackjack og okkur gekk mjög vel. Við ákváðum um 1 leytið að fara í biðröð á klúbbnu á hótelinu. Þrátt fyrir að ég hafi ALDREI á ævinni séð jafn mikið af fallegum stelpum fara inná skemmtistað, þá gáfumst við að lokum uppá röðinni (sem var sú lengsta, sem ég hef séð) því við ákváðum að það væri mun skemmtilegra að spila BlackJack. Því gerðum við það alveg þangað til að Dan var orðinn svo fullur að hann vissi ekki hvaða spil hann var með. Þá ákvað ég að draga hann heim á hótel 🙂

Ég varð eiginlega algjörlega ástfanginn af Las Vegas og mig langar strax að fara aftur. Dan var þarna líka í fyrsta skipti, og hann var álíka hrifinn. Ég er allavegana harðákveðinn í að fara einhvern tímann aftur þangað. Þetta var allavegana ein skemmtilegasta helgi ævi minnar.