Opið bréf Michael Moore til Wesley Clark

Fyrir nokkrum dögum skrifaði Michael Moore þetta opna bréf til Wesley Clark, sem ég var núna að rekast á í gegnum BoingBoing. Þar hvetur Moore Clark til að bjóða sig fram til forseta og virðist sú áskorun hafa borið árangur.

Satt best að segja líst mér ágætlega á Clark, ekki síst útaf þeim ástæðum sem Moore nefnir. Hann er hófsamur jafnaðarmaður og hann er nógu sterkur til að geta sigrað Bush.

You have said that war should always be the “last resort” and that it is military men such as yourself who are the most for peace because it is YOU and your soldiers who have to do the dying. You find something unsettling about a commander-in-chief who dons a flight suit and pretends to be Top Gun, a stunt that dishonored those who have died in that flight suit in the service of their country.

But right now, for the sake and survival of our very country, we need someone who is going to get The Job done, period. And that job, no matter whom I speak to across America — be they leftie Green or conservative Democrat, and even many disgusted Republicans — EVERYONE is of one mind as to what that job is:

Bush Must Go.

This is war, General, and it’s Bush & Co.’s war on us. It’s their war on the middle class, the poor, the environment, their war on women and their war against anyone around the world who doesn’t accept total American domination. Yes, it’s a war — and we, the people, need a general to beat back those who have abused our Constitution and our basic sense of decency.

The General vs. the Texas Air National Guard deserter! I want to see that debate, and I know who the winner is going to be.

By the way, mér finnst það cool að Moore birtir alltaf email addressuna sína með greinum, sem hann skrifar. Hann fær sennilega slatta af pósti daglega.

Gemmér allt! Þú færð ekki neitt!

SH skrifar á Múrinn í dag um Halldór Ásgrímsson og ráðstefnuna í Cancun: Fáfræði Halldórs stendur umræðu fyrir þrifum.

Ég átta mig ekki alveg hver stefna Múrsmanna í þessum málum er. Þeir virðast vera á móti auknu frelsi í alþjóðaviðskiptum, en samt eru þeir sárir yfir því að Vesturlönd lækkuðu ekki tolla á landbúnaðarvörur. Er það furða að sá stimpill vilji festast við Vinstri-Græna að þeir séu á móti öllu. Ég verð þó að viðurkenna að það getur vel verið að ég hafi bara ekki verið nógu duglegur að rýna í greinina til að finna stefnu þeirra.

Ég missti reyndar af þættinum með Halldóri en það er með ólíkindum hvernig þrjóska Evrópubúa og Bandaríkjanna eyðilagði ráðstefnuna í Cancun. Halldór er einmitt fulltrúi flokks, sem stendur fyrir öllu því, sem eyðileggur alþjóðaviðskipti. Hann vill vernda íslenskar landbúnaðar- og iðnaðarvörur (hvað er kjúklingur annað en iðnaðarvara?) fyrir eðlilegri samkeppni sama hvað það kostar skattgreiðendur.

Íslendingar eru reyndar með ólíkindum ósanngjarnir í þessum málum og í þessum umræðum kemur bersýnilega í ljós hræðilegur tvískinnungsháttur okkar þjóðar. Við viljum nefnilega takmarka (eða eyða) öllum höftum í sjávarútvegi, sem er okkar helsta útflutningsvara. Við fríkum út ef að einhver þjóð setur hömlur á innflutning á fiski. Hins vegar gerum við ALLT til þess að vernda landbúnaðarvörur, sem eru helsta útflutningsvara vanþróðari ríkja. Þetta er óþolandi ástand. Ef við værum hinum megin borðsins, þá værum við alveg brjáluð.


Það sama á í raun við um marga hluti. Við viljum að önnur þjóð hjálpi okkur í varnarmálum og þáðum þróunaraðstoð lengi vel. Hins vegar nú þegar við erum rík þjóð, þá gefum við ekki neitt tilbaka. Við PR skrifuðum fyrir nokkrum árum grein í róttækt blað (sem lifði stutt), þar sem við gagnrýndum harðlega þá þjóðarskömm okkar Íslendinga að við veitum minna en nær allar vestrænar þjóðir í þróunaraðstoð. Þessi grein var birt fyrir 6 árum en samt á hún alveg jafnvel við í dag. Það hefur ekkert breyst.

Við getum ekki ætlast til að fá allt í hendurnar á okkur en gefa aldrei neitt tilbaka. Það er ekki sanngjarnt.


Draumurinn um sjálfstæða bóndann

Ég er fylgjandi því að tollar á landbúnaðarvörur verði felldir niður. Það er hins vegar athyglisvert að niðurfelling tolla virðist vera orðin tískumál hjá mótmælendum á þessum ráðstefnum. Michael Lind skrifar athyglisverða grein um þá staðreynd að ef tollum verði létt þá sé ólíklegt að upp spretti litlir og ríkir bændur í þróunarlöndunum einsog draumur mótmælenda virðist vera. Mun líklegra sé að landbúnaðurinn verði iðnvæddari, noti tæknina og verði hagkvæmari. Það mun þýða að færri hafa atvinnu en að land verður betur notað. Mjög athyglisverð grein, þrátt fyrir að ég sé ekki endilega sannfærður um að hún standist.

Home improvement, part deux

Það er ekki fyndið hvað ég ótrúlega vitlaus og ómögulegur í öllu, sem viðkemur smíðum og endurbætum á íbúðinni minni. Ég er gersamlega ófær um að gera einfalda hluti rétt. Ég hef reyndar áður skrifað um þessa fötlun mína.

Í kvöld er ég búinn að baksa við að koma snúrum í rennur hérna í íbúðinni, svo stofan mín líti aðeins betur út. Það hefur hins vegar gengið alveg stórkostlega illa, sem er magnað því þetta ætti ekki að vera neitt mál. Ég hélt að ég myndi vippa þess upp í hléi á Arsenal-Inter, en núna er leikurinn búinn og ég varla hálfnaður. Af hverju ætli þessi fötlun stafi? Nú er bróðir minn sæmilega fær í svona málum og á eitthvað stærsta verkfærasett á Norðurlöndum. Ég er hins vegar alveg laus við allan slíkan áhuga og á bara borvél, hamar og tvö skrúfjárn.

Ég er eiginlega alveg uppgefinn eftir að hafa staðið uppá stól með hamar í tvo tíma. Og ekki bætir úr skák að ég er með harðsperrur í höndunum eftir átök í líkamsrækt í gær.

Annars verð ég hálf sorgmæddur þegar ég horfi á Meistaradeildina núna, því að Liverpool eru ekki með. Hugsa frekar dapur til þess að maður gæti verið að drekka bjór á Ölveri með 200 brjáluðum Liverpool stuðningsmönnum, en í staðinn er maður bara fastur heima horfandi á Bayern-Celtic eða einhverja ámóta spennandi leiki.

… já, og ef þessi djöfulsins vaskur í eldhúsinu hættir ekki að leka, þá fæ ég taugaáfall.

Le Tallec

Núna er ég orðinn verulega spenntur yfir að sjá Anthony Le Tallec spila fyrir Liverpool.

Þessi 17 ára Frakki, sem var kosinn besti leikmaðurinn á HM U18 fyrir stuttu virðist vera frábær leikmaður, eftir því sem maður hefur lesið á netinu.

Í kvöld var Liverpool varaliðið að spila og þetta eru nokkur kvót um Le Tallec eftir þann leik.

Fyrst af official LFC síðunni

Le Tallec gave a virtuoso display and the 17-year-old was an absolute joy to watch and some of his passing was out of this world. The only thing missing from his game was a goal, and he could have had a hat-trick.

He was kicked up in the air at times by some crude Leeds challenges and Ian Harte’s bad tackle deservedly saw him sent-off. In all honesty Le Tallec was fortunate to escape intact but after treatment was able to continue.

….

With all the talk about young talent across the park in Rooney and down the East Lancs with Ronaldo at Man U, it’s worth reminding people Liverpool have a player who looks pretty special. Whisper it quietly but Anthony Le Tallec looks quite sensational.

og af This is Anfield

Liverpool had numerous chances throughout with Le Tallec at the centre of most with his sublime vision, passing and ability to have a go at goal, all of which will be huge assets sought after by many in the future, but he’s ours! All ours!

He can be happy overall with tonight’s performance, while Reds fans can be mighty proud to have Anthony Le Tallec on the Liverpool books, because forget Rooney and his fatness, Ronaldo and his stepovers, this kid’s the real deal!

Ísrael og Palestína… eða bara Ísrael

Via Metafilter rakst ég á tvær mjög góðar greinar um ástandið í Ísrael og Palestínu. Margir telja að draumurinn um tvö sjálfstæð ríki sé vonlaus. Þá er næsti möguleikinn í stöðunni að arabar sæki um að fá að kjósa í Ísrael. Vandamálið er bara að Arabar yrðu í meirihluta í því landi. Hvað yrði þá um draum síonista um sitt eigið ríki?
Continue reading Ísrael og Palestína… eða bara Ísrael

Le Tallec

Núna er ég orðinn verulega spenntur yfir að sjá Anthony Le Tallec spila fyrir Liverpool.

Þessi 17 ára Frakki, sem var kosinn besti leikmaðurinn á HM U18 fyrir stuttu virðist vera frábær leikmaður, eftir því sem maður hefur lesið á netinu.

Í kvöld var Liverpool varaliðið að spila og þetta eru nokkur kvót um Le Tallec eftir þann leik.

Fyrst af official LFC síðunni

Le Tallec gave a virtuoso display and the 17-year-old was an absolute joy to watch and some of his passing was out of this world. The only thing missing from his game was a goal, and he could have had a hat-trick.

He was kicked up in the air at times by some crude Leeds challenges and Ian Harte’s bad tackle deservedly saw him sent-off. In all honesty Le Tallec was fortunate to escape intact but after treatment was able to continue.

….

With all the talk about young talent across the park in Rooney and down the East Lancs with Ronaldo at Man U, it’s worth reminding people Liverpool have a player who looks pretty special. Whisper it quietly but Anthony Le Tallec looks quite sensational.

og af This is Anfield

Liverpool had numerous chances throughout with Le Tallec at the centre of most with his sublime vision, passing and ability to have a go at goal, all of which will be huge assets sought after by many in the future, but he’s ours! All ours!

He can be happy overall with tonight’s performance, while Reds fans can be mighty proud to have Anthony Le Tallec on the Liverpool books, because forget Rooney and his fatness, Ronaldo and his stepovers, this kid’s the real deal!

Afsláttarkort á Serrano

Við á Serrano höfum nú tekið upp afsláttarkortakerfi. Það er mikið búið að biðja um þetta og við viljum auðvitað gera vel við okkar fastakúnna. Sumir fastakúnnar hafa meira að segja hótað að hætta að borða hjá okkur nema að þeir fái afsláttarkort 🙂

Þannig að héreftir fær fólk miða þegar það kaupir burrito eða tacos (3 eða 4stk). Þegar fólk hefur safnað 7 miðum fær það frían burrito hjá okkur (þegar keyptur er drykkur).

Við vonum auðvitað að þetta mælist vel fyrir hjá okkar kúnnum.

Ég og öll lönd í heimi

Ég hef lengi ætlað að taka þetta saman. Hérna kemur listi yfir þau lönd, sem ég hef komið til. Alls eru þetta 31 land. Ég sé það líka að samkvæmt CIA World Fact Book þá er 261 land í heiminum. Það þýðir að ég á eftir að fara til 230 landa.

Ætli það sé einhver, sem nái því að heimsækja öll lönd heims? Stór hluti þessara landa eru náttúrulega eyjur í Kyrrahafinu, sem kannski er erfitt að komast yfir. Ég hef sem sagt farið til 31 lands og eru flest þeirra í Suður-Ameríku. Ég hef ferðast talsvert um Evrópu en til dæmis ekki komið til Svíþjóðar eða Ítalíu. Þannig að þessi landalisti er ekki mjög hefðbundinn. Einnig hef ég ekki ferðast út fyrir Evrópu og Ameríku.
Continue reading Ég og öll lönd í heimi

Baros & Carragher

Þetta tímabil hjá Liverpool ætlar að vera alveg svakalegt. Áður en að tímabilið byrjar meiðist Dietmar Hamann, einn mikilvægasti leikamaður liðsins. Það sást greinilega á fyrstu leikjunum að þeir söknuðu hans mikið.

Síðan meiðist Stephane Henchoz, sennilega mikilvægasti varnarmaður liðsins. Liðinu tekst þó að aðlaga sig með að nota Igor Biscan í miðvörð, sem hefur staðið sig frábærlega.

Liðið virðist vera að komast á skrið. Hafa leikið frábæran sóknarbolta í síðustu tveim leikjum, sem báðir hafa unnist örugglega gegn sterkum liðum, Blackburn og Everton. Og hvað gerist þá? Jú, Milan Baros meiðist og verður frá í sex mánuði. Það þýðir að Emile Heskey þarf sennilega að vera í liðinu. Guð hjálpi okkur öllum!

Og til að bæta gráu ofan á svart, þá er Jamie Carragher líka fótbrotinn og verður frá í 6 mánuði.

Að mínu mati á Houllier að gera allt til að þurfa ekki að setja Heskey inná. Heldur myndi ég setja Murphy inní liðið og setja einhvern af miðjumönnunum í framlínuna, það er annaðhvort Smicer, Kewell eða Diouf (sem virðist heldur betur vera að nálgast form sitt frá því á HM). Einnig má reyna að koma Pongolle, unga Frakkanum inní liðið. Geðheilsa mín meðhöndlar það bara ekki að horfa á Heskey í hverjum leik.