Góður dagur

owenbaroswenger.jpgJá, nú er sko gaman að vera Liverpool aðdáandi. Liverpool unnu og hinir “ósigrandi” Arsenal töpuðu þriðja leiknum í röð. Svo náði Man United bara jafntefli gegn hinu arfaslaka Aston Villa. Urugvæski meistarinn Diego Forlan náði meira að segja að skora fyrir United. Á Ölveri, þar sem stuðningsmenn Liverpool voru að horfa á Liverpool-Tottenham, þá klöppuðu Liverpool stuðningsmennirnir þegar þeir sáu að Forlan hafði loksins skorað.smile

Annars var þessi leikur allt í lagi. Tottenham léku varnarbolta mestallan leikinn og hélt þulurinn á Stöð 2 vart vatni yfir því hvað þeir væru “skipulagðir og einbeittir” í leik sínum. Ef Liverpool hefði spilað svipað og Tottenham þá hefði það sennilega verið kallað “leiðinlegur varnarbolti”.

Danny Murphy (sem er að mínu mati orðinn einn af fjórum bestu ensku miðvallarleikmönnunum, ásamt Scholes, Beckham og Gerrard) skoraði stórkostlegt mark. Úr kyrrstöðu rétt fyrir utan vítateig skaut hann boltanum uppí samskeytin. Dean Richards jafnaði en snillingurinn Michael Owen tryggði Liverpool sigurinn úr vítaspyrnu, sem hann sjálfur fiskaði. Hann klobbaði varnarmann Tottenham og svo braut Carr greinilega á honum.

Annars var Salif Diao að mínu mati besti maður Liverpool í leiknum. Hann og Hamann voru traustir á miðjunni. Einnig átti Murphy góða spretti og svo voru Dudek, Hyppia og Traore traustir.

Nú eru sem sagt Liverpool komnir með 4 stiga forystu á Arsenal. Arsenal slógu víst eitthvað met í dag þegar þeir skoruðu í milljónasta leiknum í röð. Mér var nokk sama um það enda má Arsenal slá eins mörg met og þeir vilja á meðan Liverpool eru efstir.

Góður dagur

owenbaroswenger.jpgJá, nú er sko gaman að vera Liverpool aðdáandi. Liverpool unnu og hinir “ósigrandi” Arsenal töpuðu þriðja leiknum í röð. Svo náði Man United bara jafntefli gegn hinu arfaslaka Aston Villa. Urugvæski meistarinn Diego Forlan náði meira að segja að skora fyrir United. Á Ölveri, þar sem stuðningsmenn Liverpool voru að horfa á Liverpool-Tottenham, þá klöppuðu Liverpool stuðningsmennirnir þegar þeir sáu að Forlan hafði loksins skorað.smile

Annars var þessi leikur allt í lagi. Tottenham léku varnarbolta mestallan leikinn og hélt þulurinn á Stöð 2 vart vatni yfir því hvað þeir væru “skipulagðir og einbeittir” í leik sínum. Ef Liverpool hefði spilað svipað og Tottenham þá hefði það sennilega verið kallað “leiðinlegur varnarbolti”.

Danny Murphy (sem er að mínu mati orðinn einn af fjórum bestu ensku miðvallarleikmönnunum, ásamt Scholes, Beckham og Gerrard) skoraði stórkostlegt mark. Úr kyrrstöðu rétt fyrir utan vítateig skaut hann boltanum uppí samskeytin. Dean Richards jafnaði en snillingurinn Michael Owen tryggði Liverpool sigurinn úr vítaspyrnu, sem hann sjálfur fiskaði. Hann klobbaði varnarmann Tottenham og svo braut Carr greinilega á honum.

Annars var Salif Diao að mínu mati besti maður Liverpool í leiknum. Hann og Hamann voru traustir á miðjunni. Einnig átti Murphy góða spretti og svo voru Dudek, Hyppia og Traore traustir.

Nú eru sem sagt Liverpool komnir með 4 stiga forystu á Arsenal. Arsenal slógu víst eitthvað met í dag þegar þeir skoruðu í milljónasta leiknum í röð. Mér var nokk sama um það enda má Arsenal slá eins mörg met og þeir vilja á meðan Liverpool eru efstir.

Serrano – mexíkóskur veitingastaður

SerranoÉg hef lítið sagt frá mínu lífi undanfarið á þessari síðu. Aðal ástæða þess er að ég hef verið mjög upptekinn og lítið komist nálægt tölvu. Ég er nefnilega, ásamt Emil félaga mínum, að fara að opna mexíkóskan veitingastað í Kringlunni í næstu viku.

Staðurinn heitir Serrano og verður hann í húsnæðinu, sem Popeye’s var í, við hliðiná McDonald’s. Þessi staður mun selja úrvals mexíkóskan mat. Á matseðlinum verða burritos, tacos (harðar og mjúkar) og nachos auk eftirrétta. Viðskiptavinir munu geta valið sér innihaldið í burritos eða tacos. Hægt verður að velja úr fjölmörgum tegundum af kjöti, grænmeti, salsa sósum, guacamole, osti og fleiru.

Þannig að þessa dagana erum við á fullu við að gera staðinn tilbúinn. Núna eru iðnaðarmenn að smíða veggi, mála, setja upp kæla og fleira því tengt. Ef allt gengur upp, þá stefnum við að því að opna staðinn 1. nóvember, sem er á föstudag eftir viku. Þessi dagsetning er þó ekki opinber, þar sem við vitum ekki alveg hvenær sum tæki koma til landsins. Vonandi gengur það þó eftir.

Spámaðurinn mikli

diao.jpgJá góðir lesendur, það er greinilegt að ég er ótrúlegur spámaður. Fyrir nær tveimur vikum spáði ég því að Arsenal myndi tapa næsta leik.

OG HVAÐ GERIST??? Jú, þeir tapa auðvitað. Hér eftir mun ég ekki svara öðru nafni en “Einar spámaður”.

Trallalalalala, þetta er því búinn að vera yndislegur fótboltadagur, því í morgun fór ég á Ölver og sá hið stórkostlega stórveldi Liverpool vinna Leeds. Senegalarnir í liðinu sáu um að leggja upp og skora markið. Diouf gaf sendingu á Diao, sem skoraði. Pólski snillingurinn Dudek varði nokkrum sinnum, en þó voru Liverpool mun meira með boltann í leiknum. Harry Kewell brenndi svo af á ótrúlegan hátt þegar tvær mínútur voru eftir.

Þannig að nú er svo sannarlega gaman að skoða stöðuna í ensku deildinni. Mesta stórveldi enskrar knattspyrnu er aftur komið á réttan stað. Liverpool er á toppnum!

Spámaðurinn mikli

diao.jpgJá góðir lesendur, það er greinilegt að ég er ótrúlegur spámaður. Fyrir nær tveimur vikum spáði ég því að Arsenal myndi tapa næsta leik.

OG HVAÐ GERIST??? Jú, þeir tapa auðvitað. Hér eftir mun ég ekki svara öðru nafni en “Einar spámaður”.

Trallalalalala, þetta er því búinn að vera yndislegur fótboltadagur, því í morgun fór ég á Ölver og sá hið stórkostlega stórveldi Liverpool vinna Leeds. Senegalarnir í liðinu sáu um að leggja upp og skora markið. Diouf gaf sendingu á Diao, sem skoraði. Pólski snillingurinn Dudek varði nokkrum sinnum, en þó voru Liverpool mun meira með boltann í leiknum. Harry Kewell brenndi svo af á ótrúlegan hátt þegar tvær mínútur voru eftir.

Þannig að nú er svo sannarlega gaman að skoða stöðuna í ensku deildinni. Mesta stórveldi enskrar knattspyrnu er aftur komið á réttan stað. Liverpool er á toppnum!

Hlutverk Bandaríkjanna

Fareed Zakaria, ritsjóri Newsweek skrifar frábæra grein í The New Yorker, sem ég mæli eindregið með. Hann fjallar um áhrif Bandaríkjanna, sem máttugustu þjóðar veraldar, á mjög áhugaverðan hátt. Greinin er löng en hún er þess virði að lesa.

Hann segir meðal annars:

Without this cloak of respectability, America will face a growing hostility around the world. During the Cold War, many nations disliked or disagreed with America—over Vietnam, for example—but they despised the Soviet Union. The enemy of their enemy was, in the end, their friend. But today, with no alternative ideology and no competitors, America stands alone in the world. Everyone else sits in its shadow. This doesn’t mean that other countries will form military alliances against America; that would be pointless. But countries will obstruct American purposes whenever and in whatever way they can, and the pursuit of American interests will have to be undertaken through coercion rather than consensus. Anti-Americanism will become the global language of political protest—the default ideology of opposition—unifying the world’s discontents and malcontents, some of whom, as we have discovered, can be very dangerous.

“It is better to be feared than loved,” Machiavelli wrote. But he was wrong. The Soviet Union was feared by its allies; the United States was loved, or, at least, liked. Look who’s still around. America has transformed the world with its power but also with its ideals. When China’s pro-democracy protesters gathered in Tiananmen Square, they built a makeshift figure that suggested the Statue of Liberty, not an F-16. America remains the universal nation, the country people across the world believe should speak for universal values. Its image may not be as benign as Americans think, but it is, in the end, better than the alternatives. That is what has made America’s awesome power tolerable to the world for so long. The belief that America is different is its ultimate source of strength. If we mobilize all our awesome powers and lose this one, we will have hegemony—but will it be worth having?

Krugman, Indónesía og Írak

Paul Krugman skrifar pistil í New York Times, sem nefnist Still Living Dangerously

Þar bendir hann á nokkra mjög góða punkta varðandi árásina á Bali og þess hversu litlu stríð við Írak mun breyta í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hann bendir á að árásin á Bali muni hafa gríðarleg áhrif á efnhag Indónesíu enda mun ferðamannaiðnaðurinn að öllum líkindum hrynja. Það er svo staðreynd að efnahagskreppur gera hryðjuverkamönnum mun auðveldara með að ná til sín nýju fólki.

Krugman segir svo um Írak og Pakistan

The bomb blast in Bali followed bad news from the world’s second-most-populous Muslim country. Hard-line Islamic parties did unexpectedly well in Pakistan’s election last week, and Pervez Musharraf’s hold on power may be slipping. Do I need to point out that Pakistan is a lot bigger than Iraq, and already has nuclear weapons?

og að lokum:

What’s clear is that the biggest terrorist threat we face is that one or more big Muslim countries will be radicalized. And yet that’s a threat hawks advising the administration don’t seem to take seriously. The administration adviser Richard Perle, quoted by Josh Marshall in The Washington Monthly, brushes off concerns that an invasion of Iraq might undermine the stability of Middle Eastern regimes: “Mubarak is no great shakes. Surely we can do better. . . .”

Meanwhile, plans to invade Iraq proceed. The administration has offered many different explanations, some of them mutually contradictory, for its determination to occupy Baghdad. I think it’s like the man who looks for his keys on the sidewalk, even though he dropped them in a nearby alley, because he can see better under the streetlight. These guys want to fight a conventional war; since Al Qaeda won’t oblige, they’ll attack someone else who will. And watching from the alley, the terrorists are pleased.

Að eldast

Þessi síða, sem ég rakst á í gegnum Metafilter er mögnuð.

Ein fjölskylda hefur hist 17. júní á hverju ári í yfir 20 ár til að láta taka mynd af sér. Síðan sýnir hvernig fjölskyldan hefur breyst með hverju árinu. Þetta er vissulega athyglisverð tilraun.