Persónulegt íþróttamet (Liverpool, Bulls, Bears, Northwestern, Patriots)

Ég veit ekki alveg hvort ég hafi sett persónulegt met í íþróttaglápi. Allavegana horfði ég í gær á 5 íþróttaleiki. Geri aðrir betur.

Dagurinn byrjaði klukkan 11 en þá horfði ég hérna heima á Liverpool-Southampton. Þar sem Liverpool leikir valda meiriháttar þunglyndi hjá mér þessa dagana hætti ég að horfa á leikinn eftir um klukkutíma og skipti yfir á NBC, þar sem verið var að sýna Chicago Bulls-Wizards. Endurkoma Jordan og allt það.

Í hálfleik fór ég yfir til Dan vinar míns, þar sem nokkrir strákar voru samankomnir. Við byrjuðum á að horfa á seinni hálfleikinn á Bulls-Wizards, sem er by the way, lélegasti körfuboltaleikur, sem ég hef séð.

Eftir Bulls-Wizards var það svo aðalleikur dagsins. Síðustu daga hefur ekki verið fjallað um neitt annað en Bears fóltboltaliðið hérna í Chicago. Þeir voru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í 10 ár og var eftirvæntingin ótrúleg. EN, þeir töpuðu fyrir Philadelphia Eagles.

Eftir þennan leik var ég orðinn það þunglyndur að ég ákvað að fara heim.

Eftir smá tíma gat ég þó ekki gert annað en að kveikja á sjónvarpinu til að sjá hvernig Northwestern körfuboltaliðinu var að ganga. Og viti menn, þeir voru að taka Iowa í nefið. Jessss!!! Ég horfði því á þann leik.

Þegar sá leikur var búinn skipti ég svo yfir á annan NFL leik, en þá voru Oakland-New England að spila. Ég hélt með New England, víst Bears voru dottnir út. Og viti menn, New England Patriots unnu og þunglyndið mitt lagaðist alveg.

24

Ég sá að Gummijóh (sem hefur verið að hræða lesendur með jákvæðum skrifum sínum um Apple undanfarið, 1 2) er að tala um 24, sem var greinilega verið að frumsýna á Stöð 2 heima á Íslandi.

Við Hildur höfum fylgst með þessum þáttum síðan þeir voru frumsýndir hérna í nóvember og erum sammála um að þetta sé langbesti þátturinn í sjónvarpinu hérna úti. Ég var líka duglegur í jólafríinu að mæla með þættinum fyrir alla, sem ég þekkti.

Hérna úti er búið að sýna 7 þætti, þannig að klukkan er orðin 8 um morgun, en allir þættirnir gerast á sama sólahringnum. Þetta eru alveg magnaðir þættir. Hildur fékk konu í vinnunni til að taka upp þættina, sem voru sýndir um jólin og því horfðum við á þrjá síðustu þættina seinasta þriðjudag. Spennan hefur haldist í öllum þáttunum. Ég veit ekki um neinn annan sjónvarpsþátt, sem hefur haldið mér jafn spenntum, nema kannski Twin Peaks.

Það er samt nokkuð magnað að þættirnir eru ekki mjög vinsælir hérna úti. Þættir einsog JAG, Frasier og NYPD Blue, sem eru sýndir sama kvöld eru mun vinsælli. Þetta er skrítinn heimur….

En allavegana, horfið á 24. Snilldar þættir!!!

Síðustu dagar

Fyrsta helgin hérna í Chicago var bara fín. Á föstudag gerðum við Hildur lítið annað en að horfa á vídeó. Á laugardag fórum við í verslanaleiðangur. Við kíktum fyrst í Woodfield mallið, þar sem ég kíkti í Apple búðina og skoðaði nýja iMacinn, sem er alger snilld. Rosalega flott tölva. Við vorum svo að rölta á milli búða og borðuðum McDonald’s, en við höfðum ekki farið á þann stað í næstum því mánuð, sem hlýtur að vera met.

Við fórum svo í IKEA, sem er stærsta verslun, sem ég hef farið í. Eftir að við komum heim borðuðum við og horfðum á Chicago Bulls-Lakers, sem var snilldar leikur. Ég hef ekki skemmt mér jafnvel yfir körfubolta lengi. Shaq í slagsmálum og Bulls unnu svo í framlengingu.

Um 10 fórum við svo og sóttum Ryan og svo löbbuðum við heim til Dan og Chuck, vina okkar. Þar vorum við að drekka amerískan bjór (ahhh, bud light 🙂 eitthvað fram eftir kvöldi. Um miðnætti fórum við svo í partí, þar sem voru sirka 100 manns, með stelpu ælandi í eldhúsinu (ahhh, bandarísk háskólapartí) Við gáfumst uppá því partíi eftir smá tíma og fórum í annað partí 100 metrum frá. Þar var aðeins minna af fólki, svo við vorum þar eitthvað. Við enduðum svo kvöldið með nokkrum vinum hérna heima hjá okkur.

Við komum með sterkan brjóstsykur og Appolo lakkrís að heiman og gáfum vinum okkar að borða. Það vakti ekki mikla hrifningu. Einn vinur minn ætlaði að æla af brjóstykurnum. Eina, sem þau gátu borðað var Haribo gúmmí. Nammm!

Liverpool…????

Mitt lið, Liverpool hefur verið að leika alveg hræðilega undanfarið. Ég var að vona að eitthvað myndi lagast í gær, en þá var Liverpool-Southampton sýndur í sjónvarpinu. Þannig að í hagfræðitíma gat ég ekki beðið eftir því að geta komist heim til að horfa á leikinn.

Leikurinn var hörmung!!!!!!!!!!!! Ég hefði heldur viljað halda áfram í hagfræði í tvo tíma í staðinn fyrir að horfa á leikinn.

Ég fór í dag á Liverpool heimasíðuna og sagði upp áskrifatarfljónustunni þeirra. Þeir báðu um ástæðu og sagði ég að ég nennti ekki að fylgjast með liðinu þangað til að það færi að skora mörk…

Ég ætla að vera með þögul mótmæli á sunnudaginn, því að í staðinn fyrir að fara niður í miðbæ og horfa á Arsenal-Liverpool ætla ég einfaldlega að sofa út. Ef Liverpool vinnur þann leik 3-0 mun ég hugsanlega endurskoða afstöðu mína.

Land hinna frjálsu…

Við Hildur erum komin aftur hingað út til lands hinna frjálsu, heimili hinna hugrökku, einsog segir í laginu.

Við komum hingað til Chicago á sunnudaginn. Áttum reyndar að koma á laugardag, en fluginu okkar frá Íslandi var frestað, þar sem veðrið í Keflavík var geðveikt. Við þurftum því að eyða fimm klukkutímum í leiðinlegustu flugstöð veraldar (þar sem eini maturinn, sem boðið er uppá eru Júmbó samlokur og kleinur).

Við flugum svo til Boston, þar sem við gistum á Hilton flugvallarhótelinu í boði Flugleiða.

Síðan að við komum erum við búin að vera að koma okkur fyrir hérna. Erum búin að fara í fyrstu tímana og kaupa alltof dýrar skólabækur. Mér líst bara nokkuð vel á önnina, sem er framundan.

Búið – Bless

Jæja, þá er ég búinn að taka til hérna inní vinnu. Ég held að ég hafi ekki náð að klára eitt einasta verkefni, því alltaf var eitthvað nýtt að koma upp. Því hef ég nóg að vinna í þegar ég kem út. Það verður því vonandi rólegt í skólanum fyrstu dagana.

Ég ætla að taka mér frí eftir hádegi og reyna að reddu hlutum áður en ég fer út, en við Hildur eigum flug til Boston á morgun, laugardag.

Þetta er búið að vera fínt “frí”. Ég er búinn að heimsækja fullt af fólki, djamma fullt, borða fullt og skemmta mér vel. Þó gerir maður aldrei allt, það sem maður ætlaði að gera. Hittir sumt fólk alltof sjaldan og aðra bara ekkert yfir höfuð. En svona er þetta.

Java fyrir íslenska stafi

Ég var eitthvað að leita á netinu að forriti, sem breytti íslenskum stafi í HTML kóða ( það er Á verður Á ) en fann ekkert fyrir PC. Þannig að ég útbjó uppúr einhverju JavaScripti þessa síðu, ef einhver hefur not fyrir.

PC myndaalbúm

Mig vantar gott forrit til að búa til myndaalbúm fyrir vefinn á PC. Það þarf að hafa innbyggðan FTP stuðning og möguleika á að breyta HTML kóða, svo maður geti búið til sitt eigið útlit.

Ég á nokkuð gott forrit á Makkanum mínum en mig vantar sniðugt forrit fyrir PC. Það má alveg kosta eitthvað. Einhverjar tillögur??? Sendið mér endilega póst.

Uppfært: Ég fann mjög gott myndaalbúmaforrit, sem hægt er að stilla á alla vegu og bæta inn HTML. Þetta er alger snilld, heitir Express Thumbnail Creator 1.4 og fæst hér.