Bestu Háskólar í Bandaríkjunum

Í gær var ég eitthvað að skrifa um háskóla og hvernig USNews raðaði þeim niður á listanum yfir bestu háskólana. Skemmtileg tilviljun að akkúrat í dag var gefinn út 2002 listinn, þannig að það, sem ég var að tala um í gær, er úrelt í dag.

Það eru svo sem litlar breytingar frá því síðast, Princeton í efsta sæti, Harvard númer tvö, svo Yale og Caltech.

Það ánægjulega fyrir mig og mína skólafélaga er þó að minn skóli (Northwestern University) færist upp um eitt sæti, í það tólfta. Skólinn minn klifraði yfir Cornell, sem dettur niður í fjórtánda sæti.

Það skemmtilega við þetta er að nú er skólinn minn kominn fyrir ofan tvo “ivy league” skóla, það er Cornell, sem er númer 14 og Brown, sem er númer 16.

Annars lítur listinn svona út:

  1. Princeton University (NJ)
  2. Harvard University (MA)
  3. Yale University (CT)
  4. California Institute of Technology
  5. Massachusetts Inst. of Technology
  6. Stanford University (CA)
  7. University of Pennsylvania
  8. Duke University (NC)
  9. Columbia University (NY)
  10. Dartmouth College (NH)
  11. University of Chicago
  12. Northwestern University (IL)
  13. Rice University (TX)
  14. Cornell University (NY)
  15. Washington University in St. Louis
  16. Brown University (RI)
  17. Johns Hopkins University (MD)
  18. Emory University (GA)
  19. University of Notre Dame (IN)
  20. University of California – Berkeley

Hægt er að nálgast allan listann hérna

Caltech

Ég verð nú að segja einsog er að CV hjá þessari stelpu er mjög flott. Hún er einu ári yngri en ég, en er samt að byrja í Ph.D námi við Caltech. Það er ekkert smá flott. Caltech var einmitt valinn besti háskólinn í Bandaríkjunum af USNews árið 2000 (að mig minnir, hann er víst í 4. sæti núna. Minn er í 13. sæti.

Þessi stelpa var einmitt skiptinemi sama ár og ég var í skiptinemi í Venezuela. Síðan þá hefur hún greinilega verið aðeins duglegari í náminu en ég, því hún er að byrja í Ph.D námi, en ég á ennþá eftir að klára síðasta árið fyrir BS gráðu. Gott hjá henni.

Brúðkaupsafmæli

Mamma og pabbi eiga í þessari viku 40 ára brúðkaupsafmæli.

Það finnst mér ekki slakur árangur og óska ég þeim auðvitað til hamingju. Pabbi gifti sig einmitt þegar hann var tvítugur. Ég varð tvítugur fyrir fjórum árum, en samt er ég ekki ennþá giftur. 40 ára brúðkaupsafmæli er, samkvæmt þessari síðu, ruby. Ég veit ekki hvernig það þýðist yfir á íslensku.

Mamma og pabbi eru einmitt þessa vikuna að fagna afmælinu á Spáni en einsog þeir, sem þekkja þau vita, þá leiðist þeim ekki að fara til útlanda.

Til hamingju, mamma og pabbi!!!!!!!

Pop-under auglýsingar

Þetta er mjög gott málefni. Þessar pop-under auglýsingar (gluggar, sem opnast undir þeim glugga, sem þú ert að skoða) eru orðnar verulega pirrandi, þrátt fyrir að þær séu bara búnar að vera í gangi í nokkra mánuði. Núna virðast fyrirtæki, sem hýsa heimasíður einstaklinga vera farnar að nota þetta til að ná inn meiri pening.

Ég hef orðið var við auglýsingar t.d. hjá gummajoh.net. Þar koma upp alls kyns klám fídusar, svo sem að auglýsingarnar bjóða manni strax að setja inn einhver forrit og einnig spyrja þær mann hvort maður vilji breyta um upphafssíðu. Þetta er óþolandi og er árás á heimasíður viðkomandi einstaklinga. Sem betur fer er ég svo heppinn að skólinn minn vistar mína heimasíðu.

Þetta er einstaklega neikvætt sérstaklega þegar um persónulegar heimasíður, því sá sem heldur uppi síðunni getur lítið gert í málinu, nema segja upp þjónustunni (sem er jú ókeypis).

Hank the angry, drunken dwarf

Hank, hinn ávallt blindfulli og reiði dvergur dó í gær, hann var 39 ára gamall. Hank var reglulegur gestur í morgunþætti Howard Stern og hann var vel þekktur eftir að hann hafði komið oft fram í sjónvarpsútgáfu þáttarins, sem er sýnd á E!

Hank þessi kom reglulega fram í þættinum í alls kyns búningum, sem áttu að skemmta áhorfendum. Hann var áfengissjúklingur og mætti ávallt fullur í útsendingu (þrátt fyrir að þáttur Howard Stern sé tekinn upp snemma um morgun) og átti það til að drepast áfengisdauða í miðri útsendingu. Hann var partur af hóp einkar furðulegra einstaklinga, sem koma reglulega fram í þættinum. Það var frekar auðvelt fyrir fólk að fá Hank til að reiðast og átti hann nokkur stórskemmtileg rifrildi, sérstaklega við hinn svarta dverg, Beetlejuice.

Hápunktur ferils hans var sennilega þegar hann var kosinn fallegasti maður í heimi í netkönnun, sem blaðið People stóð fyrir. Heimasíða Hank er á slóðinni Hankthedwarf.com.

Aðdáendur Howard Stern munu sakna Hank.

Labor Day helgin

Það var ekkert smá gott að fá aukafrídag í gær, en þá var Labor Day. Við nýttum því helgina ágætlega.

Á laugardag vorum við að hjálpa Ryan, vini mínum, en hann var að flytja út úr co-op húsinu (nokkurs konar kommúna) yfir í eigin íbúð, sem er um 50 metra frá okkar íbúð. Hann var ýkt sniðugur og fékk íbúð á þriðju hæð, þannig að það var ágætis vinna að flytja allt dótið upp stigann. Um kvöldið fórum við svo í partí yfir í co-op húsið og skemmtum okkur vel fram eftir nóttu (enda frír bjór í boði).

Á sunnudag var Hildur að læra, svo ég gerði lítið nema að spila í PS2 og horfa á baseball. Um eftirmiðdaginn fór ég þó og hjálpaði Ryan að klára að flytja. Við notuðum einmitt bílinn minn við að flytja, og var merkilegt hvað mikið komst þar fyrir. Um kvöldið fórum við Hildur svo með Ryan út að borða á CPK.

Í gær fórum við Hildur svo niður á Oak Street Beach og lágum þar í sólbaði í nokkra tíma. Veðrið var alveg frábært, sól og um 30 stiga hiti. Þegar við vorum orðin vel rauð, línuskautuðum við yfir á Navy Pier, þar sem við fengum okkur ís. Síðan löbbuðum við yfir á Michigan, kíktum í búðir og tókum svo lestina heim.

Smá meiri vinna

Bara 45 mínútur eftir af vinnudeginum. Mikið afskaplega hefur þessi dagur verið lengi að líða. Um helgina er einmitt Labor Day Weekend, sem þýðir að það er frí á mánudaginn.

Það þýðir bara tvennt: djamm og strönd.

Lifið heil!