Vinir mínir hjá Microsoft eru búnir að uppfæra Hotmail alveg frá grunni og breyta algerlega um útlit. Ég er bara mjög sáttur við breytingarnar. Útlitið er þægilegra og svo er búið að bæta við fullt af sniðugum hlutum. Einnig er búið að betrumbæta ruslpósts síur í forritinu. Það er án efa mikill kostur því ruslpóstur er óþolandi.
Útilega
Við Hildur fórum í smá útilegu um síðustu helgi. Við fórum í Illini State Park, sem er tveggja tíma akstur suð-vestur af Chicago. Það er nokkuð fallegur þjóðgarður.
Það að tjalda í Bandaríkjunum er dálítið öðruvísi en heima. Reglur á tjaldstæðum hér eru allar miklu strangari. Ólíkt því, sem gerist heima, þar sem þúsund manns er troðið á eitt tún, þá er hverju tjaldi gefið ansi mikið pláss. Þannig að ef maður pantar tjaldstæði, þá fær maður stóran túnblett með bílastæði, borði og eldstæði. Einn íslenskur bóndi myndi sennilega selja fyrir 30 tjöld á svipað svæði og við höfðum útaf fyrir okkur.
En allavegana þá var útilegan fín. Veðrið var frábært og við komumst í sund í fyrsta skipti í langan tíma. Svo um kvöldið kveiktum við varðeld og grilluðum sykurpúða að hætti innfæddra.
Dillo Day, 4. júlí og Taste of Chicago
Myndir frá Dillo Day, sem er aðalpartídagur Northwestern nemenda. Einnig myndir frá 4. júlí og Taste of Chicago hátíðinni.
Continue reading Dillo Day, 4. júlí og Taste of Chicago
Árni Johnsen og systir mín
Fróðlegt að lesa um þessi Árna Johnsen mál heima á Íslandi. Ég er handviss um að Anna systir mín er mjög ánægð þessa dagana, því Árni Johnsen er ekki í miklu uppáhaldi hjá henni. Annars skil ég ekki hvernig Árni getur komist á þing, því það styður hann í raun enginn. Sjálfstæðismenn skammast sín fyrir að hafa hann í flokknum og allir í stjórnarandstöðunni hafa alltaf fordæmt afstöðu hans til flestra mála. Enda er Árni Johnsen fastur aftur í fornöld.
Annars er skrítið að enginn skuli segja neitt þegar að hann kallar samkynhneigða kynvillinga eða lemur Pál Óskar á þjóðhátíð en svo eru núna allir vitlausir útaf einhverjum úttektum í BYKO.
Ég verð að uppfæra
Af einhverjum ástæðum fannst mér nauðsynlegt að skrifa eitthvað svona rétt fyrir helgina. Við Hildur erum ekki alveg viss hvað við erum að fara að gera. Ætlum jafnvel að reyna að fara í Six Flags skemmtigarðinn. Það er afsláttur þar ef maður kaupir máltíð á Taco Bell.
Það er í raun bara einn galli á því… Taco Bell er viðbjóður. Einn félagi minn í fótboltaliðinu varaði okkur alla við Taco Bell því að vinur hans hafði unnið á einum slíkum stað og þar kom nautahakkið víst í gegnum slöngur inní eldhúsið.
Burtséð frá því þá er maturinn á Taco Bell einfaldlega vondur og til að útkljá allan misskilning, þá á maturinn á Taco Bell ekkert skilt við alvöru mexíkóskan mat. Eina mexíkóska við Taco Bell er talandi Chihuahua hundurinn sem auglýsir fyrir þá.
CSS staðlar
Góð grein á a List Apart, sem fjallar um hvernig maður eigi að selja mönnum hugmyndina um vefhönnun byggða á réttum stöðlum.
Er Dick Cheney dauður?
Ég rakst á þetta blogg á blogger.com. Mér finnst fletta mjög fyndið.
Mogginn á netinu fótbrotnar
Á innlendum fréttum á mbl.is má þessa stundina finna þrjár fréttir um fótbrot, fyrst um konu sem fótbrotnaði í fjallgöngu á Esju, síðan um einhvern gaur, sem fótbrotnaði á lyftara, og svo maður sem fótbrotnaði í stúkunni á Valsleik. Í viðbót við þessi fótbrot er svo fjallað um mann sem hjólaði á gangstéttarbrún og hlaut skurð á höfuðið.
Þetta er náttúrulega fréttamennska af bestu gerð.
Ætli einhverjum fréttum sé hafnað á mbl.is? Ef ég myndi til dæmis senda inn frétta af því að ég hafði dottið á línuskautum á fjórða júlí (sem gerðist, ég fékk meira að segja skrámu á höndina), ætli mbl.is myndi birta hana? Þeir gætu líka fundið upp einhverja flotta fyrirsögn einsog: Sumir hafa ekki tilefni til að fagna fjórða júlí eða Á meðan Bandaríkjamenn fagna liggja Íslendingar eftir í sárum sínum
Ég er í raun bara nokkuð svekktur að það skuli aldrei hafa verið fjallað um meiðsli mín á mbl.is. 7 9 13.
Djamm og dýragarður
Veðrið var ekki neitt voðalega skemmtilegt um helgina. Á laugardag höfðum við Hildur ætlað að fara í Six Flags Great America skemmtigarðinn en okkur leist ekkert alltof vel á veðrið. Það var skýjað og rakinn var alveg hrikalegur. Það var ólíft inní íbúðinni okkar enda hitinn yfir 30 gráður og rakinn alveg fáránlegur. Síðar um daginn byrjaði svo að rigna. Þannig að við kíktum bara í tvær verslanamiðstöðvar, þar sem við gátum hreyft okkur í loftkældum verslunum. Um kvöldið fórum við svo út að djamma niðrí miðbæ.
Í gær fórum við svo í Lincoln Park dýragarðinn og skoðuðum garðinn og næsta nágrenni. Við komumst að því í gær að fólk frá Mið- og Suður Ameríku er alveg einstaklega hrifið af dýragörðum. Þesas ályktun drógum við vegna þess að 90 prósent af öllum gestum garðsins voru spænskumælandi. Heillandi staðreynd, ekki satt?
Sumar og fótbolti
Það leiðinlegasta við sumarið er að það er enginn enskur fótbolti í sjónvarpinu. Það eina, sem maður getur gert er að lesa fótboltasíður á netinu í von um að eitthvað sé að gerast í kaupum á leikmönnum og slíku. Svo getur maður líka alltaf hugsað aftur til skemmtilegustu stunda vetrarins.