QOTSA og Sufjan Stevens

Ég var að komast að því að “[Lullabies to Paralyze](http://www.metacritic.com/music/artists/queensofthestoneage/lullabiestoparalyze)” með Queens of the Stone Age er *helvíti góð plata*. Hún fellur í sama hóp og Time out of Mind, það er að hún byrjar svo hroðalega leiðinlega að ég gafst eiginlega uppá að hlusta á hana. Ég hlustaði nokkrum sinnum á hana stuttu eftir að hún kom út, en byrjunin er svo leiðinleg að ég dæmdi alla plötuna út frá henni. Það voru mistök.

Eiginlega byrjar “Lullabies” ekki af alvöru fyrr en á “In My Head”, sem er lag númer 6. Eftir það er platan virkilega góð. Fyrsta lagið á plötunni er djók, svo koma nokkur lög sem eru einungis *la la*. Eftir miðbikið, færist hins vegar fjör í þetta. *I Never Came* er að ég held eitt besta lag þessa árs og hin lögin eru öll virkilega góð, sérstaklega *Blood is love*, *Someone’s in the wolf* og *Broken Box*. Ja hérna…


En þessi plata er samt ekki jafn góð og [Illinois](http://www.metacritic.com/music/artists/stevenssufjan/illinois) með Sufjan Stevens. Sú plata er stórkostleg snilld. Gunni vinur minn mældi með henni við mig fyrir nærri því tveimur mánuðum, en ég var lengi að gefa henni sjens. Ég ætti að vita betur, því ég hlusta alltaf á ráðleggingar hans í tónlist. Og jú, platan er frábær.

Held að þetta sé besta plata ársins hingað til ásamt *Blinking Lights…* með Eels.

4 thoughts on “QOTSA og Sufjan Stevens”

  1. Illinois er besta plata Sufjan til þessa, tók smá feilsport með Seven Swans enda var Greatings from Michican The great lake state ótrúlega góð byrjun á þessu verkefni hans.

    Saga segir að næsta plata verði um New York sem ætti að vera spennandi.

    Besta lag: Vito’s Ordination Song frá Greetings from Michican … 😉

    Mæli líka með nýjustu plötu The New Pornographers: Twin Cinema.

  2. Ég var það heppinn að komast yfir Lullabies to Paralyze rétt eftir að hún kom út í vetur og mér fannst hún strax með betri plötum sem ég hef hlustað á, alveg frá lagi 2 og upp úr. Svona fyrst þá hlustaði ég samt mest á “Medication”, “Little Sister” og “Broken Box”. Svo þegar ég frétti að þeir væri að koma hingað þá datt ég meira inn í til dæmis “In My Head” og “Everybody Knows That You Are Insane”, síðan núna eftir tónleikana þá er “Someone’s in the Wolf” í miklu uppáhaldi og þú kannski að veist af hverju það er ef þú rifjar upp tónleikana í hausnum á þér 🙂

    Annars er ég sammála þér, þessi plata er hreinasta snilld.

Comments are closed.