Sooner or Later (uppfært)

Sko, Bob Dylan samdi og söng lag sem heitir “One Of Us Must Know (Sooner Or Later)”. Það lag er á Blonde on Blonde, sem er ein af uppáhaldsplötunum mínum.

Allavegana, síðasta mínútan í því lagi er að mínu mati flottasta mínútan í tónlistarsögunni. Ekki nokkur spurning. Allt er fullkomið: Hvernig Dylan segir “never meant to do you any *haaaaaarm*”… Trommurnar í síðasta “chorus-num” og svo munnhörpusólóið í endann. Algjörlega stórkostleg fullkomnun!!!

Ég ætla að deila þessu með ykkur:

[One Of Us Must Know (Sooner Or Later) – síðasta mínútan](https://www.eoe.is/stuff/soonerlater.mp3)

Eruð þið sammála? Er ég skrítinn fyrir að finnast munnhörpusólóið vera algjörlega fullkomið? Ég veit ekki. En mikið hljóta nágrannarnir mínir samt að vera orðnir þreyttir á þessum endi.

EÐA,

ef þeir eru með góðan tónlistarsmekk, þá fagna þeir sennilega þessari stanslausu endurtekningu. Ekki rétt?

**Uppfært**: Búinn að laga linkinn.

2 thoughts on “Sooner or Later (uppfært)”

Comments are closed.