Main

November 09, 2005

Down to the river

bruce_springsteen38.jpgSamband mitt við Bruce Springsteen er býsna skrýtið. Bróðir minn var (er) mikill Bruce Springsteen aðdáandi og þegar ég var lítill og horfði upp hans, þá reyndi ég að komast inní tónlist Springsteen. Átti einhverjar plötur með honum, en var eiginlega fastur í Born in the U.S.A. og elskaði þá plötu útaf lífinu þegar ég var kannski 10 ára gamall.

Svo varð ég eldri og ákvað að Springsteen væri hallærislegur (og þá sérstaklega Born in the U.S.A.) og nennti ekki að hlusta á hann lengur. En fyrir nokkrum árum eignaðist ég The Rising, plötuna sem Springsteen samdi eftir 11.september og varð aftur hrifinn. Ákvað að gefa honum aftur sjens.

Og hef ekki séð eftir því.

Hef verið fastur í eldgömlu efni, sem Bruce samdi þegar hann var á svipuðum aldri og ég er núna. Einhvern veginn finnst mér ég geta tengt við svo margt af þessu, þrátt fyrir að okkar líf séu náttúrulega einsog svart & hvítt.

Allavegana, ég þekki ekki einn einasta mann á mínum aldri, sem fílar Springsteen, þannig að ég ætla að reyna að breiða út boðskapinn. Ég held að góð leið sé að byrja á uppáhaldslaginu mínu með honum, The River af samnefndri plötu:

The River - Bruce Springsteen - 4,8 mb - MP3 skrá

Þetta lag er hreint stórkostlegt. Ég fæ gææææsahúð þegar ég heyri í munnhörpunni í byrjun lags.

Her body tan and wet down at the reservoir
At night on them banks I’d lie awake
And pull her close just to feel each breath she’d take
Now those memories come back to haunt me
they haunt me like a curse
Is a dream a lie if it don’t come true
Or is it something worse
that sends me down to the river
though I know the river is dry
That sends me down to the river tonight

Fyrir byrjendur, þá mæli ég hiklaust með allri The River plötunni og svo Born to Run, en titillagið á þeirri plötu er einmitt annað uppáhaldslagið mitt með Springsteen. Gefið manninum sjens.

October 21, 2005

Extra Gravity

Ég vil bara koma því á framfæri að ég ELSKA The Cardigans. Nýja platan, Super Extra Gravity er æði og Nina Perrson er mest sexí söngkona í heimi. Það eru kannski til sætari söngkonur í þessum heimi, en betri blanda af rödd, útliti og attitúdi er ekki til.

En það breytir svo sem ekki öllu, því tónlistin er fokking frábær.

Fyrsta smáskífan, “I Need Some Fine Wine And You, You Need To Be Nicer” (hægt að sjá myndbandið með því að smella á “Play Video” á þessari síðu) er fáránlega grípandi og restin af plötunni er ekki síðri. Fyrir ykkur, sem haldið að Lovefool sé á einhvern hátt einkennandi fyrir þessa hljómsveit, þá hvet ég ykkur til að gefa henni sjens.

October 20, 2005

Takk?

Veit einhver af hverju nýja platan með Sigur Rós heitir “Takk…” en ekki bara “Takk”?

Af hverju er hún sums staðar skráð sem “Takk” en annars staðar sem “Takk…”? Á bandaríska Amazon heitir hún “Takk…”, en á breska Amazon heitir hún “Takk”.

Hvað eiga punktarnir að þýða? Er munur á milli útgáfa? Er ég geðveikur fyrir að velta þessu fyrir mér?

October 17, 2005

Vinsælasta lagið á Íslandi í dag?

Þegar ég var að elda kvöldmatinn áðan (eða réttara sagt: þegar ég var að hita upp Pad Thai-ið mitt í örbylgjunni) heyrði ég eftirfarandi setningu í þættinum Ísland í dag á Stöð 2:

Nú fáum við að sjá nýtt myndband fyrir vinsælasta lagið á Íslandi í dag, sem er flutt af Sálinni hans Jóns Míns

Þetta er mögnuð þjóð.

October 07, 2005

Me gusta la Gasolina!

Ef mér leiðist eitthvað meira en að strauja skyrtur, þá er það að þurfa að éta stór orð.

Í Mið-Ameríku er eitt lag alveg fáránlega vinsælt og hefur verið það undanfarið ár. Allir rútubílstjórar elska lagið, það er spilað á öllum klúbbum, veitingastöðum og í öllum verslunum. Það er hreinlega fullkomlega ómögulegt að losna við þetta lag.

Þegar ég og Anja vorum í einhverri rútunni byrjaði ég að bölva laginu. Hún sagðist þá fíla lagið og að þetta lag hefði verið ýkt vinsælt í Þýskalandi í allt sumar. Ég hló og sagði að þetta staðfesti það að Þjóðverjar væru skrýtnir.

Ég hélt því svo fram að Íslendingar væru svo hipp og kúl að þetta lag yrði aldrei vinsælt á Íslandi. Við hefðum betri smekk en svo.

En svo kem ég heim og hvað gerist: Jú, lagið er í brjálaðri spilun á Íslandi! Og ekki nóg með það, heldur þá erum við langt á eftir Þjóðverjum í spilun á laginu. Það er lágmark að ef við byrjum að spila hallærisleg lög, þá ættum við að gera það á undan öðrum löndum. En við virðumst bara lepja upp poppið löngu á eftir þjóðum, sem við höldum að séu hallærislegar. Ef þetta er ekki áfellisdómur yfir Íslandi, þá veit ég ekki hvað er. Semsagt, Þjóðverjar eru kúl, við ekki.

En allavegana, lagið er hið magnaða “Gasolina” með Puertó Ríkanum Daddy Yankee (sjá mynd). Þetta lag hefur verið fáránlega vinsælt um alla rómönsku Ameríku og er núna orðið vinsælt í Bandaríkjunum, Evrópu og loks á Íslandi. Lagið er fáránlega óþolandi, en einhvern veginn hef ég smá veikan blett fyrir því. Aðallega vegna þess að það minnir mig á plássleysi, loftleysi, predikara og feita sölumenn í rútum í Mið-Ameríku.

Textinn er náttúrulega stórkostlegt afrek í textasmíði. Viðlagið hljómar svona:

A ella le gusta la gasolina (dame mas gasolina!)
Como le encanta la gasolina (dame mas gasolina)

Eða á íslensku

Hún fílar bensín (gefðu mér meira bensín)
Já, hún elskar bensín (gefðu mér meira bensín)

Jammm, vissulega snilld.

En fyrir ykkur, sem hlustið ekki á FM957 eða álíka gæðastöðvar, þá ætla ég að gera ykkur þann stórkostlega greiða að bjóða uppá þetta lag, allavegana næstu tvo daga.

Gasolina - Daddy Yankee - 4,41 mb - MP3

Njótið og hugsið svo hlýlega til mín þegar að þið byrjið að heyra “me gusta la gasolina” í hausnum á ykkur allan daginn.

Ekkert að þakka!

August 22, 2005

10 Bestu lagabútarnir

Á þessari síðu er athyglisverður listi. Höfundur tók sig til og gerði lista yfir 50 flottustu lagabútana. Það er: ekki 50 flottustu lögin, heldur 50 flottustu hlutar úr lögum. Flott trommusóló, flott laglína og svo framvegis.

Mér fannst þetta sniðugt og fór aðeins að pæla í þessu og endaði með þennan lista. Semsagt þetta eru mínir uppáhalds lagapartar. Frá flottum gítarsólóum til parta þar sem ég hef fengið gæsahúð, eða tengi einhverju merkilegu í mínu lífi. Kannski finnst öðrum þetta ekkert merkilegir hlutar, ég veit það ekki. En allavegana, talan fyrir aftan lagaheitið merkir það hvenær í laginu viðkomandi bútur byrjar.

  1. Jeff Buckley - Last Goodbye - 3:50 - Allt lagið er sungið á algjörlega ólýsanlegan hátt af Buckley. En síðasta versið þegar hann nánast grætur línurnar gefa mér gæsahúð í hvert skipti. Hvernig hann grætur orðið “over” í síðustu línunni sýnir hversu stórkostlegur söngvari Buckley var: “and the memories offer signs that it’s over” - Ótrúlegt.
  2. Bob Dylan - One of Us Must Know - 3:50 - Dylan syngur með ótrúlegri tilfinningu “never meant to do you any harm”, fer svo inní viðlagið og svo í yndislegasta munnhörpusóló allra tíma. Munnharpan er skerandi, en samt svo ótrúlega fullkomin.
  3. Sigur Rós - Popplagið - 6:05 - Þegar að andinn í laginu gjörbreytist og lokakaflinn byrjar. Trommurnar og söngurinn. Ómægod!
  4. I Want You - Elvis Costello - 5:45 - Í lok lagsins þegar að Elvis er orðinn rólegur aftur og syngur: Every night when I go off to bed and when I wake up…I want you… I’m going to say it once again ‘til I instill it…I know I’m going to feel this way until you kill it…I want you.

    Kannski er það vegna þess að ég hlustaði einu sinni á þetta lag svona 50 sinnum á rípít á meðan að ég hugsaði um stelpu, sem ég var að tapa mér yfir. En allavegana, ég elska þennan kafla. Já, og ég elska þetta lag. Ég man ennþá að ég var útá svölum á hóteli við ströndina á Margarítu þegar að Eunice vinkona mín spilaði þetta lag í fyrsta skipti fyrir mig. Gleymi því aldrei.

  5. Gerry & the Pacemakers - You’ll Never Walk Alone 1:15 - Ég þarf víst ekki að segja mikið meira en: “Walk on…walk on…with hope in your heart…and you’ll never walk alone”. Við Liverpool menn eigum flottasta stuðningslag í heimi.
  6. Pink Floyd - Comfortably Numb - 3:30 - Byrjunin á besta gítarsóló allra tíma. David Gilmour uppá sitt allra, allra besta.
  7. Beck - Golden Age - 0:00 - Byrjunin á Sea Change. Beck er greinilega ekkert í alltof góðu skapi og það heyrist í röddinni þegar hann byrjar: “Put your hands on the wheels… let the golden age begin”. Hann hefur aldrei sungið jafnvel og þarna.
  8. Molotov - Gimme tha Power - 2:05 - Áróðurslag þeirra Molotov manna gegn mexíkóskum stjórnvöldum nær hámarkinu í baráttuslagorðunum í endanum, sem passa svo vel. En af þeim tónleikum, sem ég hef farið á, hefur ekkert jafnast við það að standa í miðri mexíkóa hrúgunni og öskra: “Si nos pintan como unso huevones….No lo somos…Viva Mexico Cabrones!”
  9. The Steet - Empty Cans - 5:00 - Mike finnur peninginn sinn og allt smellur saman. Og svo byrjar hversdagsleikinn aftur. Stórkostlegur endir.
  10. Rage against the Machine -Killing in the Name - 4:10 - Hoppandi og öskrandi “Fuck you I won’t do what you tell me” í Kaplakrika, 15 ára gamall. Mikið var það gaman.

Eflaust er ég að gleyma einhverju. En mér finnst þetta samt vera nokkuð góður listi.

August 17, 2005

Nýja Sigur Rósar platan

Ok, til að byrja með ætla ég að heita einu: Ég skal lofa því að ég ætla að kaupa nýju Sigur Rósar plötuna útí næstu Skífubúð þegar hún kemur út. Ok? Ég lofa.


Ég gjörsamlega get ekki skilið plötufyrirtæki. Nýja Sigur Rósar platan, Takk, kemur út 12. september. Ef ég ætlaði að vera heiðarlegur og versla bara við plötufyrirtæki, þá þyrfti ég semsagt að bíða í mánuð í viðbót eftir því að fá að hlusta á plötuna.

En hvernig á ég að geta gert það þegar ég veit að það tekur mig svona 5 mínútur að nálgast fullkomið eintak af plötunni ókeypis á netinu? Ég elska Sigur Rós. Þeir tónleikar, sem ég hef farið á með hljómsveitinni hafa verið með bestu tónleikum ævi minnar. Ég man enn skýrt eftir því þegar ég heyrði Popplagið í fyrsta skiptið á ævinni á tónleikum í Chicago. Ég hef sjaldan verið jafnhrifinn.

Síðasta platan endaði einmitt á Popplaginu og því hef ég verið fáránlega spenntur yfir því að hlusta á nýjustu plötuna. Ég væri til í að borga sanngjarnt verð fyrir að eignast hana strax í dag. Fokk, ég væri ábyggilega til í að borga ósanngjarnt verð fyrir hana í dag. Svo spenntur er ég að hlusta á hana. En hvers vegna gera plötufyrirtækin mér svona erfitt fyrir? Af hverju er ekki hægt að kaupa plötuna útí búð eða á netinu núna?

Ég vissi að á endanum myndi ég ekki geta staðist freistinguna. Ég varð hreinlega að ná mér í plötuna strax. Ég get ekki beðið í einn mánuð vitandi af því að hún er þarna á netinu. Það geta allir með internet tengingu náð sér í plötuna á ólöglegan og ókeypis hátt. En þeir, sem vilja vera heiðarlegir þufa að bíða í mánuð í viðbót. Það er hreinlega ekkert vit í þessu.

Allavegana, ég gat ekki staðist freistinguna og náði mér í plötuna með BitTorrent. Kaupi svo diskinn þegar hann kemur út, þar sem að útgáfan á netinu er bara 192kb MP3 skrá, sem er ekki alveg nógu gott. Og við fyrstu tvær hlustanir, þá er hún allt, sem ég vonaðist til. Hljómar alveg yndislega. Ég get ekki sagt almennilega hvernig hún verður eftir nokkra daga, en allavegana þá mun hún fá að njóta sín næstu kvöld. Ef eitthvað er, þá hljómar hún betur en ( ) til að byrja með.

August 16, 2005

Góð lög

Þetta eru æðisleg lög, sem ég er búinn að hlusta á alltof oft síðustu daga.

What’s so funny about peace, love and understanding - Elvis Costello. Alveg frá því að ég horfði á Lost in Translation, þá hefur þetta lag verið í uppáhaldi hjá mér. Bill Murray tók þetta lag á karókí bar í Tókíó. Einhvern daginn ætla ég að taka þetta lag á karókí bar í Tókíó. Sanniði til!

Middle of Nowhere - Hot Hot Heat. - Á föstudaginn vaknaði ég við þetta lag á XFM. Þegar ég kom inní vinnu goggle-aði ég textabrotinu, sem var fast í hausnum á mér. Nokkrum tíma hafði ég náð mér í lagið og núna er ég búinn að hlusta á það 25 sinnum. Skemmtilegt!

The Asphalt World og The Two of Us - Þegar ég var unglingur þá eyddi ég í einhverjar vikur mörgum kvöldum í að hlusta á Dog Man Star með Suede. Þessi lög ásamt Wild Ones voru í uppáhaldi. Af einhverjum ástæðum datt ég aftur í þessum pakka. Ekki tengt neinu sérstöku. Var bara að leita að rólegri tónlist og lenti á þessu.

Forever Young - Bob Dylan. Af því bara.

Alabama - Neil Young - Af því að á eftir Dylan er Neil Young mesti snillingur í heimi.

Natural Beauty - Neil Young - Sjá hér að ofan.

July 12, 2005

QOTSA og Sufjan Stevens

Ég var að komast að því að “Lullabies to Paralyze” með Queens of the Stone Age er helvíti góð plata. Hún fellur í sama hóp og Time out of Mind, það er að hún byrjar svo hroðalega leiðinlega að ég gafst eiginlega uppá að hlusta á hana. Ég hlustaði nokkrum sinnum á hana stuttu eftir að hún kom út, en byrjunin er svo leiðinleg að ég dæmdi alla plötuna út frá henni. Það voru mistök.

Eiginlega byrjar “Lullabies” ekki af alvöru fyrr en á “In My Head”, sem er lag númer 6. Eftir það er platan virkilega góð. Fyrsta lagið á plötunni er djók, svo koma nokkur lög sem eru einungis la la. Eftir miðbikið, færist hins vegar fjör í þetta. I Never Came er að ég held eitt besta lag þessa árs og hin lögin eru öll virkilega góð, sérstaklega Blood is love, Someone’s in the wolf og Broken Box. Ja hérna…


En þessi plata er samt ekki jafn góð og Illinois með Sufjan Stevens. Sú plata er stórkostleg snilld. Gunni vinur minn mældi með henni við mig fyrir nærri því tveimur mánuðum, en ég var lengi að gefa henni sjens. Ég ætti að vita betur, því ég hlusta alltaf á ráðleggingar hans í tónlist. Og jú, platan er frábær.

Held að þetta sé besta plata ársins hingað til ásamt Blinking Lights… með Eels.

July 05, 2005

Foooo

Jessssss! Ég er að fara á Foo Fighters í kvöld. Ég var búinn að neita boðsmiðum, sem ég gat fengið, þar sem ég hélt að ég yrði upptekinn með útlendingnum í kvöld. En það reddaðist allt í einu og ég get því farið.

Hæ hó jibbí jei!

Ég segi bara Stevie who?

June 29, 2005

Fo' Shizzle!

Ok, ég er að fara á Snoop í Egilshöll ásamt tveim vinum mínum. Þetta var auðvitað of gott tækifæri til að láta framhjá sér fara.

Allavegana, ég hef verið að leita að set-lista fyrir þennan túr, sem Snopp er á, en hef ekkert fundið. Veit einhver hvaða lög Snoop er að taka á þessum túr, eða veit einhver um set-lista frá einhverjum tónleikum af þessum síðasta túr?

June 15, 2005

Ó, reggí

pericos1.jpgÞað virðist vera svo að allir, og mömmur þeirra séu að tapa sér yfir þessari íslensku reggíhljómsveit. Furðulegasta fólk virðist hafa keypt diskinn frá þeirri grúppu. Ég tilheyri þeim hópi ekki enn, en hlýt þó að fara að nálgast það, þar sem fólk virðist vera voðalega hrifið.

Allavegana, í tilfeni þessarar múgsefjunar, þá ætla ég að bjóða æstum lýðnum uppá mitt uppáhalds reggí lag. Það er einmitt með minni uppáhalds reggíhljómsveit, sem er hin argentíska Los Pericos. Algjört snilldarband, sem ég hlustaði mjög mikið á þegar ég bjó í Suður-Ameríku.

Þetta er mitt uppáhaldslag með þeim:

Runaway (mp3 - 6,46mb)

Njótið.

Það er ekki hægt að forðast sumarskapið þegar maður hlustar á þetta lag, sama hvað þið rembist.

Allavegana, ég er farinn að fá mér te. Ætla ekki að eyða þessu kvöldi geispandi einsog fábjáni.

Talandi um te, þá er alveg fáránlegt að lesa lista yfir það, sem grænt te á að gera manni gott. Það vekur mann ekki bara, heldur forðar manni frá allskonar krabbameinum, hjartasjúkdómum og bætir húðina. Enda finn ég það að ég verð fallegri með hverjum deginum, sem ég drekk græna teið mitt.

June 09, 2005

Uppáhalds plöturnar mínar

Ég tók mig til og gerði lista yfir uppáhaldsplöturnar mínar. Hef stundum spáð í þessu, þar sem þetta hefur breyst umtalsvert að unfandörnu, sérstaklega eftir að ég uppgötvaði Dylan. Hann setti eiginlega allt kerfið í köku.

Allavegana, ég ákvað að setja saman 10 uppáhaldsplöturnar mínar. Ég fylgdi tveim reglum í valinu:

  • Aðeins ein plata með hverjum flytjanda.
  • Horfði aðallega á plötur, sem höfðu breytt einhverju í lífi mínu, eða hafa verið “uppáhaldsplatan mín” á einhverjum tíma.

Jæja, ég vona að þessi listi eigi eftir að breytast oft og mörgum sinnum á minni ævi, því ég er vonandi rétt að byrja að uppgötva góða tónlist.

  1. Blonde on Blonde - Bob Dylan. Ég einfaldlega veit ekki um betri plötu. Ég hef reynt að fara í gegnum stóran hluta af Dylan safninu, en alltaf leita ég aftur í Blonde on Blonde. Blood on the Tracks kæmist reyndar líka inná topp 10 hjá mér, en það er eitthvað extra á Blonde on Blonde. Reyndar eru lögin ekki öll fullkmin. Mér finnst Rainy Day Women til dæmis ekkert sérstakt. En það er bara svo einfalt að á þessari plötu eru nokkur af bestu lögum allra tíma. Visions of Johanna, One of us must know, I want you, Stuck inside of Mobile, Just like a woman og Sad Eyed Lady of the Lowlands.

    Þetta kemst ansi nálægt því að vera hin fullkomna plata og þrátt fyrir gríðarlega hlustun, þá fæ ég ekki ógeð. Eftir viku hlé er mig farið að langa til að setja hana aftur á. Dylan er snillingur og að uppgötva hann hefur breytt lífi mínu. Ég veit ekki hvað ég var að spá öll þessi ár, sem ég hlustaði ekki á hann. Besta lag: One of Us Must Know (Sooner or Later)
  2. Pink Floyd - Dark Side of the Moon. Ég hef verið Pink Floyd aðdáandi í um 10 ár, allt frá því að einhver strákur talaði ekki um annað en Pink Floyd í einhverri AFS útilegu. Ég varð svo forvitinn að ég keypti mér Dark Side of the Moon. Og ég varð strax heltekinn. Ég á allar plöturnar og The Wall, Wish you were here, Meddle og fleiri eru allar á meðal minna uppáhaldsplatna. Dark Side of the Moon er samt sú besta að mínu mati, aðeins betri en Wish you were here. Lokalögin tvö, Brain Damage og Eclipse gera það að verkum. Besti endir á plötu í sögunni. Besta lag: Time
  3. Radiohead - OK Computer. Ótrúleg plata, sem ég keypti mér útí Mexíkó. Hafði aldrei fílað The Bends sérstaklega (þangað til að ég byrjaði að hlusta á hana aftur fyrir nokkrum árum - og þá uppgötvaði ég snilldina). En OK Computer er einfaldlega besta hljómplata síðustu 10 ára. Besta lag: Paranoid Android
  4. The Smashing Pumpkins - Mellon Colllie and the Infinite Sadness - Þegar ég var í Verzló spilaði ég Bullet with Butterfly wings í hverju einasta partíi og hlaut sennilega gríðarlega vinsældir fyrir. Ég held að ég hafi keypt mér þessa plötu þrisvar vegna þess að ég ferðaðist svo mikið með fyrri eintökin og rispaði þau svo illa. Algjört meistarastykki. Besta lag: Tonight Tonight
  5. Jeff Buckley - Grace. Ein fyrrverandi kærastan mín gaf mér þessa plötu þegar við skildum. Þess vegna hefur þessi plata alltaf haft sérstaka merkingu í mínum huga. Buckley er ótrúlegur á þessari plötu. Ef einhverjir hafa ekki hlustað á hana, þá mæli ég með því að þeir sömu stökkvi útí búð núna. Besta lag: Last Goodbye
  6. U2 - The Joshua Tree - Einu sinni þótti mér töff að tala illa um U2. En ég hef vaxið uppúr því. The Joshua Tree er einfaldlega æði. Besta lag: Red Hill Mining Town
  7. Oasis - (What’s the story) Morning Glory? Jólin 95 fékk ég tvær plötur í jólagjöf. Önnur var The Great Escape með Blur og hin var What’s the Story með Oasis. Ég dýrkaði þær báðar á þeim tíma, en með árunum hefur Oasis platan elst betur. Besta lag: Champagne Supernova og Wonderwall
  8. Beck - Sea Change. Besta plata Beck og sú, sem kallar fram mestar tilfinningar hjá mér. Besta lag: Golden Age
  9. The Chronic - Dr. Dre. Einu sinni var ég bjáni, sem hélt að allt Hip-Hop væri drasl. Þökk sé Kristjáni vini mínum þá hef ég vaxið uppúr því. Chronic er einfaldlega besta hip-hop plata allra tíma. Punktur. Besta lag: Wit Dre Day (And Everybody’s Celebratin)
  10. Weezer - Weezer - Mig minnir að það hafi verið Gunni vinur minn, sem sannfærði mig áður en ég fór til Venezuela að gefa Weezer sjens. Ég keypti mér hana því og tók með út. Platan er með ólíkindum góð. Öll lögin nánast jafnsterk. Besta lag: Only in Dreams.

Þessar plötur voru næst því að komast inn:

Neil Young - Harvest, Blood on the Tracks - Bob Dylan, Pet Sounds - Beach Boys, The Beatles - Abbey Road, Rage against the machine - Rage against the machine, Guns ‘N Roses - Appetite for Destruction, Pink Floyd - Wish you were here, The Streets - A Grand don’t come for free, The Beatles - Sgt. Pepper’s Lynyrd Skynyrd - Pronounced Leh-Nerd Skin-Nerd, Maus - Lof mér að falla að þínu eyra, Sigur Rós - Ágætis Byrjun, Nirvana - Nevermind, De La Soul - 3 feet high and rising, Beastie Boys - Ill Communication

Svona lítur þetta semsagt út. Held að þetta sé ágætt fyrir daginn í dag. Ykkur er velkomið að hneykslast eða dást að tónlistarsmekk mínum :-)

June 06, 2005

Sooner or Later (uppfært)

Sko, Bob Dylan samdi og söng lag sem heitir “One Of Us Must Know (Sooner Or Later)”. Það lag er á Blonde on Blonde, sem er ein af uppáhaldsplötunum mínum.

Allavegana, síðasta mínútan í því lagi er að mínu mati flottasta mínútan í tónlistarsögunni. Ekki nokkur spurning. Allt er fullkomið: Hvernig Dylan segir “never meant to do you any haaaaaarm“… Trommurnar í síðasta “chorus-num” og svo munnhörpusólóið í endann. Algjörlega stórkostleg fullkomnun!!!

Ég ætla að deila þessu með ykkur:

One Of Us Must Know (Sooner Or Later) - síðasta mínútan

Eruð þið sammála? Er ég skrítinn fyrir að finnast munnhörpusólóið vera algjörlega fullkomið? Ég veit ekki. En mikið hljóta nágrannarnir mínir samt að vera orðnir þreyttir á þessum endi.

EÐA,

ef þeir eru með góðan tónlistarsmekk, þá fagna þeir sennilega þessari stanslausu endurtekningu. Ekki rétt?

Uppfært: Búinn að laga linkinn.

June 05, 2005

Audioscrobbler og tilfinningar

Audioscrobbler er skrítið tæki. Fyrir þá, sem ekki þekkja þá síðu, þá setur maður inn lítið forrit á tölvuna sína, sem síðan fylgist með því hvaða lög maður hlustar á. Um leið og ég spila eitthvað í iTunes á tölvunni, þá birtist það á Scrobbler síðunni minni.

Scrobblerinn safnar síðan saman því, sem maður hlustar á og býr til alls kyns lista og bendir manni á hljómsveitir, sem fólk með svipaðan tónlistarsmekk, hlustar á. Með þessu hef ég uppgötvað fulltaf skemmtilegri tónlist og það er aðal ástæðan fyrir því að ég nota Audioscrobbler. Svo er þetta líka ágætis bókhald. Til dæmis get ég séð að ég hlustaði 42 sinnum á lög með Crosby, Stills, Nash & Young í síðustu viku og hef hlustað 815 sinnum á Dylan síðan ég setti forritið inn. Reyndar get ég ekki fengið forritið til að mæla iPod hlustun, þannig að þetta er býsna takmarkað hjá mér, enda hlusta ég á stóran hluta af tónlistinni minni í iPodinum mínum.

Allavegana…

Það sem er einna áhugaverðast í þessu er að geta fylgst nákvæmlega hvað fólk er að hlusta á þessa stundina. Fólk getur séð að þegar þetta er skrifað er ég að hlusta á Common, Björgvin Ingi er að hlusta á Foo Fighters og Gummijóh er að hlusta á Coldplay.

Það athyglisverða við þetta er að ef maður þekkir fólk vel, þá getur maður á vissum stundum fundið út í hvernig skapi fólk er. Ég veit ekki hvernig þetta er með annað fólk, en mín tónlistarhlustun fer að gríðarlega miklu leyti eftir því í hvernig skapi ég er. Á kvöldin þegar ég er þreyttur og kannski pínu dapur hlusta ég á “In the Wee small hours” með Sinatra. Síðast þegar ég var í ástarsorg hlustaði ég gríðarlega mikið á “Grace” með Buckley. Þegar ég er hress og á leiðinni á djamm hlusta ég á Scissor Sisters. Þegar ég vil gleyma mér hlusta ég á Dylan, þegar ég vil koma mér í stuð hlusta ég á Dre, Tribe Called Quest og Jay-Z.

Þannig að það er hægt að lesa ansi mikið um mínar tilfinningar bara með því að fylgjast með Scrobblernum og ég er viss um að svo er líka fyrir aðra. Að vissu leyti er þetta gallað því ég hlusta oft á Buckley án þess að vera í ástarsorg og hlusta ekki bara á Jay-Z á laugardagskvöldum. En samt þá er hægt að draga ákveðnar ályktanir út frá þessu.

Einnig gæti fólk sennilega séð í lok vinnudags hvernig dagurinn gekk. Hlustaði ég á Dylan eða Jay-Z? Er maður að gefa fólki of mikið af upplýsingum í gegnum Audioscrobbler? Kannski.

Ef þú þekkir einhvern og vilt fá viðbrögð hans við ákveðnum fréttum eða atburðum þá held ég að Audioscrobbler geti að mörgu leyti verið ákveðinn gluggi inní sálarlíf fólks. Fullt af fólki notar tónlist til að koma sér í gott skap, til að gleyma vandamálum og til að hjálpa sér þegar það er sorgmætt. Því er spurning hvort fólk sé ekki að opinbera sig um of þegar hægt er að sjá öllum stundum á hvaða tónlist það er að hlusta? Eða kannski ekki.

May 15, 2005

You are....like a hurricane

Þetta er besta lag í heimi:

Like a Hurricane - Neil Young - af American Stars ‘n Bars
Mp3 (9,51 mb innanlands)

Langbesta lag í heimi.

Once I thought I saw you
in a crowded hazy bar,
Dancing on the light
from star to star.
Far across the moonbeam
I know that’s who you are,
I saw your brown eyes
turning once to fire.

You are like a hurricane
There’s calm in your eye.
And I’m gettin’ blown away
To somewhere safer
where the feeling stays.
I want to love you but
I’m getting blown away.

May 09, 2005

E

Ég elska nýju plötuna með Eels: Blinking Lights And Other Revelations.

Elsk’ana!

33 lög, 90 mínútur af frábærri tónlist. Besta plata ársins hingað til. Ekki nokkur spurning. Hef verið að hlusta á hana síðustu kvöld og ég er loksins núna að skilja almennilega hversu góð þessi plata er. Þið, sem hafið aldrei hlustað á Eels, gefið honum sjens. Þið sjáið ekki eftir því.

March 28, 2005

Fullkominn endir á plötu

Kristján Atli var með skemmtilegar pælingar á sinni síðu um hvað væru bestu endalög á plötum að hans mati. Ég kommentaði hjá honum, en kommentið kom eitthvað skringilega út. Þannig að hérna eru mínar hugmyndir.

Ef að það á að velja bestu endalög á plötum, þá má að mínu mati bara telja lög, sem eru frábær endirá frábærum plötum. Ekki góð lög, sem slysast til að vera lokalag á lélgum plötum. Þetta verður að vera nokkurs konar toppur á plötunni.

Allavegana, án efa besti endir á plötu eru lögin Brain Damage og Eclipse af Dark Side of the Moon. Ekki nokkur einasta spurning. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég hlusta á þau tvö lög.

Einnig:

Empty Cans af Grand don’t come for free með Streets
Freebird af Pronounced Leh-Nerd Skin-Nerd með Lynyrd Skynyrd
Sad Eyed Lady of the Lowlands af Blonde on Blonde með Dylan
A Day in the Life af Sgt. Pepper’s með Bítlunum
Everything’s not lost af Parachutes með Coldplay
High Hopes af Division Bell með Pink Floyd
Oh! Sweet Nuthin’ af Loaded með Velvet Underground
Og svo auðvitað Only in Dreams af bláu plötunni með Weezer.

Þetta datt mér allavegana í hug eftir smá pælingar. Er þó ábyggilega að gleyma einhverju augljósu.

March 23, 2005

Sinatra á kvöldin

Það var athyglisvert að skoða “recent songs” listann í Audioscrobbler áðan. Ég var nefnilega að hlusta á In the wee small hours, sem er uppáhaldsplatan mín með Frank Sinatra, í gærkvöldi. Frank var í ástarsorg þegar hann tók upp plötuna og lagavalið er eftir því. Því leit AS listinn minn svona út í morgun:

1 Frank Sinatra - What Is This Thing Called Love
2 Frank Sinatra - When Your Lover Has Gone
3 Frank Sinatra - Can’t We Be Friends?
4 Frank Sinatra - I See Your Face Before Me
5 Frank Sinatra - I’ll Never Be The Same
6 Frank Sinatra - I Get Along Without You Very Well
7 Frank Sinatra - Glad to be Unhappy
8 Frank Sinatra - Mood Indigo
9 Frank Sinatra - Close To You
10 Frank Sinatra - In The Wee Small Hours Of The Morning

Það magnaða við þetta var að ég var í ljómandi góðu skapi í gærkvöldi, þrátt fyrir þennan fáránlega þunglyndislega lagalista. Reyndar var ég dálítið fúll eftir að hafa tapað í fótbolta, en samt í fínu skapi :-)

March 15, 2005

Since you've been gooooone

Næ. Þessu. Lagi. Ekki. Úr. Hausnum. Á. Mér.

Er. Að. Verða. Geðveikur.

March 12, 2005

FF

Einsog Kristján benti á í kommentunum þá eru þetta góðar fréttir: Franz Ferdinand spila í Kaplakrika 27.maí.

Verulega góðar fréttir. Ég mæti allavegana.

March 04, 2005

Antics

Gunni, þú hafðir rétt fyrir þér. Antics með Interpol er FOKKING SNILLD!

Hafði bara ekki tíma til að uppgötva hana fyrr en núna. Audioscrobbler prófíllinn minn er ansi litaður af Interpol þessa dagana.

Þið hin, kaupið plötuna. Hún er æði. Ég ætlaði ekki að gefa henni sjens, þar sem mér fannst “Turn on the bright lights” vera ofmetin, en ég sé ekki eftir því að hafa hlustað á Antics.

January 27, 2005

Á rípít

Búinn að vinna síðan 8 í morgun með klukkutíma körfuboltahléi. Það er ágætis törn, enda komið fram yfir miðnætti.

Í iTunes eru eftirfarandi lög á rípít og hafa verið það undanfarna daga:

Bob Dylan - Man in Me (eitt aðallagið í Big Lebowski)
Annie - Heartbeat
Bob Dylan - Standing in the Doorway
Like a Hurricane - Neil Young & Crazy Horse. Algjörlega frábært lag. Ég elska Neil Young og þetta er að mínu mati besta rokklagið hans. Aðeins kántrí lögin á Harvest ná að toppa þessa snilld!

January 13, 2005

Útvarpsleysi

Vá, ég hélt að það kæmi mér ekkert á óvart á þessum blessaða fjölmiðlamarkaði, en samt á ég bágt með að trúa því að þær þrjár útvarpsstöðvar, sem ég gat hlustað á, Radio Reykjavík, Skonrokk og X-ið, séu allar hættar.

Í fyrsta lagi er mögnuð sú snilld að ÍÚ hafi sett upp Skonrokk beinlínis til að koma Radio Reykjavík á hausinn og þegar það tókst, þá hættir Skonrokk líka. Það er fokking magnað. Einnig á ég bágt með að trúa því að X-ið skuli ekki geta gengið. Ég hef bæði hlustað og auglýst talsvert á þessari stöð og fannst mér auglýsingarnar vera að skila góðum árangri hjá þeim hóp, sem maður var að sækjast eftir.

Það að þessar stöðvar hætta þýðir líka að nú er ég búinn að missa þrjá af þeim fjórum þáttum, sem ég hlusta á í útvarpi. Ég hlustaði alltaf á Tvíhöfða á morgnana, svo íþróttaþáttinn í hádeginu og loks Freysa á leið heim úr vinnu. Fjórði þátturinn er svo Spegillinn, sem er enn varinn af skattpeningunum mínum.

En mikið er þetta ömurlegt að við skulum sitja eftir með ÞRJÁR ömurlegar eighties stöðvar (Létt, Bylgjan og Mix) og tvær snargeðveikar froðu stöðvar (FM og Kiss) en enga stöð, sem spilar rokk, alvöru hip-hop eða aðra framsækna tónlist. Ég er í vinnunni þegar Poppland er á Rás 2, þannig að ég hef ekki tækifæri til að hlusta á það.

Þetta er ömurlegt ástand. Þrátt fyrir að ég eigi iPod og mikið af tónlist, þá hlusta ég mikið á útvarp. Alveg er ég viss um að þessi nýja talmálsstöð Norðurljósa mun setja Útvarp Sögu á hausinn og svo muni þeir stuttu síðar hætta með þá stöð. Ég vona bara að einhverjir (kannski Kiss, Mix liðið) taki hjá sér og stofni nýja rokkstöð. Ég trúi ekki öðru en að það sé nægilega stór markhópur fyrir Tvíhöfða og Freysa í útvarpi.

AF HVERJU GÁTU ÞEIR EKKI LOKAÐ EFF EMM? AF HVEEEEERJU?

Fleiri skoðanur á málinu hjá Dr. Gunna, Pezus og Gulla

January 05, 2005

Eftir miðnætti

Ég er á því að það sé ekkert betra eftir miðnætti til að hlusta á en Frank Sinatra. “In the Wee Small Hours” er ein af mínum uppáhaldsplötum. Maður getur þó lagst í stórkostlegt þunglyndi ef maður hlustar vel á textana.

‘Cause there’s nobody who cares about me,
I’m just a soul who’s
bluer than blue can be.
When I get that mood indigo,
I could lay me down and die.

(úr Moon Indigo) - gríðarlega hressandi.

December 26, 2004

Bestu lögin og bestu plöturnar 2004

Jæja, þá er komið að árlegri færslu hjá mér. Það að lista upp bestu plöturnar á árinu. Sjá hér 2002 og 2003. Ég ætla að hafa sama snið á þessu og í fyrra, það er að velja 10 bestu plöturnar og 15 bestu lögin á árinu. Byrjum á lögunum:

  1. Franz Ferdinand - Take Me Out - Í alvöru, það er ekki hægt að hlusta á þetta lag án þess að hoppa einsog vitleysingur. Frábært rokk!
  2. Quarashi - Stun Gun - Það eru fáir betri í þessum heimi við að búa til grípandi lög en Sölvi Blöndal. Í raun er Guerilla Disco uppfull af frábærum lögum en einhvern veginn hefur Stun Gun staðið uppúr hjá mér.
  3. Scissor Sisters - Take your mama out - Partílag ársins. Ég held að ég hafi hlustað á þetta lag fyrir hvert einasta djamm síðustu mánuðina.
  4. U2 - Vertigo
  5. Modest Mouse - Float On
  6. The Streets - Dry Your Eyes
  7. Beck - Everybody’s Gotta Learn Someteimes
  8. Wilco - Spiders (Kidsmoke)
  9. Hæsta Hendin - Botninn Upp
  10. N.E.R.D. - Maybe
  11. Jay-Z - December 4th
  12. The Darkness - I Believe in a Thing Called Love
  13. Eminem - Encore
  14. Britney Spears - Toxic
  15. The Killers - Mr. Brightside

Fjögur efstu lögin voru frekar jöfn í mínum huga. Það komu tímabil á árinu, þar sem þessi lög voru í nánast stanslausri spilun hjá mér. En ég held að Take Me Out hafi þó staðið uppúr.


Og þá plöturnar:

  1. The Streets - A Grand don’t come for free - LANGBESTA plata ársins. Stórkostleg snilld. Ég get svo svarið það, ég er búinn að hlusta á plötuna að minnsta kosti 35-40 sinnum og hún er ennþá að vaxa í áliti hjá mér. Mike Skinner er besti rappari í heimi í dag, segi ég og skrifa. Engir stælar, engin læti, bara 25 ára strákur að segja frá nokkrum dögum í lífi sínu. Hvernig hann verður ástfanginn og hvernig stelpan hans heldur framhjá besta vini hans. Og umfram allt þá rappar hann um alla litlu hlutina, sem við eigum við að etja á hverjum degi.

    Ég man eitthvað kvöldið þegar ég sat hérna heima og heyrði í fyrsta skipti alla textana. Oft hlustar maður á lög en nær kannski ekki þeim boðskap, sem listamaðurinn vill koma til skila. En þegar ég loksins hlustaði nógu vel fékk ég gæsahúð yfir snilldinni. Endirinn á plötunni er sérstaklega áhrifamikill allt frá því þegar Mike fattar að kærastan hélt framhjá honum í “What is he thinking” yfir í “Dry Your Eyes”, þar sem hann talar við kærustuna sína um framhjáhaldið og allt yfir í lokalagið, Empty Cans sem er besta lag plötunnar. Ég get ekki hlustað á þennan kafla (sérstaklega síðustu tvö lögin) án þess að fá gæsahúð. Besta plata sem ég hef heyrt lengi.
  2. Franz Ferdinand - Franz Ferdinand - Án efa nýliðar ársins. Take Me Out greip mig strax og ég hef ekki almennilega jafnað mig á því lagi. Kaflinn þegar lagið breytist úr “The Strokes” í eitthvað allt annað, er algjör snilld og ég á enn í dag erfitt með að hoppa ekki í þeim kafla. Restin af plötunni nær auðvitað ekki þeirri hæð, sem Take Me Out nær, en hún er samt uppfull af frábærum rokklögum. Jacquelina, Dark of the Matinee og svo framvegis. Frábært rokk.
  3. Wilco - A Ghost is Born - Talsvert meira catchy en fyrri Wilco plötur og stendur Yankee Hotel Foxtrot ekki langt að baki. Spiders (Kidsmoke) er algjör snilld, þrátt fyrir að ég hafi verið púaður niður af vinum mínum þegar ég hef reynt að spila það. Já, og Hummingbird er frábært popp. Virkilega góð plata.
  4. Madvillain - Madvillainy - Ok, ég ætla ekkert að þykjast vera einhver underground hip-hop sérfræðingur, því ég hafði ekki hugmynd um þá, sem standa að þessari plötu þangað til að ég sá þetta athyglisverða plötu-umslag í San Fransisco. En þetta eru semsagt þeir MF Doom og pródúserinn Madlib, sem saman stofnuðu Madvillain og gáfu út þessa frábæru hip-hop plötu. Þétt keyrsla í öllum lögum.
  5. Modest Mouse - Good News For People Who Love Bad News - Ég vissi ekkert um þessa sveit þangað til að ég heyrði “Float On” fyrst í útvarpinu. Það lag greip mig algerlega, en samt kom það mér virkilega á óvart hvað platan þeirra er frábær. Bury Me With It, The View og fleiri eru frábært lög.
  6. The Killers - Hot Fuss
  7. Björk - Medulla
  8. U2 - How To Dismantle an Atomic Bomb
  9. Scissor Sisters - Scissor Sisters
  10. Morrissey - You are the Quarry

Svo að lokum það besta af því gamla dóti, sem ég hef uppgötvað á árinu: Blonde on Blonde og Blood on the Tracks með Dylan. Transformer og VU og Nico með Lou Reed og Velvet Underground og svo Willie Nelson.

Bestu myndbönd ársins: Blinded by the light - The Streets, Toxic - Britney Spears og svo auðvitað Call on Me - Eric Prydz.

November 30, 2004

500 bestu lög allra tíma

Rolling Stone eru búin að gefa út lista yfir 500 bestu lög allra tíma að þeirra mati. Þetta er svosem sæmilega “predictable” listi. Þarna er fullt af skemmtilegum lögum og alver heill hellingur af leiðinlegum lögum.

Svona er t.d. topp 10

  1. Like a Rolling Stone - Dylan
  2. Satisfaction - Stones
  3. Imagine - John Lennon
  4. What’s going On - Marvin Gaye
  5. Respect - Aretha Franklin
  6. Good Vibrations - Beach Boys
  7. Johnny B. Goode - Chuck Berry
  8. Hey Jude - The Beatles
  9. Smells Like Teen Spirit - Nirvana
  10. What’d I Say - Ray Charles

Þarna er náttúrulega æðislegt Dylan lag, (að mínu mati) leiðinlegt Stones lag, æðislegt Beach Boys lag, hundleiðinlegt Chuck Berry lag og svo mjög góð lög með Lennon, Bítlunum, Nirvana og Ray Charles.

Fyrir langa löngu gaf ég út lista með mínum 10 uppáhaldslögum. Af mínum lista komast eftirfarandi lög inná Rolling Stone listann: Ziggy Stardust 277, Free Bird 191 (eru þeir klikkaðir???) og Wish you were here 316. Það er hins vegar ekkert pláss fyrir Oasis, Smashing Pumpkins, Dr. Dre, Molotov og Jeff Buckley, sem voru á mínum lista.

Sem er náttúrulega hneyksli. :-)

Listinn er uppfullur af mjög gömlum lögum, en lítið af nýjum lögum. Þar á meðal eru nokkur stórkostlega leiðinleg lög á topp 100, einsog “I want to hold your hand” með Bítlunum, “Hound Dog” með Presley, “Be My baby” með Ronettes (öll lög í Dirty Dancing ættu að vera dæmt umsvifalaust úr leik), “Tutti Frutti” með Little Richard og “She Loves You” með Bítlunum. Kannski er bara tónlist áður en Dylan og Bítlarnir komu fram almennt séð leiðinleg.

Já, og hvernig endar Tangled up in Blue númer 68? Hvernig fá þeir út að Be My Baby sé betra lag? HVERNIG? Æ, maður á svosem ekki að vera að pirra sig yfir þessu.

October 08, 2004

Myndband

Hér með tilkynnist það að Call on Me er besta myndband allra tíma.

Á því er enginn vafi.


Genni, þessi er fyrir þig:

How many Bush officials does it take to change a lightbulb?

None. “There’s nothing wrong with that light bulb. It has served us honorably. When you say it’s burned out, you’re giving encouragement to the forces of darkness. Once we install a light bulb, we never, ever change it. Real men don’t need artificial light.”

October 04, 2004

Ó, Dusty!

Þetta gerist ekki oft. Í raun hefur þetta aldrei gerst áður, svo ég muni, að ég hafi áður verið jafn heltekinn, jafn fljótt af plötu.

Ég nálgaðist “Dusty in Memphis” með Dusty Springfield á netinu. Ég hef aldrei hlustað af viti með neitt með Dusty Springfield áður, nema kannski “Son of a Preacher Man”, sem var í Pulp Fiction. Allavegana, ég sá þessa plötu á einhverjum Rolling Stone lista og ákvað að gefa henni tækifæri. Því sé ég ekki eftir.

Þvílík og önnur eins snilld. Soul tónlist eða popp tónlist gerist ekki betri. Þetta er einhver al magnaðast plata, sem ég hef hlustað á. Fullkomnun í popp og soul tónlist. Öll lögin frábær og flutningurinn stórkostlegur. Að bera þetta saman við poppsöngkonu rusl (Celine Dion, et al) einsog það gerist verst í dag er magnað.

Síðasta lagið á disknum, I can’t Make It Alone er á hraðri leið með að verða mitt uppáhalds lag. Ég nánast tárast þegar ég hlusta á það, ekki vegna þess að textinn sé svo sorglegur (sem hann jú er), heldur er þetta svo ótrúlega magnað lag og flutningurinn er svo ótrúlegur. Það er hreinlega erfitt að vera ekki hrærður við hlustunina. Ég veit að þetta virkar ótrúlega fáránlegt að ég sé að fíla Dusty Springfield, þar sem þetta er pottþétt tónlistin, sem mamma ætti að vera fíla, en það breytir því ekki að þetta er hrein snilld.

Ég skora á alla að gefa þessari plötu sjens. Sama þótt þú fílir ekkert nema Mínus eða Jay-Z eða hvað sem er, þá ættir þú samt að fíla þessa plötu. Allavegana, gerið mér þann greiða að ná ykkur í “I Can’t Make It Alone”. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

August 09, 2004

Múrinn á Broadway!

Nei, Roger! Nei nei nei nei!

Ekki gera okkur Pink Floyd aðdáendum þetta!

August 06, 2004

Á hvað ertað hlusta?

Fyrir nokkrum vikum var mér bent á Audioscrobbler í kommenti við færslu á þessari síðu.

Þegar síðan opnaði aftur eftir breytingar dreif ég mig og skráði mig. Þetta virkar þannig að maður setur lítið plug-in fyrir iTunes eða annað tónlistarforrit á tölvuna sína. Svo þegar maður spilar tónlist í iTunes, þá uppfærist það sjálfkrafa í prófíl á Audioscrobbler. Þannig heldur síðan utanum hvaða tónlist maður hlustar á og með einföldum hætti er hægt að sjá hvaða fólk er að hlusta á sömu tónlist. Þannig er með einföldum hætti hægt að sjá hvaða nýju bönd þetta fólk er að hlusta á.

Minn prófíll er hér.

Ég hef bara verið skráður í nokkra daga, þannig að það eru fá lög skráð, en smám saman verður þetta athyglisverðara.

Það er gríðarlega margt skemmtilegt í þessu. Til dæmis ef maður smellir á Beck, þá sér maður hvaða lög eru vinsælust með Beck hjá notendum Audioscrobbler. Þar kemur í ljós að Loser (æji!) er vinsælast. Ég komst líka að því að ég hafði aldrei heyrt af laginu í öðru sæti, Everybody’s Gotta Learn Sometimes. Komst að því að það lag var í Eternal Sunshine of the Spotless Mind, sem ég hef ekki séð. Ég náði mér í lagið og það er gargandi snilld. Ég hefði sennilega ekki uppgötvað það á næstunni ef ekki væri fyrir Audioscrobbler.

Það má segja að eini gallinn enn sem komið er við þessa síðu, sé sá að hún tekur ekki upplýsingar um lagaspilun úr iPod-inum mínum. En ég hvet alla til að skrá sig á Audioscrobbler, þetta er alger snilld. Sniðug hugmynd og frábærlega einföld og skemmtileg hönnun á vefsíðu.


Enn meiri snilld er samt Last.fm, sem tengist gögnunum í Audioscrobbler. Last.fm virkar þannig að þegar þú hefur hlustað á nóg af tónlist með Audioscrobbler í gangi (a.m.k. 300 lög), þá reynir Last.fm að meta tónlistarsmekk þinn eftir því hvað þú hlustaðir á.

Last.fm býr síðan til þína eigin útvarpsstöð, sem þú getur hlustað á á netinu. Þannig að ef þú hlustar mikið á Jay-Z og Eminem, þá býr forritið til útvarpsstöð með mikið af hip-hop efni og svo framvegis. Þetta er því FRÁBÆR leið til að heyra nýja tónlist.

Þetta er svo mikil snilld að ég á varla til orð!

Frekara lesefni: Wired: Last.fm: Music to Listeners’ Ears

Uppfært: Ég var búinn að bæta þessu við í kommentunum, en ekki allir lesa þau. Allavegana, þá stofnaði ég hóp fyrir Ísland. Þannig að það væri gaman ef þeir, sem eru skráðir þarna myndu ganga í hópinn. Ég veit reyndar ekki af hverju það er mynd af mér á hóp-síðunni. Þetta er ekki eitthvað egó í mér, heldur fatta ég einfaldlega ekki hvernig á að breyta um mynd á hóp-síðum.

July 17, 2004

Nýja Quarashi lagið

Fyrir þá, sem vissu ekki af því þá er hægt að nálgast nýja Quarashi lagið (að ég held á löglegan hátt) á netinu. Það var sett uppá simblogg.is:

Stun Gun (MP3 - 3,9mb)

Grúví lag, ekkert rokkvesen. Þannig eru Quarashi bestir. Tiny rappar aðallega og svo á Ómar “chorus-inn”. Þetta eru snillingar.

July 13, 2004

Mest spiluðu lögin

Frá því að iTunes byrjaði að telja hversu oft maður hefur hlustað á hvert lag, þá hef ég mikið spáð í þeirri tölfræði. iTunes telur í hvert skipti sem ég hlusta á lag bæði í Makkanum mínum, sem og iPodinum mínum.

Það væri vissulega gaman að getað haft þessa statistík fyrir allt mitt líf, en því miður byrjar þessi tölfræði ekki fyrr en fyrir rúmu ári, í byrjun árs 2003. Það er hins vegar athyglisvert að skoða hvaða lög eru vinsælust hjá mér á þessu ári. Ég ætla að setja hérna inn mest spiluðu lögin frá upphafi í iTunes og fyljgast svo með því hvernig þessi listi mun breytast eftir því, sem tíminn líður. Svona lítur þetta út í júlí 2004:

  1. True Love Waits - Radiohead - 60 skipti
  2. Last Goodbye - Jeff Buckley - 50 skipti
  3. Senorita - Justin Timberlake - 50 skipti
  4. Take Me Out - Franz Ferdinand - 46 skipti
  5. Hurt - Johnny Cash - 46 skipti
  6. Cry Me A River - Justin Timberlake - 43 skipti
  7. Galapogos - The Smashing Pumpkins - 38 skipti
  8. Everything’s not lost - Coldplay - 37 skipti
  9. Reptilia - The Strokes - 36 skipti
  10. Lose Yourself - Eminem - 32 skipti

Ég veit ekki hvort ég hef áður talað um True Love Waits, en ég uppgötvaði það lag fyrir sirka ári og það er æði. Eitt af uppáhaldslögunum mínum. Sem og Last Goodbye. Bæði frábær. Það kom mér ekkert á óvart að þau skyldu vera efst. Einnig er það ekki skrítið að Reptilia og Take me Out skuli vera ofarlega. Já og náttúrulega Justin.

Uppfært: Hólí krapp, Gummijóh með snilldar skúbbb. Hann segir að Franz Ferdinand muni spila á Íslandi í desember. Það væri svoooooooo mikil schniiiiiilld. Það gæti alveg verið að ég myndi hoppa þegar þeir tækju Take Me Out! Ó hvað ég vona að þetta sé satt og rétt.

June 21, 2004

Beastie Boys, Dylan, EM2004 og Texas

Uppfærslur á þessari síðu eru orðnar alveg fáránlega fáar. Fyrir því eru svosem ýmsar ástæður. Kem meira inná það seinna.

Spilaði í kvöld minn fyrsta leik í utandeildinni í tvö ár, núna með Magic en áður spilaði ég með FC Diðrik. Ég lék afleitlega einsog reyndar allt liðið, en ég náði þó að setja eitt mark þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Leikurinn var spilaður í 20 stiga hita og sólskini. Lygilega gott veður. Ég þarf nauðsynlega að koma mér í hlaupaform! Er í mjög fínu formi, fyrir utan það að ég hef nánast ekkert hlaupið síðasta hálfa árið.


Er búinn að vera að hlusta á nýja Beastie Boys diskinn, To The 5 Boroughs, sem er algjört æði.

Ég er nógu mikill Beastie Boys fan til að hafa farið útí plötubúð daginn eftir að diskurinn kom út til að kaupa hann. Hann er núna á svona 7. hlustun og verður betri og betri. Beittir textar og flott bít. Hvað getur maður beðið um meira? MCA er með flottustu rapprödd í heimi (fyrir utan kannski Chali 2na úr Jurassic 5).


Ég hef verið mun duglegri við að uppfæra Liverpool heimasíðuna, enda hefur líf mitt snúist dálítið mikið um fótbolta undanfarið. Ég er orðinn verulega stressaður fyrir miðvikudaginn. Veit ekki hvort ég mun höndla það að sjá Þýskaland fara áfram á kostnað Hollands. Treysti á minn mann, Milan Baros, til að klára Þjóðverjana. Annars bendi ég á tvo pistla (og tengdar umræður) af Liverpool blogginu, sem aðdáendum annarra liða ættu að þykja athyglisverðar.

Má ég kynna: Milan Baros
Hvað er í gangi hjá Stevie G?


Eitt af því góða við að vera ungur er að maður uppgötvar stundum gamla snillinga í tónlistinni, og þá getur maður sankað að sér klukkutímum af efni, sem maður hefur aldrei kunnað að meta áður fyrr. Slíkt er að gerast hjá mér með Lou Reed, en samt aðallega með Bob Dylan.

Ég á eiginlega erfitt að lýsa því hversu hrifinn ég er af Dylan. Það er sama hvaða plötu ég spila, þetta er allt snilld. Núna er Blood on tracks í miklu uppáhaldi hjá mér. Simple Twist of Fate er ææææði, Idiot Wind líka. Fokk, þetta er allt snilld, hvert einasta lag. Það er yndislegt að vita til þess að þegar ég fæ einn góðan veðurdag leið á Blood on the Tracks, þá get ég bara fundið einhverja aðra af þessum snilldarplötum meistara Dylan.


Ég er svo að fara í viðskiptaferð til Houston á laugardaginn og verð í 5 daga. Í Houston er eflaust svona 60 gráðu hiti. Í raun er ekki líft í Texas á sumrin. Hef komið einu sinni til Texas, þegar ég fór að sjá goðið mitt, Roger Waters, spila í Houston. Þá var viðbjóðslega heitt. Ég veit ekki hvort ég mun höndla það að vera í jakkafötum þarna :-)

June 15, 2004

Leiðindi og góð tónlist

Úff, mér leiðist svo að það er ekki fyndið. Mig var búið að hlakka til að fara í golf og horfa svo á Hollands leikinn á upptöku. En golfið klikkaði, svo ég horfði á Þýskaland-Holland í beinni. Markið hjá Nilsteroy var hreint út sagt ótrúlegt. Það reddaði allavegana deginum (og hugsanlega næstu vikum) fyrir mér. Einnig var rosa gaman að sjá minn mann, Baros skora fyrir Tékka.

Allavegana, ákvað að ég gæti ekki lengur dregið það að strauja skyrturnar mínar. Sem betur fer, þá krefst starf mitt ekki að ég sé í jakkafötum á hverjum degi, en ætli ég verði ekki að vera í jakkafötum svona 3-4 sinnum í mánuði, auk þess þegar ég fer erlendis. Þess vegna var ég eiginlega tilneyddur til að fara að strauja. Svei mér þá, ég held að vanhæfni mín í strauji eigi sér engin takmörk. Ég get ekki fyrir mitt litla líf straujað skyrtu almennilega. Ef það er eitthvað í þessum heimi leiðnlegra en að strauja, þá hef ég allavegana ekki prófað það.


Annars er það skrítið þegar maður uppgötvar gamlar plötur aftur. Það gerðist fyrir mig með Joshua Tree fyrir nokkrum dögum. Síðan er hún nánast búin að vera á repeat. “Red Hill Mining Town” og “Running to Stand Still” eru lög, sem ég kunni aldrei að meta þegar ég var 10 ára gamall og keypti mér Joshua Tree á vínil. Held í raun að ég hafi bara hlustað á “With or Without you” á repeat. En mikið er þetta æðisleg plata. Held svei mér þá að “Red Hill Mining Town” sé með allra bestu U2 lögunum.

Annars hef ég verið að hlusta á “Fly or Die” með N.E.R.D. í ræktinni að undanförnu. Gríðarlega hressandi tónlist, þrátt fyrir að platan hafi ekki fengið góða dóma þá fíla ég hana.

Einnig hefur Velvet Underground & Nico verið á rípít hjá mér. Þetta er svo mikil snilld að ég verð að nálgast meira efni með Velvet Underground og Lou Reed. Ætli maður reyni svo ekki að draga einhvern með sér á tónleikana í ágúst.

May 18, 2004

Viggedí viggedí væld væld

Úúúú je, áðan dáwnloadaði ég Greatest Hits með Will Smith. Þvílík snilld sem þessi plata er.

Einus sinni átti ég nefnilega (og skammast mín ekkert rosalega fyrir það) plötuna Big Willie Style með Will Smith. Sú plata var alveg einstaklega vinsæl í partíjum í 5. og 6. bekk í Verzló. Á þeim tíma taldi ég mig almennt séð hafa góðan tónlistarsmekk, fyrir utan dálæti mitt á þessari plötu þegar ég var á öðru eða þriðja glasi.

Will Smith var líka nokkuð kúl gaur á þessum tíma. Hann lék í fulltaf skemmtilegum myndum einsog Enemy of the State og Men In Black. Allavegana, þá var þessi plata mjög oft sett í græjurnar í partíjum þegar fólk var komið vel í glas. Það var eitthvað við þessa tónlist. Hún var fáránlega hallærisleg, en eitthvað gerði það að verkum að diskurinn rataði alltaf í græjurnar í öllum partíjum. Will Smith var nokkuð skemmtilegur gaur.

Eeeeeeen svo kom Wild Wild West. Á einhvern undraverðan hátt tókst Smith að rústa bæði tónlistar- og kvikmyndaferli sínum með þessari einu mynd. Wild Wild West er sennilega lélegasta bíómynd sem ég hef séð, og Wild Wild West er sennilega mest óþolandi lag í heimi: Viggedí Viggedi væld væld Vest. Vá!

Uhh..
Wicki-wild wild
Wicki-wicki-wild
Wicki-wild
Wicki-wicki Wild Wild West
Jim West, desperado
Rough rider, no you don’t want nada
None of this, six-gunnin this, brother runnin this
Buffalo soldier, look it’s like I told ya
Any damsel that’s in distress
be outta that dress when she meet Jim West
Rough neck so go check the law and abide
Watch your step or flex and get a hole in your side
Swallow your pride, don’t let your lip react
You don’t wanna see my hand where my hip be at
With Artemis, from the start of this, runnin the game
James West, tamin the West, so remember the name
Now who ya gonna call?
Not the G.B.’s
Now who you gonna call?
G double A.G.

Já, þetta er mikil snilld.

Mikið er Summertime samt flott lag.


Samt, talandi um tónlist, þá elska ég iPoddinn minn. Besta er þegar maður er á ferðalögum með svona mikið á tónlist þá kemur það fyrir að maður uppgötvar alveg nýja tónlist.

Ég var nefnilega að renna í gegnum High Fidelity, sem er frábært soundtrack. Allavegana, ég var búinn að hlusta oft á “I’m Wrong about Everything” með John Wesley Harding og hið æðislega “Always See Your Face” með Love, auk Dylan lagsins.

Af einhverjum asnaskap þá missti ég samt af besta laginu, sem ég uppgötvaði núna þegar ég var á Spáni: “Oh Sweet Nuthin” með Velvet Underground. Ég verð að játa að ég hef aldrei hlustað á Velvet Underground en alltaf verið forvitinn. Einhvern tímann kóperaði ég Velvet Undergound & Nico, en ég á alltaf eftir að gefa henni tíma (mun þó gera það núna).

Eeeen, Oh Sweet Nuthin er ótrúlegt lag. Gargandi snilld. Það er búið að vera á repeat alveg síðan ég heyrði það í fyrsta skipti. Af einskærri góðmennsku ætla ég að bjóða fólki að nálgast það í nokkra daga.

Oh! Sweet Nuthin’ - MP3

May 03, 2004

Tónleikar

Ég er að fara á Pixies. Búinn að kaupa miða!

Jei!

April 20, 2004

Erekki allir í stuði?

Þegar ég bjó á dormi í háskóla útí USA, þá var þriðjudagsdjamm rík hefð. Á mánudögum voru allir hálf slappir, en á þriðjudögum byrjaði fjörið aftur. Það hélt svo áfram miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.

Allavegana, það er ekki úr vegi að koma sér í smá þriðjudagsstuð. Því býð ég hér uppá eitt besta stuðlag í heimi. Þetta er venezúelska stuðbandið “Los Amigos Invisibles” með hið magnaða stuðlag Sexy. Gjöriði svovel:

Los Amigos Invisibles - Sexy

Stuð!

Ef þú fílar ekki þetta lag, þá ertu hálfviti! Nei, ég tek þetta tilbaka. Það er fullmikið sagt. En það eiga auðvitað allir að fíla þetta lag. Þetta er svooo mikið stuð!

Note to self: Drekka minna rauðvín næst þegar ég fer útað borða á virkum degi.

April 18, 2004

Hamingja

marty.jpgTónlistin mín er endurheimt!

Ég eyðilagði (eða skemmdi réttara sagt) harða diskinn minn fyrir nokkrum vikum. Ég var alveg miður mín enda yfir 19.000 lög á disknum auk annarra mjög mikilvægra gagna. Ég sendi þetta í viðgerð en ekkert gekk. Ég frétti þó af einni þjónustu, sem sendir diska til Bretlands á einhverja stofu þar.

Ég ákvað að láta verða af því að senda diskinn út, þrátt fyrir að kostnaðurinn hefði verið mjög hár. Ákvað að gögnin sem voru á disknum og sá tími, sem fór í tónlistarsöfnun, væru gjaldsins virði.

Diskurinn kom svo til landsins á föstudaginn. Ég skellti honum í tölvuna, fagnaði því að allt væri í lagi, tengdi svo FireWire disk við til að afrita gögnin og PÚFF, diskurinn hvarf af desktopinu. Ég hélt að ég hefði eyðilagt diskinn aftur. Ég fór því til Jensa og við böksuðum við þetta í einhvern tíma, en ekkert tókst þar til ég keypti rétta forritið á laugardaginn.

Núna er semsagt öll tónlistin komin aftur. Mikið er það ótrúlega góð tilfinning.


Það er einnig góð tilfinning að hafa slappað af um helgina í stað þess að fara á djamm. Ég var búinn að ákveða það fyrir helgina að djamma ekkert, þar sem ég var hálf þreyttur og er auk þess á leið til útlanda um næstu helgi. Því fór ég í rólegt matarboð á föstudaginn og horfði á sjónvarpið í gær.

Ég horfði á Marty, sem vann Óskarsverðlaunin sem besta myndin árið 1955. Frábær mynd, sem ég keypti á DVD útí London. Fjallar um Marty, sem er orðinn langþreyttur á að eltast við stelpur um helgar. Einsog hann segir:

I’ve been looking for a girl every Saturday night of my life. I’m thirty-four years old. I’m just tired of looking, that’s all. I’d like to find a girl.

Voðalega sætt allt, og Ernest Borgnine er æðislegur sem Marty. Hann ákveður auðvitað að fara á eitt djamm í viðbót, þar sem hann hittir stelpu, sem öllum nema honum finnst vera ljót, og verður ástfanginn. Einföld og frábær mynd.

Þessi mynd, Marty, var einmitt mjög mikilvægur punktur í mynd, sem var gerð fyrir 10 árum. Þeir sem vita hvaða mynd það er eru miklir spekingar

April 14, 2004

Take your mama out

Það er ekki fyndið hvað “Take your mama out” með Scissor Sisters er fáránlega grípandi lag. Furðulegt hvað maður getur skipt um skoðun á hljómsveit á nokkrum dögum. Fyrir einhverjum vikum var ég að bölva þeim fyrir cover útgáfu af “Comfortably Numb”. Ég asnaðist svo til þess að hafa PoppTV á í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum og þá heyrði ég “Take your mama out” og ég varð gjörsamlega hooked við fyrstu hlustun.

Scissor Sisters er alveg fáránlega skemmtilega hallærislegt band, en ég eignaðist diskinn fyrir nokkrum dögum og hann er algjör snilld. Einhvers konar dískóskotið rokk. Ótrúlega hressandi.

“Take your mama out” er svo catchy að ég var með það á repeat nánast allt kvöldið þegar ég fór á djammið á föstudaginn langa. Meira að segja þegar ég var að raka mig var ég með lagið á repeat og var byrjaður að dansa í miðjum rakstri, sem er eftiá að hyggja ekki mjög snjallt múv. En mér tókst það án þess að skera mig. Síðan þegar það kom fólk í heimsókn ákvað ég að playlistinn í partýinu yrði ansi litaður af þessu lagi.

Eftir að hafa hlustað á “Take your mama out” svona 20 sinnum á föstudagskvöldið fór ég með vinum á djammið. Fórum á Hverfis þar sem var fáránlega troðið og dj-inn spilaði “Sísí Fríkar Úti”. Jesús almáttugur hvað það er leiðinlegt lag. En ég var samt í góðu skapi, þrátt fyrir að aðalgellan hefði verið á leið út þegar ég kom inn. Hefði þó sennilega tapað mér ef að “Scissor Sisters” hefðu verið spiluð á Hverfis. Það hefði ekki verið gott því það voru 200 manns á dansgólfinu og plássið eftir því.

March 30, 2004

Einar Örn og Strákaböndin

Ok, þetta er hætt að vera fyndið. Eftir að ég tapaði allri tónlistinni minni (sem gæti reyndar reddast - harði diskurinn minn er útí Englandi), þá var einn af fáum diskum sem reddaðist, Escapology með Robbie Williams, sem ég hafði reddað á netinu fyrir einhverjum vikum. Vegna skorts á tónlist ákvað ég að gefa honum sjens.

Dálæti mitt á Justin Timberlake hefur verið tíundað á þessari síðu áður. Ég hef ávallt fyrirlitið strákabönd, en það virðist hins vegar svo vera sem að meðlimir þessara banda þurfi ekki að vera algjörlega hæfileikalausir. Justin sannar það og svo er ég ekki frá því að ég fíli bara nokkur lög á Robbie Williams plötunni. Það eru nokkur helvíti grípandi lög inná milli. What the hell is wrong with me?

Annars eru þessi lög í keyrslu núna:

  • The Darkness - Love is Only a Feeling (Eru The Darkness mestu töffarar í heimi? Ég held það hreinlega. Hvernig er hægt að elska ekki hljómsveit sem gefur út plötu með lögunum “I believe in a thing called love”, “Love is only a feeling” og “Love on the rocks with no ice”? Getur þetta verið meira yndislega hallærislegt?)
  • Franz Ferdinand - Dark of the Matinee (“Time every journey, to bump into you, accidentally” Þvílík snillld!)
  • Robbie Williams - Hot Fudge
  • Electric Six - Nuclear War (frábært band)

Annars setti ég myndir í framköllun til útlanda í gegnum netið vegna þess að þessi þjónusta er svo hrikalega dýr hjá Hans Petersen. Þetta kom ágætlega út. Sendi alls um 150 myndir. Það skemmtilegasta er að allar myndirnar komu til baka í ENGRI RÖÐ! Það þýðir að ég get dundað mér næstu kvöldstundir við að koma þessum myndum í tímaröð. Ég verð spenntur bara við tilhugsunina.

March 14, 2004

Lovesong

Talandi um léleg cover lög. Á PoppTV sá ég 311 vera að spila eitt af mínum uppáhaldslögum, Lovesong. Þetta lag er upphaflega með The Cure og er á einni af mínum uppáhaldsplötum, Disintigration.

Allavegana, hérna getiði nálgast upprunalegu The Cure útgáfuna: Love Song (mp3). Þessi útgáfa er svo miklu betri en 311 cover-útgáfan að það er ekki fyndið.

Þetta er fullkomið lag til að hlusta á sunnudagskvöldi. Reyndar er öll Disintegration fullkomin hlustun á svona kvöldum.

March 03, 2004

Franz Ferdinand

Ok, til að koma þér í stuð á miðvikudegi mæli ég með eftirfarandi.

  1. Hlauptu útí búð og kauptu þér diskinn með Franz Ferdinand.
  2. Settu á lag 3, Take Me Out
  3. Ef þú ert ekki hoppandi þegar akkúrat 1 mínúta er liðin af laginu, þá er ég hissa. Franz Ferdinand eru þvílíkt snilldarband!!

Ok, 90 mín í Liverpool leik. Ég er farinn á Players.

March 01, 2004

Tónlistin mín farin

Hvað í andskotanum hef ég gert til að reita til reiði "Guð Harðra Diska"?

Það er rúmlega ár síðan að harði diskurinn minn eyðilagðist. Þá tapaði ég margra ára gögnum, allt frá ástarbréfum til háskólaritgerða.

Svo núna áðan var ég að fá þær fréttir frá Apple IMC að tónlistardiskurinn minn væri ónýtur. 111 GB af tónlist, 1250 Geisladiskar, 17.000 lög eru horfin. Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að gráta eða brjálast.

Ég skil líka ekki ástæðurnar. Ég var ekkert að gera. Diskurinn ákvað bara að deyja inní tölvunni minni. Einn daginn birtist hann ekki á skjáborðinu og síðan hef ég ekki getað náð í neitt af tónlistinni minni.

Ég var búinn að eyða fáránlega miklum tíma í að setja alla geisladiskana mína inná tölvuna, laga öll skáarnöfn til, setja inn plötuumslögin og svo framvegis. Núna er öll sú vinna farin. Ég átti ekki backup af þessu enda fáránlega dýrt að eiga backup af svona gríðarlegu magni af gögnum. Eina góða er að 30Gb af þessari tónlist eru inná iPodinum og svo eru tveir vinir mínir nýbúnir að fá eitthvað af tónlistinni.

Þetta er ekki góður dagur!

Uppfært: Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá hreinsaði iTunes allt útaf iPodinum um leið og ég stakk honum í samband. Ég held að ég fari bara að sofa, þetta er greinilega ekki minn dagur.

February 23, 2004

Mánudagstónlist

Lag mánudagskvöldsins? Jú: When Will They Shoot? með Ice Cube. Víííí, hvað þetta er mikil snilld. Þurfti að fara að hlusta á eitthvað annað en Strokes, Damien Rice og Electric Six og því varð Ice Cube fyrir valinu. Tveir vinir mínir hafa lobbíað fyrir Ice Cube lengi. Gaf The Predator sjens og varð ekki fyrir vonbriðgum.

Annars eru "Fire" með Electric Six, "Room on Fire" með Strokes og "O" með Damien Rice allt ótrúlega góðar plötur, sem hafa einangrað iPod playlistann minn undanfarið.

Já, og "Award Tour" með Tribe Called Quest er líka búið að vera á repeat. Og ef ég fer ekki að fá ógeð á "Reptilia" með Strokes bráðlega, þá fer ég að efast um geðheilsu mína.

Og svo er "I believe in a thing called Love" alveg yndislega hallærislega skemmtilegt. Var að fá mér The Darkness plötuna og er að byrja að hlusta á hana. Lofar góðu.

... og mér finnst þeyttur rjómi vondur. Hvaða vitleysingi datt í hug að troða öllum þessum rjóma á Bolludagsbolur?

January 08, 2004

Hvaða lag er ég með á heilanum?

Ok, ég fór semsagt á Felix fyrir einhverjum vikum síðan. Þar heyrði ég lag, sem allir á staðnum virtust kunna. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvaða lag þetta er.

Þetta er rólegt R&B lag, það er strákur, sem syngur/rappar og í viðlaginu er orðið "fuck" notað svona 300 sinnum. fuck all the ? and fuck all the ? Geri ráð fyrir því að þetta sé mjög nýlegt lag. Ég er búinn að vera með þetta á heilanum síðan og það er að gera mig geðveikan að vita ekki hvaða lag þetta er. Auk þess er mjög pirrandi að vera með lög á heilanum, sem maður kann ekki nema 5 orð í textanum af :-)

Ok, veit einhver hvaða lag þetta er? Katrín? Kristján? Einhver?

December 30, 2003

Bestu lögin og bestu plöturnar 2003

Alveg einsog sama dag í fyrra í fyrra ætla ég aðeins að tala um það, sem mér fannst best í tónlistinni í ár.

Ég ætla að breyta aðeins til frá því í fyrra en þá valdi ég 5 bestu íslensku og erlendu plöturnar. Ég ætla að sleppa þeim íslensku, einfaldlega vegna þess að ég keypti bara tvær íslenskar plötur í ár (og by the way, þær eru báðar hrein snilld: Halldór Laxness með Mínus og Musick með Maus)

Í stað þess ætla ég að velja 10 bestu plöturnar og 15 bestu lögin á árinu. Til gamans þá eru hér 50 bestu smáskífurnar og 50 bestu plöturnar á árinu að mati Pitchfork.

Ok, bestu plöturnar

  1. Radiohead - Hail To The Thief
  2. Maus - Musick - Jamm, hún var svooo góð að hún á sko annað sæti fyllilega skilið
  3. Justin Timberlake - Justified - Ok, platan kom út í fyrra og hefði einhver sagt mér að ég ætti eftir að elska tónlist eftir fyrrverandi NSync meðlim, þá hefði ég haldið fram að viðkomandi væri sturlaður. Eeeen, einhvern veginn tókst mér að horfa framhjá öllum fordómunum mínum og gefa Justin séns. Og viti menn, tónlistin er æði. Besta popplata þessa áratugar að minnsta kosti. Þetta komment á Pitchfork segir allt, sem þarf að segja um Justin:
    And so, after years of whining about the horrors of the teen-pop era, the detractors got their wish: It came to an end! But, ahh, there was a devilish twist: the production of teen-pop records would screech to a halt, but its biggest stars would retain their ubiquity and force the world to admit there was more to them than questionable good looks and choreography. Justin came out on top, effortlessly laying claim to Michael Jackson's long-abdicated throne, beating the rockists at their own game, and becoming America's most debated, disputed, hated (and loved) pop star.

  4. Muse - Absolution
  5. The White Stripes - Elephant
  6. The Rapture - Echoes
  7. The Strokes - Room on Fire
  8. Mínus - Halldór Laxness - Besta íslenska rokkplatan síðan ég veit ekki hvað
  9. Yeah Yeah Yeahs - Fever to Tell
  10. 50 Cent - Get Rich or Die Tryin'


Og þá 15 bestu lög ársins:

  1. 12:51 - The Strokes - Reyndu að hlusta á þetta lag án þess að hækka í græjunum! Ég mana þig!
  2. Señorita - Justin Timberlake - Best danslag ársins. Justin er æði og allt það.
  3. Hey Ya! - Outkast - Stuðlag ársins
  4. A Selfish Need - Maus - Það var erfitt að velja á milli lagann á Musick. Tók þetta framyfir My Favorite Excuse, Without Caution, "The Whole Package" og Life in a Fishbowl. Vá, hvað það var mikið af góðum lögum á þessari plötu
  5. Thoughts Of A Dying Atheist - Muse
  6. House of Jealous Lovers - The Rapture - Ó jeeee
  7. Hurt - Johnny Cash - Fæ ennþá gæsahúð þegar ég hlusta á þetta lag og sérstaklega þegar myndbandið fylgir við það. Cash tekur lagið hans Trent og gerir það svo miklu miklu betra.
  8. The Long Face - Mínus - Valdi það frekar en My name is Cocaine og Romantic Exorcism
  9. Maps - Yeah Yeah Yeahs
  10. Cry Me A River - Justin Timberlake
  11. Seven Nation Army - The White Stripes
  12. In Da Club - 50 Cent - Eina rapplagið, sem komst inná listann (fyrir utan Quarashi) og það segir ansi mikið um þetta ár.
  13. Mess It Up - Quarashi
  14. Move Your Feet - Junior Senior
  15. Rock Your Body - Justin Timberlake - Umtsj umtjs um ahhhh! Snilld!

October 24, 2003

Kill Bill Trailer lag

Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sáttur við Kill Bill, þá er lagið í trailernum helvíti flott. Það lag er hægt að nálgast hér. Nokkuð flott!

Aðalástæðan fyrir því hversu óánægður ég var, var sú að myndinni var skipt í tvennt. Að mínu mati hefði mátt stytta þessar bardagasenur (sérstaklega þá síðustu) um meira en helming og koma þessu efni auðveldlega í eina mynd. Ég hugsa að ég bíði þangað til að allur pakkinn komi á DVD og þá horfi ég á þetta allt í einu, einsog það ætti að vera.

Ég var nokkuð ánægður með myndina og skemmti mér vel alveg þangað til að síðasta senan var hálfnuð. Þá varð ég órólegur og það breyttist í pirring þegar myndin endaði allt í einu. En lagið er flott, sérstaklega byrjunin.

September 29, 2003

Bæ bæ geisladiskar

Í tengslum við nýja parketið, sem ég ætla að setja á íbúðina, hef ég verið í brjáluðu tiltektarstuði í dag. Ég erfði nefnilega þann ágæta kost frá pabba mínum, að eiga auðvelt með að henda hlutum.

Partur af þessum hreingerningum var sú merkilega ákvörðun mín að pakka öllum geisladiskunum mínum (sem eru alveg fáránlega margir) oní kassa og svo niður í geymslu. Ég hef nefnilega varla hlustað á geisladisk í meira en ár. Öll tónlistin, sem ég á, er komin á Makkann minn í bestu gæðum og ég nenni ekki að hlusta á geisladiska lengur. Núna hlusta ég bara á tónlist í gegnum iTunes, sem er besta forrit í heimi. Í heimi, segi ég og skrifa!! Ég er svo með snúru fram í stofu, þar sem tölvan er tengd við græjurnar í stofunni. Svo er hægt að nota símann minn sem fjarstýringu. Alger snilld.

Ég held meira að segja að sumir nýjustu diskarnir mínir hafi aldrei verið spilaðir í geislaspilara. Um leið og ég keypti þá setti ég þá beint í tölvuna og breytti þeim í AAC skrár. Síðan fóru diskarnir uppí hillu, þar sem þeir tóku óþarfa pláss.

iTunes tónlistarsafnið mitt er núna orðið alveg fáránlega stórt, alls um 16.900 lög, sem eru samkvæmt forritinu 47 dagar af tónlist! Áður fyrr reyndi ég alltaf að hafa geisladiskana mína í röð og reglu en ég hafði fyrir löngu gefist upp á því.

Núna er hins vegar allt í röð og reglu í iTunes og forritið heldur m.a.s. utan um það hvaða lag ég hef hlustað oftast á (Last Goodbye með Jeff Buckley, 41 skipti). Reyndar er sú tölfræði aðeins rúmlega hálfs árs gömul en verður sennilega mun áhugaverðari í framtíðinni. Mér þætti til dæmis gaman að vita hvað ég hef hlustað oft á Wonderwall, Comfortably Numb, One Day með The Verve og fleiri lög, sem ég hef hlustað alltof oft á í gegnum tíðina.

September 13, 2003

Justin Timberlake

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þessi færsla mun valda því að fjölmargir vinir mínir munu stórlega efast um geðheilsu mína. Eflaust eiga einhverjir fleiri eftir að hafa áhyggjur af því að tónlistarsmekkur minn sé í rúst. En allavegana...

Justified, nýja platan með Justin Timberlake er frábær!

Holy Shit, ég sagði það!

Bara að taka það fram að þá fyrirleit ég NSync og allt, sem viðkom þvílíkri tónlist. Ég hef ávallt pælt mikið um tónlist og hef ekki nennt því að hlusta á tónlist, sem 14 ára stelpur dýrka.

Hins vegar þá kviknaði smá áhugi hjá mér á Justin Timberlake þegar ég las þessa færslu hjá Matt Haughley. Í framhaldinu kíkti ég á Rollinstone og sá að platan fékk Fjórar stjörnur af fimm!! Það er lygilega góð einkunn, því Rollingstone gefa nánast aldrei 5 stjörnur og því er 4 stjörnur vanalega merki um frábæra plötu (til samanburðar þá fékk Ok Computer 4 stjörnur og Nevermind með Nirvana bara 3). Þá rifjaðist líka upp fyrir mér blaðaviðtal við Pál, gítarleikara í Maus, þar sem hann talaði um að þessi plata innihéldi eðalpopp.

Ég held að það sé besta lýsingin á plötunni. Þetta er popp af bestu gerð. Sem betur fer eru ballöðurnar í algjöru lágmarki, enda vilja popparar oft falla í þá gryfju að fylla plötur með einhverjum alltof væmnum ballöðum. Meira að segja þá er ein ballaðan, Cry Me A River, frábært lag.

Í meirihluta á plötunni eru alveg fáránlega grípandi danslög einsog Senorita, Like I Love You og Rock your body.

Ég hvet alla sem hafa afskrifað Justin frá byrjun að gefa honum sjéns. Vinsældapopp verður ekki mikið betra.

September 12, 2003

Johny Cash dáinn

Maðurinn í Svörtu fötunum, Johhny Cash, er dáinn.

Ég hafði fylgst með tónlist hans svona öðru hvoru en eftir að ég sá myndbandið hans við lagið Hurt í byrjun þessa árs (löngu áður en það komst í spilun á X-inu og öðrum stöðvum) þá fékk ég strax meiri áhuga á tónlistinni hans. Þeir, sem neita að hlusta á tónlistina hans bara af því að hann er titlaður kántrí söngvari af sumum, eru að missa af miklu.

Ég er búinn að nálgast fulltaf plötum með honum, allt frá American flokknum og til mun eldri platna og verð ég að játa að álit mitt á honum eykst við hverja hlutstun.

Það er allavegana erfitt að horfa á Hurt myndbandið núna án þess að tárast, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess hversu veikur hann var þegar myndbandið var tekið upp. Hann var ennþá skapandi og fylgdist með nýjustu straumum í tónlistinni alveg þangað til hann lést.

July 28, 2003

Núna ertu hjá mér...

Hvenær var það gert að skyldu að spila "Nínu" með Eyva og Stefáni Hilmars á íslenskum skemmtistöðum?

Ég fór tvisvar á djammið um helgina og bæði kvöldin var lagið spilað, á Sólon og Hverfisbarnum. Dan vinur minn skildi ekki upp né niður þegar hann var að djamma hérna fyrir nokkrum vikum og Nína var spiluð. Einhvern veginn sé ég ekki fyrir mér að fólk inná Circus í Chicago myndi allt í einu hætta að dansa og byrja þess í stað að taka undir með Careless Whisper eða einhverju álíka lagi. Þannig að það er kannski ekki skrítið að hann hafi orðið hissa.

Þetta er allavegana skrítin hefð :-)

Talandi um tónlist, þá finnst mér nýja Quarashi lagið, Mess It Up, æðislega skemmtilegt. Þeir eru langbestir þegar þeir halda sér frá rokkinu. Og hananú!

July 23, 2003

Waters

Snillingurinn Roger Waters er víst staddur á Íslandi. Því miður ekki til að halda tónleika, heldur til að fara í laxveiði.

Waters var í viðtali á Stöð 2, þar sem hann gladdi mitt hjarta með þeim fréttum að hann væri tilbúinn með mikið af efni á nýja plötu. Íraksstríðið hefur gefið honum innblástur, sem kemur ekki á óvart, þar sem hans síðustu plötur hafa af miklu leyti snúist um stríð.

Ótrúlegt en satt, þá er Waters ekki aðdáandi George Bush

It is an extraordinary time that we live in when the most powerful nation on earth is being led by a moron

Þá er bara að vona að Waters fari að koma efninu út og haldi svo á tónleikaferð. Ég er svo heppinn að hafa séð Waters einu sinni á tónleikum í Houston. Það var ógleymanleg kvöldstund.

June 02, 2003

Uppáhaldslögin mín

Jæja, góðir lesendur, þá er komið að nýjum og frumlegum lið á þessari síðu: Topp 10 listi. Í þessum lið ætla ég að þylja upp uppáhalds- ýmislegt í mínu lífi. Allt frá borgum til kvikmynda og alls þess, sem mér dettur í hug. Gríðarlega interesante.

Ok, ég ætla að byrja þetta á uppáhaldslögunum mínum. Sennilega á þessi listi eftir að breytast mikið á næstu árum, en svona lítur hann út í júní 2003.

10.Ziggy Stardust - David Bowie
9.Regulate - Warren G & Nate Dogg
8.Tonight Tonight - The Smashing Pumpkins
7.I Want You - Elvis Costello
6.Wit Dre Day - Dr. Dre, Snoop Dogg
5.Wonderwall - Oasis - Æ ég veit, það er ekki í tísku að fíla Oasis. Það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta er alveg hreint magnað lag. Hin fullkomna melódía, sem ég fæ ekki leið á að hlusta á.
4.Last Goodbye - Jeff Buckley - Það er ekki nema tæpt ár síðan að ég heyrði Grace með Jeff Buckley í fyrsta skipti en á þeim tíma er þetta orðin ein af mínum uppáhaldsplötum. Last Goodbye er hápunktur plötunnar að mínu mati.
3.Freebird - Lynyrd Skynyrd - Flestir vinir mínir í Bandaríkjunum segja að þetta lag minni þá á mig og þykir mér nokkuð vænt um það. Stórkostlegt lag. Mun sennilega alltaf minna mig á New Orleans.
2.Wish you were Here - Pink Floyd - Ég þurfti náttúrulega að hafa eitt lag með uppáhaldshljómsveitinni minni, Pink Floyd. Það voru svo sem fjölmörg, sem komu til greina, til dæmis Comfortably Numb, Time, High Hopes og fleiri.

Hins vegar þá tengist Wish you Were Here einfaldlega svo mörgum augnablikum í ævi minni að mér þykir mest vænt um það lag. Snilld að semja hinn fullkomna "chorus" en nota hann bara einu sinni í laginu.

1.Gimme Tha Power - Molotov - Það er sennilega ekki neitt lag, sem ég á jafn erfitt með að fá leið á og þessi snilldar sósíalista áróður hinna mexíkósku Molotov. Þetta lag er tekið af einum af mínum uppáhaldsplötum: Donde Jugaran Las Ninas

Ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti þegar ég bjó í Mexíkó fyrir 8 árum. Síðan þá hef ég meðal annars heyrt það tvisvar á tónleikum, í fyrra skiptið í Madrid árið 1999 og í seinna skiptið í Chicago 2001. Bæði skiptin voru ógleymanleg.

Það er ekki bara að lagið sé fullkomið heldur er textinn yndislegur. Hann er uppfullur af mexíkósku stolti. Ungir menn, sem þrátt fyrir fátækt landsins síns, eru stoltir af því að vera Mexíkóar. Lagið fjallar um það hversu mikið yfirvöld (PRI) hafa misnotað sér völdin í Mexíkó. Pólítíkusar hafa orðið ríkir á kostnað almúgans.

Si le das más poder al poder, más duro te van a venir a joder. Porque fuimos potencia mundial y somos pobres nos manejan mal.

Dame, dame, dame todo el power
para que te demos en la madre,
give me, give me todo el poder
so I can come around to joder.

Porque no nacimos donde no hay que comer,
no hay porque preguntarnos cómo le vamos a hacer.
Si nos pintan como unos huevones, no lo somos.
¡Viva México cabrones!

Ef þetta er ekki snilld, þá veit ég ekki neitt.

Lög, sem voru nálægt: High Hopes, Comfortably Numb - Pink Floyd. Chicago - Frank Sinatra. Hero of the Day - Metallica. Comprendes Mendes - Control Machete. Murder Was the Case - Snoop Dogg. Dear Prudence - Bítlarnir. Mayonaise - The Smashing Pumpkins. Everything not Lost - Coldplay. A Long Time Ago - David Byrne. Goodbye Yellow Brick Road - Elton John. One Day - The Verve. Voto Latino - Molotov. Wake Up - Rage Against the Machine. As Tears Go By - The Rolling Stones. The Wild Ones - Suede. Life During Wartime - Talking Heads. Dream On - Aerosmith.

May 22, 2003

Dylan

blondeonblonde.jpgMér líður einhvern veginn einsog ég hafi verið að fatta að Bítlarnir séu góð hljómsveit.

Ég man alltaf eftir línu í High Fidelity, þar sem Jack Black er þvílíkt hneykslaður á því að einn viðskiptavinur hafi aldrei heyrt Blonde on Blonde með Bob Dylan, sem hann taldi bestu plötu allra tíma.

Jæja, ég er núna búinn að átta mig á því að Blonde on Blonde er stórkostleg plata.

Fyrir áhugasama, þá er ágætt að byrja á þessu lagi: I want you. Poppaðasta lag plötunnar. Samt alger snilld einsog öll platan.

Vá, pabbi hans Friðriks vinar míns hafði rétt fyrir sér, Bob Dylan er snillingur. Ég bara áttaði mig ekki á því fyrr en núna.

May 02, 2003

Voto Latino!!

watcha-0032.jpgJæja, nóg um stjórmál í bili. Það er kominn föstudagur, veðrið er æði (allavegana þegar maður er inni) og ég er í góðu skapi :-)

Ef þú ert ekki í góðu skapi, þá er ég með pottþétt meðal: Snilldarlag með hinni stórkostlegu mexíkósku hljómsveit Molotov

Þetta eru stórkostlegir snillingar og ég ætla að bjóða uppá þeirra besta djammlag, Voto Latino. Þetta eru svo miklir snillingar að þeim tekst að troða pólítískum áróðri inní djammlag.

You start to run yeah that,
figures 'cause I pulled my,
triggers on you,
brotherkilla man.
I'll kick your ass yo mismo,
por supporting el racismo,
I'll blow your head hasta la,
vista por ser un vato racista.
Qué sentirias si muere en tus brazos,
a brother who got,
beaten up by macanazos,
asesinos yeah es lo que son,
es la única raza que odio,
de corazón.

Þetta er náttúrlega Spanglish snilld!!!

Með þessu lagi fylgja eftirfarandi leiðbeininggar: Brenndu lagið á disk og taktu diskinn með þér í næsta partí. Þar skaltu setja diskinn á repeat í svona hálftíma. Eftir það munu allir vinir þínir elska þetta lag. Þetta virkaði hjá mér.

Voto Latino - MP3 - 5.45MB

March 17, 2003

Sinatra

Hvað er betra á mánudagskvöldi heldur en að vinna tölvuvinnu og hlusta á Frank Sinatra?

Æji, ég gæti nú sennilega nefnt þúsund hluti. En Sinatra er sannarlega góður fyrir vinnuafköstin. Í tilefni þess að ég er búinn með vinnuna í kvöld þá býð ég ykkur uppá eðal Sinatra slagara:

Close to you (3.35 mb.) tekið af Close to You..and more frá árinu 1956.

Hrein snilld!

March 12, 2003

Beastie Boys

Snillingarnir í Beastie Boys eru loksins búnir að gefa út nýtt lag. Þeir eru víst búnir að fá sig fullsadda af George Bush og hans félögum og gefa því út lag, sem mótmælir stríðsæsingi manna í Washington

Hægt er að nálgast lagið hér

Lagið er ágætt, samt ekki alveg jafngott og maður hefði vonað frá Beastie Boys enda eru þeir snillingar.

February 21, 2003

Play some Skynyrd!

Ó já, ég er kominn í helgarstuð og nenni ekki að skrifa um pólitík. Gæti skrifað um fótbolta en þeir pistlar breytast alltaf útí eitthvað skítkast útí Emile Heskey (sem er by the way, lélegasti framherji, sem hefur spilað fyrir Liverpool).

Þannig að ég ætla bara að gefa lesendum kost á að ná sér í frábært lag fyrir helgina. Þetta lag er með eðalrokksveitinni Lynyrd Skynyrd. Reyndar er þetta ekki mitt uppáhaldslag með hljómsveitinni, en þetta lag er svakalega gott: Tuesday's Gone (MP3 - 8.63MB). Frábært lag. Samt á maður auðvitað ekki að hlusta á Skynyrd nema að maður sé inná bar einhvers staðar í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

February 12, 2003

Að hata tónlist

Þessi stelpa er ekki mjög hrifin af Sigurrós.

Reyndar er hún ekkert voðalega hrifin af tónlist, því síðan hennar heitir: I hate music. Nokkuð skemmtileg síða. (via Metafilter)

January 19, 2003

Johnny Cash

Á Metafilter rakst ég á nýtt myndband með Johnny Cash. Þar er hann að flytja Hurt, sem Trent Reznor samdi. Þetta er alveg magnað myndband og magnað lag. Myndbandið er 41mb, en það er vel þessi virði að horfa á það.

Ef fólk nennir ekki að horfa á myndbandið, þá ættu allir allaegana að hlusta á lagið.

i hurt myself today to see if i still feel i focus on the pain the only thing that's real the needle tears a hole the old familiar sting try to kill it all away but i remember everything

what have i become?
my sweetest friend
everyone i know
goes away in the end
you could have it all
my empire of dirt
i will let you down
i will make you hurt

i wear my crown of shit
in my liar's chair
full of broken thoughts
i cannot repair
beneath the stain of time
the feeling disappears
you are someone else
i am still right here

what have i become?
my sweetest friend
everyone i know
goes away in the end
you could have it all
my empire of dirt
i will let you down
i will make you hurt
if i could start again
a million miles away
i would keep myself
i would find a way

January 10, 2003

Bidds!

Katrín vísar í hreint stórkostlegt lag á heimasíðunni sinni. Ég kommentaði hjá henni söguna um mína lífsreynslu af þessu sama lagi.

Ég var nefnilega staddur á Laugarvatni í fyllerísferð með stórliðinu FC-Diðrik. Þrátt fyrir að strákarnir í FC-Diðrik séu besta fólk, þá eiga margir þeirra það sameiginlegt að hafa (að mínu mati) alveg hreint hroðalegan tónlistarsmekk. Formaður félagsins var til að mynda formaður aðdaáendaklúbbs Sálarinnar OG Herberts Guðmundssonar.

Allavegana, þá var ég þarna á Laugarvatni og einhver liðsmaður var eitthvað að dj-ast á einhverjum skemmtistað í borginni. Hann var með disk með "öllu því heitasta" og á meðal laganna var þetta flautulag, sem heitir víst "Blow my whistle bitch". Þetta lag er alveg hreint með ólíkindum leiðinlegt. Ég hugsaði nokkuð um þetta og ég gat bara ekki fundið neitt annað lag, sem mér finnst meira pirrandi. Strax þetta kvöld á Laugarvatni lét ég óánægju mína í ljós en það þýddi lítið því liðsmenn Diðriks voru komnir í stuð og því var þetta lag spilað nær stanslaust allt kvöldið.

Eftir þetta ferðalag fæ ég alltaf hroðalegt "flashback" í hvert skipti, sem ég heyri í dómaraflautu.

Úff, þetta er svo leiðinlegt lag að ég verð bara að bjóða uppá eitthvað annað lag, svo ég sé ekki búinn að eyðileggja föstudagskvöld fyrir fólki. Lagið, sem ég ætla að bjóða uppá er einmitt af KNJ listanum, sem þessir menn 1, 2 bjuggu til í síðasta partí: Nas - New York State of Mind. By the way, Nas er stórmerkilegt dæmi um frábæran tónlistarmann, sem gleymdi einn dag hvernig á að gera góða tónlist.

December 30, 2002

Bestu plöturnar 2002

Fréttablaðið birtir í dag lista yfir bestu plöturnar 2002 að mati gagnrýnenda blaðsins en sá hópur inniheldur m.a. Birgi Örn, söngvara Maus.

Núna er líka Pitchfork búið að gefa út lista yfir bestu plöturnar. Hjá þeim eru Interpol í fyrsta sæti, Wilco í öðru og Trail of Dead í þriðja sætinu. Hjá Fréttablaðinu er Sage Francis í fyrsta, Damon Albarn í öðru og The Streets í þriðja sæti.

Ég er greinilega ekki eins mikið "inn" í tónlistinni í dag, því ég verð að játa að ég hafði aldrei heyrt um Trail of Dead, en nýja plata þeirra fær 10 í einkunn hjá Pitchfork. Einnig hafði ég ekki hugmynd um það að Damon Albarn hefði gert plötu með listamönnum frá Malí.

Allavegana, hérna er minn listi yfir bestu plöturnar árið 2002.

  1. The Flaming Lips - Yoshimi battles the Pink Robots
  2. Eminem - The Eminem Show
  3. Beck - Sea Change
  4. Sigur Rós - ( )
  5. Coldplay - A Rush of Blood to the Head

Ef ég tek bara íslenskar plötur, þá væri listinn svona:

  1. Sigur Rós - ( )
  2. Quarashi - Jinx
  3. Móri - Atvinnukrimmi
  4. XXX Rotweiler - Þú skuldar
  5. Afkvæmi Guðanna - Ævisögur

November 25, 2002

Íslensk tónlist

Ég er búinn að vera ótrúlega duglegur við að kaupa íslenska tónlist undanfarnar vikur. Keypti mér fyrir nokkru "Bent & Sjöberg" og "Afkvæmi Guðanna", sem voru báðar góðar skífur, sérstaklega Þó "Afkvæmin".

Í síðustu viku keypti ég svo Sigurrós og núna um helgina nýja Rotweiler diskinn. Ég hef verið að hlusta mikið á Sigurrós diskinn og finnst mér hann alveg frábær. Gagnrýnin í erlendum blöðum, sem ég hef lesið, hefur verið jákvæð, fyrir utan það að fólk er eitthvað að setja útá það að þeir skuli ekki nefna lögin neitt. Finnst gagnrýnendum það tilgerðarlegt. Mér finnst það bara kjaftæði og frekar tilgerðarlegt að vera að gagnrýna umbúðirnar í staðinn fyrir sjálfa tónlistina. Diskurinn er alveg frábær. Ég er búinn að heyra þessi lög tvisvar á tónleikum í Chicago, eða allavegana stóran hluta þeirra. Sérstaklega er mér minnisstætt að á seinni tónleikunum tóku þeir lag númer 8 á diskinum. Þeir enduðu tónleikana á því og var það alveg magnað. Trommurnar í því lagi eru æðislegar og var það sérstaklega áhrifamikið á tónleikum.

Núna er ég búinn að hlusta á Rotweiler tvisvar og líkar ágætlega. Einhvern veginn hef ég þó á tilfinningunni að þeir hafi unnið þennan disk á stuttum tíma. Samt lofar hann góðu en fyrri diskur þeirra er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Þess má geta að diskurinn með Rotweiler á að vera með vörn, þannig að ekki sé hægt að spila hann í tölvum. Þvílíkt drasl. Eina trikkið á Makkanum mínum er að opna iTunes, setja diskinn inn, taka hann út aftur og setja aftur inn. Ég ætla þó ekki að fara að dreifa tónlist Rotweiler á netinu heldur vil ég eiga alla mína tónlist á harða disknum mínum. Þannig finnst mér langþægilegast að nálgast tónlistina mína. Geisladiskar eru úreltir.

October 06, 2002

Syd

Áhugaverð grein í The Guardian um tilraun blaðamanns þar til að taka viðtal við sérvitringinn Syd Barrett, sem var upphaflegi söngvari Pink Floyd.

Ég er mikill aðdáandi Pink Floyd en hef aldrei haldið sérstaklega uppá Syd Barrett tímabilið, en hann samdi öll lögin á fyrstu plötunni, The Piper at the Gates of Dawn. Auk þess samdi hann nokkur vinsæl lög, sem komu aldrei út á breiðskífu (nema á Echoes, best of plötunni, sem kom út í fyrra).

The Piper at the Gates of Dawn er frábær plata og enn er Interstellar Overdrive eitt af mínum uppáhalds Pink Floyd lögum. Eftir að Syd Barret yfirgaf Pink Floyd gaf hann út tvær sóló plötur. Ég á aðra, Madcap Laughs, sem er ekkert sérstök.

Það er þó áhugaverð staðreynd, sem blaðamaður The Guardian bendir á, að á Echoes á Syd Barrett einn fimmta af lögunum, þrátt fyrir að hafa bara verið með Pink Floyd í rúmlega eitt ár af þeim þrjátíu árum, sem þeir störfuðu. Reyndar er hluti af því vegna þess að þeir vildu gefa út lögin, sem Syd samdi fyrir The Piper at the Gates of Dawn, það er See Emily Play, Jugband Blues og Arnold Layne.

September 23, 2002

Rokk

Aðdáendur Nirvana geta nú verið kátir því hægt er að nálgast "nýtt" lag með hljómsveitinni hér. Lagið heitir You Know You're Right og er nokkuð gott. (via Metafilter)

Annars spilar Dave Grohl á trommur í því lagi, sem er í mestu uppáhaldi hjá mér í dag, No one Knows með Queens of the Stone Age.

September 10, 2002

Sippin' on Gin and Juice

Þetta eru án efa einar óvænstustu fréttir ársins

Snoop hættir að drekka og reykja

Heimur versnandi fer.

August 16, 2002

Elvis

Ef ég skildi einhvern tímann gleyma því hvenær ég á afmæli, þá er ég alltaf minntur á það daginn áður. Það er nefnilega svo að Elvis Presley dó aðeins nokkrum klukkutímum áður en ég fæddist.

Þessi grein í The Guardian talar um hvernig Elvis Presley varð frægur á því að stela tónlist frá svertingjum. Athyglisverðar umræður á Metafilter.

Chuck D. sagði:

Elvis was a hero to most
But he never meant shit to me, you see
Straight up racist that sucker was, simple and plain
Motherfuck him and John Wayne

Eminem sagði:

No, I'm not the first king of controversy
I am the worst thing since Elvis Presley to do black music so selfishly
and use it to get myself wealthy

Það er spurning hvort ekki sé of mikið gert úr því að hann sé "konungur rokksins"? Hann samdi ekki einu sinni lögin sín sjálfur.

June 19, 2002

Klassíska hornið

Þar, sem ég er að fara að útskrifast eftir tvo daga er ekki úr vegi að vísa á lagið Pomp and Circumstances March no.1 eftir Edward Elgar. Þetta lag er ávallt leikið við útskriftir í háskólum hér í Bandaríkjunum, og sennilega víðar. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar þetta lag er spilað í bíómyndum, svo ég get ekki beðið eftir að heyra það við mína útskrift.

Annars veit ég lítið um þennan Elgar, þannig að þetta verður sennilega ekkert voða gott klassískt horn. Mér finnst mjög sniðugt að Viðar Pálsson skuli vera með klassískt horn á síðunni sinni. Ég spilaði lengi vel handbolta og fótbolta með honum. Einu umræðurnar um tónlist, sem ég man eftir var þegar hann, í einhverri ferð uppá Skaga, hélt því fram að gítarleikari einhverrar dauðarokksveitar væri sá besti í heimi. Það er greinilegt að hans tónlistarsmekkur hefur breyst mikið.

May 17, 2002

Tenacious D, Corgan, Strokes og Quarashi

Á morgun verður sko gaman því við Hildur erum að fara ásamt þrem vinkonum okkar á risatónleika Q101 Jamboree, sem haldnir verða í Tinley Park, sem er úthverfi suður af Chicago.

Þarna verður fullt af skemmtilegum böndum meðal annars Tenacious D, nýja bandið þeirra Billy Corgan og Jimmy Chamberlain Zwan, The Strokes og íslensku snillingarnir í Quarashi.

Tónleikarnir verða úti, svo það er vonandi að veðrið verði skemmtilegt. Ég er sérstaklega spenntur að sjá Quarashi, enda hef ég bara séð þá spila einu sinni, sem var í kjallaranum á Thomsen fyrir mörgum árum. Einnig verður gaman að sjá Corgan og Tenacious D. Þetta verður snilld.

February 28, 2002

Quarashi í Bandaríkjunum

Snillingarnir í Quarashi, sem er að mínu mati besta íslenska hljómsveitin virðast eitthvað vera að meika það hérna í Bandaríkjunum. Þeir eru að gefa út disk 15.apríl og svo eru þeir að fara á tónleikaferð með einhverjum fleiri hljómsveitum.

Ég sá svo að þeir eru inná vinsældalistanum hjá einni af mínum uppáhaldsútvarpsstöðvum, Q101 (sjá hér, endilega kjósið þá). Q101 er stærsta útvarpsstöðin í Chicago að ég held.

Þeir eru líka með myndband við Stick 'Em Up, sem er víst í spilun á MTV2 (ég er því miður bara með MTV). Myndbandið er flott.

Ég rakst líka á snilldar myndband, sem fjallar um þá fjóra. Þeir gera snilldarlegt grín af þeim ranghugmyndum, sem flestir hafa um Íslendinga. Alger snilld!

August 29, 2001

Björk

Nýji Bjarkar diskurinn, Vespertine fær fjórar stjörnur hjá Rollingstone. Gagnrýnandinn kallar þetta bestu plötu Bjarkar. Það er ekki slæm gagnrýni. Ég ætla einmitt að kaupa mér diskinn sem allra fyrst, enda á ég allar Bjarkar plöturnar.

Björk verður með tónleika hér í Chicago í október og reyndi ég að kaupa miða á þá tónleika, en þeir seldust upp á minna en 5 mínútum.

August 17, 2001

Molotov

watcha-0032.jpgÁ laugardaginn erum við Hildur að fara á tónleika með mexíkósku rokk/rappsveitinn Molotov. Ég heyrði fyrst í þessari hljómsveit þegar ég vann sumarið '97 í Mexíkóborg. Nokkrum mánuðum síðar keypti ég mér diskinn Donde Jugaran Las Niñas?. Sá diskur er hreinasta snilld!

Stuttu eftir að ég keypti diskinn fór ég að spila hann í öllum partýjum, sem ég kom í. Í fyrstu voru nú flestir vinir mínir ekkert voða hrifnir, en smám vöndust menn tónlistinni og nú er það svo að flestir mínir vinir fíla þessa sveit í botn. Enda ekki furða því tónlistin er alger snilld.

Félagarnir eru mjög beittir í textum sínum og beinist gagnrýnin oft að stjórnvöldum í Mexíkó (sérstaklega PRI), en stjórnvöldum í Mexíkó hefur reynst það afskaplega auðvelt að klúðra landsmálum eins mikið og hægt er. Beittasta gagnrýnin er í baráttusöngnum Gimme Tha Power, sem er eitt af mínum uppáhaldslögum

Porque no nacimos donde no hay que comer, no hay porque preguntarnos cómo le vamos a hacer? Si nos pintan como unos huevones, no lo somos. ¡Viva México cabrones!

Fyrir um tveim árum fékk ég tækifæri að sjá Molotov í Madrid. Þar voru þeir á tónleikaferðalagi til að fylgja eftir Donde Jugaran Las Niñas?. Hét sú tónleikaferð því skemmtilega nafni: "Fuck you puto baboso" (ég sleppi þýðingunni). Það, sem skemmdi fyrir þeim tónleikum var að ég varð allt í einu veikur af einhverri beikonsamloku, sem ég hafði borðað fyrr um daginn. Því náði ég aðeins að sjá tvö til þrjú lög á milli þess sem ég ældi inná klósetti. Ég beið í raun bara eftir því að þeir tóku "Gimme tha power" þangað til að ég fór heim.

En allavegana þá erum við HIldur að fara að sjá þá félaga spila ásamt hinni frábæru hljómsveit "La Ley" frá Chile. Það verður ábyggilega rosa stuð.

Voto latino de entre las masas voto latino para la igualdad de razas.

June 16, 2001

Radiohead

Jæja, nú erum við Hildur að fara að sjá Radiohead spila hérna í Chicago 1.ágúst. Ég var að kaupa miðana á netinu áðan. Núna var ótrúlega auðvelt að komast í gegnum ticketmaster, enda var búið að selja eitthvað af miðum í sérstakri MTV forsölu.Tónleikarnir verða úti, í Grant Park, sem liggur við vatnið. Áður en við sjáum Radiohead förum við á Air, sem verða að spila í The Vic. Gaman gaman.

Annars eru Rammstein að byrja á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Maður er búinn að lesa svo mikið um spenning fyrir Rammstein tónleikana heima, að það er spurning hvort maður skelli sér.Uppfært: Ég komst að því að Radiohead miðarnir seldust upp á fjórum mínútum. Þannig að ég var alveg lygilega heppinn að fá miða.

June 01, 2001

Weezer

Ég er mjög hrifinn af hljómsveitinni Weezer og tónleikarnir, sem ég fór á í Aragon með þeim voru alger snilld. Ég er núna búinn að hlusta nokkrum sinnum á nýja diskinn með þeim, sem heitir ekki neitt, flestir kalla hann bara græna diskinn.

Diskurinn er frábær, hressandi rokk. Annars flegar ég keypti flennan disk var orðið nokkuð langt síðan ég keypti mér síðast geisladisk. Áður fyrr keypti ég mér alltaf tvo til þrjá diska í mánuði en það hefur minnkað gríðarlega með tilkomu Napster og Hotline.

May 14, 2001

U2

U2Við Hildur erum á morgun að fara að sjá U2, sem verða að spila í United Center, sem er Chicago Bulls höllin. Þetta eru síðustu af fjórum tónleikum, sem þeir halda hérna í Chicago. Það seldist einmitt upp á flessa fjóra tónleika á tæpum klukkutíma.

Líklega verða um 30.000 manns á hverjum tónleikum. Það er búinn að vera draumur hjá mér að sjá U2 alveg síðan ég man eftir mér. Einnig er frábært að þeir séu að fylgja eftir jafn góðri plötu og "All that you can't leave behind" er. Það verður gaman að heyra "Beautiful Day", "Walk On", "Stuck in a moment", ásamt öllum gömlu lögunum.

April 07, 2001

Sigurros

Tha er eg buinn ad kaupa mida a Sigurros, en their verda ad spila i Park West, her i Chicago 6. mai. Thad verdur abyggilega gaman, thvi eg hef aldrei sed tha spila.

March 09, 2001

Woo-ee-oo

Woo-ee-oo I look just like Buddy Holly
Oh-oh, and you're Mary Tyler More
I don't care what they say about us anyway
I don't care 'bout that

March 08, 2001

Weezer tónleikar

Á morgun erum við Hildur að fara á tónleika með hinni frábæru sveit, Weezer. Við keyptum þessa miða fyrir nokkrum mánuðum, en tónleikarnir voru lítið auglýstir og miðarnir kostuðu aðeins 12 dollara. Nú í dag eru þetta hins vegar eftirsóttustu miðarnir í Chicago og er hægt að kaupa miða á yfir 200 dollara á e-bay.

Ég hef haldið uppá Weezer allt frá því að ég keypti fyrsta diskinn þeirra, sem er hreinasta snilld. Seinni diskurinn, Pinkerton er alls ekki síðri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið eins vinsæll. Tónleikarnir á morgun verða haldnir í Aragon Ballroom, þar sem ég hef m.a. séð Smashing Pumpkins og Macy Gray.

January 20, 2001

Urban Hymns

Ég er búinn að vera að hlusta á Urban Hymns í dag. Þvílík ótrúleg snilld, sem þessi diskur er. Ég er að fara eftir nokkrar mínútur á tónleikana. Ég bara vona að þeir verði góðir.

January 19, 2001

Tónleikar

Í kvöld er ég að fara á Richard Aschroft (fyrrum söngvara The Verve), sem er að spila á Double Door, sem er klúbbur niðrí miðbæ. Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast, þar sem ég veit ekki hvort hann spilar bara ný lög eða líka gamla The Verve slagara.

Miðarnir voru bara það ódýrir að ég ákvað að skella mér á þá. Miðarnir á tónleikana kosta jafnmikið og það kostaði fyrir okkur Hildi að komast inná White Star Lounge, sem er sennilega heitasti klúbburinn í Chicago í dag, síðasta laugardag, þ.e. 20 dollara.

January 13, 2001

U2 miðar

Ég hef nú oft kvartað undan Ticketmaster, en það sem ég lenti í í morgun var án efa mesta geðveikin. Ég ætlaði að kaupa miða á U2 tónleika, sem verða 12. maí hér í Chicago. Svo auðvitað komst ég ekkert inná síðuna því það var alltof mikið að gera. Ég gafst loks upp um 25 mínútum seinna, því þá var örugglega orðið uppselt. Ég var svo eitthvað að dunda mér á netinu og um 11 leytið kíkti ég aftur á Ticketmaster.

Þá kom í ljós að U2 verða með aðra tónleika og það var byrjað að selja miðana á þá tónleika. Ég reyndi aftur en það var það sama, allt var orðið uppselt. Svo klukkan 20 mínútur yfir 11 gafst ég upp og fór aftur á aðalsíðuna og sá þá að það var búið að bæta við þriðju tónleikunum, sem byrjað var að selja á klukkan 12 mínútur yfir 11. Ég dreif mig yfir á pantanasíðuna og þá tókst mér loksins að næla mér í 2 miða. Þannig að 15. maí erum við Hildur að fara að sjá U2 í United Center. Það verður snilld!

November 29, 2000

Q101

Já, fyrir aðdáendur Smashing Pumpkins, þá er hægt að hlusta á tónleikana í kvöld á heimsíðu Q101, sem er eimmitt uppáhalds útvarpsstöðin mín.

Majones

Núna eru bara 4 tímar þangað til að lokatónleikar Smashing Pumpkins byrja. Ég get ekki beðið mikið lengur.

Fool enough to almost be it
Cool enough to not quite see it
Doomed
Pick your pockets full of sorrow
And run away with me tomorrow
June

We'll try and ease the pain
But somehow we'll feel the same
Well, no one knows
Where our secrets go
I send a heart to all my dearies
When your life is so, so dreary
Dream
I'm rumored to the straight and narrow
While the harlots of my perils
Scream

Today is the greatest day

Today is the greatest day I've ever known.

November 28, 2000

Maus

Hljómsveitin Maus (næstbesta íslenska hljómsveitin á eftir Quarashi) heldur úti alveg frábærri vefsíðu á maus.is. Útlitið á þessari síðu er með því allra flottasta, sem ég hef séð.

Á síðunni er meðal annars hægt að nálgast nokkur mp3 lög. Nokkur eru óútgefin og nokkur eru af tónleikum. Á meðal tónleikalaganna er skemmtileg útsetning á Girls on film. Þeir enda lagið með orðunum: "Einsog sannir Íslendingar þá auglýsum við að sjálfsögðu eftir eftirpartíi".

Tónleikar

Á morgun er ég að fara á lokatónleika The Smashing Pumpkins í United Center. Miðar á tónleikana eru seldir á ebay fyrir 1200 dollara. Ég myndi aldrei selja mína miða! Það að hlusta á Mayonaise "live" í síðasta skipti er mun verðmætara.

November 03, 2000

Helvítð hann Richard Aschroft

Helvítð hann Richard Aschroft er búinn að fresta tónleikunum sínum, sem áttu að vera hérna á laugardaginn. Sennilega mun hann koma í janúar eða febrúar. Það var alger tilviljun að ég heyrði af frestuninni. Annars hefði ég mætt í svaka stuði á laugardagskvöldið.

October 30, 2000

My suggestion

My suggestion is to keep your distance
Cuz right now I'm dangerous
We've all felt like shit
And been treated like shit
All those motherfuckers, they want to step up
I hope ya know
I pack a chainsaw
I'll skin your ass raw
And if my day keeps going this way
I just might break something tonight

Give me something to break

I pack a chainsaw
I'll skin your ass raw
And if my day keeps going this way
I just might break your fuckin' face tonite

October 21, 2000

Smashing Pumpkins

Smashing Pumpkins halda tvo lokatónleika í Chicago í enda nóvember. Ég var núna áðan að redda mér miðum á fyrri tónleikana, sem verða í United Center. Oh my God hvað það verður gaman! Ég sá hljómsveitina á tónleikum hérna í Chicago í maí síðastliðnum og voru þeir frábærir.

October 12, 2000

Buena Vista

Við erum að fara að sjá Buena Vista Social Club í Chicago Theatre í kvöld. Ég var að horfa á Wim Wenders myndina um þessa kalla og þetta er alveg ótrúleg sveit. Allir komnir vel yfir sextugt og þeir elstu er eldri en 90 ára. En þetta eru algerir snillingar á hljóðfæri. Þetta verður sennilega mjög ólíkt þeim tónleikum, sem ég hef farið á hingað til.

October 10, 2000

Dylan

Bob Dylan er að koma að spila í skólanum mínum í enda október. Ég er ekki alveg klár á því hvort ég á að fara, þar sem ég er að fara á svo marga tónleika í þessum mánuði.

October 07, 2000

Miðar

Það var ekkert smá erfit að komast á Ticketmaster í morgun, en það tókst loksins og ég náði mér í miða á Limp Bizkit og Eminem, sem spila saman í Allstate Arena 30. október. Þá verður sko fjör.

October 06, 2000

Ég er að fara...

Ég er að fara á Moby í Aragon Ballroom eftir tvo tíma. Þetta er sami staður og ég sá Smashing Pumpkins. Ég veit eiginlega ekki við hverju ég á að búast frá Moby. Þetta verða sennilega ekki einsog þessir hefðbundnu rokktónleikar.

September 30, 2000

Miðar

Ég var núna að kaupa miða á Richard Aschroft, fyrrum söngvara The Verve. Hann verður með tónleika á Double Door, 4. nóvember. Ég á reyndar ekki nýja diskinn með honum, en ég var mikill aðdáandi The Verve. Aschroft er nánast óþekktu hérna í Bandaríkjunum, þó að Bittersweet Symphony hafi slegið í gegn.

September 20, 2000

Tonight

and you know you're never sure
but you're sure you could be right
if you held yourself up to the light
and the embers never fade in your city by the lake
the place where you were born

believe, believe in me, believe
in the resolute urgency of now
and if you believe there's not a tonight
tonight, so bright
tonight
we'll crucify the insincere tonight
we'll make things right, we'll feel it all tonight
we'll find a way to offer up the night tonight
the indescribable moments of your life tonight
the impossible is possible tonight
believe in me as i believe in you, tonight

Billy Corgan

August 29, 2000

Athyglisvert

Athyglisvert að á Smashing Pumpkins heimasíðunni þá endar tónleikaferðalag þeirra um Evrópu þann 4. nóvember. Hvergi er minnst á tónleika á Íslandi, sem einhverjir segja að eigi að vera 9.nóvember. Hverjum á fólk að trúa?

August 28, 2000

Try, try, try

Núna er hægt að nálgast nýjasta Smashing Pumpkins myndbandið, Try, try, try, sem var bannað á MTV, á heimasíðu Smashing Pumpkins. Síðan er, by the way, geðveikt flott og myndbandið er frábært. Það er sennilega of raunverulegt fyrir Carson Daily og félaga.

August 19, 2000

Moby

Jæja, búinn að fá tvo miða á Moby. Hann spilar í Aragon í Chicago 6. október. Ég fór í þennan sal að sjá Smashing Pumpkins og er þetta flottur salur. Ticketmaster reyndist mér ágætlega í þetta skiptið. Ég er búinn að liggja á Refresh takkanum í 5 mínútur og það dugði til að ná miðum. Vei vei!!

July 28, 2000

Pollstar

Ég var einhvern daginn að skoða Pollstar til að sjá hvaða tónleikum ég væri að missa af í Chicago meðan ég er hérna heima. Þau nöfn, sem ég man eftir eru: Korn, Rage Against the Machine, Korn, Beastie Boys, Roger Waters, Cypress Hill, Limp Bizkit, Eminem, Ice Cube, Dr. Dre, Wu-Tang Clan. Þetta er ekki gott mál

July 06, 2000

Ó nei!

Ó nei! Ég var að lesa í 24-7 að Wyclef Jean, hinn ágæti rappari úr Fugees ætlaði að endurgera eitt af uppáhaldslögunum mínum, Wish you were here með Pink Floyd. Það er alls ekki gott mál. Þetta lag er heilagt! Ef maðurinn ætlar að bæta danstakti við lagið, þá er hann algerlega að eyðileggja það. Svona má ekki gera.

June 07, 2000

Twist

Það er dálítið fyndið, að fyrir leikinn var Chubby Checker að spila. Við vorum að tala um hvað hann hlýtur að vera orðinn nett þreyttur á að spile The Twist. Hann er ennþá að syngja lagið, einhverjum 40 árum eftir að það kom út. Hinn eini sanni Dick Clark söng svo Take me out to the ball game fyrir 7. lotu.

June 03, 2000

Lag um Björk

Lag um Björk.

June 02, 2000

Boy Bands

Hvað veist þú um stráka hljómsveitir?

May 25, 2000

Pumpkins

Smashing Pumpkins eru að hætta. Ég er nokkuð feginn að ég fór á tónleika með þeim, þegar þeir voru hérna í Chicago í apríl. Billy Corgan sagði að hann væri þreyttur á að "fighting the good fight against the Britneys of the world". Það er auðvelt að skilja hann. Britney seldi 1.3 milljón eintök fyrstu vikuna eftir að nýji diskurinn hennar kom út. Machina, nýja Smashing Pumpkins platan hefur síðan í febúar selt 500.000 eintök.

May 18, 2000

Kid Rock

Ja hérna. Greyið Kid Rock.

May 03, 2000

Tónleikar á Íslandi

Ég var að pæla í því um daginn af hverju það koma svo sjaldan almennilegar hljómsveitir til Íslands. Hérna í Chicago hef ég farið á allmarga tónleika og voru þeir flestir haldnir í sölum, sem eru ekki stærri en Laugardalshöllin.

Reyndar voru tónleikar með Metallica og Rage against the Machine, sem ég fór á með um 35.000 áhorfendum, en flestir tónleikarnir hafa aðeins verið með um 3-5.000 áhorfendum.

Ég fór t.d. fyrir tveim vikum á tónleika með Oasis og Travis, þar sem voru um 3.000 áhorfendur. Það þarf enginn að segja mér að það yrði erfitt að fylla Laugardalshöllina með þessum sveitum.

Eins fór ég á Smashing Pumpkins þar sem voru um 5.000 manns. Wyclef Jean spilaði fyrir um 2000 manns og sama gerðu Method Man/Redman. Manic Street Preachers spiluðu á smá klúbbi enda þekkir enginn þá hérna.

Málið er að ég trúi því ekki að það væri erfitt að fylla Laugardalshöllina með þessum sveitum. Hvernig stendur þá á því að til að mynda í fyrra voru engir almennilegir stórir tónleikar á Íslandi?