Vísir – Nýju fötin forsetans

Óttinn er besti bandamaður stjórnmálamanna í kosningakreppu og oft síðasta hálmstrá þeirra. Kannski ekki stórmannleg aðferð en virkar; svo ég vitni orðrétt í aldraða móður mína: „Ég veit að Ólafur er tækifærissinni sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig en vegna þeirrar ógnar sem steðjar að innanlands og utan þori ég ekki annað en kjósa hann". Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin sú hætta í nánd að vel menntuð og greind þjóðin ráði ekki fram úr henni. – úr greininni Vísir – Nýju fötin forsetans.