xD á eBay

Þetta er athyglisvert E-Bay uppboð. Uppboðslýsingin hljómar svo:

Spilltur og þreyttur valdaflokkur, sem verið hefur í ríkisstjórn alltof lengi, fæst fyrir lítið fé – óskast sóttur. Varúð: getur reynst hættulegur öldruðum, öryrkjum, barnafólki og fátækum. Myndi sóma sér vel í flestum bananalýðveldum, enda þaulvanur í þjónkun við bandarísk stjórnvöld og aðra valdahópa.

Forystumenn geðþekkir, en tala slæma ensku. Öflugt tengslanet fylgir með, inniheldur helstu stjórnendur í íslensku viðskiptalífi og a.m.k. einn kvikmyndaleikstjóra og háskólaprófessor.

Höfundur er VG-kona

Annars virðast VG fólk vera orðið eitthvað hrætt við stjórnarsamstarf Samfylkingar og Íhaldsins. Ármann Jakobss skrifar grein á Múrinn þar sem hann rekur það hversu afleit sú stjórn yrði. Hann taldi hins vegar fyrir nokkrum mánuðum það vera fína hugmynd að mynda stjórn með VG og Sjálfstæðisflokknum.

Ég segi það enn að ef þessi ríkisstjórn heldur velli þá mun hún sitja áfram, sama hversu meirihlutinn er naumur. Það er bara óskhyggja að halda það að framsókn hafni völdum. Og ef ríkisstjórni fellur, þá verður mynduð vinstri stjórn. Þó er ég reyndar á því að sú ríkisstjórn sem væri langlíklegust til að standa fyrir framförum á Íslandi væri ný Viðreisn. En ég veit líka að ég er ansi langt til hægri í mínum flokki og ekki endilega margir sammála mér.

Ég er allavegana sammála Ármanni um að það yrði afleit staða ef að Sjálfstæðisflokkur hefði 40% fylgi og gæti ráðið nánast öllu eftir kosningar. Til þess að ný Viðreisnarstjórn yrði góð, þá má fylgisskipting milli flokkanna ekki vera of ójöfn.

2 thoughts on “xD á eBay”

  1. Þetta er ekki bara spurning um að Framsókn ‘hafni’ völdum, það er ekkert gefið að Sjálfstæðisflokkurinn vilji mynda mjög tæpa stjórn með þeim aftur.

Comments are closed.