« 80 merkustu dagar sögunnar | Aðalsíða | Bloggarablogg »

Hei þú, bloggari!

apríl 03, 2003

Eru þetta ekki merkileg tíðindi í bloggheimum? Einn af guðfeðrum bloggsins að snúa aftur? Allt er hægt, víst Már er byrjaður aftur.

Mig langar að koma á framfæri nokkrum ábendingum til þeirra, sem blogga. Ég held að þær gætu gert aflestur síðna mun betri.

  1. Hafðu mynd á þér á blogginu! Það gefur síðunni meiri karakter. Einhvern veginn missi ég fyrr áhugann á síðum ef ég veit ekki hvernig viðkomandi lítur út. Mér finnst mjög gott að vita að Bjarni lítur svona út og að Katrín lítur svona út.
  2. Reyndu að hafa útlit síðunnar einstakt. Ég er ekki að tala um síður allra eigi að vera einhver listaverk. Það er hins vegar býsna þreytandi að lesa síður sem nota bara basic blogger template-in (til dæmis þetta). Ef þú kannt eitthvað pínku í HTML eða CSS breyttu þá síðunni aðeins (ef þú kannt ekki neitt, fáðu þá einhvern annan til að breyta). Settu aðra liti eða eitthvað. Það er mun betra að aðgreina síðuna ef að útlitið er öðruvísi. Lykilatriðið er að síðan þín sé ekki eins og allar aðrar. Til dæmis er síðan hans Ágústs ekkert hönnunarsnilldarverk en hún er hins vegar einstök. Það gefur henni aðeins meiri karakter.

Þetta voru bara punktarnir tveir, sem ég vildi koma til skila. Eflaust er hægt að bæta bloggsíður á mun fleiri máta en þetta er allavegana, að mínu mati, góð byrjun.

Einar Örn uppfærði kl. 21:58 | 231 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (7)


Þetta er líklegast fyrsta hrósið sem ég fæ fyrir hönnun á síðunni, ég þakka :-)

Aftur á móti hefur síðan lítið breyst síðan haustið 2000 og er því á síðu þriðja starfsári hvað útlit varðar. Linkar hafa uppfærst og rss-glugginn bættist við fyrir ca. ári. Annað er óbreytt að nær öllu leyti. Reyndar verður það að viðurkennast að eftir þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið virkar síðan ekki lengur í Netscape 1.2, 2.0 og 3.0 einsog hún gerði í upphafi. Ég geri líka ekki ráð fyrir að aðrir en ég eigi þessar útgáfur af browserum uppsetta :-)

Ég verð hinsvegar að segja að mér finnst ekki nauðsyn að hafa myndir á síðunum, þ.e.a.s. á forsíðunni. Þú leysir þetta ágætlega með “Ég er…” og Bjarni reyndar líka. Þarna hef ég “brugðist” en mér finnst aftur á móti sjálfum ágætt að einhver “kynning” sé á eiganda síðunnar einhvers staðar. Þetta er fínt þegar það er í boði, en engin nauðsyn finnst mér, svo framarlega sem skrifað er undir nafni og hægt að senda póst á viðkomandi.

Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei sett svona “kynningarefni” á síðuna - þrátt fyrir að ég gerði m.a.s. ráð fyrir því og bjó til síðuna fyrir langalöngu - er að ég held ég höndli einfaldlega ekki frægðina :-)

Ágúst sendi inn - 03.04.03 23:58 - (Ummæli #1)

:-) takk þetta er mjög lýsandi mynd af mér :-)

katrín sendi inn - 04.04.03 08:31 - (Ummæli #2)

Þú misskildir mig aðeins, Ágúst. Ég var ekki að tala um að myndin væri á forsíðunni. Bara að hægt væri að nálgast smá upplýsingar um viðkomandi ásamt mynd (til dæmis einsog hjá mér :-) )

Einar Örn sendi inn - 04.04.03 09:20 - (Ummæli #3)

En Einar þú segir:

“Einhvern veginn missi ég fyrr áhugann á síðum ef ég veit ekki hvernig viðkomandi lítur út.”

Myndir þú segja að áhugi þinn yrði meiri á bloggi Fröken Forljótrar ef þú vissir hvernig hún liti út? Í stað þess að láta ímyndunaraflið ráða og gera auðvitað ráð fyrir því besta! Ég segi nei!

Geir sendi inn - 04.04.03 10:07 - (Ummæli #4)

Og hvar er myndin af þér, góði? :-)

nolo sendi inn - 04.04.03 10:23 - (Ummæli #5)

Myndin af mér er hérna.

Og Geir, þetta snýst ekki bara um fallegt kvenfólk :-) Þetta á jafnt við um stelpur og stráka og snýst ekki um það hvort fólk sé myndarlegt eður ei, heldur gerir þetta bara síðuna persónulegri.

Einar Örn sendi inn - 04.04.03 11:24 - (Ummæli #6)

Ég er með ótrúlega mynd af mér á síðunni minni.. :-)

hvernig endaði ég aftur á þessari síðu ?

Jónas Tryggvi sendi inn - 06.04.03 21:20 - (Ummæli #7)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu