« What's my age again? | Aðalsíða | Serrano »
Waters
júlí 23, 2003
Snillingurinn Roger Waters er víst staddur á Íslandi. Því miður ekki til að halda tónleika, heldur til að fara í laxveiði.
Waters var í viðtali á Stöð 2, þar sem hann gladdi mitt hjarta með þeim fréttum að hann væri tilbúinn með mikið af efni á nýja plötu. Íraksstríðið hefur gefið honum innblástur, sem kemur ekki á óvart, þar sem hans síðustu plötur hafa af miklu leyti snúist um stríð.
Ótrúlegt en satt, þá er Waters ekki aðdáandi George Bush
It is an extraordinary time that we live in when the most powerful nation on earth is being led by a moron
Þá er bara að vona að Waters fari að koma efninu út og haldi svo á tónleikaferð. Ég er svo heppinn að hafa séð Waters einu sinni á tónleikum í Houston. Það var ógleymanleg kvöldstund.
Ummæli (0)
Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu