« Le Tallec | Aðalsíða | Gemmér allt! Þú færð ekki neitt! »

Home improvement, part deux

september 17, 2003

Það er ekki fyndið hvað ég ótrúlega vitlaus og ómögulegur í öllu, sem viðkemur smíðum og endurbætum á íbúðinni minni. Ég er gersamlega ófær um að gera einfalda hluti rétt. Ég hef reyndar áður skrifað um þessa fötlun mína.

Í kvöld er ég búinn að baksa við að koma snúrum í rennur hérna í íbúðinni, svo stofan mín líti aðeins betur út. Það hefur hins vegar gengið alveg stórkostlega illa, sem er magnað því þetta ætti ekki að vera neitt mál. Ég hélt að ég myndi vippa þess upp í hléi á Arsenal-Inter, en núna er leikurinn búinn og ég varla hálfnaður. Af hverju ætli þessi fötlun stafi? Nú er bróðir minn sæmilega fær í svona málum og á eitthvað stærsta verkfærasett á Norðurlöndum. Ég er hins vegar alveg laus við allan slíkan áhuga og á bara borvél, hamar og tvö skrúfjárn.

Ég er eiginlega alveg uppgefinn eftir að hafa staðið uppá stól með hamar í tvo tíma. Og ekki bætir úr skák að ég er með harðsperrur í höndunum eftir átök í líkamsrækt í gær.

Annars verð ég hálf sorgmæddur þegar ég horfi á Meistaradeildina núna, því að Liverpool eru ekki með. Hugsa frekar dapur til þess að maður gæti verið að drekka bjór á Ölveri með 200 brjáluðum Liverpool stuðningsmönnum, en í staðinn er maður bara fastur heima horfandi á Bayern-Celtic eða einhverja ámóta spennandi leiki.

... já, og ef þessi djöfulsins vaskur í eldhúsinu hættir ekki að leka, þá fæ ég taugaáfall.

Einar Örn uppfærði kl. 21:49 | 246 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (6)


Þú þarft bara að fá þér einhvern handlaginn eiginmann :-)

Jensi sendi inn - 17.09.03 23:14 - (Ummæli #1)

Ertu í WorldClass? Hef aldrei séð þig þar? Hef nú reynar lítið séð mig þar…

Oli sendi inn - 17.09.03 23:17 - (Ummæli #2)

Rakið dæmi um hvers vegna það vantar svona Rent-A-Husband.com á Íslandi :-)

Annars skil ég þig FULLKOMLEGA. Eina verkfærið sem ég er fær um að beita skammlaust er pensill. Verst er þegar maður er alveg með það í kollinum hvernig hlutirnir eiga að smella saman etc. en þeir bara ganga ekki upp! Svo fær maður einhvern annan til að gera það og það tekur 5 mínútur!

En einsog maðurinn sagði, betra er bókvit en verkvit! :-)

Ágúst sendi inn - 17.09.03 23:29 - (Ummæli #3)

Jamm, ég er alltaf í World Class. Þú ættir að taka eftir mér, þar sem ég er alltaf ber að ofan í bekkpressunni.

Er reyndar alltaf í hádeginu. Það er eini tími dagsins, sem ég hef næga orku í þetta. Það þýðir hins vegar að það er ekkert alltof mikið af sætum stelpum. Ætli þær séu ekki flestar í skóla á þessum tíma?

Jamm, og ef ég væri stelpa þá væri þetta ýkt auðvelt með smíðadótið, því þá myndi ég bara ætlast til að kærastinn minn gerði þetta. Greyið stelpan, sem ég enda með. Ég verð alveg vonlaus í öllum svona reddingum. :-)

Einar Örn sendi inn - 17.09.03 23:45 - (Ummæli #4)

maður getur nú ekki verid fær i öllu! :-) mér finnst alveg fáranlegt að ætlast til ad allir strákar séu einhverjir súper smidir… þannig að þú þarft ekkert að verða vonlaus að finna einhverja skemmtilega og sæta kærustu þó að þú sért ekki besti smiður í heimi…. bara svona ábending

Anna sendi inn - 18.09.03 18:47 - (Ummæli #5)

Já, þannig þú ferð í hádeginu. Þú sérð mig á háannatíma á hlaupabretti í fremstu röð. Þau gefa nefninlega svo skemmtilega og góða yfirsýn yfir salinn og um leið stelpurnar sem þar eru að rembast.

Óli sendi inn - 19.09.03 10:32 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu