« Á næturvakt | Aðalsíða | Einkamál á netinu »

Kvöld á Hverfisbarnum

október 05, 2003

Ég held að ég og vinir mínir hafi örugglega sett Íslandsmet í viðveru á skemmtistað í gærkvöldi. Eftir að við höfðum borðað á Ítalíu vorum við mættir á Hverfisbarinn klukkan 9. Þar vorum við (eða að minnsta kosti ég) til klukkan 5. Það þýðir að ég var inná Hverfisbarnum í ÁTTA klukkutíma. Geri aðrir betur.

Þetta var frábært kvöld. Reyndar þá eyddi ég dágóðum tíma í að tala um fyrrverandi kærustu mína og heillöngum tíma í að dansa við aðra fyrrverandi kærustu. Sem er ekki sniðugt fyrir mann einsog mig í stelpuleit. En reyndar var fyrrverandi kærastan sætasta stelpan á staðnum.

Það er ýmislegt, sem maður kemst að þegar maður er svona lengi á staðnum. Til að mynda það að Señorita, Mess It Up og Rock Your Body eru spiluð 4 sinnum (að minnsta kosti, þar sem ég var ekki til lokunnar) á einu kvöldi. Ég held að Señorita hafi meira að segja einu sinni verið spilað tvisvar á sama klukkutímanum. Ok, ég fíla Justin náttúrulega en öllu má nú ofgera.


Getur einhver bent þessum klámsíðum á að hætta að senda mér spam á Hotmail reikninginn minn? Opnar virkilega einhver email með fyrirsögninni Farm Girls G0ne W1ld With Animals.


Já, og þessi færsla hjá Katrínu er æði. Ég ætla líka að fá að herma og gera svona lista. Upprunalegi listinn hjá Kristínu, sem Katrín stal hugmyndinni frá, er líka mjöög skemmtilegur.


Playlisti fyrir sunnudagskvöld:

I've Got a Feeling - Bítlarnir
Mary Jane - Alanis Morrisette
Still Fighting It - Ben Folds
Strangers in the Night - Frank Sinatra
True Love Waits - Radiohead


Ég breytti aðeins "Ég er" síðunni minni. Bætti inn MSN og AIM nöfnunum mínum.

Mér líður vel í dag.

Einar Örn uppfærði kl. 22:45 | 285 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (4)


M.ö.o: þú ert semsagt þessi 9-5 týpa :-)

Ágúst sendi inn - 06.10.03 00:00 - (Ummæli #1)

Jamm, nákvæmlega :-)

Efast þó um að ég eigi eftir að afreka þetta oft aftur. :-)

Einar Örn sendi inn - 06.10.03 11:27 - (Ummæli #2)

nú halda ábyggilega báðar fyrrverandi, þessi sem þú dansaðir við og þessi sem þú talaðir við að þær séu sætasta stelpan á hverfó… hvor var það nú eillega ? :-)

majae sendi inn - 08.10.03 13:53 - (Ummæli #3)

Bara önnur var á staðnum. Hin býr í útlöndum, ég var bara að tala um hana. :-) Hún er samt líka ýkt sæt. :-)

Einar Örn sendi inn - 08.10.03 16:39 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu