« 100 atriði um mig | Aðalsíða | To do »

Út vil ek

október 10, 2003

Ég er að fara erlendis í fyrramálið og því verður sennilega lítið uppfært þangað til 20.okt þegar ég kem heim.

Ég er að fara á vinnutengda sýningu í Þýskalandi og svo ætla ég að vera eftir nokkra daga í London. Þar ætla ég að gista hjá systur minni. Ég hef aldrei komið til London (fyrir utan 3 tíma stopp okkar Emils), þannig að ég er nokkuð spenntur að sjá þessa borg.

Í þeim súrrealíska heimi, sem Icelandair býr í er nefnilega miklu miklu ódýrara að fljúga heim á sunnudegi en fimmtudegi. Þannig að ég spara pening á því að verða eftir í London. Svo fæ ég líka fría gistingu, svo þetta er alger no-brainer.

En allavegana, stórlega efast um að uppfæra mikið þessa síðu. Efast allavegana um að ég verði jafn uppfullur af ferðasögum og úr Rússlandsferðinni. :-)

Einar Örn uppfærði kl. 18:32 | 138 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (13)


London er yndisleg borg! Mæli með ferð í Hyde Park (eða einhvern af hinum görðunum) með hnetupoka í fararteskinu til að tæla til sín sæta íkorna :-)

Góða skemmtun!

Árdís sendi inn - 10.10.03 19:31 - (Ummæli #1)

London er einhver ömurlegasta borg sem ég hef komið til. Skítug og ótrúleg vonbrigði. Og það með innfæddan djammara sem fararstjóra. Og ef einhver segir að ég hati stórborgir þá elska ég New York, Milano, Köben og París.

Dadi sendi inn - 10.10.03 22:56 - (Ummæli #2)

Ok, það er fínt. Mikilvægast er að allir séu sammála um borgina. :-)

Einar Örn sendi inn - 10.10.03 23:22 - (Ummæli #3)

hihhiheheeh….góða skemmtun esskan mín. ekki láta neinn tæla þig á reif og haltu þig frá special k.

beta sendi inn - 11.10.03 06:03 - (Ummæli #4)

Ef þú villt fá alvöru mexíkanskan mat á Íslandi þá mæli ég með því að þú farir á Mama’s Tacos lækjargötu 8. Nýr staður sem er beint á móti MR (Menntaskólanum í Reykjavík). Þarna færðu mjög góðan Mexíkanskan mat og eru það mexíkanar sem hafa þróað uppskriftirnar og búið til matseðilinn. Ég borða mikið þarna og ákvað einn dag að prófa svona Tex Mex sull eins og Coliacan, Serranos og Tex Mex reiða fram. Ég skellti mér sem sagt á Serranos hafnarstræti og varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég fékk rándýrt burrito og það var ekki einu sinni gott. Einnig var þetta lítið og ég varð ekki saddur þótt ég hafi ekkert verið neitt svaka svangur áður en ég steig þarna inn. Niðurstaðan er einföld kallinn minn, skelltu þér bara á Mama’s Tacos og hættu þessari vitleysu…

Ási sendi inn - 13.10.03 15:44 - (Ummæli #5)

Hey, hate to burst your bubble (by the way, af hverju er “y” á svona asnalegum stað á þýskum lyklaborðum?), en Mama’s Tacos, þrátt fyrir að það sé ágætur staður, er ekki “alvöru mexíkóskur” staður fyrir fimm aura. Þetta er bara bandarísk útgáfa af mexíkóskum mat alveg einsog við gerum á Serrano og á hinum stöðunum. :-)

En mjög leitt að þú hafir verið óánægður. Mér þykir alltaf jafn leitt að heyra þegar einhver er ekki ánægður eftir viðskipti við Serrano. Ef þú ert með einhver sérstök komment um það hvernig við getum bætt okkur, þá geturðu sent mér póst :-)

Kv. Einar Örn

Einar Örn sendi inn - 14.10.03 11:23 - (Ummæli #6)

“alger no brainer”… er dottinn einhver Bjarki P í kallinn???

Emil sendi inn - 16.10.03 01:10 - (Ummæli #7)

Nú verður maður að passa sig að strá ekki salti…

…en þetta er bara til að minna á að í kvöld gæti Manny Ramirez orðið MVP í American League - Hip Hip!

Ragnar sendi inn - 16.10.03 17:26 - (Ummæli #8)

Vér bíðum eftir baseball-svekkelsis-færslu :-)

Jensi sendi inn - 17.10.03 15:37 - (Ummæli #9)

Ragnar, það er aldrei sniðugt að gleðjast að óförum annarra, sérstaklega ekki þegar maður styður óhappalið einsog Red Sox (sem er, by the way, stjórnað af hálfvita) :-)

Annars þá mun sennilega koma löng og átakanleg færsla um baseball þegar ég kem heim frá London. Djöfull var þetta sárt. :-)

Einar Örn sendi inn - 17.10.03 17:36 - (Ummæli #10)

Djöfull er ég sáttur með Yankees!

Óli sendi inn - 18.10.03 15:42 - (Ummæli #11)

Óli!!!!!!!!! Svona segir maður ekki á þessari síðu!! Yankees eru verkfæri djöfulsins!

Æji, fuckit, ég er farinn á djammið. Ætla að kíkja á allar sætu stelpurnar í London, sem þú hefur talað svo vel um :-)

Einar Örn sendi inn - 18.10.03 21:37 - (Ummæli #12)

Hmm, þú segir nokkuð Einar, held ég muni samt gleðjast yfir óförum Yankees á næstu dögum…

Ragnar sendi inn - 20.10.03 13:55 - (Ummæli #13)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu