« GooOS | Aðalsíða | Take your mama out »

Úfffff

apríl 14, 2004

Vá, síðan búin að vera niðri í heila viku. Og það á versta tíma, yfir alla páskana þegar mig langaði svo oft að skrifa eitthvað. Spurning hvort áhugi minn á þeim umfjöllunarefnum hafi ekki minnkað núna.

Allavegana, þetta var tölvukalla-klikk. Ég ætla að veðja við einhvern í vinnunni minni að það geti ekki liðið 2 vikur án þess að ég lendi í einhverju tölvuböggi. Tölvukerfi bara virðast ekki getað virkað mikið lengur en það. Já, ef allir ættu bara Makka.

En allavegana, held að síðan sé komin upp. Það væri gaman ef einhver myndi kommenta þegar þeir sjá þetta, svo ég viti að síðan virki ekki bara á Hagamelnum.


Já, og er þetta ekki bara gott mál? Ég er hvort eð er svo oft ósammála Birni Bjarna, þannig að ég tippa á að svo sé líka núna. Nenni ekki að lesa þetta allt, en það, sem hefur verið matað oní mig um þetta frumvarp, hljómar ekki vel. Já, og svo styður flokkur framfarasinna þetta frumvarp. Það getur ekki vísað á gott.



Einar Örn uppfærði kl. 17:51 | 171 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (6)


Blússandi virkni hérna megin!

Og velkomin aftur :-)

Gummi Jóh sendi inn - 14.04.04 18:01 - (Ummæli #1)

It’s official: síðan þín sést aaalla leið til Hafnarfjarðar! :-)

Já og velkominn aftur. Það er ekki laust við að maður hafi saknað þess að geta lesið síðuna þína yfir páskaleiðindunum (ég beið spenntur eftir að sjá þig eipa yfir Liverpool-Arsenal á föstudaginn langa en þá var síðan þín bara niðri)…

Kristján Atli sendi inn - 14.04.04 18:26 - (Ummæli #2)

Virkar allavega á Grenimel…

Hildur sendi inn - 14.04.04 19:51 - (Ummæli #3)

Ok, Breiðholtið, Vesturbær, Hafnarfjörður. Þetta hlýtur að vera komið í lag.

Spurning hvort maður sleppi ekki bara fótbolta-bloggi. Ætli maður bíði ekki bara eftir næsta áfalli, það getur nú varla verið langt í það. :-)

Einar Örn sendi inn - 14.04.04 20:04 - (Ummæli #4)

heyrru …eitt smáatriði: síðan birtist ekki ef maður sleppir www -var ekki svoleiðis áður.

Mig minnir að þú hafir sagt mér að þú hafir verið að flytja þig yfir á annan ISP? Allavega, þá þarf að setja inn sérstaka færslu í DNSinn til að þetta virki -á að vera mjög lítið mál hjá ISPinum.

Sama vandamál með danol.is.

Getur verið að einhverjir linkar brotni vegna þessa?

Jensi sendi inn - 14.04.04 20:58 - (Ummæli #5)

Ahh, takk PR. Ég skal senda tölvuköllunum email. Þetta á að virka án www

Einar Örn sendi inn - 14.04.04 21:11 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu