« The War President | Aðalsíða | Helgarferð »

Erekki allir í stuði?

apríl 20, 2004

Þegar ég bjó á dormi í háskóla útí USA, þá var þriðjudagsdjamm rík hefð. Á mánudögum voru allir hálf slappir, en á þriðjudögum byrjaði fjörið aftur. Það hélt svo áfram miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.

Allavegana, það er ekki úr vegi að koma sér í smá þriðjudagsstuð. Því býð ég hér uppá eitt besta stuðlag í heimi. Þetta er venezúelska stuðbandið “Los Amigos Invisibles” með hið magnaða stuðlag Sexy. Gjöriði svovel:

Los Amigos Invisibles - Sexy

Stuð!

Ef þú fílar ekki þetta lag, þá ertu hálfviti! Nei, ég tek þetta tilbaka. Það er fullmikið sagt. En það eiga auðvitað allir að fíla þetta lag. Þetta er svooo mikið stuð!

Note to self: Drekka minna rauðvín næst þegar ég fer útað borða á virkum degi.

Einar Örn uppfærði kl. 23:21 | 124 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (2)


jæja stór dagur á laugardaginn, spurning um hvort okkar eigi eftir að vera með mjög súrt blogg á sunnudaginn. en einn kostur við það að vera heima á klakanum við að horfa á þetta… maður verður allavega ekki sprengdur upp :-)

majae sendi inn - 21.04.04 01:19 - (Ummæli #1)

Ég verð í útlöndum, þannig að það verður enginn sorgarpistill á sunnudaginn. Annars þá vinnur Liverpool þetta 6-0. Owen skorar 3, Phil Neville skorar 2 sjálfsmörk og Roy Keane eitt sjálfsmark

Einar Örn sendi inn - 21.04.04 14:48 - (Ummæli #2)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu