« Tónleikar | Aðalsíða | Hvernig í ósköpunum? »

Blogglistinn minn

maí 03, 2004

Ég er frekar íhaldssamur í blogglestri. Að öllu jöfnu les ég 20 íslenskar bloggsíður, sem ég fylgist með í gegnum RSS. Valið á bloggum ber þess heldur merki að ég er búinn að lesa blogg lengi og held mikilli tryggð við þá, sem hafa bloggað í mörg ár. Ég hef sjálfur bloggað í yfir fjögur ár. Allavegana, datt í hug að það væri gaman að taka saman þau blogg sem ég les og hvernig ég byrjaði að lesa þau. Einnig væri gaman að fá tillögur að bloggum, sem ég ætti að bæta við.


Gummajóh hef ég lesið síðan hann byrjaði. Hann er einn af fyrstu bloggurunum. Í dag bloggar hann reyndar fulllítið um tæki og tól en fullmikið um lítil börn :-)

Már og Bjarni hafa bloggað síðan elstu menn muna. Hef lesið bloggin þeirra ansi lengi. Báðir skemmtilegir og klárir bloggarar.

Ágúst Flygenring fór einu sinni alveg ofboðslega í taugarnar á mér þar sem hann var að atast útí Bandaríkjamenn og Hægri Krata en hann verður skynsamari með hverju árinu :-) Hann fylgist ótrúlega vel með alþjóðamálum og ég les flestallar þær greinar sem hann bendir á.

Pottinn hef ég lesið alveg síðan ég byrjaði að blogga. Tómas verður skemmtilegri og skemmtilegri, sérstaklega nú þegar hann er farinn að líta Sjálfstæðisflokkinn gagnrýnni augum.

Svansson er einn af mínum uppáhlaldsbloggurum. Hann bloggar oft, bendir oft á skemmtilegar færslur og síður, og hann er einnig gagnrýninn Sjálfstæðismaður, sem er gott.

Jens er eini vinur minn á leslistanum, enda er vinahópur minn ekki mikið fyrir blogg. Jens er án efa með skemmtilegustu bloggsíðu á Íslandi, en samt virðast alltof fáir lesa síðuna hans. Það er synd.

Óli er án efa latasti bloggarinn á þessum lista! Hann bloggar á 5 vikna fresti og þá er aldrei nokkur leið að vita um hvað fær hann til að setja inn færslu.

Stefán Pálsson hef ég alltaf álitið snilling, alveg frá því hann tók Gunnlaug Jónsson í nefið í kappræðum á marmaranum í Verzló. Stefán var einn af þrem vinstri-mönnum, sem ég og Jens tókum í viðtal þegar við vorum í Verzlunarskólablaðinu og ég hef lesið bloggið hans frá upphafi.

Netkærustuna mína, hana Katrínu byrjaði ég að lesa af því að allir aðrir lásu síðuna. Hún er náttúrulega frægasti bloggarinn og getur líka verið æðislega skemmtilegur penni þegar hún nennir því.

Ég las bæði síðurnar hjá Ármanni og Sverri Jakobs, en Sverrir er einn eftir og enn á leslistanum mínum. Ég held þó að hann nenni varla að blogga lengur, allavegana eru bloggin í dag stutt og fá.

Dr. Gunni er án efa fyndnasti bloggari landsins. Hann mætti bara blogga oftar.

Beta er einn albesti bloggarinn. Hún þorir að vera heiðarleg og gefur alveg lygilega oft skotfæri á sér. Sennilega fær enginn bloggari jafn ósmekkleg komment í kommentakerfinu, sem hún á alls ekki skilið. Ólíkt sumum bloggurum, sem blogga bara þegar allt er í lagi í samböndum og öðru, þá þorir Beta líka að blogga um það þegar allt er í rugli. Frábært blogg!

Maju byrjaði ég að lesa eftir að Beta hafði vísað í hana. Skemmtileg og kjaftfor. Frábær bloggari.

Svona einu sinni í viku rekst ég inná síðuna hans Stefáns Einars, svona aðeins til að hneykslast á trú hans á Guð og Davíð. Einu sinni hneykslaðist ég á Ágústi Fl. en nú er Stefán kominn í hans stað nú þegar skoðanir okkar Ágústs verða líkari og líkari.

Matta byrjaði ég að lesa eftir að hann kommentaði á Liverpool færslu á síðunni minni. Fínn bloggari, sem hefur magnaða þolinmæði fyrir þrasi við trúað fólk.

Kristján byrjaði ég að lesa fyrir nokkrum vikum eftir að hann kommentaði á síðuna mína. Hann er Liverpool og Barcelona aðdáandi, sem er nóg til þess að ég lesi síðuna hans.

Járnskvísan er nýjasta viðbótin við blogglistann. Mjööög fyndin síða. Fann þessa síðu á nokkuð fyndinn hátt. Ég sá nefnilega Járnskvísuna í viðtali á Stöð 2. Svo í lok viðtalsins kom eitthvað: “og við þökkum Heiðrúnu Lind, stjórnarmanni í Heimdalli…”. Mér krossbrá, enda var ég sannfærður um að það væru ekki sætar stelpur í stjórn Heimdallar. Fór því á Google því ég hélt að mér hefði misheyrst og fyrsta niðurstaðan var þessi síða Járnskvísunnar. Síðan hennar er þó niðri núna. Vona að þegar hún komi upp aftur, þá hætti hún í “persónulegu blogg” straffinu. Og til að svara væntanlegri gagnrýni, þá var þessi pistill ekki einungis löng afsökun fyrir því að skrifa að mér finnist Járnskvísan sæt :-)

Toggipop er æðislegur bloggari, sem ég hef lesið síðustu mánuði eftir ábendingu frá Gumma Jóh. Eini gallinn er að síðan hans gefur ekki út RSS skrá og því gleymi ég oft síðunni hans. Skemmtilegar sögur og frábær gagnrýni á stelpur og næturlíf í Reykjavík. Ótrúlega skemmtilegur penni.


Ég veit að það er fullt af skemmtilegum bloggum þarna úti, sem ég er að missa af. Vitiði um einhverjar síður sem ég ætti að bæta við þennan hóp? Allar ábendingar eru vel þegnar.

Einar Örn uppfærði kl. 21:55 | 818 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (22)


Tékkaðu á Gvendur.gsmnlog Hann er nýbyrjaður, stuttorður en mjög fyndinn og skemmtilegar myndir :-)

dúdda sendi inn - 03.05.04 22:20 - (Ummæli #1)

Já, ég rakst á þig þegar þú varst úti og linkaði á þig sem “Einhver Einar”. Það var svona í árdögum bloggsins :-)

Ég verð að segja að ég er álíka íhaldssamur og þú. Ætli minn listi sé ekki ótrúlega svipaður.

Tómas Hafliðason sendi inn - 03.05.04 22:21 - (Ummæli #2)

Lestu ekki Unni! Ég er svona hálfmóðgaður fyrir hennar hönd :-)

En hér eru nokkur sem ég fylgist með og ímynda mér að þú gæti líka haft gaman af.

Orri.org (Orri Harðar, Trúbador) www.sigurjon.com og arni.hamstur.net, ungir og mjög efnilegir ljósmyndarar sem blogga, ótrúlega flottar myndir þar, t.d. af tónleikum. www.helviti.com/punknurse Pönkhjúkkan, hef samt ekki jafn gaman af honum og fyrst. Badabing.is var mjög fínn og persónulegur, en er víst í pásu núna. arika.blogspot.com er meinhæðinn og stílfær laganemi. www.vangaveltur-vesteins.blogspot.com/ - Vésteinn er uþb síðasti Sósíalistinn, sem er mjög forvitnilegt í ljósi þess að hann er sonur fyrrv. þingkonu xD www.hi.is/~ingvarar: Ingvar hagfræðingur bloggar mjög sjaldan en alltaf skemmtilega. politisk.blogspot.com - formaður ungra frjálslyndra :-)

svansson.net sendi inn - 03.05.04 22:35 - (Ummæli #3)

rafauga er gott fyrir ofurheila en er of þungt fyrir venjulega hausa.

Hreinn Hjartahlýr sendi inn - 03.05.04 23:12 - (Ummæli #4)

Vá, lestu þetta allt daglega? Ég les ca. 5-8 blogg daglega, ekki mikið meira en það. Er samt að reyna að stækka við mig.

Veit svo sem ekki um mikið sem má bæta við. Bíð ennþá eftir Liverpool-blogginu sem nefnt var til sögunnar hér fyrir nokkrum vikum… :-)

Hvað er að frétta af því?

Kristján Atli sendi inn - 03.05.04 23:52 - (Ummæli #5)

ég skal lofa að skrifa meira um tæki og tól og minnka barnabloggin :-)

Gummi Jóh sendi inn - 04.05.04 01:32 - (Ummæli #6)

ég þakka fyrir mig og vil taka undir með þér í því að járnskvísan sé sæt, ekkert athugavert að spandera bloggi í það :-)

toggipop sendi inn - 04.05.04 02:04 - (Ummæli #7)

Humm… ágætis listi hjá þér og minnir nokkuð á minn. Viðbæturnar hjá Svanssyni eru sumar hverjar nokkuð góðar (sérstaklega Unnur, Ari K og Siggi Pönk).

Finnst reyndar að þó nokkrir á þessum lista þínum Einar hafi sett niður undanfarið, annað hvort vegna minni tíðni eða vegna þess að þau eru orðin einhæfari og gefa verri mynd af personunni á bak við þau, mitt eigið blogg þjáist reyndar af því sama.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 04.05.04 03:10 - (Ummæli #8)

Væri reyndar óvitlaust að benda á þessa síðu sem dæmi um gott blogg sem gæti hafa farið fram hjá þér…

Þó að skemmtanagildi Særúnar hafi minnkað lítilega í prófunum þá er síðan enn stórskemmtileg.

http://sariomario.blogspot.com/

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 04.05.04 03:18 - (Ummæli #9)

Ég skima yfir næstum því allt sem hreyfist á molunum. Sbr. upphafssíðan mín. Les svo nokkur sem ekki eru á þessum listum en þau hafa flest verið nefnd hér að ofan.

Matti Á. sendi inn - 04.05.04 10:29 - (Ummæli #10)

tel mig nú ekki vera neitt alltof kjaftfora, bara á það til að vera doldið óvönduð þegar kemur að orðbragðinu. :-)

en mæli samt með:

www.hexia.blogspot.com

þær eru stórskrýtnar

majae sendi inn - 04.05.04 14:03 - (Ummæli #11)

Takk kærlega fyrir alla linkana :-)

Kristján: Ég nota RSS til að fylgjast með þessu. Ætli þetta séu ekki svona 10 heimsóknir á dag, því menn uppfæra þetta misoft. Ég stefni enn á að Liverpool bloggið líti dagsins ljós í sumar. Verð í sambandi við þig.

Ég hef reyndar lesið sumar síðurnar sem bent var á, svosem hjá Ingvari (sem er gamall skólafélagi), Árna Hamstri, Sigurjóni og Unni. Hinar síðurnar sem bent var á mun ég pottþétt kíkja á. Fyrir utan að segja að Járnskvísan er sæt (sem Toggi var samþykkur) þá var pointið líka með þessari færslu að fá eitthvað skemmtilegt til að lesa. :-)

Það er reyndar dálítið skrítið að oft sér maður vísað á sömu síðuna aftur og aftur án þess að leggja það á sig að gefa síðunni sjens. Þetta gerðist t.d. með síðuna hans Togga, sem ég sá oft vísað á, en lenti einhvern veginn aldrei á réttu færslunni til að verða hooked fyrr en fyrir nokkrum vikum.

Einar Örn sendi inn - 04.05.04 18:32 - (Ummæli #12)

sæti takk:* ég les þig líka alltaf:-)

katrín sendi inn - 04.05.04 19:06 - (Ummæli #13)

hæ hæ

Siggi pönk er kúl hjúkka með skoðanir á flestu..alltílagi að tékka á honum annað slagið-> www.helviti.com/punknurse

vildi annars segja að mér finnst mjög gaman að lesa bloggið þitt…halltu þessu áfram:-)

Sigurveig sendi inn - 04.05.04 20:41 - (Ummæli #14)

Takk takk :-)

Einar Örn sendi inn - 04.05.04 22:05 - (Ummæli #15)

Þú fórst einu sinni ofboðslega í taugarnar á mér líka. En ég þakka hrósið :-)

Hinsvegar er ég hvorki hættur að atast út í Bandaríkin eða hægri krata. Stíllinn slípast hjá manni þegar framhaldsskóla lýkur og ungæðishátturinn þroskast af manni. Ákveðnar týpur af hægri krötum (klapplið Samfylkingarinnar) fara enn í taugarnar á mér og ef ég hafði horn í síðu Bandaríkjanna áður þá veit ég ekki hvernig ég ætti að lýsa skoðun minni á Landi frelsins í dag!

Ágúst sendi inn - 05.05.04 00:47 - (Ummæli #16)

He he, gaman að vita að við fórum í taugarnar á hvor öðrum.

Þú misskildir mig samt aðeins. Það pirraði mig einu sinni rosalega mikið hvernig þú alhæfðir um Bandaríkjamenn og Krata (það fer ekki í taugarnar á mér að þú gagnrýnir Samfylkinguna eða bandaríska untanríkisstefnu). Bandaríkjamenn voru (líkt og Reagan að þini sögn) allir einfaldir. Það er gaman að lesa gamla pistla bæði á minni síðu og þinni (hólí krapp, þú studdir BUSH!) um þessi mál :-)

Hérna eru svo skrifin um Krata sem fóru alveg svakalega fyrir brjóstið á mér :-)

Það er reyndar fyndið að skoða svona gamlar færslur. Sjá hverja maður var að pirrast útí og hvernig maður skrifaði.

Einar Örn sendi inn - 05.05.04 09:25 - (Ummæli #17)

Æi takk fyrir - þetta gerir tímabundna bloggfötlun mína aðeins bærilegri. Ég er meir´að segja farin að sakna míns eigins bloggs! En ég les þig :-)

Járnskvísan sendi inn - 05.05.04 15:20 - (Ummæli #18)

Það var ekkert. Ég kannast vel við það að sakna eigin bloggs þegar það hefur legið niðri :-)

Vona að síðan þín komist upp sem fyrst.

Einar Örn sendi inn - 05.05.04 22:22 - (Ummæli #19)

takk einar minn. youve always had my back. takk fyrir það :-)

beta sendi inn - 06.05.04 02:42 - (Ummæli #20)

Þú verður að kíkja á www.oskimon.com … hún er endalaust fyndin :-)

Mýslan sendi inn - 06.05.04 11:01 - (Ummæli #21)

Mér finnst sigga óendanlega fyndin og sniðug. En ég er ekki endilega dómbær: http://sigrar.blogspot.com

Svo er Dúdda líka oft skemmtileg, sérstaklega þegar hún skrifar um einhverja fríkí hjúkkuhluti: http://goddezz.blogspot.com

Unnur sendi inn - 08.05.04 03:15 - (Ummæli #22)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu