« Myndavélin mín | Aðalsíða | Spurning? »

Paradise Hotel

júní 07, 2004

Á morgun er síðasti þátturinn af Paradise Hotel. Þessi þáttur er án efa það hroðalegasta rusl, sem ég hef nokkurn tímann séð. Samt vil ég ekki missa af einum einasta þætti.

Ekki misskilja mig, ég er EKKI sú típa sem hneykslast á sjónvarpsefni. Ég elska þætti einsog Temptation Island, Elimidate og annað slíkt rusl. Því hélt ég að Paradise Hotel væri algjör himnasending fyrir mig. Þetta hljómaði fáránlega vel. Sko, 16 myndarlegir krakkar saman á einhverju hóteli og þeir sem voru ekki komin í samband þurftu að fara heim.

En þetta er bara svo illa gert.

Í fyrsta lagi, þá er fólkið ekki fallegt. Punktur. Ég ætla ekki að fara ítarlega útí karlmennina, en þeir eru nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég efast um að margar stelpur hoppi uppí loft og öskri: “Guði sé lof að ég er kona” þegar þær sjá þessa gaura á hótelinu. Það er ekki einu sinni neinn með six-pack. Ég trúi ekki öðru en að stelpur hafi orðið fyrir vonbrigðum.

Þau vonbrigði geta þó varla verið jafn hroðaleg og vonbrigði mín yfir stelpunum. Í fyrsta lagi, hvað var Amanda að gera þarna? Come on! Hinar eru svo ekkert augnakonfekt. Tara er sætust af þeim en allar hinar eru ekkert spes. Í svona sjónvarpsþáttum gerir maður einfaldlega kröfur. Til dæmis voru stelpurnar í Temptation Island (sérstaklega áströlsku útgáfunni) æði.

Þess vegna voru vonbrigði mín mikil og sár þegar ég sá stelpnahópinn fyrst. Ég ákvað þó að gefa þessu sjens.

En í hverri viku verð ég fyrir vonbrigðum. Þátturinn heldur alltaf áfram að fara í taugarnar á mér.

Í fyrsta lagi, þá gerist akkúrat ekki neitt í þáttunum. Ekki neitt! Sérstaklega eftir að Zack, sem er geðsjúklingur, fór þá er liðið algjörlega litlaust. Fólk rífst eitthvað pínu en leikurinn býður ekki uppá neitt voðalega spennandi. Upphaflega hugmyndin var (að ég hélt) að fólk þyrfti að vera saman, en í raun er bara nóg að þau þoli hvort annað til að vera í herbergi. Þannig er eitt af pörunum, David og Charla, fólk sem getur ekki snert hvort annað (Charla fannst David of ógeðslegur til að snerta). Samt eru þau búin að búa saman sem par í margar vikur. Þetta eru náttúrulega vörusvik af verstu gerð.

Einnig fer það alveg óheyrilega í taugarnar á mér hversu mikið er gert úr nákvæmlega engu. Stjórnendur þáttarins eru snillingar í að láta hroðalega ómerkilega atburði virka merkilega. Þannig að ef fólk rífst um krydd yfir kvöldmatnum þá er tekið stutt skot af því, það sett í svarthvítt, spilað hægt og svo kemur rödd yfir sem segir: “next on Paradise Hotel. Tara and Dave have a huge fight over dinner”.

Svo kemur atriðið og það er ekki neitt. Stelpan bað um salt, en fékk pipar og hún kallaði strákinn bjána. That’s it. Krakkarnir eru bara svo hroðalega litlausir að það gerist ekki neitt. Það er enginn skotinn í neinum og ekkert gerist.

En samt hef ég horft á þetta í hverri viku í von um að eitthvað almennilegt gerist. En þetta er bara allt svo misheppnað. Litlaust fólk í þætti sem lofaði góðu. Þvílík vonbrigði. :-)

Einar Örn uppfærði kl. 21:54 | 516 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (4)


Úthúðar þætti sem þú horfir alltaf á?

Hvernig stenst það? :-)

Sigurjón sendi inn - 08.06.04 00:40 - (Ummæli #1)

æjjjjj greyið! þetta hefur greinilega tekið mjög á þig :-)

katrín sendi inn - 08.06.04 09:04 - (Ummæli #2)

Díses hvað ég er sammála þér - trúi ekki að ég hafi verið að enda við að eyða 2 klst í að horfa á þetta. Fannst reyndar brilliant hjá Chörlu (má fallbeygja þetta svona?) að hirða alla peningana - Dave var BARA holding her back, hún hefði ekki unnið krónu með honum. En damn hvað Keith var eitthvað væminn - og glætan að ég hefði eytt krónu í að bjóða þessum fávitum til Vegas :-)

Scott átti að vinna - en reyndar ekki með Holly…

I’ll just get off my soap-box now.

María sendi inn - 08.06.04 23:04 - (Ummæli #3)

Já, vá, var að klára að horfa á úrslitaþáttinn og þetta var hálf súrt. Framleiðendur þáttarins voru alltaf svo uppteknir af því að gera eitthvað “stórkostlega óvænt” að þetta varð allt hálf asnalegt.

Ég held að 125.000 dollarar hefðu verið sanngjarnar sárabætur hjá Charla fyrir að segja að hún vildi ekki að hann snerti hana. Ef það er ekki mest niðurlægjandi móment í sjónvarpssögunni fyrir strák, þá veit ég ekki hvað.

Annars voru þetta allt hálfgerðir sækópatar í þessum þáttum, sem voru svo fáránlega blind á það hvernig þau höguðu sér. Fólk, sem var snillingar í að kasta steinum úr glerhúsi :-)

Einar Örn sendi inn - 10.06.04 22:25 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu