« Fahrenheit 911 | Aðalsíða | Nederland »

Leiðindi og góð tónlist

júní 15, 2004

Úff, mér leiðist svo að það er ekki fyndið. Mig var búið að hlakka til að fara í golf og horfa svo á Hollands leikinn á upptöku. En golfið klikkaði, svo ég horfði á Þýskaland-Holland í beinni. Markið hjá Nilsteroy var hreint út sagt ótrúlegt. Það reddaði allavegana deginum (og hugsanlega næstu vikum) fyrir mér. Einnig var rosa gaman að sjá minn mann, Baros skora fyrir Tékka.

Allavegana, ákvað að ég gæti ekki lengur dregið það að strauja skyrturnar mínar. Sem betur fer, þá krefst starf mitt ekki að ég sé í jakkafötum á hverjum degi, en ætli ég verði ekki að vera í jakkafötum svona 3-4 sinnum í mánuði, auk þess þegar ég fer erlendis. Þess vegna var ég eiginlega tilneyddur til að fara að strauja. Svei mér þá, ég held að vanhæfni mín í strauji eigi sér engin takmörk. Ég get ekki fyrir mitt litla líf straujað skyrtu almennilega. Ef það er eitthvað í þessum heimi leiðnlegra en að strauja, þá hef ég allavegana ekki prófað það.


Annars er það skrítið þegar maður uppgötvar gamlar plötur aftur. Það gerðist fyrir mig með Joshua Tree fyrir nokkrum dögum. Síðan er hún nánast búin að vera á repeat. “Red Hill Mining Town” og “Running to Stand Still” eru lög, sem ég kunni aldrei að meta þegar ég var 10 ára gamall og keypti mér Joshua Tree á vínil. Held í raun að ég hafi bara hlustað á “With or Without you” á repeat. En mikið er þetta æðisleg plata. Held svei mér þá að “Red Hill Mining Town” sé með allra bestu U2 lögunum.

Annars hef ég verið að hlusta á “Fly or Die” með N.E.R.D. í ræktinni að undanförnu. Gríðarlega hressandi tónlist, þrátt fyrir að platan hafi ekki fengið góða dóma þá fíla ég hana.

Einnig hefur Velvet Underground & Nico verið á rípít hjá mér. Þetta er svo mikil snilld að ég verð að nálgast meira efni með Velvet Underground og Lou Reed. Ætli maður reyni svo ekki að draga einhvern með sér á tónleikana í ágúst.

Einar Örn uppfærði kl. 22:34 | 339 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (5)


heyrðu þú s.s. vaskar aldrei upp, eða hengir upp þvott?? það er muuun leiðinlegra en að strauja!!

Hjördís sendi inn - 17.06.04 00:34 - (Ummæli #1)

Rakst á síðuna þína, gaman að lesa hana :-) Ef mar kann skyrtustrautæknina þá er gaman að strauja skyrtur, ég er að segja þér það. Vann mér nefninlega inn vasapening með straui fyrir pabba gamla þegar ég var lítil, hann er í skyrtuvinnu svo að ég lærði tæknina og skemmti mér konunglega.

þórunn sendi inn - 17.06.04 00:36 - (Ummæli #2)

Ég held að Þórunn gæti haft eitthvað til síns máls. Ég held að aðalástæðan fyrir því að mér finnst það að strauja vera umtalsvert leiðinlegra en að vaska upp, er sú að ég er svo hræðilega lélegur að strauja. Ég get allavegana vaskað upp diska sómasamlega (þótt ein vinkona mín gefi ýmislegt í skyn þegar hún heimsækir mig), en hins vegar er ég ómögulegur í að strauja.

Held að það hversu lélegur ég er að strauja geri athöfnina enn leiðinlegri en hún væri ella :-)

Einar Örn sendi inn - 18.06.04 11:40 - (Ummæli #3)

Ég er búinn að hlakka til, nefnifall, takk. Ég hata að strauja (og geri það aldrei, ég passa bara að eignast ekki föt sem krefjast þess) en ég elska Lou Reed. Djöfull hlakka ég til.

Málfræðifasistinn sendi inn - 21.06.04 02:55 - (Ummæli #4)

Fyrirgefðu, frú fasisti. Á erfitt með að venja mig af því að segja “mig hlakkar” :-)

Og því miður virkar þetta með fatavalið ekki með mig, þar sem ég er tilneyddur til að vera stundum í jakkafötum. Það er einn af örfáum ókostum þess að vera karlmaður :-)

Einar Örn sendi inn - 21.06.04 23:17 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu