« Fótbolti á Ægissíðunni | Aðalsíða | Leiðinlegasti fréttamaður í heimi »

Steggjapartí

júlí 25, 2004

Var í steggjapartíi í gær. Það var æði.

Við vinirnir vorum búnir að skipuleggja þetta steggjapartí fyrir Borgþór vin okkar nokkuð lengi. Ég asnaðist til að trúa veðurspánni, en það var búið að spá skýjuðu veðri fyrir laugardaginn alla vikuna. Veðrið í gær var hins vegar með ólíkindum gott.

Við fórum með stegginn í listflug, sjóstangveiði, fótbolta og sund. Veðrið var æði allan daginn og við vorum allir brunnir í andlitunum, enda úti allan daginn. Við kíktum svo í bæinn og enduðum á Hverfis. Eftir að hafa andað að mér reykmettuðu loftinu á barnum fattaði ég að ég var talsvert drukknari en ég hafði haldið og ákvað því að rölta heim í Vesturbæinn. Það er eitthvað mikið að þegar ég nenni ekki að vera lengur í bænum.


Ég hef oft verið hressari en ég var í morgun. Ef það er eitthvað verra en að vakna þunnur, þá er það að vakna þunnur í íbúð fullri af drasli og tómum bjórdósum. Fékk hjálp við að þrífa og nú lítur þetta allt betur út.

Nú stefnir allt í það að innan mánaðar verði fjórir af mínum bestu vinum giftir. Það er helvíti magnað.

Einar Örn uppfærði kl. 20:57 | 191 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (2)


Ja og er dad ekki frabaert. Borgtor, Fridrik, Jens……(Kommenti eytt út)

Einar Bragi, finndu þér eitthvað betra að gera en að vera með einhver kjaftæðiskomment um mig og mína vini. Það er enginn að neyða þig til að lesa þessa síðu. - Kv. Einar Örn

Einar sendi inn - 30.07.04 15:13 - (Ummæli #1)

Hvad er tetta madur. Ma madur ekki sla a letta strengi a sinum forsendum, sem eru ju ekki betri en taer ad tid erud allir i godum vinnum og bradum giftir en eg hef ekkert betra en ad velta mer upp ur dvi hvad eg er mikill luser a ykkar (kostnad)? Grin og glens er allra ad njota hvitt, gratt eda svart/ Eg hef yfir hofud ekkert ut a tig og ykkur felagana ad setja en se ekki ad eg megi ekki spila adeins med,HA? Bid ad heilsa Borgtori og segdu honum ad dad se bannad ad borda i stofunni. Vid sjaumst svo vonandi a Hverfis eda Vego illa fullir eda i godu flyppi i Liverpool buning, Kvedja Einar

Einar sendi inn - 31.07.04 16:07 - (Ummæli #2)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu