« Queer Eye handrit! | Aðalsíða | Snilldarsími »

Halldór?

desember 06, 2004

Ég var að horfa á Kastljós áðan og þá áttaði ég mig á merkilegum hlut: Ég trúi því ekki enn að Halldór Ásgrímsson sé orðinn forsætisráðherra. Þetta er of magnað til að vera satt.


Ok, nú er ég 27 ára gamall. Síðan ég fæddist hafa forsætisráðherrar Íslands komið úr eftirfarandi flokkum:

Sjálfstæðisflokkurinn: 18 ár
Framsóknarflokkur: 8 ár
Alþýðuflokkur: 4 mánuðir

Er þetta fokking eðlilegt???

Í alvöru talað? Alþýðuflokksmaðurinn var forsætisráðherra þegar ég var tveggja ára!!! Síðan ég varð þriggja ára hafa Íhaldið og Framsókn ráðið öllu á Íslandi.


Sú staðreynd að Halldór er orðinn forsætisráðherra þýðir líka að í þeim löndum, sem mér þykir mest vænt um eru helstu ráðamenn þessir:

Ísland: Halldór Ásgrímsson
Bandaríkin: George W. Bush
Venezuela: Hugo Chavez

Kræst! Þetta er ekki hægt.

Einar Örn uppfærði kl. 19:59 | 126 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (4)


Ég er ekkert viss um að Halldór sé búinn að gera sér grein fyrir því sjálfur að hann gegni þessu háa embætti, hann er flóttalegur og hvumsa á svipinn, eins og hann bíði eftir að þetta verði tekið af honum aftur.

Skemmtileg statistík :-)

DonPedro sendi inn - 06.12.04 22:13 - (Ummæli #1)

Hæ hæ, mjög skemmtileg síða hjá þér og ég er oft fullt sammála þér. Mér finnst að Alþýðuflokkurinn ætti að rísa upp frá dauðum og taka völdin :-)

Maja sendi inn - 07.12.04 00:19 - (Ummæli #2)

Takk, Maja.

DonPedro, mér finnst þetta ekkert sérstaklega skemmtileg tölfræði :-)

Einar Örn sendi inn - 07.12.04 16:50 - (Ummæli #3)

Varðandi 27 árin er þetta jafnvel bara býsna gott hlutfall. Ef það yrði farið lengra aftur í tímann kæmi í ljós að það eru eiginlega engin dæmi þess að aðrir flokkar eigi forsætisráðherrann. Alþýðuflokkurinn á líklega samtals 3-4 ár, og mestu munar um Stefán Jóhann Stefánsson sem var krati og forsætisráðherra 47-49.

svansson.net sendi inn - 07.12.04 17:40 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu