« Ðí Batselorette | Aðalsíða | I'm slipping under... »

Jólaþynnka

desember 19, 2004

Æ!

Er svona um það bil að ná mér eftir frekar slæman þynnku dag. Þegar Eldsmiðjupizzan kemur eftir hálftíma, held ég að ég nái fyrri styrk. Var í matarboði með góðum vinum í gær. Það var helvíti skemmtilegt. Allir strákarnir urðu allavegana nokkuð ölvaðir og vorum við gríðarlega hressir til svona 4-5 um morguninn þegar ég fór heim. Fór ekki einu sinni í bæinn, sem telst til tíðinda.

Horfði á Liverpool vinna í morgun. Öskraði þegar Mellor skoraði og það var nú ekki beint til að bæta hausverkinn. Ákvað að leggja mig eftir leikinn.

Er að reyna að berja í mig eitthvað jólaskap, en það gengur erfiðlega. Hér eru hvorki skreytingar né jólatré, en ég er búinn að vera að spila jólalög og borðaði eitthvað af smákökunum, sem mamma bakaði. Samt, kemst ekki í stuð. Er ekki búinn að kaupa eina jólagjöf og sýnist allt stefna í að ég kaupi jólagjafirnar á Þorláksmessukvöld einsog svo oft áður.

Já, og ég er bara kominn með 35 rétt svör. Ferlega er þetta erfitt.

Einar Örn uppfærði kl. 18:52 | 171 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (7)


Þetta er erfitt já en ekkert smá skemmtilegt. Er komin með 52 hérna. Guð blessið þennan cookies fídus því ég var að deyja úr pirringi í gær því það voru nokkrar plötur sem að ég vissi alveg hverjar voru en var ekki að finna nafnið á.

Galli í þessu að hún segi manni ekki þegar að artisti er réttur.. því þá gæti maður giskað á plötunöfnin auðveldar.

Gummi Jóh sendi inn - 19.12.04 19:50 - (Ummæli #1)

Með smá hjálp góðra manna er ég kominn í 64. Maður verður að ná fullu húsi…

bió sendi inn - 19.12.04 21:52 - (Ummæli #2)

Humm… í fyrstu atrennu er ég bara með 6 rétt… ætla að reyna aftur síðar því ég þekki fleiri þarna…

Soffía sendi inn - 19.12.04 22:04 - (Ummæli #3)

Þetta er komið :-)

bió sendi inn - 19.12.04 22:45 - (Ummæli #4)

Jájá - nú væri gaman ef javascriptið til að senda inn svörin virkaði…

Ég eipa.

pallih sendi inn - 19.12.04 23:20 - (Ummæli #5)

Palli, hjá mér virðist þetta ekki virka nema í Explorer. Java dæmið virkar til dæmis ekki í Firefox.

Og Björgvin, til hamingju :-)

Einar Örn sendi inn - 20.12.04 09:06 - (Ummæli #6)

Þakka hamingjuóskir. Finnst maður samt þurfa á slíkum óskum að halda. Það er ákveðið geðveikismerki að eyða svona miklum tíma í að klára þetta helvíti.

bió sendi inn - 20.12.04 14:48 - (Ummæli #7)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu