Ég á enn eitt GMAIL invite eftir, ef einhver hefur áhuga.
Month: July 2004
Kim-Jong Tiger
Þetta [brjálæðislega komment](https://www.eoe.is/gamalt/2003/02/09/23.23.45/#2813) minnti mig á atriði, sem ég ætlaði að fjalla um fyrir löngu. Það er gríðarlegir golfhæfileikar Kim Jong Il, leiðtoga Norður-Kóreu.
Málið er að einsog [NY Times](http://www.nytimes.com/2004/07/04/weekinreview/04mcgr.html?ex=1089518400&en=526ef68a6e62c56b&ei=5062&partner=GOOGLE) fjalla um í þessari grein, þá er Kim-Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, ekki einungis mikill friðarsinni og mannvinur, heldur einnig BESTI golfspilari í heimi.
Kim-Jong Il hóf að spila golf árið 1994. Hann byrjaði vel (samkvæmt Norður-Kóreskum fréttastofum), því á fyrstu holunni sinni, þá fór hann holu í höggi. Ekki nóg með það, heldur á fyrsta hringnum fór hann holu í höggi alls fimm sinnum af 18 holum. Í lok dags hafði hann spilað þessar 18 holur á 39 höggum, sem er einmitt 38 undir pari vallarins.
Besta skorið á PGA túrnum er 59 högg, eða 20 fleiri högg en Kim-Jong Il fór á í sitt fyrsta skipti. Þannig að það er ljóst að leiðtogi Norður-Kóreu er mikið undrabarn á golfvellinum.
Stelpur og Britní
Ja hérna. Loksins þegar maður er kominn með framtiðarskipulagið á hreint þá fær maður þessar fréttir:
[Britney er að fara að gifta sig](http://www.nydailynews.com/front/story/208052p-179350c.html)
Hvað get ég eiginlega sagt? Ég sem var búinn að bóka það að við Britní myndum enda saman. Ég vissi varla að hún væri á föstu. Og svo er hún bara alltíeinu að fara að giftast einhverjum 26 ára gömlum dansara. Þetta er hneyksli. HNEYKSLI! Britney segir í viðtali:
*”Here’s something new,” she said. “I love cleaning, I really do. I’m like Suzy Homemaker. I’m starting to learn how to cook. … I’m learning how to make all my mom’s salads. I definitely want to have some kids; I see myself with four or five,”*
Já, það er kominn tími á barneignir enda er Britney alveg orðin 22 ára gömul. Barneignir mega ekki bíða mikið lengur. En þetta er allavegana sorgardagur. Núna verð ég að finna einhverja stelpu til að koma í stað Britney! Það verður ekki auðvelt að fylla hennar skarð.
Annars fannst mér [þessi færsla hjá Soffíu vera virkilega sniðug]( http://voffvoff.blogspot.com/2004_06_01_voffvoff_archive.html#108836035074098403). Ég leyfi mér að kvóta:
>Ég skil ekki veröldina. Hversu oft hef ég ekki eytt klukkustundum saman í að hafa mig til fyrir djamm. Velja nógu þröng og efnislítil föt, spegla mig rækilega, slétta hárið, mála mig, allt í þeim tilgangi að vera sæt og sexý fyrir karlpeninginn. En allt kemur fyrir ekki og maður veltir því fyrir sér hvort maður sé kannski ósýnlegur? Í gærkvöldi var ég hins vegar í hversdagsfötum og lítið tilhöfð – enda ekki ætlunin að djamma neitt. Við Valla fórum í bíó á Mean Girls og kíktum svo á Hverfisbarinn. Jeminn eini, við áttum ekki til orð. Við fengum svo þvílíka athygli að það hefði mátt halda að við værum einu stelpurnar á svæðinu (svo var auðvitað ekki, fullt af gellum í efnislitlum fötum sveimandi um staðinn). Í þokkabót var athyglin ekki frá ljótum lúðum (eins og manni finnst allt of oft) heldur frá þvílíkt myndarlegum gæjum sem blikkuðu okkur hægri vinstri. Þetta var að sjálfsögðu gott fyrir egóið en ég var bara svo hissa, sérstaklega er ég leit í spegil og sá súkkulaðiklessu á bolnum mínum. Kannski eru stelpur bara að misskilja allt saman? Það er ekki brjóstaskoran og tíu lög af maskara sem blíva? Eða hvað?
Ég veit ekki hvort heillar mig meira að stelpur séu stífmálaðar, eða þá bara eðlilegar á djamminu. Ef stelpan er sæt, þá skiptir málningin svosem litlu. Það sem mér fannst fyndið var setningin um blikkið. Er þetta í alvöru að gerast að strákar séu að blikka stelpur á djamminu? Mér fannst þetta hljóma einsog úr einhverri gamalli bandarískri bíómynd. Ætli strákarnir hafi líka flautað?
Allavegana, ég held að ég hafi aldrei blikkað ókunnuga stelpu. Hélt að það myndi ekki virka. Kannski maður ætti að prófa þetta. Ég stóð í þeirri trú að slíkt myndi ekki vekja mikla hrifningu hjá stelpum. En kannski hefur það breyst. Já, og svo verð ég líka að læra að flauta almennilega. 🙂
*By the way*, fæ ég ekki einhver verðlaun fyrir að hafa fundið þessa fáránlega sætu mynd af Britní? Ég meina vá! Váááááááá!
Enskukunnátta Davíðs
Jens [bendir á](http://www.grodur.is/jens/archives/001587.php) fréttamannafund Davíðs og Bush. Þar kom í ljós að hann Davíð okkar er bara svona ljómandi sleipur í ensku.
Það er náttúrulega ljótt að gera grín, en þar sem forsætisráðherrann brosti að öllum Íslendingum og sagði það snilld að hafa leikið á okkur, þá á hann alveg skilið smá skot tilbaka 🙂
Mæli allavegana með [færslunni](http://www.grodur.is/jens/archives/001587.php).
**Uppfært:** Jæja, þetta hljómaði nú aðeins betur í sjónvarpinu. Hann var ekki alveg jafn slæmur og það virkaði í handritinu. Já, og minni fólk á að kommenta undir nafni.
Einar Örn tekur til í ríkisfjármálum
Ég líð gríðarlegar þjáningar í hverjum mánuði þegar ég sé hversu mikill hluti af tekjum mínum fer í skatta.
Þess vegna er mér annt um að spara í ríkisfjármálum. Ólíkt Sjálfstæðisflokknum, sem bara vilja minnka tekjurnar, þá vil ég líka minnka gjöldin. Nú hef ég fengið byltingarkennda hugmynd til sparnaðar í ríkisfjármálum:
**Segjum upp öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, nema Davíð.**
Þetta er svo snjallt að það er ekki fyndið. Davíð myndi einfaldlega fá 22 atkvæði á Alþingi og gæti því klárað öll mál einn. Hugsið aðeins útí þetta.
Hverju myndi þetta breyta?
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru alltaf allir sammála Davíð! Alltaf! Sama hversu málstaður Davíðs er slæmur. Til hvers að borga 22 mönnum laun fyrir það eitt að segja “já og amen” þegar Davíð leggur eitthvað fram? Eini munurinn er að þá þyrftum við ekki að hlusta á Einar K. Guðfinnson og Guðlaug Þór hylla allt sem Davíð gerir. Davíð myndi bara sjá um þetta allt.
Sjáiði bara [þetta kvót hjá Einari K.](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=6512) um umræður í þingflokkinum um breytingarnar á fjölmiðlalögunum:
>”Það tjáðu sig mjög margir og allir voru mjög ánægðir og sáttir við niðurstöðuna.”
Þannig að í þessu umdeildasta máli síðari ára eru allir jafn ánægðir og sáttir þegar ríkisstjórnin hrifsar frá þjóðinni vald hennar til að greiða atkvæði. Ekki einn stóð upp og sagði eitthvað neikvætt. Neibbs, Davíð var búinn að gefa fyrirskipunina.
Þessi tillaga mín myndi líka spara tíma. Næst þegar Davíð fengi snilldar hugmynd þá myndi það ekki taka [heila þrjá daga](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=6501) þangað til að lagafrumvarpið er tilbúið, heldur gæti Davíð bara klárað þetta heima hjá sér á einu kvöldi. Ég hreinlega get ekki séð neina ókosti við þessa tillögu mína. Þetta myndi spara milljónir.
**Uppfært (eftir fréttagláp, Ísland í Dag og Kastljós)**:
* Steingrímur J. er snillingur! Bæði fyrir að láta Halldór Blöndal ekki vaða yfir sig og svo þegar hann tók Geir í nefið á Stöð 2. Málið er að Steingrímur trúir á málstað sinn, en Geir er að verja málstað Davíðs. Maður sér að Geir er ekki rólegur þegar hann er að verja málstað, sem hann veit að er slæmur.
* Einnig: Ætti ekki að gefa Guðna Ágútssyni einhver verðlaun fyrir að hafa bullað nær stanslaust í gegnum heilan Kastljósþátt? Hann ætlaði alveg að snappa þegar Kristján í Kastljósinu saumaði að honum. Kristján er hetja. Hann er búinn að vaxa í áliti hjá mér aftur eftir Davíðsviðtalið.
* Heldur einhver virkilega að þetta hafi snúist um 5% og 10%? Eru menn alveg veruleikafirrtir?
* Getur ríkisstjórnin hugsanlega minnkað enn frekar í áliti hjá mér? Ég bara trúi því ekki! Davíð kallaði lausnina snjalla. Hann var glaður útaf því að honum fannst hann hafa snúið á þjóðina.
* Hvernig nenni ég að láta þessa menn fara í taugarnar á mér. Ég á að vita betur en svo að gera einhverjar væntingar til míns gamla flokks.
* Guði sé lof fyrir að Davíð er að hætta. Verst að Halldór er alveg jafn slæmur.
Kæri Davíð
Kæri [Davíð](http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1091956),
Við erum ekki öll hálfvitar.
Með kveðju,
fyrir hönd íslenskra kjósenda
Einar Örn Einarsson
100 Undur Veraldar (uppfært)
Ég er ofboðslega veikur fyrir heimasíðum um ferðalög og spennandi staði. Ég á sumarfrí í enda ágúst og er ég því farinn að spá í því hvað ég ætli að gera í því fríi. Allavegana fer ég ekki til Mallorca eða Benidorm 🙂
Ég rakst á [þessa frábæru síðu](http://www.hillmanwonders.com/) (via [Batman](http://www.batman.is)). Þarna eru listuð 100 helstu undur veraldar. Auðvitað er hægt að þræta um hvaða staðir eiga heima á þessum lista en þetta er nokkuð skemmtilegur listi.
Mér finnst ég alltaf hafa ferðast mikið um ævina, en ég á greinilega mikið eftir, því ég hef bara komið á 11 af þessum 100 stöðum. Þeir staðir, sem ég hef komið á eru eftirfarandi:
[6 Machu Picchu – Perú](http://www.hillmanwonders.com/machu_picchu/machu_picchu.htm#_vtop)
[7 Iguazu Falls – Argentína og Brasilía](http://www.hillmanwonders.com/iguazu_falls/iguazu_falls.htm#_vtop)
[9 Amazon Rain Forest – Suður Ameríka](http://www.hillmanwonders.com/amazon_rain_forest/amazon_rain_forest.htm#_vtop)
[17 Acropolis – Grikkland](http://www.hillmanwonders.com/acropolis/acropolis.htm#_vtop)
[21 Teotihuacan – Mexíkó](http://www.hillmanwonders.com/teotihuacan/teotihuacan.htm#_vtop)
[47 Metropolitan Museum of Art – New York](http://www.hillmanwonders.com/metropolitan_museum/metropolitan_museum.htm#_vtop)
[48 Útsýni yfir Rio De Janeiro](http://www.hillmanwonders.com/rio_panoramic/rio_panoramic.htm#_vtop)
[68 St. Basil’s Cathedral – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/st_basil_cathedral/st_basil_cathedral.htm#_vtop)
[71 Kremlin – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/kremlin_moscow/kremlin_moscow.htm#_vtop)
[73 Skýjakljúfar New York](http://www.hillmanwonders.com/new_york/new_york.htm#_vtop)
[88 Frelsisstyttan – New York](http://www.hillmanwonders.com/statue_liberty/statue_liberty.htm#_vtop)
Mig vantar greinilega nauðsynlega að komast til Parísar (þar sem fjórir staðir eru), Ítalíu (þar sem heil 12 undur eru staðsett: [1](http://www.hillmanwonders.com/florence/florence.htm#_vtop) [2](http://www.hillmanwonders.com/pompeii/pompeii.htm#_vtop) [3](http://www.hillmanwonders.com/st_marks_basilica_campanile/st_marks_basilica_campanile.htm#_vtop) [4](http://www.hillmanwonders.com/ponte_vecchio/ponte_vecchio.htm#_vtop) [5](http://www.hillmanwonders.com/leaning_tower_pisa/leaning_tower_pisa.htm#_vtop) [6](http://www.hillmanwonders.com/sistine_chapel/sistine_chapel.htm#_vtop) [7](http://www.hillmanwonders.com/st_peters_basilica/st_peters_basilica.htm#_vtop) [8](http://www.hillmanwonders.com/canals_venice/canals_venice.htm#_vtop) [9](http://www.hillmanwonders.com/colosseum_of_rome_wonder/colosseum_of_rome_wonder.htm#_vtop) [10](http://www.hillmanwonders.com/amalfi_coast/amalfi_coast.htm#_vtop) [11](http://www.hillmanwonders.com/uffizi_gallery/uffizi_gallery.htm#_vtop) [12](http://www.hillmanwonders.com/portofino/portofino.htm#_vtop)) og svo til Asíu, þar sem ég hef ekkert ferðast.
Á listanum er fullt af stöðum, sem mig langar gríðarlega mikið að heimsækja. Ég tók saman þá helstu, sem ég er mest spenntur yfir að heimsækja.
1. [Píramídarnir í Egyptalandi](http://www.hillmanwonders.com/pyramids_of_egypt/pyramids_of_egypt.htm#_vtop)
2. [Taj Mahal](http://www.hillmanwonders.com/taj_mahal/taj_mahal.htm#_vtop)
3. [Grand Canyon](http://www.hillmanwonders.com/grand_canyon/grand_canyon.htm#_vtop) – það er meira að segja sjens á að ég sjái það í sumar.
4. [Angkor Wat í Kambódíu](http://www.hillmanwonders.com/angkor_wat/angkor_wat.htm#_vtop)
5. [Mecca](http://www.hillmanwonders.com/mecca/mecca.htm#_vtop) – Sennilega síðasti staðurinn sem ég mun heimsækja, þar sem maður á það á hættu að vera tekinn af lífi ef maður er ekki múslimi. Það gæti reynst vandamál.
6. [Bagan hofin í Búrma/Myanmar](http://www.hillmanwonders.com/bagan/bagan.htm#_vtop)
7. [Yangtshe áin í Kína](http://www.hillmanwonders.com/guilin_yangshuo_cruise/guilin_yangshuo_cruise.htm#_vtop)
8. [Potala Höllin – Tíbet](http://www.hillmanwonders.com/potala_palace/potala_palace.htm#_vtop)
9. [Ladakh – Indland](http://www.hillmanwonders.com/ladakh/ladakh.htm#_vtop)
10. [Kathmandu dalurinn – Nepal](http://www.hillmanwonders.com/kathmandu_valley/kathmandu_valley.htm#_vtop)
11. [Páskaeyja](http://www.hillmanwonders.com/easter_island/easter_island.htm#_vtop) – hefðum við bara átt aðeins meiri pening þegar við ferðuðumst um Suður-Ameríku, þá hefðum við lagt í ferðir á Galapagos og Páskaeyju. Því miður varð ekkert úr því.
12. [Great Barrier Reef – Ástralía](http://www.hillmanwonders.com/great_barrier_reef/great_barrier_reef.htm#_vtop)
13. [Viktoríufossar í Zimbabwe](http://www.hillmanwonders.com/victoria_falls/victoria_falls.htm#_vtop)
14. [Dubrovnik – Króatía](http://www.hillmanwonders.com/dubrovnik/dubrovnik.htm#_vtop)
15. [Mont-St-Michel](http://www.hillmanwonders.com/mont_st_michel/mont_st_michel.htm#_vtop)
Í sumarfríinu er ég að spá í að fara til Bandaríkjanna. Það eru vissulega staðir sem mig langar að fara meira á í augnablikinu, en þar sem ég er enn single þá er sniðugast að fara til USA, þar sem ég á fullt af vinum þar sem ég get heimsótt. Þrátt fyrir að það sé fínt að ferðast einn, þá er það oft skemmtilegra að hitta gott fólk á leiðinni. Einnig get ég fengið fría gistingu í fulltaf borgum, sem hjálpar náttúrulega 🙂
Ef ég fer til Bandaríkjanna ætti ég að getað séð þrjá nýja hluti á þessum lista: [Las Vegas](http://www.hillmanwonders.com/las_vegas_strip/las_vegas_strip.htm#_vtop), [Grand Canyon](http://www.hillmanwonders.com/grand_canyon/grand_canyon.htm#_vtop) og [San Fransisco](http://www.hillmanwonders.com/san_francisco/san_francisco.htm#_vtop)
**Uppfært (13.janúar 2005)**: Jæja, eftir Bandaríkjaferð síðasta haust þá er ég kominn uppí 14 af 100. Listinn er því orðinn svona (við hann hafa bæst Las Vegas, Grand Canyon og San Fransisco).
[4 Grand Canyon](http://www.hillmanwonders.com/grand_canyon/grand_canyon.htm#_vtop)
[6 Machu Picchu – Perú](http://www.hillmanwonders.com/machu_picchu/machu_picchu.htm#_vtop)
[7 Iguazu Falls – Argentína og Brasilía](http://www.hillmanwonders.com/iguazu_falls/iguazu_falls.htm#_vtop)
[9 Amazon Rain Forest – Suður Ameríka](http://www.hillmanwonders.com/amazon_rain_forest/amazon_rain_forest.htm#_vtop)
[17 Acropolis – Grikkland](http://www.hillmanwonders.com/acropolis/acropolis.htm#_vtop)
[21 Teotihuacan – Mexíkó](http://www.hillmanwonders.com/teotihuacan/teotihuacan.htm#_vtop)
[47 Metropolitan Museum of Art – New York](http://www.hillmanwonders.com/metropolitan_museum/metropolitan_museum.htm#_vtop)
[48 Útsýni yfir Rio De Janeiro](http://www.hillmanwonders.com/rio_panoramic/rio_panoramic.htm#_vtop)
[68 St. Basil’s Cathedral – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/st_basil_cathedral/st_basil_cathedral.htm#_vtop)
[71 Kremlin – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/kremlin_moscow/kremlin_moscow.htm#_vtop)
[73 Skýjakljúfar New York](http://www.hillmanwonders.com/new_york/new_york.htm#_vtop)
[85 San Fransisco & Flóasvæðið](http://www.hillmanwonders.com/san_francisco/san_francisco.htm#_vtop)
[88 Frelsisstyttan – New York](http://www.hillmanwonders.com/statue_liberty/statue_liberty.htm#_vtop)
[96 Las Vegas að næturlagi](http://www.hillmanwonders.com/las_vegas_strip/las_vegas_strip.htm#_vtop)
Allir þessir þrír staðir eiga svo sannarlega skilið að vera á listanum. Flóasvæðið í San Fransisco er með fallegustu stöðum, sem ég hef séð. Las Vegas er einstök upplifun og Grand Canyon nær ólýsanlegt.
**Uppfært (8.febrúar 2005)**: Jæja, þá er ég kominn uppí 15. Við bættist:
[15 Prague old town](http://www.hillmanwonders.com/prague_old_town/prague_old_town.htm#_vtop)
Sjá ferðasögu [hér](https://www.eoe.is/gamalt/2005/02/08/21.10.04/).
**Uppfært (30.maí 2005)**: Kominn uppí 17. Við bættist:
[48 Hagia Sofia](http://www.hillmanwonders.com/hagia_sofia/hagia_sofia.htm#_vtop)
[75 Topkapi Palace](http://www.hillmanwonders.com/topkapi/topkapi_palace.htm#_vtop)
Sko, Topkapi höllin er alveg á mörkunum. Ég fór inní höllina og skoðaði mig aðeins um, en var þarna samt mjööög stutt. Set hana samt inn.
Sjá ferðasögu [hér](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/06/04/21.34.16/).
GMail boðskort
Þar sem ég er snillingur, þá á ég 4 stykki [GMail](https://gmail.google.com) invite. Er nú þegar búinn að gefa yfirnördunum í mínum vinahóp 2 stykki og á nú 4 eftir.
Þannig að ef þig langar í GMail reikning, smelltu þá þínu kommenti í ummælin við þessa færslu.
Annars er ég enn að velta því fyrir mér hvort ég eigi að losa mig við simnet.is reikningana og skipta alveg yfir í GMail. Nýja póstfangið mitt er allavegana: **einarorn ( hjá ) gmail.com**
Fahrenheit 9/11
Einsog ég hef minnst á, þá fór ég og sá Fahrenheit 9/11 á þriðjudaginn. Sá myndina klukkan hálf ellefu í kvikmyndahúsi í Houston, Texas. Og biðröðin inná myndina náði nánast í kringum kvikmyndahúsið. Þannig að jafnvel í ríki George Bush er áhuginn á myndinni gríðarlegur.
Gagnrýnin sem ég hafði lesið og séð um myndina er fáránleg, sérstaklega þar sem flestir íhaldssamir gagnrýnendur höfðu alls ekki séð myndina áður en þeir hófu gagnrýnina. Margir halda því fram að Moore hati Bandaríkin og sé á móti hermönnum, en sennilega er fátt jafn fjarri sannleikanum. Moore elskar Bandaríkin meira en allir þessir “ditto-hausar”, sem samþykkja skilyrðislaust allt sem Bush segir og gerir. Honum er einfaldlega mikið í mun um að landið breytist til batnaðar. Alveg einsog mörgum Evrópubúum, þá blöskrar Moore hvernig Bush og hans félagar hafa farið með stjórn landsins. Fahrenheit 9/11 er beitt gagnrýni á Bush og bandarísk stjórnvöld, en jafnframt óður til bandarísku þjóðarinnar og ákall til hennar um að koma Bush frá völdum
**Myndin er snilld.**
Einsog [Paul Krugman bendir á í pistli sínum](http://www.iht.com/articles/527698.html), þá hefði myndin verið mun betri ef Moore hefði einfaldlega sleppt samsæriskenningum sem koma fram í myndinni. Í aðdraganda frumsýningu myndarinnar var mikið gert úr fullyrðingum Moore um samskipti Bush og Bin Laden, auk samstarfs fyrirtækja tengdum Bush við Sádi Arabíu. Ég veit ekki hvort þær eru allar sannar, en sennilega er hægt að finna einhverjar staðreyndavillur í þeim kenningum. Á þeim forsendum hafa margir gert lítið úr myndinni. Þeir, sem einblýna hins vegar á þær villur eru algjörlega að missa af boðskapi myndarinnar.
Myndin er nefnilega hárbeitt gagnrýni á Bush og það ástand, sem hann hefur skapað undanfarin ár. Hún sýnir okkur afleiðingar gjörða Bush. Allt frá hnignun ameríska hagkerfisins til þeirra þjáninga, sem aðgerðir hans hafa ollið öðrum þjóðum og hans eigin þegnum.
Continue reading Fahrenheit 9/11