Month: July 2004
Þinghúsið í Búda Pest
Hafnarstræti lokar
Við erum búnir að loka Serrano Hafnarstræti, einfaldlega vegna þess að staðurinn var ekki að skila hagnaði. Fyrir tveim vikum var ég frekar dapur útaf þessu og skrifaði eftirafarandi færslu, sem ég ætla að birta núna.
Continue reading Hafnarstræti lokar
Skúlptúr
Kerti í dómkirkju í Barcelona
Beta eyðir kommentum
Beta Rokk tók sig til og eyddi öllum kommentum eftir ákveðinn aðila á heimasíðunni sinni.
Ég er búinn að fylgjast með þessu undanfarið en einhver strákur/stelpa hefur verið að skilja eftir komment á síðunni hennar, þar sem hann/hún tjáði hrifningu sína á henni. Kommentin urðu smám saman grófari og að lokum gafst hún upp og eyddi öllu út.
Mér fannst þetta löngu hætt að vera sniðugt þegar viðkomandi fór að tala um að hann hafi verið að horfa á Betu á einhverjum tónleikum, hvað hún hafi verið sæt þar og svo framvegis. Þetta var frekar óhugnalegt þegar maður fór að hugsa útí þetta. Auðvitað gat þetta verið saklaust (grín) en maður veit aldrei.
Allavegana, þá hefur Beta fullan rétt á að taka út kommentin. Annars er athyglisvert að velta fyrir sér hvort bloggarar hafa rétt á að henda út kommentum af síðum sínum. Ég hef gert það nokkrum sinnum hér. Annaðhvort hafa kommentin verið kjánaleg (eintómir broskallar) eða dónaleg. Samt er spurning hvort Beta hefði ekki allavegana átt að taka afrit af síðunni sinni áður en hún eyddi kommentunum. Sum kommentin voru það gróf að gaurinn var farinn að hljóma einsog stalker. Kannski var þetta grín en það er erfitt að sjá hvort fólk er að grínast með svona skrifum.
Hamann
Akkúrat þegar ég var orðinn bjartsýnn á gengi Liverpool þá meiðist einn af þrem mikilvægustu leikmönnum liðsins og verður ekki með fyrstu þrjá mánuðina.
Það hefur sýnt sig í gegnum árin að Liverpool hefur ávallt farið í gegnum lélegustu kafla tímabilsins þegar Hamann hefur verið meiddur. Núna verður Danny Murphy að vera í byrjunarliðinu. Það þýðir kannski að liðið verður aðeins sókndjarfara (veitir ekki af) en á móti verður liðið mjög viðkvæmt varnarlega séð. Þannig að í fyrsta leiknum í deildinni á móti rússnesku peningavélinni þá verður Liverpool án tveggja bestu miðjumanna sinna, Gerrard og Hamann.
Það er fúlt!
Hamann
Akkúrat þegar ég var orðinn bjartsýnn á gengi Liverpool þá meiðist einn af þrem mikilvægustu leikmönnum liðsins og verður ekki með fyrstu þrjá mánuðina.
Það hefur sýnt sig í gegnum árin að Liverpool hefur ávallt farið í gegnum lélegustu kafla tímabilsins þegar Hamann hefur verið meiddur. Núna verður Danny Murphy að vera í byrjunarliðinu. Það þýðir kannski að liðið verður aðeins sókndjarfara (veitir ekki af) en á móti verður liðið mjög viðkvæmt varnarlega séð. Þannig að í fyrsta leiknum í deildinni á móti rússnesku peningavélinni þá verður Liverpool án tveggja bestu miðjumanna sinna, Gerrard og Hamann.
Það er fúlt!
Ljósmynd
Ómægod, hvað þetta er sniðug mynd af mér. Ljósmyndarinn hefur greinilega verið að reyna að taka mynd af mér, en hann hefur hrasað á síðustu stundu og tekið mynd af stelpunni fyrir framan mig. Svona kemur fyrir bestu ljósmyndara.
Núna ertu hjá mér…
Hvenær var það gert að skyldu að spila “Nínu” með Eyva og Stefáni Hilmars á íslenskum skemmtistöðum?
Ég fór tvisvar á djammið um helgina og bæði kvöldin var lagið spilað, á Sólon og Hverfisbarnum. Dan vinur minn skildi ekki upp né niður þegar hann var að djamma hérna fyrir nokkrum vikum og Nína var spiluð. Einhvern veginn sé ég ekki fyrir mér að fólk inná Circus í Chicago myndi allt í einu hætta að dansa og byrja þess í stað að taka undir með Careless Whisper eða einhverju álíka lagi. Þannig að það er kannski ekki skrítið að hann hafi orðið hissa.
Þetta er allavegana skrítin hefð 🙂
Talandi um tónlist, þá finnst mér nýja Quarashi lagið, Mess It Up, æðislega skemmtilegt. Þeir eru langbestir þegar þeir halda sér frá rokkinu. Og hananú!