Ég hef sennilega aldrei talað um aðdáun mína á Elvis Costello hér á þessari síðu. Fyrir einhverjum 10 árum kynnti Eunice vinkona mín mig fyrir honum þegar við sátum saman útá svölum á hótelinu okkar á eyjunni Margarítu og hún spilaði fyrir mig “I want you”. Auðvitað vissi ég hver Costello var, en áður en hún spilaði lagið fyrir mig, þá hafði ég ekki mikið hlustað á hann.
Núna 10 árum síðar er hann einn af mínum uppáhalds-tónlistarmönnum. En ég þekki ansi fáa, sem deila aðdáun minni á honum. Það er auðvitað synd. Ég var ákveðinn í að skella inn lagi með honum og velti því aðeins fyrir mér hvað ég ætti að velja. Í raun komu 3 uppáhaldslögin mín með Costello til greina: “(What’s So Funny ‘Bout) Peace Love & Understanding”, “I Want You” og “Party Girl”.
Ég fann svo á Youtube vídeó í góðum gæðum með “(What’s So Funny ‘Bout) Peace Love & Understanding”. Þar sem það lag er gjörsamlega æðislegt og myndbandið er klassískt Costello moment, þá set ég það hérna inn. Njótið!
Í framhaldinu mæli ég svo með Armed Forces fyrir Costello byrjendur. Hún er algjörlega frábær.
Costello er snillingur, en sammála, það eru voða fáir sem ég þekki sem hlusta á hann eða gefa sér tíma til að gera það. Man samt ekki hvað uppáhaldslagið mitt með honum heitir :blush:
Mitt uppáhalds Costello lag er Shipbuilding í flutningi Graham Coxon, fyrrum gítarleikara Blur. Hann tók það einhvern tímann í þætti hjá John Peel. Ógeðslega flott!
Costello er snillingur. Sá sem segir annað er of upptekinn við að þykjast vera cool og hreinlega viðurkennir ekki snilligáfu mannsins.
Armed Forces er brilliant plata. Cover Belle & Sebastian á Olivers Army gefur mér alltaf sæluhroll.
Isss, þú hefur bara verið að spyrja vitlaust fólk! Leyfi mér að vísa í ummælin hér að ofan máli mínu til rökstuðnings :biggrin2:
Ok, ég vissi ekki að þú værir Costello aðdáandi 🙂