Uppáhalds íslensku plöturnar

Af því að ég hef lítið til að skrifa um, þá ætla ég að drífa mig í að koma saman lista sem er búinn að vera lengi í hausnum á mér. Semsagt, yfir uppáhalds íslensku plöturnar mínar. Listinn ber aldur minn greinilega með sér, þar sem engin plata er meira en 15 ára gömul. Einhvern veginn hef ég aldrei komist inní gamla íslenska tónlist, hvort sem það eru gamlar Bubba plötur eða Trúbrot (fyrir utan Lifun) eða annða slíkt.

Þannig að hérna er listinn. Reglan er sú að það er bara ein plata með hverri hljómsveit. Annars hefðu Sigur Rós og Maus geta komið inn fleiri plötum.

  1. Sigur Rós – Ágætis Byrjun Einfaldlega besta íslenska plata allra tíma. Mér finnst hinar tvær Sigur Rósar plötuarnar, sem hafa komið út eftir ÁB vera frábærar, en Ágætist Byrjun var bara svo mikil bylting fyrir mér þegar ég heyrði hana fyrst, að hún á skilið efsta sætið.

    Ég hef líka séð Sigur Rós tvisvar á tónleikum – bæði skiptin í Chicago – og báðir þeir tónleikar eru meðal eftirminnilegustu tónleika ævi minnar.

    Ég á líka afskaplega erfitt með að skilja fólk, sem fílar ekki Sigur Rós. Ég sýni því vanalega skilning þegar fólk, sem ég tala við, fílar ekki Elvis Costello, Maus eða Dylan. En ég á alltaf jafn erfitt með að skilja að Sigur Rós skuli ekki vera tónlist sem að allir fíli. En svona er þetta víst. Besta lag: Ágætis Byrjun

  2. Maus – Lof Mér að falla að þínu eyra: Sko, af fyrstu þrem lögunum á plötunni eru tvö lög – sem kæmust inná lista yfir topp 20 íslensku lögin hjá mér – Poppaldin og Síðasta Ástin fyrir Pólskiptin. Einu sinni fannst mér Maus leiðinleg hljómsveit. Svo sá ég ljósið. Besta lag: Poppaldin
  3. Björk – Post: Besta platan með Björk. Besta lag: Hyperballad
  4. Mínus – Halldór Laxness: Besta rokkplata Íslandssögunnar. Punktur! Besta lag: The Long Face
  5. Nýdönsk – Deluxe: Þegar ég var unglingur þá dýrkaði ég aðallega tvær hljómsveitir, Jet Black Joe og Nýdönsk. Af plötum Nýdanskar þá er Deluxe einfaldlega best. Besta lag: Landslag Skýjanna
  6. Jet Black Joe – You Ain’t Here: Komst ansi nálægt því að fylgja JBJ á hverja tónleika, sem ég komst á þegar ég var lítill. Besta lag: You can Have it All
  7. XXX Rottweiler Hundar – XXX Rottweiler Hundar : Skemmtielgasta hip-hop platan, sem hefur komið út á Íslandi. Kannski ekki sú besta, en að mínu mati sú skemmtilegasta. Besta lag: XXX
  8. Quarashi – Jinx: Besta plata Quarashi, sem er að mínu mati frábær sveit – sérstaklega þegar þeir halda sig frá rokki. Besta lag: Mr. Jinx
  9. Mugison – Mugimama is this monkey Music
  10. Múm – Finally we are no one

Ykkur er velkomið að vera ósammála.

I'm not living… I'm just killing time

Fyrir [fimm árum](https://www.eoe.is/gamalt/2001/08/02/16.31.09/) stóð ég ásamt 20.000 manns í almenningsgarði í Chicago og horfði á Radiohead á bestu tónleikum ævi minnar. Þar heyrðu ég líka í fyrsta skiptið uppáhaldslagið mitt með sveitinni.

Ég vissi ekki fyrr en í kvöld að það væri til upptaka af þeirri stund, en internetið er magnað. Gaurinn, sem er að taka myndbandið sýnir m.a. skýjakljúfana og umhverfi Grant Park. Þessir tónleikar voru svo ótrúlega æðislegir að ég get varla lýst því.

Lagið True Love Waits hefur aldrei komið út í stúdíó útgáfu – heldur eru bara til
tónleikaútgáfur af því. Thom Yorke hefur aldrei verið betri.

Fyrir áhugasama, þá er hér MP3 af laginu – tekið af *I Might Be Wrong*

[True Love Waits – MP3 – 4,6MB](https://www.eoe.is/stuff/truelovewaits.mp3) – erlent niðurhal

Njótið.

Vá!

Vá…

– Vá Hvað ég er orðinn brúnn!
– Vá! Ryan í OC var að verða **átján**. Gaurinn, sem leikur hann er ári yngri en ég.
– Vá hvað ég datt gjörsamlega úr öllu formi í þessum veikindum. Ég reyndi að hlaupa eftir Ægissíðunni áðan og var næstum örmagna eftir korters skokk.
– Vá hvað I’m the Ocean með Neil Young og Pearl Jam er gott hlaupalag.
– Vá hvað mig langar í [svona dót](http://www.apple.com/ipod/nike/).
– Vá hvað líf mitt er flókið og skrýtið akkúrat núna. Það er sóun að eyða fáu sólskinsdögunum á Íslandi í vesen.
– Vá hvað ég er búinn að skipta oft um skoðun á því hvert ég ætla að fara í ferðalaginu mínu. Skrifa sennilega um það um helgina.
– Vá, ég trúi því varla að ég á 10 daga eftir í vinnunni minni.

Like a Hurricane

Þetta lag með Neil Young er algjörlega himneskt og ekki er flutningurinn síðri. Ég gæfi mikla peninga fyrir að sjá Young live í þvílíkum ham taka þetta lag.

Ég held að ég geti ekki orðið þreyttur á þessu lagi.

>And I’m gettin’ blown away
To somewhere safer
where the feeling stays.

Neil Young er snillingur.

Morrissey

Morrissey kemur til Íslands og spilar í Laugardalshöll 12. ágúst. Það, dömur mínar og herrar, er fokking snilld!

Og svo Sufjan í nóvember! Ef einhver getur reddað mér miðum á þá tónleika, þá væri ég verulega þakklátur.

Ferðapælingar

Þar, sem ég hef ekkert til að skrifa um þá ætla ég aðeins að fjalla um ferðaplönin mín.

Ég hef verið að hugsa þessa 2 mánaða ferð, sem ég ætla að fara í ágúst. Ég er ekki búinn að ákveða neitt og ég hef skipt um skoðun sirka 100 sinnum núna í veikindunum. Fyrsta hugmyndin var að fara til Suðaustur-Asíu, en af einhverjum ástæðum hefur spenna mín fyrir þeirri hugmynd minnkað.

Hugmyndin núna er að fara til Suður-Asíu, með fókus á Indland. Ég er að láta mér detta í hug að fljúga til Delhí eða Mumbay ([þetta eru svo sannarlega ekki skemmtilegar fréttir þaðan](http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/5169332.stm)) og ferðast um norðanvert Indland. Fara þaðan inní Nepal, upp til Kathmandu. Frá Kathmandu taka pakkaferð upp til Lhasa í Nepal og að grunnbúðum Mt. Everest (það er víst betra útsýnid Tíbet megin) og svo tilbaka til Nepal.

Frá Nepal fara svo aftur inní Indland (hugsanlega til Bútan ef það er mögulegt) og yfir til Bangladess. Þaðan svo til Calcutta og aftur heim.

Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort þetta sé sniðugt plan. Veit t.a.m. alltof lítið um Indland til að geta myndað mér skoðanir um það land og hvað ég á að sjá þar. En miðað við að taka bara Norður-Indland, þá sýnist mér einsog tíminn ætti ekki að vera stórt vandamál. Ætti að geta náð nokkrum stórkostlegum hlutum einsog Lhasa, Khatmandu dalnum, Mt. Everest, Taj Mahal og fleiri stöðum.

Skortur á góðum drykkjum

Eitt, sem getur hugsanlega talist gott við veikindi er að ég losna við allt samviskubit sem tengist áti. Ef mig langar í kex með mjólk í morgunmat, popp í hádegismat og nammi í eftirmiðdagskaffi, þá fæ ég nákvæmlega ekkert samviskubit yfir því. Ég er veikur og á því að geta leyft mér slíkt.

Ég hef hins vegar komist að því að það er enginn einn drykkur í á þessu landi, sem mér finnst æðislega góður. Dags daglega drekk ég mjólk og vatn og svo sódavatn. Ég hætti fyrir nokkrum árum að drekka kók og því fæ ég mér aðeins Pepsi Max einstaka sinnum (eftir djamm aðallega).

Í þessari veikindapásu langaði mig í eitthvað ofboðslega gott að drekka og hollustan var engin fyrirstaða. Fékk mér því Coca Cola, sem eftir margra ára bindindi bragðast bara hreint ekki vel. Það sama á við um Pepsi fyrir mig og í raun Pepsi Max líka. Ég varð því eiginlega bara að gefast upp eftir smá tíma og biðja um að keypt yrði handa mér Sítrónu Kristall.

Það þykir mér magnað. Að í veikindum, þá gat ég ekki fundið neinn óhollan drykk sem mig langaði meira í en kolsýrt vatn með sítrónubragði. Það er e-ð hálf sorglegt við það.Þegar ég fór að tala um þetta við kærustuna mína, þá gat ég bara rifjað upp tvo drykki, sem (í minningunni allavegana) mig myndi langa í akkúrat núna.

1. Fanta með Greip bragði. Venjulegt Fanta er einhver allra versti gosdrykkur á jörðinni. Hins vegar þegar ég var skiptinemi í Venezuela fyrir nokkrum árum þá fór ég með vini mínum í dagsferð yfir til Kólumbíu. Þar í einhverjum litlum landamærabæ settumst við inná veitingastað og sáum Fanta í gulum og fjólubláum umbúðum, sem hét “Fanta Toronja” eða Fanta Greip.

Kannski var það hitinn og uppbyggður þorsti, en okkur fannst við aldrei hafa bragðað jafn góðan drykk. Við enduðum á að drekka 4-5 dósir yfir þá nokkru klukkutíma sem við vorum í Kólumbíu og tókum svo með okkur fullt aftur til Venezuela.
2. Fanta með Greip bragði kemst þó ekki nálægt uppáhaldsdrykknum mínum, hinu [brasilíska Guaraná](http://en.wikipedia.org/wiki/Guaran%C3%A1_Antarctica). Guaraná er búið til úr samnenfdri jurt og hefur því örvandi áhrif. Það varð sennilega ekki til að minnka aðdáun mína á drykknum, en aðallega var það bragðið sem gerði mig algjörlega háðan drykknum á ferðalagi mínu um Brasilíu. Ég drakk allavegana 3-4 glös á dag í Brasilíu og þegar ég nálgaðist landamæri Paragvæ þá byrjaði ég að auka neysluna umtalsvert, því ég gerði mér ekki grein fyrir því að drykkurinn væri líka til þar.

Frá þeirri ferð hef ég aldrei séð Guaraná til sölu. Ég leitaði talsvert að drykknum í Bandaríkjunum, en fann ekki (fann hins vegar fullt af búðum sem seldu perúska viðbjóðinn [Inca Cola](http://en.wikipedia.org/wiki/Inca_Cola)). Það hefur sennilega gert Guaraná ennþá betra í minningunni.

Þannig að niðurstaðan úr þessum gosdrykkjapælingum hjá mér í dag var sú að mig langaði ótrúlega mikið í tvo Suður-Ameríska gosdrykki, en nákvæmlega ekkert í drykkina sem voru til útí Melabúð. Ég fékk mér því bara sítrónubragðbætt sódavatn.

Oooga Chaka

Eruði ekki að grínast með þetta veður? Sól og yndislegheit. ÞEGAR. ÉG. ER VEIKUR! Ó óréttlætið í þessum heimi.

En hvað er betra þegar maður er inni en að horfa á myndbönd með David Hasselhoff.

Fyrst: Jump in My Car

og svo Hooked on a Feeling.

Bæði myndböndin eru tímalaus meistaraverk.

2GB

Vó vó vó vó vó!!!

Hérna mitt í ömurlegu flensukasti með fylgjandi leiðindum fékk ég sendingu með nýjum minniskubb í [tölvuna mína](http://www.lowendmac.com/imacs/g5-2005.html). Ég gat því aukið minnið úr 1GB í 2GB. Munurinn er stórkostlegur! Yndislegur! Ótrúlegur! Magnaður! Ég get kveikt á öllum forritunum í dock-inu og samt sé ég aldrei fokking djöfulsins andskotans strandboltann. Þetta er svo æðislegt að ég trúi því ekki.

Svo þarf líka ekki mikið til að gleðja mig eftir að hafa legið hérna heima í 4 daga í sjálfsvorkunn.


Og vá vá vá vá! Vissuði að Paris Hilton er búin að gefa út plötu? Mér finnst þetta alveg magnað. Hvaða útúrkókuðu geðsjúklingar eyða pening í svona vitleysu.

Magnað.

Já, og fyrir áhugamenn um bandarísk stjórnmál, þá er þetta [magnað myndbrot](http://mediamatters.org/items/200607060011). Það er ekki oft sem maður sér fyrirlitninguna skína jafn augljóslega úr augum þáttastjórnenda.