Í fyrra var það Liverpool og í ár Barça. Ég get alveg vanist því að liðin mín vinni Evrópumeistaratitil á hverju ári.
Núna þurfa bara Holland eða Mexíkó að vinna á HM í sumar og þá er ég sáttur. 🙂
Í fyrra var það Liverpool og í ár Barça. Ég get alveg vanist því að liðin mín vinni Evrópumeistaratitil á hverju ári.
Núna þurfa bara Holland eða Mexíkó að vinna á HM í sumar og þá er ég sáttur. 🙂
Í fréttaþættinum Kompás á sunnudaginn var umfjöllun um morfínsjúklinga.
Við eitt myndskeiðið var spilað lagið Hurt eftir Trent Reznor í útgáfu Johnny Cash. Ég veit ekki alveg hvort þetta lag var valið vegna þess að það hljómar sorglega, eða vegna vísana í sprautuneyslu í laginu.
>I hurt myself today
To see if I still feel
I focus on the pain
the only thing that’s real
The needle tears a hole
the old familiar sting
try to kill it all away
but I remember everything
Allavegana, þá passaði þessi útgáfa af laginu með Cash alls ekki við tilefnið. Þegar ég fór að spá í þessu nánar áttaði ég mig á því hversu mikið merking lagsins breytist í flutningi Johnny Cash. Lagið fjallar að vissu leyti um eftirsjá og eyturlyfjaneyslan er alls ekki aðalatriðið. En sprautan er samt stór þáttur. Einhvern veginn er sterkasti kaflinn í Hurt í útgáfu Trents fyrsta versið þar sem hann talar um sprautuna og svo þegar Trent spyr sig:
>what have I become?
my sweetest friend
Í Cash útgáfunni þá er þetta í mínum huga mikið breytt. Í stað þess að vera sprautufíkill á þrítugsaldri, þá gerir hinn sjötugi Cash, lagið að sínu og engu líkara en að hann hafi sjálfur samið lagið. Myndbandið gerir það líka svo sterkt, að maður getur ekki ímyndað sér annað en að Cash hafi samið það sjálfur. Lagið fjallar allt í einu um gamlan mann, sem er á að takast á við ellina og dauðann. Og allt í einu verður sterkasta línan í flutningi Cash…
>everyone I know
goes away in the end
…sérstaklega í myndbandinu þegar sýnd er mynd af mömmu Cash og svo myndskeið af June Carter, sem lést stuttu eftir að myndbandið var gert.
Þegar ég hafði hlustað á Hurt með Cash, þá fannst mér hann vera að gera lagið svo miklu betra en Trent. En smám saman hef ég skipt um skoðun og lært að meta betur útgáfu Trents á laginu. Hún er ekki jafn áhrifamikil við fyrstu hlustun, en þegar ég fór að gefa Downward Spiral meiri sjens og byrjaði að hlusta á hana aftur (eftir að hafa fókusað of mikið á Closer í upphafi), þá lærði ég að meta útgáfu Trents betur.
Snilldin í lagasmíðinni hlýtur að vera sú að hægt sé að búa til tvær svona ótrúlega áhrifamiklar og mismunandi útgáfur af sama laginu.
Ég er að leita að íbúð (reyndar ekki fyrir sjálfan mig) til leigu í þrjá mánuði í sumar. Þarf að vera 3 herbergja, í RVK og ekki mjög dýr. Ef þú veist um slíka íbúð, væri frábært ef þú gætir sent mér póst. 🙂
Ok, atburðarrás gærdagsins:
1. Eyþór Arnalds keyrir fullur á staur. Hann skiptir við kærustuna sína um sæti í bílnum til að koma sér undan. Flýr svo af vettvangi. Semsagt, þarna sé ég a.m.k. fjögur brot:
– Hann keyrir fullur – Eyþór leggur líf sitt og annarra í hættu
– Keyrir á staur – hann er nógu fullur til að keyra á staur í góðum aðstæðum
– Flýr af vettvangi
– Reynir að villla fyrir lögreglu (skiptin við kærustuna)
2. Hann næst af löggunni og viðurkennir brotin.
3. Hann gefur svo út [yfirlýsingu](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1201479). Í henni kemur efnislega þetta fram:
– Þetta er í fyrsta skipti, sem hann næst þegar hann keyrir fullur. (hann tekur ekki fram hvort þetta hafi verið í fyrsta skipti, sem hann keyrir fullur – bara að þetta sé í fyrsta skipti sem hann næst)
– Honum þykir þetta leitt og ætlar í meðferð.
– Hann ætlar ekki að draga sig útúr pólitík, heldur *einungis að draga sig í hlé á meðan á málinu stendur*. Eftir það ætlar hann væntanlega að taka sæti sitt í bæjarstjórn.
4. Geir Haarde [gefur út yfirlýsingu](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1201485) þar sem hann segir eftirfarandi: „Ég held að sá manndómur sem hann sýnir í þessu máli og tekur á sig, sem hlýtur að vera honum persónulega mjög þungbært, eigi að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn víkur sér ekki undan ábyrgð.”
Nú spyr ég: Hvað meinar Geir með þessu? Hvaða ábyrgð er Eyþór að taka? Hann tekur sér frí í nokkra mánuði! Hann segir aldrei að hann muni segja af sér embættinu þegar hann verður kosinn í það.
Enn og aftur þykjast menn geta komist upp með allt í íslenskri póltík.
Sylvía Nótt er [orðin þreytt](http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1201461). There, I said it.
Um helgina talaði ég við tvær 15 ára stelpur. Þær höfðu **aldrei heyrt** um Bob Dylan!
Nota bene, það var ekki bara að þær könnuðust ekki við tónlistina hans, heldur höfðu þær ekki svo mikið sem heyrt á Dylan minnst. Aldrei! Ég vil fá að vita hvað er í gangi í íslenskum skólum. Hvernig er hægt að hleypa fólki útúr skólunum án þess að það **hafi heyrt um** mesta tónlistarsnilling, sem var uppi á síðustu öld? Hvernig er það hægt? Er ekki tónlistarkennsla í skólum?
Kominn með nýju Neil Young plötuna, [Living With War](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/10149965/rid/10191400/) – ádeiluplata á GWBush. Lofar góðu við fyrstu hlustun. Young byrjaði að taka upp plötuna 29.mars á þessu ári. Fyrir þá, sem ekki vita – þá er Neil Young SNILLINGUR!
Hérna er [heimasíða plötunnar](http://www.neilyoung.com/lww/lww.html), þar sem meðal annars er bent á skemmtilega umfjöllun um hana. Og hérna er [Living With War bloggið](http://livingwithwar.blogspot.com/).
Ég spái því hér með, 15. maí 2006, að þetta sé næsti forseti Bandaríkjanna:
Mikið væri heimurinn nú betri ef hann hefði bara unnið árið 2000.
Ég elska LIVERPOOL!
Og Steven Gerrard er besti miðjumaður í heimi. Svo einfalt er það. Ég er enn hás eftir [leikinn í dag](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/05/13/17.08.17/). Mikið var þetta æðislega skemmtilegt!
París er óendanlega æðisleg. Þessi ferð var svo yndislega yndisleg að ég held að ferðasagan yrði alltof væmin til þess að birta hérna.
Má ég bara segja það að mér fannst æði að…
* …Vera í leigubíl á leiðinni heim af djamminu og fara bæði framhjá glerpíramídanum við Louvre og Notre Dame kirkjunni. Það fannst mér verulega flott.
* …sjá Eiffel turninn að kvöldi til
* …sjá hversu Mona Lisa er lítil
* …borða crepes
* …Liggja í sólinni með kærustunni í grasinu við Trocadero með útsýni yfir Eiffel turninn.
* …drekka rauðvín á hverjum einasta degi
* …hlusta á messu í Notre Dame, sem var áhrifameiri en allar messur sem ég hef verið viðstaddur. Jafnvel þótt ég skildi ekki orð.
* …labba í rigningunni yfir brýrnar yfir Signu
* …komast að því að Frakkar eru engir dónar
* …reyna að tala frönsku.
* …fá það á tilfinninguna að maður gæti ekki ímyndað sér stað, stund eða félagsskap sem myndi vera betri en það sem maður upplifði akkúrat á þeirri stundu
Ég er að mínu mati miklu skemmtilegri penni þegar ég er fúll útí eitthvað, þannig að ég læt frekari skrif bíða.
Set þó vonandi inn einhverjar myndir úr ferðinni á næstu dögum.
Soda Stereo eru svalir kallar, sem ég hélt einu sinni mikið uppá. Þeir byrjuðu sem 80’s popparar en enduðu sem nokkuð svalt rokkband um það leyti sem ég bjó sem skiptinemi í Venezuela.
Allavegana, fyrir tilviljun var ég að lesa nýjasta hefti Séð & Heyrt (sem ég fæ vegna keyptra auglýsinga) og á sama tíma akkúrat að hlusta á “*Por Qué No Puedo Ser Del Jet Set?*”, sem þýðir á íslensku “*Af hverju get ég ekki verið hluti af þotuliðinu*”. Vá, hvað þetta blað og þetta lag eiga vel saman.
Jet-set, por que no puedo ser del Jet-Set?
Jet-set, yo solo quiero ser del Jet-SetTengo mi agenda perfumada
Todas mis noches programadas
Voy a esos clubes reprivados
Y me alquile un convertible colorado
Con esa gente diferente
Yo me codeo .. que tipo inteligente
Tengo el bolsillo agujereado
Pero al menos tengo un Rolex
Lo he logrado
Jet-Set, porque no puedo ser del Jet-Set?
Jet-Set, yo solo quiero ser del Jet-SetEs el sueño de mi vida
Que una mujer me espere en la colina
Labios prohibidos, vestido escotado
Yo con mi auto, con los vidrios empañados
Caviar, champagne, un solo de saxo sensual
Y esa piel, que ni ver
Quiero mas
Nene por favor, cambia de canal
Jet-Set, porque no puedo ser del Jet-Set?
Jet-Set, yo solo quiero ser del Jet-Set?El show debe seguir, esta todo OK
Lo que para arriba es excentrico
Para abajo es ridiculez
Skilja ekki annars allir spænsku?
Jæja, ok – ég er farinn til PARÍSAR. Ji minn hvað ég er spenntur.
Er það ekki æðislegt að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka mark á skýrslum um íslenska hagkerfið, núna þegar þær eru orðnar [jákvæðar](http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1199491)?
* * *
**New rules**
Snillingur Bill Maher er með innslag í hverju þætti, sem hann kallar “new rules”. Þar leggur hann til nýjar reglur fyrir þjóðfélagsumræðuna. Ég ætla að apa þetta eftir.
Ég vil leggja til þessa meginreglu í íslenska þjóðfélagsumræðu: *Fólk, sem á jeppa, má ekki kvarta yfir bensínverði. Eingöngu þeir, sem keyra um á sparneytnum bílum mega tjá sig.*
…
Hvernig getur þjóð, þar sem meirihluti fólks keyrir um á jeppa, kvartað yfir bensínverði? Hlustum við á það þegar að alkohólistar kvarta yfir háu verði á brennivíni?
Önnur regla: Allir jeppaeigendur ættu að [lesa þessa grein](http://www.gladwell.com/2004/2004_01_12_a_suv.html). Hún er frábær. Prentið hana út og lesið hana.