Tónleikarnir með Chris Cornell í gær voru góðir. Fyrir tónleikana hitti ég nokkra vini mína í kvöldmat, sem átti upphaflega að vera á Aski (sem var fullur), svo á Trocadero (sem var lokaður), svo á Ruby Tuesday, Red Chilli og Pizza Hut (sem voru allir fullir) og endaði svo á McDonald’s. Mjög hressandi.
Það var engin upphitun, sem mér fannst fínt því Cornell var full fær um að halda kvöldinu uppi. Hann tók mörg af sínum bestu lögum og það er með ólíkindum að hlusta á manninn á tónleikum, því það er vandfundinn sá söngvari, sem hefur jafn kraftmikla rödd og hann.
Hápunktur kvöldsins var hans [besta lag](http://youtube.com/watch?v=mML2NhjyLyU), sem mér fannst fólkið taka furðu lítið undir. Mér finnst þó alltaf hálf skrýtið að sitja í stúku á svona rokktónleikum.
p.s. Veit einhver af hverju [þetta blogg](http://zumann.blog.is/blog/zumann/) er vinsælasta bloggið á blogg gáttinni? Er ég að missa af einhverjum skemmtilegheitum, sem að allir aðrir sjá?
Chris Cornell var besti maðurinn í dalnum í gærkvöldi, alveg frábærir tónleikar. Frábær Acoustic kaflinn hjá honum og í heild með betri tónleikum sem ég hef farið á. Ég sat í stúkunni og það sem fór í taugarnar á mér við það var eilíft ráp ákveðinna tónleikagesta sem gátu með engu móti setið kyrrir. Á rokktónleikum á maður ekki að vera í stúku, það lærði ég í gær. Það hefði verið gaman að heyra þetta lag í hans flutningi í gær: http://www.youtube.com/watch?v=TbcGM0piG04
Varðandi þetta vinsæla blogg þá skýrir prófíll höfundar auðvitað þessar svakalegu vinsældir: “Höfundur starfar sem sjálfstæður bókhaldari. Í stjórnmálum aðhyllist
þjóðleg, mið/hægrisinnuð viðhorf.” Hljómar spennandi?!
McDonalds fyrir tónleika? Ég fór nú á Serrano, fínn staður 🙂
Sammála um acoustic kaflann. Like a Stone var 10 sinnum betra á tónleikunum en á Audioslave plötunni.
Það má vera að þú hafir misst af ýmsu skemmtilegu hjá honum Zumann en þú varst ekki einn um að velta fyrir þér stöðu þessa bloggs. BloggGáttin hefur birt tilkynningu : http://sjalf.gattin.net/2007/09/09/misnotkun-a-blogggattinni/
Ég er nú ekki sammála þér að “Outshined” sé besta lagið hans Cornell, hann á nokkru betri en það. “Pretty Noose” þar fremst í flokki 😉
Síðan er ég nokkuð viss um að þetta hafi ekki verið mistök hjá Blogg gáttinni, ég held að fólk hafi farið þarna inn til þess að nota linkinn á þýsku Amazon búðina.
Smá innlitskvitt…alltaf gaman að rekast á vel skrifuð og áhugaverð blogg : )
Takk, Erla.
Og ég verð þá bara að vera þér ósammála, Sigurjón. 🙂