Í tilefni þess að besti sjónvarpsþáttur í heimi byrjar aftur í Bandaríkjunum annað kvöld, þá eru hér tvö snilldarmyndskeið.
Fyrst snilldarsamsetning á atriðinu þar sem flugvélin hrapar, séð frá sjónarhorni fólksins í flugvélinni og á eyjunni. Eftir því sem ég best veit, þá er þetta myndband klippt af aðdáanda þáttanna, sem hlýtur að vera snillingur:
Og hérna er svo official klippa þar sem farið er yfir allar seríurnar þrjár á 8 mínútum. Frábær upprifjun fyrir aðdáendur þáttanna.
Ég elska þessa þætti. Síðasta senan í seríu þrjú var einhver mesta snilld sem ég hef séð í sjónvarpi.
Sammála. Þessir þættir eru hreint frábærir og þriðja sería var reglulega góð eftir að önnur sería var á köflum dauf. Maður var helst að vona að þessu myndi ljúka með þriðju seríu, fólkinu yrði bjargað og ekkert meir en það verður spennandi að sjá hvort þeim takist í framhaldinu að halda uppi jafn góðum söguþræði og koma með nýjar víddir í þættina og fleiri magnaðar persónur.
Er ekki nóg að horfa á þessar 8 mínútur fyrir þann sem hefur aldrei fylgst með þessu? 🙂
Jú, það er eflaust hægt Aggi. Þú þarft sennilega að horfa á þetta oftar en einu sinni til að ná plottinu. Það er farið verulega hratt yfir.
Og já, Kári – ég var við það að gefast upp í seríu 2 og byrjuninni á 3, en síðustu 10 þættirnir í þriðju seríu voru hreint ótrúlegir.
Þetta eru snilldar þættir og í miklu uppáhaldi hjá mér, ég er bara strax orðin hrædd um að þeir klúðri endinum – hann verður að vera bitastæður!
Ætli þeir viti sjálfir hvert þeir stefna með þetta?
Guðrún, þeir eru allavegana búnir að setja sér takmark, sem mig minnir að séu tvö tímabil í viðbót – og er því byrjaðir að plana það hvernig þetta endar allt saman. Það er bara verst að þetta handritshöfundaverkfall gerir það að verkum að þetta tímabil verður styttra en áður var planað.
áhugavert… þar sem ég gafst upp í byrjun 3 seríu. En ég er að spegúlera eftir að hafa lesið etta að leggja í seríu 3 aftur. Ég elskaði seríu 1 – er sammála fyrrnefndum atriðum um 2 seríu – frekar braðgdauf .. en byrjunin á 3 seríu var hryllingur.
Tékka á þessu.
Já, Majae – ég var mjög nálægt því að gefast upp á sama tíma og þú.
Þú munt ekki sjá eftir því að horfa á seríu 3 – hún byrjar illa, en nær sér svo á frábært flug.