Bankahrun

Það er núna allt officially að fara til fjandans á bankamarkaðinum í Bandaríkjunum. Lehman Brothers varð gjaldþrota í gær og einnig var Merril Lynch seldur til Bank of America, að sögn þar sem að eigendur ML voru hræddir um að gjalþrot Lehman myndi enn auka á vantraust fjárfesta og setja ML í enn frekari vandræði. Því ákváðu þeir að selja.

Paul Krugman útskýrir hvernig þetta gat gerst í góðum pistli.

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er auðvitað virtur fræðimaður, með próf frá Harvard og MIT í hagfræði og hann kenndi hagræði (með áherslu á Kreppuna miklu) við NYU, Stanford og Princeton. Í Bandaríkjunum er nefnilega skipaður í stól Seðlabankastjóra hagfræðingur, sem er kunnugur öllu.

Á Íslandi er seðlabankastjóri hins vegar Davíð Oddson. Það fyllir mann ekki beint bjartsýni að vita til þess ef að svipaðar aðstæður kæmu upp á Íslandi.

McCain, Palin og fóstureyðingar

Andrew Sullivan, Repúblikani og íhaldsmaður, skrifar af hverju John McCain á ekki að verða næsti forseti Bandaríkjanna.  Mæli með þessari grein fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálum í USA.

Sullivan hittir akkúrat naglann á höfuðið yfir þessari mögnuðu tilefningu Söruh Palin sem varaforsetaefni Repúblikana.  Ástæðan er einföld – að æsa upp Kristna Repúblikana til að mæta á kjörstað – og það gerir hann með því að velja konu, sem er nógu harður andstæðingur fóstureyðinga fyrir þá. Palin er mótfallin fóstureyðingum, jafnvel þótt um sé að ræða sifjaspell eða nauðganir.  Einsog Sullivan segir:

And then, because he could see he was going to lose, ten days ago, he threw caution to the wind and with no vetting whatsoever, picked a woman who, by her decision to endure her own eight-month pregnancy of a Down Syndrome child in public, that he was going to reignite the culture war as a last stand against Obama. That’s all that is happening right now: a massive bump in the enthusiasm of the Christianist base. This is pure Rove.

Yes, McCain made a decision that revealed many appalling things about him. In the end, his final concern is not national security. No one who cares about national security would pick as vice-president someone who knows nothing about it as his replacement. No one who cares about this country’s safety would gamble the security of the world on a total unknown because she polled well with the Christianist base. No person who truly believed that the surge was integral to this country’s national security would pick as his veep candidate a woman who, so far as we can tell anything, opposed it at the time.

McCain has demonstrated in the last two months that he does not have the character to be president of the United States. And that is why it is more important than ever to ensure that Barack Obama is the next president. The alternative is now unthinkable. And McCain – no one else – has proved it.

via Talkinpointsmemo

Sullivan talar líka um viðbjóðslegar auglýsingar, sem að McCain herferðin hefur sýnt að undanförnu í Bandaríkjunum.  Þær eru hreinlega með ólíkindum, sérstaklega þar sem margar þeirra eru byggðar á stórkostlegum ýkjum eða hreinlega lygum.

Til dæmis þessi auglýsing, þar sem menn Obama eru tákngerðir sem úlfar, sem að ráðast á greyið Söruh Palin.  Talað er um að þeir hafi sent með flugi 30 lögfræðinga til að grafa upp skít um Palin.  Vandamálið er bara að þessi lögfræðingafullyrðing er lygi.  Sjá hér.

Hérna er svö allra ömurlegasta auglýsingin þar sem að McCain heldur því fram að eina sem að Obama hafi haft fram að færa í skólamálum sé það að hann hafi barist fyrir því að leikskólabörnum væri kennt um kynlíf áður en þau lærðu að lesa.  Einsog textinn í auglýsingunni segir: “Learning about sex before learning how to read?  Barak Obama – wrong on education – wrong for your family”

Þeir sem eru ekki hálfvitar geta væntanlega gefið sér að þetta er ekki satt, einsog hægt er að lesa um hér.  Obama studdi að það væri kynnt fyrir leikskólabörnum eftir hverju þau ættu að líta varðandi ókunnuga, svo sem einsog óviðeigandi snertingar.  Þessu snúa McCain og félagar uppí það að Obama vilji kenna börnum um kynlíf.

Sorglegt.

(smá viðbót: Palin hefur m.a. afrekað það að ljúga sjö sinnum opinberlega um sama hlutinn eftir að hún var tilnefnd).

Nýtt frá Apple

Nei, sko, iPod í skólalitnum mínum! Ég verð hreinlega að kaupa mér svoleiðis þegar að hann kemur út. 16 gb iPod Nano hljómar ekki illa.

* * *

Var að download-a iTunes 8 og verð að segja að mér líst rosalega vel á þær breytingar, sem gerðar hafa verið á uppsetningu forritsins og hvernig það presenter-ar plötur. Genius er ekki enn farið að virka, enda er tónlistarsafnið mitt mjög stórt og það tekur tíma að lesa yfir það.

Annars er það aðallega gleðilegt við iTunes að núna er hægt að kaupa sjónvarpsþætti í HD og að NBC er komið aftur inn, sem þýðir að ég get keypt The Office og loksins tékkað á 30 Rock. Ef ég bara hefði tíma.

Breytingar

Um helgina kláraði ég að flytja úr íbúðinni minni í Vesturbæ Reykjavíkur. Með því má segja að ákveðnu skeiði í mínu lífi sé lokið.

Ég flutti inná Hagamelinn árið 2002. Ég hafði upphaflega valið þessa íbúð með fyrrverandi kærustu minni og ætluðum við að flytja þar inn eftir að við kláruðum háskólann í Bandaríkjunum vorið 2002. Þau plön flugu útum gluggann þegar að við hættum saman stuttu fyrir útskrift. Ég byrjaði fljótlega með annari stelpu útí Bandaríkjunum en það samband átti svosem ekki mikla möguleika þar sem ég var á leiðinni heim úr námi.

Í lok júlí 2002 flutti ég svo heim til Íslands. Íbúðin á Hagamel var þá í tímabundinni útleigu þannig að í ágúst mánuði það ár bjó ég heima hjá mömmu og pabba. Það var ekki góður tími. Ég var í ástarsorg og kominn aftur heim til mömmu og pabba, sem var ekki beint góð tilfinning þegar að ég var orðinn 25 ára gamall. Auk þess var óvissan í kringum Serrano mikil. Upphaflega planið var að komast inní Smáralind (þar sem núna er Burger King) en Smáralindarmenn drógu lappirnar lengi vel og á endanum var okkur hafnað og þeir ákváðu að bíða eftir komu Burger King. Allan þennan ágúst mánuð var ég því mest heima hjá mömmu og pabba, bíðandi eftir svari frá Smáralind sem var svo að lokum neikvætt.

Í byrjun september 2002 flutti ég svo loks inní íbúðina við Hagamel og stuttu seinna sömdum við við Kringluna um fyrsta Serrano staðinn.

* * *

Ég bjóst svosem aldrei við að vera svona lengi á Hagamel og það er á vissan hátt gott að komast þaðan. Í þessari íbúð hef ég upplifað ansi mörg sambönd við stelpur og það má segja að með tímanum hafi mér hætt að þykja vænt um íbúðina. Ég fór að tengja hana alltof mörgum minningum, sem voru ekki endilega góðar.

Stuttu eftir að við opnuðum Serrano tók ég svo að mér markaðsstjórastarf hjá Danól, sem ég var í í nærri því þrjú ár. Þegar að var farið að líða á ár númer 2 í því starfi var ég þó orðinn verulega óánægður með það hvert mitt líf stefndi. Ég vissi að ég sá mig ekki áfram í því starfi og ég var orðinn óánægður á Íslandi. Mér fannst vinirnir vera að fjarlægjast mig með hverju árinu. Allt í kringum mig var fólk að eignast börn og áhugamál vina minna fjarlægðust mín með hverju árinu. Ég treysti því æ meira á sambönd við stelpur og því fór það meira og meira í taugarnar á mér þegar ég var á lausu.

Það má þó segja að nokkur tímamót hafi orðið haustið 2006 í ferð minni til Suð-Austur Asíu. Þar var ég nýkominn útúr sambandi við stelpu og hafði ansi langan tíma til að hugsa minn gang og hvert ég væri að stefna í þessu lífi. Ég komst að því að ég var ekki sáttur við sjálfan mig og ákvað að reyna að breyta hlutunum.

* * *

Það fyrsta var að átta mig á því að vinir mínir myndu ekki breytast. Þeir höfðu einfaldlega þroskast í aðra átt og það var til lítils að pirra mig á því, heldur þyrfti ég einfaldlega að gera eitthvað til að reyna að kynnast nýju fólki. Það má segja að það hafi tekist því að ég eignaðist mjög fljótlega frábæra vinkonu og svo kynntist ég fulltaf nýju og skemmtilegu fólki, sem að ég umgengst í dag. Allt þetta ár hef ég verið svo miklu hamingjusamari með mitt líf að það er í raun ótrúlegt.

Það sem ég ákvað líka í þessari Suð-Austur Asíuferð var að ákvörðun mín um að hætta hjá Danól hefði verið rétt og að ég yrði sennilega aldrei sáttur við mína vinnu nema að við myndum reyna fyrir okkur með Serrano í útlöndum. Við Emil höfðum rætt um þá möguleika allt frá fyrsta degi, en það má segja að eftir þessa ferð hafi farið af stað alvöru vinna í þá átt. Mér var allavegana alltaf ljóst að ég yrði aldrei fullkomlega ánægður með að reka Serrano “bara” á Íslandi.

Í mars á þessu ári hætti ég svo sem framkvæmdastjóri Serrano og Síam á Íslandi og Emil tók við þeirri stöðu af mér. Ég hef síðan einbeitt mér að því að koma á fót Serrano í útlöndum.

Fljótlega eftir að pælingar okkar um útrás byrjuðu þá ákváðum við að Svíþjóð væri hentugur kostur. Bæði er Stokkhólmur borg, sem ég get hugsað mér að búa í, og einnig fannst okkur markaðsaðstæður þar á veitingamarkaði henta ágætlega fyrir Serrano. Við Emil komum hingað í lok maí í fyrra og þar má segja að mér hafi endanlega tekist að sannfæra hann um að útrás væri vel möguleg og að Svíþjóð væri frábær kostur.

Síðan þá höfum við verið í samskiptum við ráðgjafafyrirtæki sem hefur hjálpað okkur við að finna mögulegar staðsetningar fyrir Serrano í Stokkhólmi. Sú vinna gengur ágætlega en hún tekur líka tíma. Í dag og í gær höfum við svo verið á fundum með hinum ýmsu aðilum varðandi mögulegar staðsetningar í borginni. Það er ekkert klárt með það ennþá, en þetta lofar góðu.

* * *

Þannig að á næstu vikum eða mánuðum mun ég flytja til Svíþjóðar til að reyna að fylgja þessu verkefni eftir. Það er dálítið furðulegt því að mörgu leyti hef ég sjaldan verið jafn ánægður með mitt líf heima á Íslandi. Ég er búinn að kynnast frábærri stelpu og fulltaf öðru skemmtilegu fólki. Fyrirtækið gengur vel og það er ótrúlegt að bera það saman í dag við það fyrirtæki sem ég byrjaði hjá í fullu starfi fyrir rétt tæpum tveimur árum.

En Serrano mun semsagt á næstu mánuðum opna sinn fyrsta stað í Stokkhólmi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess en í dag er þetta sennilega ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær.

*Skrifað í Stokkhólmi, Svíþjóð klukkan 16.30*

The Verve saman á ný

Hey, vissuð þið að Verve eru byrjaðir aftur saman og eru nýbúnir að gefa út plötu, sem fær fjórar stjörnur í Rolling Stones? Ég hafði allavegana ekki hugmynd um það en var verulega glaður þegar ég heyrði af því.

Hérna er fyrsta smáskífan og hún lofar góðu: Love is Noise

Eins frábær söngvari og Richard Aschroft er, þá er hann algjörlega ómögulegur án hinna Verve meðlimanna einsog síðustu 10 ár sólóferils hans sýna fram á. Það er hreinasti glæpur að þessi hljómsveit hafi ekki gefið út plötu í 11 ár síðan þeir gáfu út hina STÓRKOSTLEGU Urban Hymns árið 1997, sem var ásamt Ok Computer með Radiohead það langbesta sem kom út það ár.

Ég sá Aschroft spila á klúbbi í Chicago fyrir nokkrum árum og það var sorgleg upplifun. Hann er ekki nema 36 ára gamall, svo hann á nóg eftir og það er vonandi að hann hafi lært af þessum sóló mistökum og haldi núna hljómsveitinni saman.

Ömurlegheit

Núna hefur magaverkur bæst í fjölbreytta flóru veikinda hjá mér. Núna er ég að jafna mig á hné-aðgerð, með hausverk, viðbjóðslega hálsbólgu og kvef. Þessu viðbótar er kærastan mín í útlöndum þannig að það er enginn hérna til að vorkenna mér – og svo er ég að fara í vinnuferð til útlanda á mánudaginn.

Sjálfsvorkunin hefur náð nýjum og óvæntum hæðum.

* * *

Til viðbótar því að ég er að undirbúa vinnuferðina, þá er ég líka að flytja úr íbúðinni minni. Ég seldi hana fyrir einhverjum vikum og þarf að afhenda hana í næstu viku. Þar sem ég er að fara til Stokkhólms á mánudagsmorgun þá þarf ég að klára að flytja allt draslið mitt útúr íbúðinni á sunnudaginn. Þar sem hnéð er enn í rugli þá á ég voðalega erfitt með að flytja hluti niður fjórar hæðir þannig að ég þarf sennilega að væla einhverja greiða útúr vinum mínum.

Væl væl væææææl!

* * *

Í viðbót við allt þetta þá fer það viðbjóðslega í taugarnar á mér að sumarið á Íslandi sé búið í kringum miðjan ágúst mánuð.

Ok, núna þarf ég ekki að tuða meira næstu vikurnar.