Davíð og Geir byrjaðir að hækka skatta

Jammm, Davíð og Geir eru strax byrjaðir [að hækka skatta](http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1114398) eftir að hafa boðað skattalækkanir. En auðvitað er þetta bara áfengisgjald á sterk vín og það vita allir að við, sem drekkum gin, vodka, koníak eða aðra slíka drykki erum hvort eð er bara fyllibyttur, sem höfum ekki gott af því að vera að drekka. Þess vegna eru þessar skattahækkanir gríðarlega góðar fyrir okkur öll. Ekki satt?

Athyglisvert að þetta er klárað á einu kvöldi inní þingi. Íhaldið vill fá meira lof fyrir skattalækkanir, en reynir svo að þagga niður skattahækkanir.

Afturhaldskommatittsflokkur

Ja hérna, Davíð er aftur kominn í ham eftir veikindin. Hver fer í taugarnar á honum í dag?

Jú, Samfylkingin. Samkvæmt Davíð þá er Samfylkingin “[afturhaldskommatittsflokkur](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=22409)” Spurning um að fá álit Davíðs á því hvað Vinstri Grænir eru þá?

En ástæðan fyrir því að Samfylkingin er “afturhaldskommatittsflokkur”? Jú, Samfylkingin vill ekki að Ísland styðji árásastríð, sem eru háð á fölskum forsendum. Eflaust gæti maður skrifað pistil um hversu dónalegur og úr takti við samfélagið Davíð er. En ég nenni því ekki. Tekur einhver mark á Davíð þegar hann talar um Írak hvort eð er?

Matarboð

Nýja U2 platan er gargandi snilld. Einu sinni þótti mér flott að kalla U2 leiðinlega hljómsveit, en í dag eru þeir æði. Síðustu tvær plötur eru frábærar.


Er búinn að vera í tveim massívum matarboðum síðustu tvo daga. Fór í jólahlaðborð með vinnunni í Skíðaskálanum á föstudagskvöld. Ég er ekki mikið fyrir þessi jólahlaðborð, en steikarborðið reddaði mér fyrir horn.

Fór svo í bæinn með fulltaf fólki úr vinnunni. Val á skemmtistöðum var vægast sagt einkennilegt fyrir djamm hjá mér. Byrjaði á einhverjum stað, sem heitir víst Vínbarinn og er rétt hjá Skólabrú. Fór síðan á Thorvaldsen. Á báðum stöðum leið mér einsog ég væri yngsti einstaklingurinn þar inni. Jú, það var geðveikt sæt stelpa að bera fram drykki á Thorvaldsen, en þetta er ekki alveg mitt krád. Ekki enn allavegana.

Fór á tóman Hverfisbar, þar sem tvær viðbjóðslega fullar stelpur tóku upp hálft dansgólfið og urðu til þess að ég hellti bjór á nýju jakkafötin mín. Þetta var í raun önnur helgin í röð, þar sem ég var á djamminu í jakkafötum. Það er frekar skrítið. Mér leið svona eiginlega einsog ég væri kominn aftur í framhaldsskóla þegar maður hélt að maður væri rosa svalur í jakkafötum, reykjandi vindla inná Skuggabarnum. Mikið var samt gaman þá.

Lét svo draga mig á Sólon en þegar þangað var komið nennti ég þessu ekki lengur. Vikan er búin að vera bilun í vinnunni og ég var orðinn frekar þreyttur.

Þreytan kom svo bersýnilega í ljós í gær þegar ég svaf (með tveggja tíma vökuhléi) til klukkan 6. Dreif mig þá í annað matarboð, sem var “Thanksgiving” matarboð, sem matarklúbburinn minn hélt. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Einhvern veginn lendum við alltaf í sömu umræðinnu í þessum klúbb og svo fékk ég einhver svakalegustu skot, sem ég hef fengið, frá vinkonu minni, en þetta var samt frábært.

Ég var reyndar svo slappur þegar ég mætti í veisluna að ég gat varla borðað neitt, sem er þvílík synd, þar sem maturinn var æði. Kalkúnn með meðlæti er uppáhaldsmaturinn minn og ég fæ þann mat bara tvisvar á ári, þannig að það var synd að ég var svona slappur. En allavegana, þessar umræður, sem við dettum alltaf í í klúbbnum snúast rosalega oft um byggðamál á höfuðborgarsvæðinu, nokkurs konar togstreita milli miðbæjarins og Kópavogs. Ég ætla að skrifa aðeins um þetta hér á síðunni þegar ég nenni.

Núna eftir 45 mínútur er það Liverpool Arsenal. Tveir vinir ætla að kíkja í heimsókn og ég vona geðheilsu minnar vegna að Liverpool vinni!

Þróun?

Þetta er [magnað](http://www.cbsnews.com/stories/2004/11/22/opinion/polls/main657083.shtml). Magnað!:

>Overall, about two-thirds of Americans want creationism taught along with evolution. **Only** 37 percent want evolutionism replaced outright. (feitletrun mín)

Hólí krapp! 37% Bandaríkjamanna vilja að hætt verði að kenna þróunarkenninguna í skóla. Og ekki nóg með það, heldur finnst fréttamanni CBS það vera svo lítið að hann segir “Only 37%”.

**37% Bandaríkjamanna** vilja að börnum sé eingöngu kennt í skóla að Guð hafi skapað heiminn á einni viku! Það þýðir að maður getur lært meira um vísindi með því að horfa á [Friends þátt](http://www.friends-tv.org/zz203.html) heldur en að fara í barnaskóla í Bandaríkjunum.

Spurning?

Ferðin til Danmerkur var fín. Við eyddum mestum tímanum í smábæ um klukkutíma frá Kaupmannahöfn. Við höfðum líka smá lausan tíma í Kaupmannahöfn. Ég heimsótti systur mína og fjölskyldu hennar, en þau búa í útjaðri Kaupmannahafnar. Tapaði m.a. 15 sinnum fyrir litla frænda mínum í Mario Kart.

Svo labbaði ég um Strikið, verslaði eitthvað og fór svo í þunglyndi þegar ég sá að Liverpool hafði tapað og Luis Garcia væri meiddur.

En tilefni þessarar færslu var ekki ferðasaga, enda er ferðasagan frekar ónýt. Nei, spurning mín er þessi:

”Er hægt að taka mark á fólki, sem finnst Britney Spears ekki sæt?”

Un, dos, tres, CATORCE!

Helgin…

Þetta er búin að vera frábær helgi. Á föstudaginn héldum við tveggja ára afmæli Serrano á Pravda. Við héldum aldrei opnunarpartý og ekki heldur uppá eins árs afmælið og því bættum við úr því á föstudaginn.

Allavegana, við buðum fulltaf fólki, starfsmönnum, vinum og fjölskyldum og þetta var meiriháttar. Í gær fór ég svo með vini mínum á jólakynningu Skífunnar, þar sem m.a. Quarashi spiluðu. Þar var gríðarlegt magn af áfengi og nýttum við okkur það til hins ítrasta. Þegar partíið var búið fórum við tveir niðrí bæ. Fórum fyrst á Bar Bianco. Sá staður er snilld! Síðan kíktum við yfir á Hverfisbarinn. Frábært kvöld.

Ótrúlegt en satt, tvö æðisleg djömm á einni helgi. Hef sjaldan skemmt mér jafnvel á djamminu og um þessa helgi.


[Þessi slagsmál](http://establishedboard.com/brawl/brawl.html) eru svakaleg. Fyrrverandi Chicago leikmaðurinn (og sækóinn) Ron Artest stekkur uppí stúku og lemur áhorfendur. Ótrúlega magnað!


Ég er á leiðinni til Köben á eftir. Við erum tveir að fara í heimsókn til Haribo, sem er nálægt Kaupmannahöfn. Verðum þar fram á miðvikudag og höfum m.a. smá lausan tíma, sem ég ætla að nýta til að hitta systur mína og fjölskyldu hennar, sem býr í Köben.

The O.C.

  • Hæ, ég heiti Anna og er sæt

Einsog lesendur þessarar síðu hef ég afskaplega skrítinn sjónvarpssmekk.

[Fyrr á þessu ári skrifaði ég um The O.C.]( https://www.eoe.is/gamalt/2004/05/08/10.58.19/index.php) Uppáhalds sport pistlahöfundurinn minn, Bill Simmons skrifaði nefnilega skemmtilegan pistil þar sem hann dissaði Friends á meðan hann hrósaði The O.C. í hástert og sagði þáttinn verðugan arftaka Beverly Hills 90210, sem var í miklu uppáhaldi hjá mér á árum áður.

Allavegana, ég ákvað að kaupa mér season 1 á DVD þegar ég var á leiðinni heim frá París í síðasta mánuði. Ég sé ekki eftir því. The O.C. er nefnilega fokking snilld! Þetta er sápuópera af allra bestu gerð.

Fyrir þá, sem ekki þekkja þættina þá fjalla þeir um Ryan, 17 ára strák sem býr í fátækrahverfi Los Angeles en er ættleiddur af ríkri fjölskyldu í Orange County. Þar hittir hann fyrir einkasoninn Seth og verða þeir bestu vinir. (ef þú hefur ekki séð Season 1, en ætlar þér að sjá það, myndi ég hætta að lesa…Núna!)

Fyrir stórkostlega tilviljun þá býr geðveik gella, sem heitir Marissa, í húsinu við hliðiná (af hverju gerist ekki svona í alvörunni? AF HVERJU?). Þau verða ástfangin. Vandinn er að Marissa er á föstu (hún gæti verið íslensk) með aðal íþróttagaurnum í skólanum, Luke. Hann er ýkt vinsæll en vinsældir hans hrapa þegar fólk kemst að því að pabbi hans er hommi.

Allavegana, Marissa og Ryan verða ástfanginn, Luke heldur framhjá Marissu í Mexíkó, hún reynir að fremja sjálfsmorð, lifir það af og byrjar svo með Ryan, sem er alltaf ýkt þögull og gáfulegur og umhyggjusamur.

Á meðan þetta gerist er Seth, stjarna þáttanna, alltaf að reyna við Summer, stelpuna, sem hann hefur verið ástfanginn af síðan hann var lítill. Til að reyna við hana fær hann aðstoð frá Önnu, vinkonu sinni. Fyrir algjöra tilviljun er Anna *geðveikt sæt* og því verður Seth ástfanginn af báðum. Hann byrjar fyrst með Önnu, en hættir svo með henni og byrjar með Summer.

Nú, Marissa kynnist þá geðsjúklingi, sem heitir Oliver og verður vinkona hans. Oliver er geðsjúkur og verður sturlaður af ást á Marissu. Hún fattar þetta ekki, Ryan verður afbrýðisamur, þau hætta saman, Oliver reynir að fremja sjálfsmorð og smám saman byrja Ryan og Marissa saman aftur.

Eeeeen í millitíðinni kemur gamla kærastan hans Ryan inní þættina. Hún er að fara að giftast gaur, sem ber hana. Áður en þau giftast sofa Ryan og hún saman og hún verður ófrísk.

Á meðan allt þetta gerist eru foreldrar Marissu að skilja. Mamma hennar byrjar með afa Seth, hættir svo með honum og byrjar með Luke, fyrrverandi kærasta dóttur sinnar, en hættir svo með honum og giftist afa Seth. Pabbi Marissu, sem var einu sinni kærasti mömmu Seth, reynir aftur við mömmuna, gefst upp og endar þá með systur hennar.

Pabbi og mamma Seth eru hins vegar ýkt góð og spök. Pabbinn er góður lögfræðingur og er fyndinn líkt og sonurinn. Mamman á ríkan pabba og heldur öllu saman. Þau lenda reyndar í Swingers partíi, en þora ekki að taka af skarið.


Þannig er nú það. Einn sólarhringur af O.C. í nokkrum málsgreinum. Þið hljótið að sjá hvað þetta er mikil snilld!

Ég er þó sammála Simmons að framleiðendur þáttanna hafi ekki gert sér grein fyrir styrkleika þáttanna fyrirfram. Þeir áttu augljóslega að fjalla um Ryan og Marissu, en þau eru bara frekar leiðinleg og án efa veikasti hluti þáttanna. Miklu skemmtilegri eru Seth og Summer, ásamt foreldrunum. Ætli næsta sería muni ekki endurspegla vinsældir þeirra.

Ég bíð allavegana spenntur.

Nýr server

Þessi síða, ásamt [Liverpool blogginu](https://www.eoe.is/liverpool) og fleiri síðum er núna komnar yfir á splunkunýjan server.

Hvað þýðir þetta fyrir þig?

Jú, meiri hraði!!!

Komment ættu núna að koma inná síðuna á 6-7 sekúndum. Það er mikill munur frá því, sem áður var. Jei!

Elsa

Kannski er þetta bara ég, en mér finnst [Elsa Benitez sæt](http://center.sportscn.com/huabian/huabao/lg_1-6.html). Reyndar verulega sæt.

Ég vildi bara koma þessu að, af því að ég hef ekkert til að tala um. Jú, [þetta](http://www.jupiterfrost.net/archives/2004/11/15/18.08.18/index.php) eru ljómandi skemmtilegar umræður.

Nýtt útlit! Húrra!!!

Ehm, ok, ég var semsagt að breyta útlitinu á síðunni.

Ég verð seint kallaður mikill hönnuður, þannig að þetta er svona stolið úr ýmsum áttum. Hélt eftir litaþemanu (eða hluta af því) frá síðustu hönnun.

Ég skelli þessu upp núna, en mun skrifa meira um þetta og bæta við útlitið á næstu dögum. Það eru eflaust fullt af síðum, sem eru í hassi. Laga það síðar. En núna.. svefn.