Negrar í 60 mínutum

Ég var að horfa á 60 mínútur, þar sem var meiriháttar skemmtileg fréttaskýring um John Stilgoe, prófessor í Harvard. Fréttaskýringin um hann var frábær en samt þá sjokkeraðist ég talsvert þegar ég rak augun í íslenska textann við þáttinn.

Stilgoe talar nefnilega um svertingja, sem hann kallar einsog flestir hvítir í Barndaríkjunum, African-American. Og hvað orð notar þýðandinn yfir þann kynþátt? Jú, Negrar!

Kannski hef ég búið of lengi í Bandaríkjunum, en mér finnst þetta með ólíkindum ljótt orð, sem gerir lítið úr þessum kynþætti. Ég hef aldrei heyrt umræðu um orðanotkun fyrir svertingja á Íslandi. Eflaust af því að það eru svo fáir svartir á Íslandi. Ég leyfi mér þó að fullyrða að flestum sé illa við orðið negri, enda gerir það lítið úr svertingjum með að vísa til þrælkunar fyrr á tímum.

Eða er svertingi kannski líka ljótt orð? Ég hef oftast notað það, þar sem það er mótvægi við “hvítur”, sem fáum finnst vera móðgandi (allavegana ekki mér). Ég þoli hins vegar ekki þegar fólk notar orðið negri. Ég heyri það alltof oft og þá nánast undantekningalaust á niðrandi hátt um svertingja. Fyrir mér er þessi orðanotkun augljóst merki um kynþáttafordóma, sem ég hef mikla óbeit á.

Myndavesen – Smá hjálp

Ok, ég held að ég viti nokkurn veginn hvað vandamálið er varðandi myndirnar. Ég þarf að fá smá hjálp. Þarf að biðja einhvern, sem á við þetta vandamál að stríða um að prófa að slökkva á browsernum (eða gera hvað sem viðkomandi gerir vanalega til að fá myndir upp aftur), og kveikja aftur á honum og fara beint á www.eoe.is/test

Endilega látið mig vita hvort síðan lagast þá (myndirnar hérna til hliðar eiga þá að hverfa en Vestmannaeyjamyndin á að sjást áfram). Takk takk 🙂

Vandamál með myndir á síðunni

Ok, ég ætla að biðja um smá nörda-aðstoð. Málið er að nokkrir hafa kvartað við mig varðandi hvernig þessi síðar sýnir myndir. Það virðist svo vera sem að menn lendi oft í því að bara nokkrar myndir sjáist á síðunni.

Oft hefur þetta líka þau áhrif að ef að fólk fer yfir á aðrar síður af síðunni minni, þá sér það engar myndir. Þetta virðist einskorðast við PC vélar, en ekki endilega einhverja eina útgáfu af vafra eða stýrikerfi.

Hefur einhver hugmynd um af hverju þetta getur stafað?

Uppfært: Ég setti inn fyrirspurn á Ask Metafilter og þar er ég strax búinn að fá nokkur svör og tillögur, sem ég ætla að prófa í kvöld. Það auðveldasta virðist vera að þeir, sem sjá þetta vandamál með Explorer eiga að uppfæra Explorer hjá sér. Þá lagast þetta allt 🙂

Hárið mitt, þriðji hluti

Á laugardaginn lét ég verða af því að snoða mig. Ég var kominn með algert ógeð á hárinu á mér. Nennti ekki lengur að hafa áhyggjur af síddinni eða greiðslunni eða öllu þessu kjaftæði.

Ég meina hei. Þannig að í mótmælaskyni er ég búinn að snoða mig. Er ekki ágætt að byrja þetta ár á upphafsreit?

Einar Örn með hár (á Jóladag)

Einar Örn snoðaður (12. janúar)

Uppfært: Hérna er þriðja myndin: Ég að snoða mig. Reyndar byrjaði ég bara sjálfur, en svo fékk ég aðstoð frá Þórdísi hárgreiðsluséní. 🙂

Einar setur saman húsgögn á föstudagskvöldi

Jedúddafokkingmía hvað þetta föstudagskvöld er búið að vera viðbjóðslega leiðinlegt.

Ég ákvað nefnilega fyrir nokkru að kaupa mér hillur í stofuna til þess að ég gæti losað mig við fermingarhúsgögnin mín. Ég keypti hillur í Innx og indæl afgreiðslukona þar sagði mér að samstæðan væri auðveld og skemmtileg í uppsetningu.

Jæja, hún laug! Þetta er djöfullega erfitt og veeeðbjóðslega leiðinlegt í uppsetningu. Þvílík ósköp! Ég er búinn að bogra yfir þessu kófsveittur í þrjá tíma og ég er ekki einu sinni hálfnaður. Já, ég segi það og skrifa: Sjálfur Anti-Kristur vinnur við það að hanna húsgögn hjá dönsku húsgagnafyrirtæki.

Það eina, sem stendur uppúr kvöldinu var frábær Simpsons þáttur og fyndin svínasúpa. “Stjórnarfundabrandarinn” var hrikalega fyndinn. Eða kannski er ég bara karlremba.

Já, og djöfull er “Wonder of You” með Elvis gott lag. Ójeeee.

Takk fyrir og góða nótt

Hvaða lag er ég með á heilanum?

Ok, ég fór semsagt á Felix fyrir einhverjum vikum síðan. Þar heyrði ég lag, sem allir á staðnum virtust kunna. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvaða lag þetta er.

Þetta er rólegt R&B lag, það er strákur, sem syngur/rappar og í viðlaginu er orðið “fuck” notað svona 300 sinnum. fuck all the ? and fuck all the ? Geri ráð fyrir því að þetta sé mjög nýlegt lag. Ég er búinn að vera með þetta á heilanum síðan og það er að gera mig geðveikan að vita ekki hvaða lag þetta er. Auk þess er mjög pirrandi að vera með lög á heilanum, sem maður kann ekki nema 5 orð í textanum af 🙂

Ok, veit einhver hvaða lag þetta er? Katrín? Kristján? Einhver?

Siiiigur

Aaaaaaaaah, Liverpool vann.

Ég var næstum því búinn að gleyma þessari tilfinningu. Þessari sælutilfinningu, sem maður fær eftir að hafa öskrað allt kvöldið og liðið manns vinnur. Svo stendur maður upp og einhverjir Man United aðdáendur fara að setja útá leik Liverpool eða stöðu liðsins í deildinni. Og manni er nákvæmlega sama! Þetta hljómar bara einsog suð í eyrunum á manni, því Liverpool vann og þá skiptir ekkert annað í þessum heimi máli.

Einhvern veginn var þetta allt nógu yndislega súrealískt til að virka. Liverpool höfðu ekki unnið á Stamford Bridge síðan ég var 12 ára og þegar maður sá liðsuppstillinguna fékk maður sjokk. Heskey einn frammi, BRUNO CHEYROU inná (hann hefur aldrei leikið vel fyrir Liverpool), Henchoz í hægri bakverðinum og Traore í þeim vinstri.

Svo hefst leikurinn og Bruno Cheyrou og Emile Heskey eiga stórkostlegan samleik og skora frábært mark. Svona hlutir bara gerast ekki! Svo meiðist Dudek og einhver Patrice Luzi þarf að koma inná. Ég hef lesið um þennan gaur en hafði aldrei séð hann. Við Friðrik sögðum að annaðhvort myndi hann verja frábærlega eða klúðra hrikalega. Og hvað gerist, jú hann ver frábærlega. Svo er Diouf rekinn útaf vegna þess að skóreimin hans festist í reiminni hjá Mutu (þetta gerðist í alvöru!). En þrátt fyrir það þá ná Liverpool menn að halda áfram baráttunni og Chelsea ná varla að skapa sér eitt færi.

Þetta tímabil hefur verið svo hræðilegt og það hefur gerst svooo sjaldana að mér hefur liðið vel útaf Liverpool.

Þess vegna ætla ég að leyfa mér að njóta þessa sigurs einsog við hefðum verið að vinna titil. Það er magnað hvað maður er fljótur að gleyma öllu þessu slæma.

Bjartsýnismaðurinn Einar

Sjaldan hef ég bundið jafnlitlar sigurvonir við Liverpool leik og ég geri fyrir leikinn við Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. Ekki nóg með að Liverpool hafi leikið hræðilega undanfarið og að 6 leikmenn úr besta byrjunarliðinu (Kirkland, Finnan, Carragher, Gerrard, Baros og Owen) séu meiddir, heldur hefur liðið ekki unnið á Brúnni í 14 ár.

Ég býst alltaf við því að Liverpool vinni. Ég man aldrei eftir að hafa horft á Liverpool leik (jafnvel í verstu svartsýnisköstum), þar sem ég á ekki von á því fyrirfram að liðið vinni leikinn. Í kvöld held ég að ég komist ansi nálægt því að búast við tapi.

En samt er ég alltaf þessi óhóflegi bjartsýnismaður. Kannski lærir Danny Murphy að spila fótbolta, kannski kemst Hamann uppað vítateig andstæðinganna, kannski verður Owen með, kannski skorar Emile Heskey, kannski á Riise sendingu á samherja. Alltaf held ég í einhverja von.

Spá mín: Jú, 2-1 fyrir Liverpool. Heskey og Pongolle skora. Og hananú!

Ætla að hitta vini mína og horfa á leikinn, sem hefst eftir klukkutíma. Get ekki beðið!

Siiiigur

Aaaaaaaaah, Liverpool vann.

Ég var næstum því búinn að gleyma þessari tilfinningu. Þessari sælutilfinningu, sem maður fær eftir að hafa öskrað allt kvöldið og liðið manns vinnur. Svo stendur maður upp og einhverjir Man United aðdáendur fara að setja útá leik Liverpool eða stöðu liðsins í deildinni. Og manni er nákvæmlega sama! Þetta hljómar bara einsog suð í eyrunum á manni, því Liverpool vann og þá skiptir ekkert annað í þessum heimi máli.

Einhvern veginn var þetta allt nógu yndislega súrealískt til að virka. Liverpool höfðu ekki unnið á Stamford Bridge síðan ég var 12 ára og þegar maður sá liðsuppstillinguna fékk maður sjokk. Heskey einn frammi, BRUNO CHEYROU inná (hann hefur aldrei leikið vel fyrir Liverpool), Henchoz í hægri bakverðinum og Traore í þeim vinstri.

Svo hefst leikurinn og Bruno Cheyrou og Emile Heskey eiga stórkostlegan samleik og skora frábært mark. Svona hlutir bara gerast ekki! Svo meiðist Dudek og einhver Patrice Luzi þarf að koma inná. Ég hef lesið um þennan gaur en hafði aldrei séð hann. Við Friðrik sögðum að annaðhvort myndi hann verja frábærlega eða klúðra hrikalega. Og hvað gerist, jú hann ver frábærlega. Svo er Diouf rekinn útaf vegna þess að skóreimin hans festist í reiminni hjá Mutu (þetta gerðist í alvöru!). En þrátt fyrir það þá ná Liverpool menn að halda áfram baráttunni og Chelsea ná varla að skapa sér eitt færi.

Þetta tímabil hefur verið svo hræðilegt og það hefur gerst svooo sjaldana að mér hefur liðið vel útaf Liverpool.

Þess vegna ætla ég að leyfa mér að njóta þessa sigurs einsog við hefðum verið að vinna titil. Það er magnað hvað maður er fljótur að gleyma öllu þessu slæma.

Bjartsýnismaðurinn Einar

Sjaldan hef ég bundið jafnlitlar sigurvonir við Liverpool leik og ég geri fyrir leikinn við Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. Ekki nóg með að Liverpool hafi leikið hræðilega undanfarið og að 6 leikmenn úr besta byrjunarliðinu (Kirkland, Finnan, Carragher, Gerrard, Baros og Owen) séu meiddir, heldur hefur liðið ekki unnið á Brúnni í 14 ár.

Ég býst alltaf við því að Liverpool vinni. Ég man aldrei eftir að hafa horft á Liverpool leik (jafnvel í verstu svartsýnisköstum), þar sem ég á ekki von á því fyrirfram að liðið vinni leikinn. Í kvöld held ég að ég komist ansi nálægt því að búast við tapi.

En samt er ég alltaf þessi óhóflegi bjartsýnismaður. Kannski lærir Danny Murphy að spila fótbolta, kannski kemst Hamann uppað vítateig andstæðinganna, kannski verður Owen með, kannski skorar Emile Heskey, kannski á Riise sendingu á samherja. Alltaf held ég í einhverja von.

Spá mín: Jú, 2-1 fyrir Liverpool. Heskey og Pongolle skora. Og hananú!

Ætla að hitta vini mína og horfa á leikinn, sem hefst eftir klukkutíma. Get ekki beðið!