Þetta komment segir allt, sem ég vil segja um Liverpool í dag.
Fyrir 10 mánuðum skrifaði ég þessa grein: “Houllier burt!“. Hún lýsir enn þann dag í dag vel því vonleysi, sem ég finn ennþá fyrir þegar ég horfi á mitt uppáhaldsfótboltalið spila.
Houllier er ekki maðurinn til að koma Liverpool aftur á toppinn. Ég er búinn að átta mig á því, langflestir stuðningsmenn Liverpool eru búnir að komast að því og í raun eru langflestir knattspyrnuunnendur búnir að átta sig á því.
Hvenær áttar stjón Liverpool sig á því?
Ég er ekki bara fúll þegar Liverpool tapar, ég þjáist nær alla daga. Ég verð þunglyndur þegar ég hugsa um liðið og það að horfa á liðið færir mér nær enga ánægju, einungis kvíða og reiði. Í dag var ég svo reiður að ég hugsaði alvarlega um að henda matnum mínum í sjónvarpið. Á endanum varð ég að fá útrás og ég hrópaði að sjónvarpinu mínu: “Ég þoli ekki að sjá þig lengur, þjálfaraasni!”
Ég sat einn heima hjá mér á laugardagseftirmiðdegi og öskraði á manninn í sjónvarpinu!! Ég held að Houllier, Heskey og þetta Liverpool lið séu farin að hafa áhrif á geðheilsu mína. Ég get bara ekki þolað þessi vonbrigði mikið lengur!
Ég er búinn að sjá nóg. Getur einhver bjargað liðinu mínu?