Author: einarorn
Skráning
Ég var að skrá mig í tíma fyrir næstu önn. Mér var frekar aftarlega í röðinni að þessu sinni og voru því margir tímar uppteknir. T.d. voru tveir hagfræðitímar, sem ég ætlaði að fara í orðnir fullir. En ég fer allavegana í hagmælingu (þýðing á Econometrics), kynningu á rússneskum bókmenntum, sögu og bókmenntir Suður-Ameríku fyrir 1888 og stærðfræði. Hljómar spennandi, ekki satt?
Gifting
Ég var að frétta að Genni vinur minn og Sandra, kærastan hans væru að fara að gifta sig í Júlí. Þvílík snilld. Þar sem Genni veit ekki hvað tölvupóstur er, þá er ekkert hægt að óska honum til hamingju, en ef þau lesa þetta, þá segi ég bara til hamingu.
Menning
Hildur og ég fórum á Art Institute of Chicago, sem er sennilega með merkari söfnum í heiminum. Við vorum að fara í fyrsta skiptið á þetta safn og var það alveg frábært. Þarna eru mörg fræg verk, einsog Mao eftir Andy Warhol, Nighthawks eftir Edward Hopper, American Gothic eftir Grant Wood og fleiri þekkt og frábær verk.
Go
Ég sá myndina Go í gær og fannst mér hún nokkuð góð. Ég er ekki ennþá byrjaður að læra, en ég fer vonandi að komast í stuð.
Heldurðu að þú sért klár?
Heldurðu að þú sért klár?
EM
Ég var að komast að því að Evrópukeppnin byrjar áður en ég kem heim. Ég verð því að láta taka upp fyrir mig fyrsta leikinn með Hollandi, sem er mitt lið. Reyndar hef ég dálitlar tilfinningar til Tékka, þar sem uppáhaldsknattspyrnumaðurinn minn, Patrik Berger leikur með þeim. Annars eru hérna tvær ágætar Euro 2000 síður: Teamtalk Euro 2000 og Eurofinals 365.
Clubbing
Ég og Hildur fórum í gærkvöldi á Circus, sem er einn stærsti næturklúbburinn hérna í Chicago. Hann er geðveikur. Maður sér hvað það vantar mikið almennilegan næturklúbb heima á Íslandi.
Skólinn búinn
Ég kláraði skólann í gær og var það bara fínt. Síðasti fyrirlesturinn var saga Sovétríkjanna og var það frábær fyrirlestur. Prófessorinn var í ham einsog vanalega.
Hár
Í gær, þá litaði ÉG hárið á Hildi brúnt. Kannski ætti ég að fara í hárgreiðslunám? Hildur snoðaði mig líka fyrir nokkrum dögum og tókst henni nokkuð vel upp.