Springsteen, Serrano og Vista

Það er alveg ljóst hvað mun einangra iTunes, iPod og iPhone spilun hjá mér á næstunni. Enda er ágætt að fá smá hvíld frá Kanye.

Nýji diskurinn frá Kanye West er búinn að vera í ansi mikilli spilun hjá mér að undanförnu og get ég ekki annað en mælt með honum. Ég verð þó að segja að við fyrstu hlustun virkar Magic með Springsteen alveg rosalega vel á mig. Þetta er hressara rokk en á síðustu plötum, sem er gott mál.

* * *

Einsog einhverjir glöggir menn hafa sennilega rekist á í atvinnu-auglýsingum uppá síðkastið, þá erum við að fara að opna þriðja Serrano staðinn í september nóvember. Sá verður í Smáralind í því bili, þar sem áður var Wok Bar Nings. Það kom upp fyrir nokkrum mánuðum að Nings menn vildu hætta með Wok Barinn í Smáralindinni og höfðu þeir því samband við mig. Við höfðum verið að líta í kringum okkur með húsnæði á svipuðum slóðum og leist okkur því strax vel á þetta.. Samningaviðræður tóku tiltölulega stuttan tíma við Nings og svo Smáralind og í lok júlí var þetta allt orðið klárt.

Þessi staður mun að mörgu leyti marka tímamót í sögu Serrano, því þarna munum við í fyrsta skipti opna alvöru, stóran stað með okkar eigin sal. Í dag rekum við staði inná bensínstöð og á matarsvæði í verslunarmiðstöð, þar sem við höfum enga stjórn á umhverfinu sem fólkið borðar í. Í Smáralind höfum við hins vegar fullt vald yfir því hvernig staðurinn mun líta út, hvernig tónlist verður spiluð og almennt séð hvernig andrúmsloftið verður.

Við réðum því til liðs við okkur hönnuð, sem hefur teiknað upp heildarútlit staðarins, sem ég held að verði mjög smart. Við munum líka leggja áherslu á að þetta verði fjölskylduvænni staður en hinir staðirnir eru í dag. Vinna við breytingar á staðnum eru nú þegar hafnar, en hann mun verða mjög ólíkur því sem að var þegar að Nings var þarna inni. Stefnt er að opnun í byrjun nóvember.

* * *

Meðal annars vegna þessa og líka alls í kringum Síam hefur vinnan mín verið ótrúlega spennandi og skemmtileg að undanförnu. Eftir einn mánuð verðum við komin með 4 veitingastaði og ég er að gæla við þann draum að salan í desember á Serrano og Síam verði meiri en ársveltan fyrsta árið, sem við vorum með Serrano í Kringlunni. Þar sem við höldum uppá 5 ára afmæli Serrano eftir tæpan mánuð, þá eru þetta spennandi tímar.

* * *

Þegar við keyptum tölvu fyrir Síam bað ég um að fá Windows XP inná tölvuna hjá Nýherja. Eitthvað virðist það hafa klikkað hjá þeim og því kom tölvan með Windows Vista. Þvílíkur bévítans hroðbjóður sem það stýrikerfi er nú. Fyrir það fyrsta þá fokkar það upp Office pakkanum okkar og núna þarf ég að leita í 20 mínútur að tökkunum sem ég notaði áður og auk þess þá koma upp einhverjar endalausar spurningar frá stýrikerfinu hvort ég sé viss um hvort ég vilji gera þetta eða hitt.

Annars sé ég ekki annað að þetta sé bara XP með rúnuðum gluggum og leiðinlegu böggi. Ég mun seint skilja af hverju allur heimurinn er ekki búinn að skipta yfir í Apple tölvur. Ég játa það alveg að fyrir 5-6 árum var ég ekkert með neitt sérstaklega mikið sjálfstraust sem Makka aðdáandi, en í dag þyrfti að borga mér stórar fjárhæðir fyrir að vinna vinnu þar sem ég þyrfti að nota Windows vél.

Annars hefur iPhone-inn minn það bara ágætt.

18 thoughts on “Springsteen, Serrano og Vista”

 1. Eins og það tók mig langan tíma að prófa matinn á þar, þá fullyrði ég hér með að fahitas burrito á Serrano er besti skyndibit í heiminum! .. og ferska salsað er geðveikt og við erum að tala um að ég borða ekki einu sinni ferska tómata..

 2. Heyrðu Einar hvað notaðist þú við þegar þú crackaðir iphone græjuna þína ? Og er þetta mikið mál ?
  Er á leið til usa og aldrei að vita nema að maður freistist. Þá er ekki verra að vita um staðfest tilfelli þess að hægt sé að fá græjuna til að virka 🙂

 3. Er ekkert slæmt að vera með einangraða spilun? Heyrirðu þá nokkuð?

 4. Sæll Einar,

  Ég nota office 2007 og eftir þetta 5min pirr sem fylgdi því að finna ekki nátt þá er ég drullu sáttur. Spurning hvort þú gefir þér ekki 1/4 af þeim tíma sem þú eyddir til að læra á Ipod til að átta þig á Vista og office 2007 🙂 Þetta er eingöngu spurning um að breyta notkunarhugsun sinni!!

  Annars hefði ég keypt vélina af EJS en ekki nýherja 🙂

 5. Ingi, vandamálið er ekki ég sjálfur. Ég er sáttur á Mac og nota þar Pages og Excel fyrir Mac. Vandamálið er að ég þarf að kenna öðrum á kerfi sem ég kann ekkert á (til dæmis verslunarstjórum).

  Það tók mig svona 2 mínútur að læra á iPhone. Ég kæmist ekki langt á einni mínútu í Office. Það má vel vera að þetta sé framför, en ég nenni bara ekki að setja mig inní þetta, nema þá að þetta verði svona á Office fyrir Mac líka. Þetta er því kannski ekki sanngjörn gagnrýni, en svona er það bara.

  Kolla: Frábært að heyra 🙂

  Kristinn: Þú verður að athuga að á næstunni munu iPhone-arnir í verslunum vera með 1.1.1 stýrikerfinu, sem er enn ekki hægt að crack-a. Minn kom með 1.0.2, sem var í lagi. Ég notaði þessar leiðbeiningar til að crack-a hann – Sim forritið var anySim.

  Og Linda, þótt það væri skemmtilegt, þá er ég ekki bjartsýnn á að slíkt gerist á næstunni. Það er einfaldlega miklu flóknara að framkvæma þar sem við þyrftum að byggja fullkomið eldhús og ferðast mikið norður. Maður veit þó aldrei. 🙂

 6. Ok, en það er líklegast bara tímaspursmál hvenær 1.1.1 verður crakkaður en það væri náttúrulega betra að vita af því búið sé að opna kvikindið áður en maður fjárfestir.

 7. Ég er ekki svo viss að 1.1.1 verði krakkaður fljótt. Í 1.0.2 nýttu menn sér smá holu, sem að Apple hefur núna lokað og því engin augljós leið að því að crack-a 1.1.1.

 8. Ok, vissi það ekki. En kemur einhversstaðar fram hvaða útgáfa af stýrikerfi er í pakkanum ? Spurning hvort ekki sé hægt að nálgast eldri útgáfur í Target t.d.

  Skal samt hundur heita ef mönnum tekst ekki að opna nýja kerfið, virðist alltaf vera hægt að cracka allt sama hvað það á að vera öruggt.

 9. Sæll einar… gaman að sjá hvað gegnur vel… en veit ekki hvort það sé ekki smá rangfærsla í blogginu þínu…

  Einsog einhverjir glöggir menn hafa sennilega rekist á í atvinnu-auglýsingum uppá síðkastið, þá erum við að fara að opna þriðja Serrano staðinn í “september”. Sá verður í Smáralind í því bili, þar sem áður var Wok Bar Nings.

  Allavega er komin Oktober hjá mér 😉 og næsti heitir November og svo kemur desmber.. þetta er als ekki skítkast en hlakka til að koma í smáralindina 🙂

  Gangi þér vel 🙂

Comments are closed.