Á ferðalagi mínu um Suð Austur Asíu las ég slatta af góðum bókum. Á einhverju netkaffihúsinu tók ég saman lista um það sem ég hafði lesið og ákvað ég núna í hausverks-þunglyndi að klára hann. Veit ekki almennilega af hverju, en þetta eru þær bækur sem ég las á ferðalagi mínu.
[A long way down](http://www.amazon.co.uk/Long-Way-Down-Nick-Hornby/dp/0140287027/sr=8-1/qid=1170368834/ref=pd_ka_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – Nýjasta bókin eftir Nick Hornby er ekki alveg jafngóð og hans fyrri bækur, en samt skemmtileg lesning.
[Pol Pot – The history of a nightmare](http://www.amazon.co.uk/Pol-Pot-NIghtmare-Philip-Short/dp/0719565693/sr=8-1/qid=1170368899/ref=sr_1_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – Ævisaga um fyrrverandi leiðtoga Kambódíu eftir Philip Short. Að mínu mati frábær ævisaga, sem er í senn saga Kambódíu á tímum Pol Pot. Nær að vissu leyti að útskýra marga hluti í kringum Rauðu Khmerana.
[First they killed my father](http://www.amazon.co.uk/First-They-Killed-Father-Remembers/dp/1840185198/sr=8-1/qid=1170368990/ref=pd_ka_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – Ævisaga Loung Ung, sem var aðeins 5 ára þegar Rauðu Khmerarnir marseruðu inní Phnom Penh og fjölskylda hennar var send í vinnubúðir útí sveit. Frábær saga eins af milljónum fórnarlamba Khmeranna.
[Off the rails in phnom penh](http://www.amazon.co.uk/Off-Rails-Phnom-Penh-Heart/dp/9748303349/sr=8-1/qid=1170369053/ref=sr_1_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – Bókin sem ansi margir bakpokaferðalangar lásu í Phnom Penh. Fjallar um hóp af Vesturlandabúum, sem lifa í Phnom Penh og nýta sér til fullnustu auðveldan aðgang að ungum hórum og eiturlyfjum.
[Kafka on the shore](http://www.amazon.co.uk/Kafka-Shore-Haruki-Murakami/dp/0099458322/sr=8-1/qid=1170369523/ref=pd_ka_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – Þessi bók var búinn að liggja inní stofu hjá mér ansi lengi, en systir mín gaf mér hana í jólagjöf fyrir einu eða tveim árum. Fyrsta bókin sem ég les eftir Murakami, og mér fannst hún alls ekki jafn æðisleg og dómarnir vildu meina. Ágætis bók, en gerði mig ekkert sérstaklega spenntan fyrir því að lesa meira eftir höfundinn.
**Ben Elton** – Og þá hefst Ben Elton hlutinn í þessum bókalestri. Það var nefnilega þannig að í Kambódíu og Víetnam voru alltaf til slatti af ljósrituðum enskum bókum á helstu túristastöðunum og þessar bækur voru oftast það eina sem maður komst í. Af einhverjum ástæðum var Ben Elton vinsælastur meðal höfunda hjá ljósriturunum og því endaði ég á því að lesa slatta af bókum eftir hann. Ég las [Blast from the past](http://www.amazon.co.uk/Blast-Past-Ben-Elton/dp/0552146641/sr=8-3/qid=1170369609/ref=pd_ka_3/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books), sem mér fannst ágæt. [Inconceivable](http://www.amazon.co.uk/Inconceivable-Ben-Elton/dp/0552146986/sr=8-1/qid=1170369746/ref=pd_ka_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) sem var mjög fyndin og sirka 100 sinnum betri en myndin Maybe baby, sem var gerð eftir bókinni. [Gridlock](http://www.amazon.co.uk/Gridlock-Ben-Elton/dp/0552773565/sr=8-1/qid=1170369779/ref=pd_ka_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – sem var fín og að lokum besta bókin, sem var [High Society](http://www.amazon.co.uk/High-Society-Ben-Elton/dp/0552999954/sr=8-3/qid=1170369808/ref=pd_ka_3/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) sem fjallar á skemmtilegan hátt um breskan þingmann, sem ætlar að flytja frumvarp um lögleiðingu eiturlyfja.
[American Psycho](http://www.amazon.co.uk/American-Psycho-Bret-Easton-Ellis/dp/0330448013/sr=8-2/qid=1170369861/ref=pd_ka_2/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – Innan um franskar bækur í Luang Prabang í Laos fann ég þessa bók, sem er ágæt. Ég hafði mun meira gaman af Glamorama og Lunar Park eftir Bret Easton Ellis.
[Slaughterhouse 5](http://www.amazon.co.uk/Slaughterhouse-5-Kurt-Vonnegut/dp/0099800209/sr=8-1/qid=1170369920/ref=pd_ka_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – Stríðsbækur voru vinsælar í Víetnam og þessi er auðvitað ein af þeim. Mjög góð bók.
[The Accidental Tourist](http://www.amazon.co.uk/Accidental-Tourist-Anne-Tyler/dp/0099480018/sr=8-2/qid=1170369965/ref=pd_ka_2/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – Ágæt bók.
[Man and boy](http://www.amazon.co.uk/Man-Boy-Tony-Parsons/dp/0006512135/sr=8-1/qid=1170369989/ref=pd_ka_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – Fín bók.
Og að lokum besta bókin: [Sorrow of War](http://www.amazon.co.uk/Sorrow-War-Bao-Ninh/dp/009948353X/sr=1-1/qid=1170370017/ref=sr_1_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) – Algjörlega frábær frásögn úr Víetnamstríðinu sögð frá sjónarhóli Víetnama. Þessi bók ásamt [The Things they carried](http://www.amazon.co.uk/Things-They-Carried-Flamingo/dp/0006543944/sr=1-1/qid=1170370074/ref=sr_1_1/202-3663922-2339061?ie=UTF8&s=books) eru bestu bækurnar sem ég hef lesið um Víetnamstríðið. Mæli með Sorrow of War fyrir alla.
Semsagt, fulltaf bókum. Ef ég ætti að mæla með einhverjum þá væri það Pol Pot ævisagan, High Society eftir Ben Elton, First they killed my father og svo Sorrow of war.