BA ritgerðin mín – Áhrif veðurfars á fjarveru starfsmanna

Ég hef lengi ætlað að setja hérna inn BA ritgerðina mína frá því að ég stundaði hagfræðinám við [Northwestern](http://www.northwestern.edu). Um páskana var ég að gramsa í draslinu mínu og fann þar verðlaunin, sem ég fékk fyrir ritgerðina, og ákvað að setja hana hérna inn fyrir þá, sem kynnu að hafa áhuga á svona hagfræði-nördaskap.

Þegar ég las yfir ritgerðina núna áðan, þá var ekki laust við að ég saknaði daganna í skólanum – ekki endilega lífsins sem ég hef vissulega saknað þúsund sinnum áður, heldur þess að vera að grúska í hagfræði í háskóla. Ég var eiginlega búinn að gleyma því hvað mér finnst hagfræðin skemmtileg.

Ritgerðin fjallar um áhrif veðurfars á Íslandi á fjarveru starfsfólks. Hérna er abstract úr ritgerðinni og svo er tengill í hana hér að neðan:

The issue of worker absenteeism has been recognized as a serious economic problem, yet it has been the focus of surprisingly little research. In a sample of 1500 workers from seven different companies in Iceland, on average 2.9 percent of the workers were absent each day. Economists have cited wages, workplace security and worker happiness as the most important variables for determining worker absenteeism. This paper determines the effect of a number of variables on worker absenteeism, including differences in wages, union membership, workplace security and holidays, but particularly the effect of weather. By matching data on worker absenteeism with weather information, this paper demonstrates that weather can help explain why some workers are absent. This paper finds that when the weather is especially cold the percentage of absent workers increases by one-half percent.

Fyrir þessa ritgerð hlaut ég [Frederick S. Deibler verðlaunin](http://www.wcas.northwestern.edu/advising/awards/winner01.html) fyrir framúrskarandi BA ritgerð. Hérna er svo ritgerðin sjálf:

The impact of weather on worker absenteeism – 200kb PDF skjal

Það er kannski kaldhæðni örlaganna að ég hafi síðar farið útí bransa þar sem að fjarvera starfsmanna er jafn veigamikill þáttur í daglegum rekstri.

Orð

Orð gærdagsins: Verðbólguskot.

Orð dagsins í dag: [Verðbólgukúfur](http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301778/0).

Hvaða orð ætli Sjálfstæðismenn myndu nota yfir það, þegar að verðbólga er yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabanka í 55 af 72 mánuði? Þegar að þeir hafa ákveðið hvaða orð þeir myndu kalla það, þá væri ekki úr vegi að þeir byrjuðu að nota það orð yfir þá staðreynd að síðan 2001 hefur verðbólgan á Íslandi verið yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans í 55 af 72 mánuði.

Allir góðir menn lesi [þetta plagg](http://xs.is/media/files/Jafnv%E6gi%20og%20framfarir.pdf). Ágætis sönnun á því að Íhaldsmönnum er ekki treystandi fyrir ríkisfjármálum. Bush hefur sannað það í Bandaríkjunum og Sjálfstæðisflokkurinn er að gera það hér.

Stöðnun

Í fréttum útvarps gær heyrði ég frétt, sem var eitthvað á þessa leið:

>1 milljón Ítala lögðu niður vinnu í dag, meðal annars til að mótmæla stöðnun í atvinnulífinu og minnkandi hagvexti.

Þarf maður að vera hagfræðimenntaður til að finnast þetta alveg ofboðslega fyndið? 🙂

Bensínstöðvar og Bakkakenningin Mikla

Ég get ekki lengur farið á bensínstöð á Íslandi án þess að fá samviskubit.
Þetta er orðið frekar slæmt mál. Þannig er að mér finnst óþægilegt að fá afgreiðslu á bensínstöðvunum. Finnst einhver veginn vera hálf aumingjalegt af mér að láta gamlan mann dæla bensín á bílinn minn í stormi á meðan ég les DV inná hlýrri bensínstöðinni.

Hins vegar ef ég dæli sjálfur, þá rek ég alltaf auga á sama afgreiðslumanninn, þar sem hann situr við bensínstöðina og þá hugsa ég með mér að ég sé í raun að eyðileggja starfið hans, sem hann hefur unnið við í mörg ár.


Kannski örlítið svipað þessu er “bakkakenningin mín”.

Þetta er hagfræðikenning, sem ég setti fyrst fram á einhverjum bar í Argentínu fyrir nokkrum árum. Efa ég það ekki að ég verði frægur einhvern daginn fyrir þessa merku kenningu.

Ég fann nefnilega upp aðferð til að stjórna þenslu og samdrætti í þjóðfélaginu og jafna út neikvæð öfgaáhrif þessara stiga. Aðferðin er einföld.

Allir, sem hafa borðað á McDonald’s eða ámóta stöðum vita að þeir fá alltaf bakka undir matinn. Til að spara pening, þá eru slíkir staðir með ruslafötu, þar sem gefið er í skyn að viðskiptavinurinn eigi sjálfur að henda ruslinu. Margir gera það, en þó eru sumir sem sleppa því alltaf og því þarf staðurinn að hafa fólk í vinnu við að henda bökkum fólks. Starfsmannafjöldi á staðnum fer því að hluta eftir því hversu duglegir viðskiptavinirnir eru við að henda bökkunum sínum.

Kenning mín felst sem sagt í því að hægt er að koma í veg fyrir þenslu og samdrátt í þjóðfélaginu bara með því að hugsa aðeins áður en maður hendir bakkanum sínum í ruslið.

Ef það er mikill samdráttur og atvinnuleysi í þjóðfélaginu, þá er réttast að henda bakkanum ekki. Þá þarf McDonald’s að ráða fleiri starfsfólk, þannig að samdráttur og atvinnuleysi minnkar. Ef það er hins vegar þensla í þjóðfélaginu þá er réttast að henda bakkanum sjálfur, vegna þess að ef McDonald’s þyrftu að ráða fleira fólk þá þyrftu þeir að hækka verðin hjá sér vegna hækkandi launa. Það myndi svo auka enn frekar þensluna í hagkerfinu.

Ég hef notast við þessa kenningu á skyndibitastöðum um allan heim. Til dæmis í Suður-Ameríku þá henti ég aldrei bakkanum mínum og helst reyndi ég að rusla sem mest til á borðinu. Hellti út tómatsósu og missti óvart gosið í gólfið. Með því hef ég án efa skapað einhver störf fyrir krakka, sem væru annars á götunni.

Hins vegar þegar ég var í námi í Bandaríkjunum rétt áður en að .com bólan sprakk þá passaði ég mig alltaf á að henda öllum matnum mínum samviskusamlega í ruslið. Ef ég var í stuði, þá þreif ég líka eftir vini mína, bara til þess að bandaríska hagkerfið héldist í jafnvægi.


En semsagt, þá er þessi kenning mín semsagt orðin opinber og mun hún vonandi gagnast til að halda efnahagslífi heimsins í góðu og stöðugu jafnvægi næstu árin.

Nóbelsverðlaun í hagfræði eru kannski ekki svo fjarlægur draumur.

© Einar Örn Einarsson – 1999

Hagfræðingur í megrun

Óli hefur farið á kostum á bloggsíðu sinni undanfarna daga. Síðast var það gagnrýni á Múrinn: Frelsi til að hafa rangt fyrir sér og núna er hann að spá í megrun: Morgunverður á McDonald’s

Óli er nokkuð snjall og hyggst, að hætti hagfræðinga, koma sér upp hvatakerfi til að megrunin virki. Ég er nú þegar búinn að heita 500 krónum á það að hann nái ákveðnu settu marki. Reglurnar á þessu hvatakerfi eru ennþá í þróun í kommentakerfinu á síðunni hans. Mjög sniðugt.

Alþjóðavæðingin étur börnin sín

Á ég ekki bara að skúbba Múrinn: I was wrong. Free market trade policies hurt the poor.

Þetta er nokkuð athyglisverð grein skrifuð í helsta helgirit vinstrimanna á Íslandi, The Guardian. Greinin er skrifuð af Stephen Byers, fyrrum viðskiptaráðherra Bretlands. Hann segist áður hafa stutt að fullu fullkomlega opið markaðshagkerfi í þróunarlöndunum en hefur nú skipt um skoðun og segist vilja að þróunarlöndin verndi iðnaðinn sinn á meðan iðnaðurinn í viðkomandi löndum er að þróast.

As leader of the delegation from the United Kingdom, I was convinced that the expansion of world trade had the potential to bring major benefits to developing countries and would be one of the key means by which world poverty would be tackled.

In order to achieve this, I believed that developing countries would need to embrace trade liberalisation. This would mean opening up their own domestic markets to international competition. The thinking behind this approach being that the discipline of the market would resolve problems of underperformance, a strong economy would emerge and that, as a result, the poor would benefit. This still remains the position of major international bodies like the IMF and World Bank and is reflected in the system of incentives and penalties which they incorporate in their loan agreements with developing countries. But my mind has changed.

A different approach is needed: one which recognises the importance of managing trade with the objective of achieving development goals.

Og hann heldur áfram

Rich nations may be prepared to open up their own markets, but still keep in place massive subsidies. The quid pro quo for doing this is that developing countries open up their domestic markets. These are then vulnerable to heavily subsidised exports from the developed world.

The course of international trade since 1945 shows that an unfettered global market can fail the poor and that full trade liberalisation brings huge risks and rarely provides the desired outcome. It is more often the case that developing countries which have successfully expanded their economies are those that have been prepared to put in place measures to protect industries while they gain strength and give communities the time to diversify into new areas.

This is not intervention for the sake of it or to prop up failing enterprises, but part of a transitional phase to create strong businesses that can compete on equal terms in the global marketplace without the need for continued protection.

Just look at some examples. Taiwan and South Korea are often held out as being good illustrations of the benefits of trade liberalisation. In fact, they built their international trading strength on the foundations of government subsidies and heavy investment in infrastructure and skills development while being protected from competition by overseas firms.

Zambia and Ghana are both examples of countries in which the opening up of markets has led to sudden falls in rates of growth with sectors being unable to compete with foreign goods. Even in those countries that have experienced overall economic growth as a result of trade liberalisation, poverty has not necessarily been reduced.

Hann endar svo með skilaboðum til Alþjóðabankans

The way forward is through a regime of managed trade in which markets are slowly opened up and trade policy levers like subsidies and tariffs are used to help achieve development goals.

The IMF and World Bank should recognise that questions of trade liberalisation are the responsibility of the WTO where they can be considered in the overall context of achieving poverty reduction and that it is therefore inappropriate to include trade liberalisation as part of a loan agreement.

Þetta eru athyglisverðir punktar hjá Byers, þrátt fyrir að ég sé ekki sammála öllu, sem hann segir. Hann leggur til dæmis ekki nóga áherslu á mikilvægi þess að ríku löndin felli niður sína tollamúra fyrir vörur frá þróunarlöndunum. Gríðarlegir tollar á landbúnaðarvörum eyðileggja tækifæri fyrir fátækustu löndin til að koma sínum helstu framleiðsluvörum á markað. Framsóknarmenn í öllum löndum eiga einna mestan heiður af því að viðhalda fátækt í heiminum.

Hagfræði og Írak

Á Múrnum í dag er grein um Írak. Þar segir meðal annars:

Stríðið í Írak snýst nefnilega ekki um að Saddam Hussein sé vondur maður sem George Bush og Halldór Ásgrímsson segja að hafa drepið barnabörn sín (ætli Bush sé heimild Halldórs fyrir því?). Það snýst um að Bandaríkjastjórn vill fara í stríð við einhvern. Hún vill vígvæðingu til að mala gull fyrir hergagnaframleiðendur og önnur stórfyrirtæki sem komu henni til valda. Hún vill líka auka vinsældirnar heima fyrir og taka eins lítið tillit og unnt er til málfrelsis og mannréttinda.

Trúir greinarhöfundur því virkilega að Bandaríkin séu að fara útí stríð bara til að geta gefið hergagnaframleiðendum meira að gera?

Allavegana, samkvæmt þessum tilgátum Ármanns þá er það eina, sem Bandaríkjastjórn þarf, góður hagfræðingur.

Þessi hagfræðingur gæti í fyrsta lagi sagt Bush að það væri mun sniðugara að styrkja hergagnaframleiðendur beint. Það væri miklu hagkvæmara en að fara í stríð, því þá myndu sparast ótal vinnustundir, mannslíf, eldsneytiskostnaður og slíkt. Hergagnaframleiðendur væru alveg jafn vel settir en Bandaríkjastjórn myndi spara á öðrum sviðum.

Þessi sami hagfræðingur gæti svo frætt Bush að vinsældir hans væru alveg feykinógar til að halda honum í sessi eftir næstu kosningar. Hann gæti minnt hann á það að pabbi hans tapaði sínum kosningum ekki útaf stríði heldur útaf efnahagsmálum.

Þessi sami hagfræðingur gæti sagt Bush að það að fara útí stríð væri að öllum líkindum mjög þjóðhagslega óhagkvæmt (hann gæti svo líka fengið hann til að hætta við skattalækkanir handa þeim ríkustu). Ef að Bush myndi hlusta á hagfræðinginn myndi efnahagurinn vænkast og Bandaríkjamenn yrðu mun ánægðari með forsetann, því að langflestir kjósa eftir því hvernig efnahagsástandið er.

Já, heimurinn yrði betri ef að allir hlustuðu á hagfræðinga.

Norður Kórea og leikjafræði

Ég veit að ÁF er nánast með einkaleyfi á því að kvóta pistlahöfunda NY Times, en ég ætla þó að hætta mér inná hans svæði. Auk þess þá er ég að reyna að forðast það að skrifa langa grein um hversu mikið mig langi til að reka Gerard Houllier og senda Emile Heskey í útlegð til Síberíu.

Allavegana, Paul Krugman skrifar skemmtilegan pistil í NYT, þar sem hann talar um leikjafræði (game theory) í samskiptum landa: Games Nations Play. Ég er einmitt mikill áhugamaður um leikjafræði, enda hagfræðimenntaður.

Krugman skrifar eftirfarandi, þegar hann fjallar um samskipti Bandaríkjamann við Írak annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar:

During the cold war, the U.S. government employed experts in game theory to analyze strategies of nuclear deterrence. Men with Ph.D.’s in economics, like Daniel Ellsberg, wrote background papers with titles like “The Theory and Practice of Blackmail.” The intellectual quality of these analyses was impressive, but their main conclusion was simple: Deterrence requires a credible commitment to punish bad behavior and reward good behavior.

I know, it sounds obvious. Yet the Bush administration’s Korea policy has systematically violated that simple principle.

Let’s be clear: North Korea’s rulers are as nasty as they come. But unless we have a plan to overthrow those rulers, we should ask ourselves what incentives we’re giving them.

Krugman setur sig svo í spor Kim Jong Il og heldur áfram:

So Mr. Bush thinks you’re a bad guy ? and that makes you a potential target, no matter what you do.

On the other hand, Mr. Bush hasn’t gone after you yet, though you are much closer to developing weapons of mass destruction than Iraq. (You probably already have a couple.) And you ask yourself, why is Saddam Hussein first in line? He’s no more a supporter of terrorism than you are: the Bush administration hasn’t produced any evidence of a Saddam-Al Qaeda connection. Maybe the administration covets Iraq’s oil reserves; but it’s also notable that of the three members of the axis of evil, Iraq has by far the weakest military.

So you might be tempted to conclude that the Bush administration is big on denouncing evildoers, but that it can be deterred from actually attacking countries it denounces if it expects them to put up a serious fight. What was it Teddy Roosevelt said? Talk trash but carry a small stick?

Hann endar svo greinina á þessu:

The Bush administration says you’re evil. It won’t offer you aid, even if you cancel your nuclear program, because that would be rewarding evil. It won’t even promise not to attack you, because it believes it has a mission to destroy evil regimes, whether or not they actually pose any threat to the U.S. But for all its belligerence, the Bush administration seems willing to confront only regimes that are militarily weak.

The incentives for North Korea are clear. There’s no point in playing nice ? it will bring neither aid nor security. It needn’t worry about American efforts to isolate it economically ? North Korea hardly has any trade except with China, and China isn’t cooperating. The best self-preservation strategy for Mr. Kim is to be dangerous. So while America is busy with Iraq, the North Koreans should cook up some plutonium and build themselves some bombs.

Again: What game does the Bush administration think it’s playing?

Já, menn geta lært ýmislegt á því að stúdera hagfræði.

Ég hef oft furðað mig á því hvernig Bandaríkjamenn hafa glímt við Norður-Kóreu. Það er búið að vera viðskiptabann á Norður-Kóreu, svo Norður-Kóerubúar hafa nánast engu að tapa. Bandaríkjamenn sýndu landinu lítinn áhuga þangað til að þeir fóru að gera sig líklega til að framleiða kjarnorkuvopn. Þá allt í einu fóru þeir í viðræður við Norður-Kóreumenn. Þannig að Bandaríkjamenn voru í raun að launa þeim fyrir slæma hegðun. Slík pólítík er ekki líkleg til árangurs gegn klikkhausum einsog Kim Jong Il.

Það er augljóst að eina, sem dugar á þjóðir einsog Írak og Norður-Kóreu er að hóta valdbeitingu. Til dæmis sjá menn að Saddam Hussein hleypti loksins vopnaeftirlismönnum inní landið þegar hann vissi það að Bandaríkjamenn voru staðráðnir að ráðast á hann ef hann hlýddi ekki. Einræðisherrar einsog hann hlusta nefnilega ekki, nema það sé skýr og trúverðug hótun um valdbeitingu gegn honum ef hann hlustar ekki.