Gjaldtaka á leit.is

Magnað: Leit.is ætlar að taka upp gjald til fyrirtækja til að þau haldist inní leitargrunninum (via Katrínu)

Nokkuð athyglisverð orðaskipti inná “Hjalinu” milli höfundar þeirrar síðu og vefstjóra leitar.is. Ég sendi inn eftirfarandi ummæli:

Rakst á þessa umræðu í gegnum Katrínu.

Ég verð að segja að mér finnst þessi gjaldtaka á leit.is með ólíkindum. Fólk notar leit.is af því að fær upplýsingar um það, sem það óskar sér. Ef þessar upplýsingar verða aðeins takmarkaðar við fyrirtæki, sem borga, þá er hætt við því að áreiðanleiki þessarar leitarvélar minnki enn frekar.

Ég hef nokkrum sinnum talað um hversu gríðarlega óáreiðnaleg leitarvél leit.is er. Hvernig stendur til dæmis á því að þegar fólk leitar að Stalín, þá kemur mín síða fyrst upp? Á síðunni minni er ein mynd af styttu af Stalín! Eina trixið hjá mér er að setja orðið í titil pistils og þá er ég (nánast) án undantekningar kominn með efstu mönnum á leit.is?

Ég held úti tveim fyrirtækjavefjum og er alls ekki sáttur við þessa gjaldtöku. Fyrir mér er þetta nánast fjárkúgun: Borgaðu gjaldið, eða við tökum þig útúr gagnagrunninum. Þú segir:

Þau fyrirtæki sem ekki borga (og vilja þar af leiðandi ekki vera inn í leitargrunninum, detta úr leitargrunninum).

Hvernig geturðu fullyrt það að skortur á vilja til að borga jafngildi ósk um að vera ekki í leitargrunninum?? Ég vil gjarnan vera inní þessum leitargrunni, en ég er ekki tilbúinn að borga fyrir það. Ég borga ekkert til Google og sé því ekki ástæðu til að borga leit.is.

Mun gáfulegra væri að taka upp textaauglýsingar til hliðar við leitarniðurstöður, líkt og Google gerir. Það er mun sanngjarnari leið til tekjuöflunar.

Ertu metrosexual?

Ok, ég veit að grundvallarregla þessarar síðu er að hafa ekki kannanir á henni. Eeen, mér fannst þessi könnun bara svo sniðug: Are You a Metrosexual? (via MeFi). Fannst þetta skemmtilegt útaf því ég var kallaður metrosexual (í gríni að ég held) í kommenti þegar ég var að tala um hárið á mér.

Allavegana, ég tók þetta próf og fékk 25 stig af 50, sem þýðir að ég er metrósexúal. Þarna voru nokkrir skemmtilegir punktar, sem að eiga að segja manni að maður sé metrosexual. Allavegana, meðal annars fékk ég stig fyrir að:

– Það hefur verið reynt við mig af homma
– Ég hef í alvöru verið kallaður hommi.
– Ég hef verið með naglalakk (það var reyndar til að ég hætti að naga neglurnar, svo það er eiginlega svindl)
– Ég hef rakað á mér fæturnar (en það var reyndar til að setja íþróttateip á lappirnar, þannig að það telur eiginlega ekki heldur)
– Ég fer oft í viku í líkamsrækt
– Mér finnst gaman að dansa
– Ég les Esquire reglulega (er reyndar áskrifandi)
– Ég horfi á Sex & The City

… og ýmislegt fleira, sem ég ætla ekki að tala um 🙂

Jæja, ætla að halda áfram að horfa á amerískan fótbolta. Megi New England Patriots vinna, svo þessi íþróttahelgi fari ekki til andskotans. þessi pistill segir allt, sem segja þarf um Liverpool leikinn í gær!

Myndavesen – Smá hjálp

Ok, ég held að ég viti nokkurn veginn hvað vandamálið er varðandi myndirnar. Ég þarf að fá smá hjálp. Þarf að biðja einhvern, sem á við þetta vandamál að stríða um að prófa að slökkva á browsernum (eða gera hvað sem viðkomandi gerir vanalega til að fá myndir upp aftur), og kveikja aftur á honum og fara beint á www.eoe.is/test

Endilega látið mig vita hvort síðan lagast þá (myndirnar hérna til hliðar eiga þá að hverfa en Vestmannaeyjamyndin á að sjást áfram). Takk takk 🙂

Vandamál með myndir á síðunni

Ok, ég ætla að biðja um smá nörda-aðstoð. Málið er að nokkrir hafa kvartað við mig varðandi hvernig þessi síðar sýnir myndir. Það virðist svo vera sem að menn lendi oft í því að bara nokkrar myndir sjáist á síðunni.

Oft hefur þetta líka þau áhrif að ef að fólk fer yfir á aðrar síður af síðunni minni, þá sér það engar myndir. Þetta virðist einskorðast við PC vélar, en ekki endilega einhverja eina útgáfu af vafra eða stýrikerfi.

Hefur einhver hugmynd um af hverju þetta getur stafað?

Uppfært: Ég setti inn fyrirspurn á Ask Metafilter og þar er ég strax búinn að fá nokkur svör og tillögur, sem ég ætla að prófa í kvöld. Það auðveldasta virðist vera að þeir, sem sjá þetta vandamál með Explorer eiga að uppfæra Explorer hjá sér. Þá lagast þetta allt 🙂

Jólin búin

Ok, jólin búin og því er ég búinn að taka niður jólaútlitið á síðunni. Smelltu á Refresh ef útlitið er eitthvað skrítið. Allavegana, þá ættu Vestmannaeyingar að geta glaðst á ný. Er ekki frá því að ég fíli gamla útlitið bara nokkuð vel eftir þessa hvíld yfir jólin.

Annars var ég að horfa á McWorld í beinni á netinu, sem er alltaf hátíð fyrir okkur Apple aðdáendur. Það var margt skemmtilegt kynnt. Aðallega nýjar útgáfur af forritum, sem ég nota mikið einsog iPhoto og svo voru kynntir litlir iPod: iPod mini, sem virka flottir.

Gamlársdagur

Ó, ég elska sjónvarpið á gamlársdag. Ég verð að viðurkenna að ég er geðveikt veikur fyrir öllum þessum stjórnmálaumræðum. Verð bara að passa að láta gjörðir Davíðs og Sjálfstæðisflokksins ekki fara of mikið í taugarnar á mér.

Silfur Egils og svo Kryddsíld. Fjórir klukkutímar af pólitík, vei vei. Ef einhver talar um dylgjur í Borganesræðu Ingibjargar og kennir þeirri ræðu um einhverja atburði á árinu, þá mun ég grýta sjónvarpið!


Og vilja ekki allir sjá Pudge í Cubs búningi? Vá, hvað það yrði mikið æði!

Imagine Rodriguez in a Cubs’ jersey, catching Mark Prior and Kerry Wood, playing for Dusty Baker and alongside Sammy Sosa. He might just change history, a franchise’s if not his own.

Ó jeee


Og mér finnst þetta fyndið. Sérstaklega númer 1, 2 og 11


Já, og ég verð að segja að nýji heimabankinn hjá Íslandsbanka er æði. Húrra fyrir þeim!

Jólaútlit

Jæja, í tilefni jólanna þá breytti ég útliti síðunnar í þetta yndislega hallærislega jólaútlit.

Ef þetta kemur þér ekki í jólaskap, þá er þér ekki er eitthvað mikið að! 🙂

(ef þið sjáið ekki jólalookið, ýtið þá á Refresh. Það á sem sagt að vera jólasveinamynd í staðinn fyrir strandamyndina eða Vestmannaeyjamyndina)

Ekki hér!

Eftir að ég sá endurhönnunina á Kottke, þá tók ég til að safna saman þeim færslum, sem ég hef kommentað á á öðrum síðum.

Ætla ég að taka upp þann sið að safna mínum kommentum saman og birta vísanir í þau á þessari síðu. Ég hef því komið upp síðunni “Kommentað annars staðar” (frumlegt nafn, ekki satt?). Á endanum stefni ég að því að setja þetta efni allt saman með raunverulegum dagbókarfærslum, en ég er bara ekki með það á hreinu hvernig það skal gert ennþá.

Ef að ummælin geta staðið án samhengis, þá vitna ég í þau á síðunni, en annars vísa ég bara í viðkomandi færslu.

Bloggnördatal

Æ, þessi Bachelor þáttur er alltof langur. Er orðinn þreyttur á þessu. Og Guð minn góður, ég nenni ekki að horfa á Herra Ísland. By the way, þeir sem hafa ekki lesið grein Toggapop um keppnina ættu að gera það núna (variði ykkur bara á brjóstamyndinni :-)).

Annars, þá var Jason Kottkeendurhanna vefsíðuna sína á svo ótrúlega einfaldan og skemmtilegan hátt að maður trúir því hálfpartinnn ekki að engin hafi gert þetta áður.

Hann setur allar færslur, sama hvers lags þær eru, á sama stað á síðunni. Í stað þess að hafa sumar tegundir af færslum til hliðar við aðalefnið, þá setur hann allt í aðaldálkinn. Þetta er svo einfalt og sniðugt að mig langar til að gera það sama.

Ég hef alltaf verið að spá í að bæta við tenglum á athyglisverðar færslur, sem ég nenni ekki að skrifa um og svo einnig tengla á þær færslur, sem ég hef kommentað við hjá öðrum. Ég þarf bara að finna einhverja leið til að gera þetta á einfaldan hátt.

Er búinn að búa til sér blogg, sem ég pósta á þegar ég kommenta á öðrum vefsvæðum. Er hins vegar ekki búinn að klára neitt template, þannig að það kemst ekki í gagnið strax.

Ég þarf svo að finna einfalda leið til að sameina þær færslur hinum færslunum á aðalsíðunni.