Google fréttir

Hin magnaða leitarvél Google hefur nú sett af stað fréttaþjónustu. Reynar er þetta aðeins Beta útgáfa. Þetta lofar hinsvegar góðu. Síðan mun virka þannig að þær fréttir, sem eru oftast skoðaðar munu fá meiri athygli á síðunni. Þannig munu tölvur Google sjálfvirkt leggja áherslu á vinsælustu fréttirnar.

Annars er það að frétta af mér að mig langar í þessa myndavél. Svakalega flott!

Nýtt RSS

Vegna þess að ég var að flytja mig frá Danól servernum yfir á þessa eoe.is síðu, þá hefur RSS slóðin mín breyst. Þannig að þeir, sem voru með http://www.danol.is/einarorn/index.rdf ættu að breyta því yfir í https://www.eoe.is/index.rdf

Þeir, sem vita ekki hvað RSS er ættu að kíkja hingað og hingað. Eða bara reyna að gleyma þessari færslu sem fyrst.

Takk fyrir

Hver er ég?

Þessi síða er nokkuð skemmtileg (í nokkrar mínútur allavegana). Með því að svara einföldum spurningum (já eða nei) giskar síðan á það hvaða einræðisherra/sjónvarpskarakter þú þykist vera.

Eftir um 20 spurningar tókst síðunni að fatta að ég var Pol Pot. Það þykir mér nokkuð gott.

Blog MD – flokkun á vefleiðurum

Blog MD er athyglisverð síða, sem ég rakst á í gegnum Movabletype

Síðan er samstarfsverkefni nokkurra manna, sem eru áhugamenn um vefleiðara á netinu. Tilgangur verkefnisins er að ákveða ákveðna staðla yfir það hvernig metadata hverrar síðu skuli vera. Þannig ættu lesendur auðveldlega að geta leitað sér að efni við sitt hæfi á meðal þeirra meira en hálfra milljóna vefleiðara í heiminum.

Metadata eru upplýsingar, sem tæki einsog leitarvélar nota til að flokka niður vefsíður. Metadata inniheldur nafn síðunnar, lýsingu á henni, tungumál og fleira. Annars er fróðlegt fyrir þá, sem skrifa á netið að kynna sér betur tilgang Blog MD

eoe.is

Ég er núna búinn að breyta um hýsingu á síðunni minni. Framvegis verður hægt að komast inná síðuna á www.eoe.is.

Ég er búinn að breyta skráningunni á rss molum (takk Bjarni), þannig að þeir, sem eru með síðuna mína á RSS molum ættu að færast beint inná síðuna.

Hinsvegar er ekki búið að breyta Nagportal skráningunni og því mun ég halda áfram að uppfæra bloggsíðuna mína á Northwestern servernum í einhvern tíma.

Á þessum degi

Ég er búinn að bæta inn nýjum eiginleika á síðuna. Hérna fyrir neðan dagatalið hægra megin er hægt að sjá færslur frá sama degi á fyrri árum. Þar, sem ég er búinn að skrifa á þessa síðu í meira en tvö ár, þá ætti þetta að vera skemmtilegur fídus.

Athugið að ef ég hef ekkert skrifað á ákveðnum mánaðardegi síðustu ár, þá birtist auðvitað ekkert hér hægra megin.

Hversu margar plánetur þarft þú?

Ég er nú á móti öllum þessum prófum, sem bloggerar birta sí og æ á síðum sínum. Ég rakst hins vegar á mjög athyglisvert próf á BBC vefnum. (via Metafilter)

Þar er manni boðið að fá upplýsingar um það hversu margar margar plánetur jarðarbúar þyrftu ef að allir byggju einsog ég. Samkvæmt því prófi þyrftu jarðarbúar á 5.2 plánetum að halda. Þetta vekur mann náttúrulega til umhugsunar.

Það er ljóst að það yrði stórkostlegt mengunarvandamál ef að allir jarðarbúar myndu lifa við skilyrði, sem við álítum sjálfsögð. Mig minnir til dæmis að ég hafi séð einhvers staðar að Bandaríkjamenn séu 4% jarðarbúa en þeir eigi sök á 25% alls rusls, sem er hent í heiminum. Ég efast um að við Íslendingar séum skárri.