What the hell is wrong with me?

Ég skammast mín eiginlega fyrir að segja það, en ég hafði ekki horft á einn þátt af “America’s next top model” þangað til í kvöld. Þetta er náttúrulega hneyksli, enda ég ekki þekktur fyrir að missa af “raunveruleika” sjónvarpsþáttum. Ég, sem horfi á Paradise Hotel og alla þessa snilldarþætti hafði einhvern veginn misst af þessum módelþætti.

Þetta er þáttur um mis-sætar stelpur, sem langar að verða módel. Tyra Banks stjórnar einhverri dómnefnd, sem samanstendur af henni, einhverri gamalli silíkongellu, steríótípu hommanum og steríótípu bitchy asískri gellu. Tyra, sem er æði, var eitthvað hálf skringileg í þættinum. Ef ég væri hún, þá myndi ég reka hárgreiðslumeistarann minn.

Anyhooo, stelpurnar fóru í gegnum það að leika í sjónvarpsauglýsingu án þess að tala og svo áttu þær að lesa nokkrar línur. Þetta var mörgum ofviða, enda vitum við öll hversu erfitt er að bera fram orðið “water”.

Mig minnir að það hafi verið einhverjar 7 gellur eftir í hópnum og ég verð að segja að mér fannst bara ein vera sæt (og það skýrir titilinn á þessari færslu). Mér fannst bara þessi Shannon vera sæt. Hinar voru hálf sjúskaðar þegar þær voru ekki meikaðar flott. Sú, sem datt út, leit út einosg Skin úr Skunk Anansie (sem stóð á öxlinni á mér á tónleikum í Höllinni, en það er önnur saga) og þær sem eftir eru voru ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Ég er í raun að velta því fyrir mér hvort ég hafi bara svona skrítinn smekk á kvenfólki, eða hvort það séu bara engar gellur í þessum þætti. Var virkilega ekki hægt að finna flottari gellur í öllum Bandaríkjunum til að verða næsta súpermódelið?

En allavegana, ég held með Shannon. Jei!

Negrar í 60 mínutum

Ég var að horfa á 60 mínútur, þar sem var meiriháttar skemmtileg fréttaskýring um John Stilgoe, prófessor í Harvard. Fréttaskýringin um hann var frábær en samt þá sjokkeraðist ég talsvert þegar ég rak augun í íslenska textann við þáttinn.

Stilgoe talar nefnilega um svertingja, sem hann kallar einsog flestir hvítir í Barndaríkjunum, African-American. Og hvað orð notar þýðandinn yfir þann kynþátt? Jú, Negrar!

Kannski hef ég búið of lengi í Bandaríkjunum, en mér finnst þetta með ólíkindum ljótt orð, sem gerir lítið úr þessum kynþætti. Ég hef aldrei heyrt umræðu um orðanotkun fyrir svertingja á Íslandi. Eflaust af því að það eru svo fáir svartir á Íslandi. Ég leyfi mér þó að fullyrða að flestum sé illa við orðið negri, enda gerir það lítið úr svertingjum með að vísa til þrælkunar fyrr á tímum.

Eða er svertingi kannski líka ljótt orð? Ég hef oftast notað það, þar sem það er mótvægi við “hvítur”, sem fáum finnst vera móðgandi (allavegana ekki mér). Ég þoli hins vegar ekki þegar fólk notar orðið negri. Ég heyri það alltof oft og þá nánast undantekningalaust á niðrandi hátt um svertingja. Fyrir mér er þessi orðanotkun augljóst merki um kynþáttafordóma, sem ég hef mikla óbeit á.

Kerlingalegur sjónvarpssmekkur

Líf mitt undanfarna daga hefur nálgast hreina geðveiki alveg ískyggilega mikið. Samt hef ég haft tíma, vanalega eftir miðnætti til að horfa á 2 æðislega og sjónvarpsþætti og einn ömurlegan.

Ágúst kallaði sjónvarpssmekk minn kellingalegan og er ég farinn að hallast að því að það sé rétt hjá honum.

Fyrst verð ég náttúrulega að tala aðeins meira um “Queer eye for the straight Guy”. Ég held í alvöru að Carson sé mesti snillingur allra tíma. Þegar hann var að laga sjónvarpið í síðasta þætti var stórkostlegt móment.

Það skemmtilegasta við þáttinn er hvað öll komment, sérstaklega hjá Carson virka spontant í þættinum. Eflaust er sumt skrifað á undan, en tímasetningin er alveg fullkomin hjá þeim.

Besta og fyndnasta ráðið, sem Carson gaf var að maður ætti að taka Polaroid mynd af sér í lok dags svo maður myndi örugglega ekki fara í sömu föt næstu fjórar vikurnar. Snilld! 🙂


Fyrir nokkrum vikum keypti ég mér alla þætti af Cold Feet á DVD. Þessir þættir eru náttúrulega geðveik sápa, en samt er ég alveg hooked.

Um síðustu helgi var ég eitthvað að tala um það að mér fannst Rachel vera ýkt sæt. Veit ekki hvað það er, en það er eitthvað við hana. Vinur minn sagði að það væri ekkert varið í hana, hún væri einsog Emma Thompson. Kannski er ég bara svona skrítinn.


Ég reyndi að horfa á Joe Millionaire, sem ég var sannfærður um að væri snilldarþáttur. Eeeeeen, þátturinn er ömurlegur. Ekki ein flott gella, engin rifrildi og svo er gaurinn leiðinlegur. Hræðileg vonbrigði!

Ó, þetta er of fyndið

Af einhverjum ástæðum slökkti ég ekki á sjónvarpinu eftir að ég hafði þolað lygar Skjás Eins, sem sviku loforð sitt um að sýna lokaþáttinn af Bachelor.

Allavegana, ég horfði á Jay Leno af því að Triumph, the insult comic dog var gestur hans. Og þvílík snilld! Ég hef ekki hlegið svona mikið lengi. Ég fór á netið eftir þáttinn og fann nokkur vídeó með Triumph. Vá, hvað þau eru fyndin.

Bestu eru án efa Judging Simon, MTV, Star Wars og Westminster 99 og 2000. Æ, þetta er allt snilld. Þið verðið að skoða þetta.

La Carrera Asombrosa

Jibbí, þá er uppáhaldsraunveruleikasjónvarpsþátturinn (er þetta lengsta orð í heimi?) minn, Amazing Race, byrjaður.

Ætli það sé ekki ástríða mín af ferðalögum, sem geri það að verkum að ég held svona mikið uppá þennan þátt. Allavegana fer mig alltaf að dreyma um að heimsækja staðina, sem verið er að keppa á.

Keppendurnir virtust sæmilega athyglisverðir. Skrítnastir voru án efa par, sem hafði verið saman í 12 ár án þess að hafa stundað kynlíf. Alveg magnað. Það stóð líka alltaf á skjánum þegar þau komu: “Dating 12 years / Virgins”. Sennilega þurfa þau að kynnast betur áður en þau giftast eða prófa að sofa saman.

Annars er makalaust hvað sjónvarpið hérna heima er leiðinlegt. Það virðist vera bannað að sýna fleiri en einn góðan þátt á kvöldi. Í gærkvöldi var til dæmis ekki einn skemmtilegur þáttur. Frasier finnst mér fúll þáttur og svo er Survivor ekkert voðalega skemmtilegur. Á miðvikudögum er nánast ekkert (fyrir utan Meistaradeildina). Fimmtudagarnir eru skástir með Atvinnumanninn, Bachelor og Sex & the City. Á föstudögum er það svo bara The Simpsons, á laugardögum ekki neitt og svo ekkert á sunnudögum (allavegana þangað til að 24 byrjar aftur).

The Bachelor – Hágæða sjónvarspefni

Þá er nýjasta serían af The Bachelor byrjuð. Vandaðara sjónvarpsefni er varla hægt að finna. Framleiðendum þáttanna finna stöðugt upp nýjar leiðir til að teygja sem allra mest úr því efni, sem þeir hafa. Þannig var ég til að mynda að ljúka við að horfa á þátt, þar sem nákvæmlega ekki neitt gerðist.

Annars voru gellurnar í þættinum ekkert voðalega miklar gellur (bæ the vei, getur einhver útskýrt fyrir mér muninn á gellu og pæju?). Frekar mikið af alveg stórkostlega væmnum amerískum stelpum, sem litu út fyrir að vera 30 ára þrátt fyrir að þær væru bara 21 árs.

Ein fær reyndar 5 stjörnur fyrir að vaska upp í síðkjól og með kórónu, sem hún vann fyrir einhverja fegurðarsamkeppni í einhverjum smábæ. Alger snilld! Ég er að spá í að byrja að vaska upp í takkaskóm og með medalíuna, sem ég fékk þegar ég varð Íslandsmeistari í 5. flokk í fóbolta. Það væri sko æði.

Annars fannst mér gaurinn ekkert sérstaklega myndarlegur, allavegana þegar hann var ómeikaður. EN, ég verð að viðurkenna að ég er sennilega ekki besti maðurinn til að dæma um það. Það er þó bókað að gellurnar eiga algerlega eftir að tapa sér. Enda er það staðreynd að stelpur fríka út þegar þær eiga í samkeppni við aðrar stelpur um karlmenn fyrir framan myndavélar. Það sannar til að mynda þessi þáttur (já, og btw, af hverju sýnir engin íslensk stöð Elimidate? Betra menningarefni er ekki hægt að fá. Það leyfi ég mér að fullyrða).

Jei, svo byrjar Amazing Race næsta þriðjudag. Þá verður gaman.

Djöfull er Tiny Dancer gott lag.

Íslenskir karlmenn og hommar frá Pittsburgh

Í Mogganum í gær var viðtal við sjónvarpsstjóra Skjás Eins og talaði hann þar um fyrirhugaða dagskrá S1 og nýju stöðvarinnar, S2. Ég var ekki hrifinn.

Í fyrsta lagi ætla þeir að taka flesta af bestu þáttunum af S1 og setja þá yfir á S2, sem maður þarf að borga fyrir. Þarna eru t.d. Everybody Loves Raymond, Will & Grace og CSI. Samt reynir maðurinn að halda því fram að dagskrá S1 veikist ekki!

Einnig ætla þeir að bjóða í enska boltann, sem ég er ekki að fíla enda sinnir Sýn enska boltanum frábærlega og þeir eru auk þess með Meistaradeildina. Ef S2 fengju enska boltann þá þyrfti maður bæði að vera með S2 og Sýn til að sjá enska boltann og Meistaradeildina.


Það versta í þessu er þó án efa hræðilegasta hugmynd að sjónvarpsþætti, ever. Þeir á S2 ætla nefnilega að gera íslenska útgáfu af Bachelor. En í raun er hún bara íslensk að hluta, því þeir ætla að senda 6 “fallegar og vel gefnar íslenskar stúlkur” til Las Vegas til að giftast einhverjum bandarískum milljónamæring.

Bíddu nú aðeins! Hugmyndin er nógu slæm útaf fyrir sig, en af hverju í ósköpunum er ekki hægt að bjóða þessum stelpum uppá íslenskan karlmann? Erum við virkilega svona slappir?

Þetta spilar allt inní þessa ímynd, sem alltaf er verið að draga upp í þessu þjóðfélagi. Það er, að íslenskar stelpur séu fullkomnar, fallegasta kvenfólk í heimi og allt það, en að íslenskir karlmenn séu ókurteisir, hallærislegir og ómögulegir. Þetta fer ekkert smá í taugarnar á mér. Það er alltaf verið að tönglast á því að við eigum ekki skilið svona æðislegar stelpur og bla bla bla… Þetta er bara bull! Og þetta fer alveg óheyrilega í taugarnar á mér.


En það eina góða við þetta allt er að S2 ætla að byrja að sýna einn af mínum uppáhalds-sjónvarpsþáttum, Queer as Folk. Þessir þættir eru æði!

Þessir frábæru þættir, sem fjalla um 5 homma í Pittsburg eru hins vegar alls ekki fyrir viðkvæma eða fólk með einhverja hommafóbíu. Það þarf ekki nema að framkvæma “Queer as Folk myndaleit á Google” til að sjá hversu grófir þættirnir geta orðið.

Þættirnir fjalla sem sagt um 5 ólíka homma. Á skemmtilegan hátt er fjallað um fjölmörg sambönd þeirra, fordóma og annað. Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu raunveruleg lýsing á lífum homma þetta er (sumt er sennilega mjög ýkt) en allavegana er þetta frábær skemmtun. Hver fyrir sig er viss steríótípa en samt er ekki hægt annað en að heillast að öllum persónunum í þáttunum. Brian Kinney er til dæmis einn mest töff karakter sjónvarpssögunnar. Á því leikur enginn vafi.

Þættirnir eru hins vegar mjög grófir. Mun grófari en allt annað sjónvarpsefni, sem ég hef séð. Í fyrsta lagi bregður manni náttúrulega mun meira að sjá karlmenn kyssast og svo eru ástarsenurnar þeirra á milli oft mjög heitar. Ég veit að það þola ekki allir að horfa á þessa þætti. Ég er þó sannfærðir um að allir, sem byrja að horfa á þættina með opnum hug verða heillaðir. Ég veit allavegana að allir, sem ég hef sýnt þættina, hafa heillast.

Ég er þó alveg hundrað prósent viss á því að þessir þættir eiga eftir að valda uppnámi þegar þeir byrja hérna á Íslandi.

Annars er hérna listi, sem ég veit að minnsta kosti ein stelpa, sem ég þekki, hefur áhuga á að sjá (og ég veit að fleiri munu vilja lesa þegar þættirnir byrja). Hér er listað hvaða leikarar í þáttunum eru samkynhneigðir. Það er dálítið magnað að gagnkynhneigðir leikarar treysti sér til að leika í svona heitum samkynheigðum ástarsenum.

Gale Harold (Brian) – straight
Randy Harrison (Justin) – gay
Hal Sparks (Michael) – straight
Peter Paige (Emmett) – gay
Scott Lowell (Ted) – straight
Michelle Clunie (Melanie) – straight
Thea Gill (Lindsay) – straight

Will Ferrell í Harvard

Will Ferrell, sem lék í Saturday Night Live hélt í vor ræðu degi fyrir útskrift í Harvard. Ræðan er auðvitað snilld.

Graduates, if you will indulge me for a moment, let me paint a picture of what it’s like out there. The last four or, for some of you, five years you’ve been living in a fantasyland, running around, talking about Hemingway, or Clancy, or, I don’t know, I mean whatever you read here at Harvard. The Novelization of the Matrix, I don’t know. I don’t know what you do here.

But I do know this. You’re about to enter into a world filled with hypocrisy and doublespeak, a world in which your limo to the airport is often a half-hour late. In addition to not even being a limo at all; often times it’s a Lincoln Towncar. You’re about to enter a world where you ask your new assistant, Jamie, to bring you a tall, non-fat latte. And he comes back with a short soy cappuccino. Guess what, Jamie? You’re fired. Not too hard to get right, my friend.

og

I’d like to change gears here, if I could. Talk a little bit about “Saturday Night Live.” Now, during my 18-year stint on the show, I had the chance to play or impersonate some very interesting people, none more interesting than our current President, Mr. George W. Bush. Now in some cases, you actually have contact with some of the people you play. As a byproduct of this former situation, the President and myself have become quite good friends. In fact, I might even call him a father figure of sorts, granted a dim-witted father figure who likes to take a lot of naps and start wars, but a father figure nonetheless.

Endalok Siðmenningar?

extrememakeover.jpgVá, ég hélt að það hefði einhverju hámarki verið náð með þessum Who wants to be a Playboy Playmate þætti, sem var sýndur á Skjá Einum fyrir einhverjum vikum.

Ég rakst hins vegar á þennan þátt: Extreme Makeover, sem er sýndur á ABC í Bandaríkjunum. Hann byggist á því að þáttakendur eru sendir í fjölda lýtaaðgerða til að bæta útlit sitt. Hrein snilld!!!

Hér má sjá fullt af “Fyrir og Eftir myndum” Þar var meðal annars þessi John, sem fór í andlitslyftingu, augnlyftingu, lét sprauta fitu í kinnarnar og fékk hvítari tennur. Vá, hvað ég þarf að sjá þennan þátt! 🙂