Kerry vinnur!

Ég sagði það fyrir [þremur vikum](https://www.eoe.is/gamalt/2004/10/22/18.27.35/) (reyndar ekki í ræðunni, heldur í fyrirspurnartíma) og ég segi það aftur núna:

**John Kerry vinnur þessar kosningar!**

Ég veit að allir halda að Bush taki þetta, en ég er sannfærður um að Kerry vinni. Ég hef bara of mikið álit á Bandaríkjamönnum til að ætla þeim að þeir kjósi yfir sig 4 ár til viðbótar af George W. Bush.
Continue reading Kerry vinnur!

Bush Flipp Flopp

Ég veit að ég er að predika yfir kórnum, þar sem að ég efast um að margir Bush stuðningsmenn lesi þessa síðu. Veit í raun bara um einn, sem er Genni vinur minn. 🙂

En þetta myndband er ansi magnað og sýnir allt ruglið, sem að Bush stjórnin hefur matað ofaní okkur öll (og þar á meðal Davíð og Halldór Ásgríms) varðandi gjöreyðingarvopn og Írak: [Flipp Flopp (.mov skrá – erlent niðurhal)](http://movies.internetvetsfortruth.org/uncovered/uncovered-flipflop.mov)

Kerry og Víetnam

Mæli sterklega með þessari síðu: [Never Forget](http://www.internetvetsfortruth.org/). Nokkur frábær myndskeið um John Kerry og Víetnam.

[Kerry talar fyrir þingnefnd](http://www.internetvetsfortruth.org/m/upriver/upriver-congress.mov)
[Mótmæli gegn stríðinu þegar hann kemur heim](http://hume.multipattern.com/mirror/2004/movies/upriver/upriver-medals.mov)

Svo eru þarna einnig á síðunni ummæli frá félögum hans á bátum í stríðinu. Samt er lang athyglisverðast að sjá hvernig stríðið breytir honum. Hvernig hann sannfærist um rangmæti þess og þorir að standa upp gegn stríðinu aðeins 27 ára gamall. Það er augljóst að hann gerir sér betur grein fyrir því hversu stór ákvörðun það er að fara útí stríð en Bush. Bush, sem var að leika sér í Texas og hinir “chicken hawks” í stjórninni hans væru ekki svona æstur í stríðsrekstur ef þeir hefðu upplifað það sama og Kerry.

Ræðan mín á politik.is

Ljómandi skemmtilegt! Ræðan, sem ég hélt í Valhöll fyrir viku, var birt á pólitík.is. Sjá hér: [Forsetakosningar í U.S.A.](http://www.politik.is/?id=965).

Ætli maður sé ekki orðinn frægur núna víst það eru farnar að birtast eftir mann greinar á pólitískum vefritum? Ég sé fyrir mér hvernig að hópur af æstum stelpum munu ráðast á mig á Vegamótum, öskrandi: “Aaaaaaa, váá! Einar Örn, ógisslega var þetta flott ræða þarna á politik.is. Ég elssssska svona gæja, sem eru að pæla í stjórnmálum”

Jammmmm. Ég þarf að fara að komast heim úr vinnunni. Er svooo ekki að nenna þessu.

Kappræður í VALHÖLL

Ég tók semsagt þátt í þessum pallborðsumræðum í Valhöll í gær. [Jens fjallar](http://www.jenssigurdsson.com/entry/2004/10/16/16.41.42/index.html) um þetta á síðunni sinni.

Þarna voru þau Gísli Marteinn og Þorbjörg Helga frá Sjálfstæðisflokknum og svo ég og Karl Th. Birgis frá Jafnaðarmönnum. Við héldum fyrst smá tölur og er mín ræða neðst í þessari færslu. Ég var fáránlega stressaður þegar ég hélt ræðuna en losnaði algjörlega við allt stress þegar umræðurnar byrjuðu.

Það voru um 70 manns í salnum, þar af 60 frá Sjálfstæðisflokknum (þar af 5 konur, sem sannfærði mig endanlega að stjórnmálaþáttaka er ekki staður til að hitta kvenfólk).

Umræðurnar voru skemmtilegar, eða allavegana fannst mér gríðarlega gaman að taka þátt í þessu. Þorbjörg og Karl héldu sig frekar til hliðar. Þorgbjörg var eiginlega Kerry stuðningsmaður en myndi þó kjósa Bush, en Karl Th. fannst Kerry vera of hægri sinnaður fyrir sig.

Ég er hins vegar hrifinn af Kerry og Gísli Marteinn er hrifinn af Bush og því voru þetta oft á tíðum deilur á milli mín og Gísla Marteins. Gísli var ekki hrifinn af siðferðismálum Bush en var hins vegar sannfærður um að efnahagsstefna hans væri sú eina rétta. Ég er náttúrulega ekki sammála því, enda finnst mér ekkert sérstaklega góður árangur að snúa fjárlaafgangi í fjárlagahalla og veita þeim 1% allra ríkustu hærri skattalækkun en 70% þjóðarinnar.

Svo var líka talað um Swift Boat rógburðinn og aðrar auglýsingar. Það sköpuðust skemmtilegar umræður á milli fólksins á borðinu og útí sal, sérstaklega þegar Björgvin Ingi þrýsti á Gísla Martein að segja okkur af hverju hann styddi Bush. Gísla reyndist erfitt að telja upp kosti í stefnu hans.

Ég talaði talsvert um skattalækkunina og móðgaði víst nokkra af þeim allra hægrisinnuðustu af því að ég sagði að Bush hefði “gefið þeim allra ríkustu skattalækkun”. Það fannst þeim SUS-urum vera mikil synd, enda á maður ekki að tala um að gefa skattalækkun enda eru þetta peningar, sem fólkið á fyrir. Það er jú rétt, en það var samt fyndið að þeim fannst ekkert vera athugavert að lækka skatta á hvern einstakling í hópi þeirra 1% ríkustu 2,4 milljónir króna á ári á meðan þeir, sem minnst eiga, fá 5.000 kall á ári í skattalækkun.

En semsagt, þetta var mjög skemmtilegt og ég losnaði við stressið, þrátt fyrir að ég hefði verið í Valhöll og 80% áhorfenda hefðu verið Sjálfstæðismenn.

Ræðan mín er hér að neðan:
Continue reading Kappræður í VALHÖLL

Kappræður og play listi

Kláraði að horfa á kappræðurnar og auðvitað vann Kerry þetta. Ég á alltaf erfiðar og erfiðar með að skilja hvað það er í fari Bush, sem heillar fólk. Og ekki koma með þetta krapp um að Bandaríkjamenn séu svo vitlausir að þeir viti ekki betur. Nei, skynsamt og gáfað fólk sér virkilega eitthvað heillandi við þennan mann. Ég bara get ekki séð það er, sama hvað ég reyni.

Bush reyndi aftur að vera fyndinn. Það besta við alla brandarana var að hann beið alltaf eftir hlátri, sem kom aldrei. Núna vantaði bara engisprettuhljóð til að gera þetta enn pínlegra fyrir hann. Einnig, í stað þess að svara ásökunum Kerry, þá kom bara eitthvað blaður um að hann færi rangt með staðreyndir, án þess þó að hann kæmi með andsvar við fullyrðingum Kerry.

Og Kræst! Hvað er málið með þá Cheney og Bush að þeir geta ekki svarað spurningum um atvinnuleysi án þess að fara útí umræður um menntamál? Það er engin lausn fyrir atvinnulausa einstæða móðir, að drífa sig bara í háskóla. Það er engin patent lausn á öllum vandamálunum að allir eigi að fara í skóla. Þrisvar í síðustu umræðum hafa Bush og Cheney verið spurðir um atvinnuleysi í Bandaríkjunum og í öll skiptin hafa þeir farið í fyrirfram-skrifaða ræðu um menntamál. Þetta pirraði mig all verulega.

Mikið vona ég bara að Kerry fái nú byr undir báða vængi og klári þetta.

Minni á [umræðurnar í Valhöll](https://www.eoe.is/gamalt/2004/10/14/00.06.10/) í dag, föstudag. Gísli Marteinn og Karl Th. Birgis. Ásamt mér og Þorbjörgu Vigfúsdóttur sem fulltrúar ungliða. Gaman gaman.


A la [Gummi Jóh](http://www.gummijoh.net), þá er hér listi yfir það, sem ég er að hlusta á þessa stundina:

Bob Dylan – [Sad Eyed Lady of the Lowlands](http://bobdylan.com/songs/lowlands.html).
The Streets – Öll platan, aðallega Empty Cans
Bob Dylan – [Desolation Row](http://bobdylan.com/songs/desolation.html)
Dusty Springfield – I can’t make it alone
Coldplay – For You
Bob Dylan – [I want you](http://bobdylan.com/songs/wantyou.html)

Kappræður, þriðji hluti

bush-debate.gif

Ég gafst uppá að vaka í nótt. Ætlaði að horfa á baseball og kappræðurnar, en var orðinn of þreyttur. Ætla því að horfa á þær í kvöld.

[Andrew Sullivan](http://www.andrewsullivan.com/) vitnar í kannanir eftir kappræðurnar:

>CNN finds a clear victory for Kerry in their insta-poll, 53 – 39. CBS gives it to Kerry as well: 39 – 25, with 36 calling it a tie. In ABCNews’ poll, you get a 42-41 tie, but the poll is slanted toward Republicans, giving Kerry an edge. Critically, independents went for Kerry 42 – 35 percent. If these numbers hold, and the impression solidifies that Kerry won all three debates, Bush’s troubles just got a lot worse. ¨

Þannig að samkvæmt þessu, þá vann Kerry þetta örugglega. Kristján var vakandi og [horfði á kappræðurnar](http://www.jupiterfrost.net/archives/2004/10/14/11.44.26/index.php). Ég þarf hins vegar að bíða eftir því að komast heim til að horfa á þær. Bush laug allavegana [einu sinni](http://a9.g.akamai.net/7/9/8082/v003/democratic1.download.akamai.com/8082/video/notconcerned.wmv) í kappræðunum.

GWB vs. JFK í Valhöll

Mæli með þessu! (tekið af [sus.is](http://www.sus.is/frettir/nr/355):

>”Samband ungra sjálfstæðismanna og Ungir jafnaðarmenn standa saman fyrir málefnafundi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fram fara í byrjun nóvember.

>Málfundurinn hefst með því að sýndar verða auglýsingar úr baráttum Demokrata og Republikana og síðan verða stuttar umræður um kosningarnar.

>Í pallborði verða: **Einar Örn Einarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir**.

>Fundarstjóri er Friðjón R. Friðjónsson.
>Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 20.30 á föstudag, 15. október.
>Léttar veitingar verða bornar fram gegn vægu verði.”

Ha! Hljómar þetta ekki spennandi? Núna á föstudaginn (15.okt) verða semsagt umræður um bandarísku kosningarnar í Valhöll þeirra Íhaldsmanna. Formið er nokkurn veginn þannig að það eru tveir frá hverjum flokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðismennirnir munu taka að sér að verja Bush en við Jafnaðarmenn Kerry.

Þetta verður náttúrulega ljómandi skemmtilegt. Ég meina, pallborðsumræður með BÆÐI mér *og* Gísla Marteini! Það hreinlega getur ekki klikkað, eða hvað? Ég er allavegana spenntur.

Karl Th. er náttúrulega snillingur, en ég þekki ekki þessa Þorbjörgu (ég er voðalega lítið inní ungmenna pólitík). Hún er ein af Tíkar gellunum og ef marka má [skrif hennar á þeim vef](http://www.tikin.is/default.asp?tid=99&sid_id=3387&flokkun=2&id=182), þá fílar hún hvorki R-listann, né Össur!!! Magnað.

En allavegana, ég hvet alla til að mæta. Ég verð ábyggilega eitthvað taugaóstyrkur, enda að glíma við sjóaða menn í bransanum, en ég reyni að verða mér ekki til skammar 🙂

p.s. Því verður seint haldið fram að Ungum Sjálfstæðismönnum leiðist að hafa myndir af sjálfum sér á heimasíðunum sínum sus.is og frelsi.is.

Afturvirkur pósitífismi

Fínn pistill eftir Jensa á Pólitík.is: [Um afturvirkan pósitífisma](http://www.politik.is/?id=953). Greinin er mun skemmtilegri en titillinn gefur til kynna. Einnig er myndskreytingin við pistilinn án efa sú besta, sem birst hefur á íslensku vefriti. 🙂


Ég hef áður fjallað um “[A Grand don’t come for free](http://www.pitchforkmedia.com/record-reviews/s/streets/grand-dont-come-for-free.shtml) með snillingnum Mike Skinner, aka The Streets. Ég er ekkert lítið hrifinn af þessari plötu.

Hún hefur þann stórkostlega eiginleika að koma manni aftur og aftur á óvart. Í raun hefur álit mitt á plötunni breyst í hvert skipti, sem ég hef hlustað á hana:

Fyrsta skiptið: Alltof skrítið
3. skipti: Ágætis plata, en ekkert sérstaklega grípandi
5. skipti: Lögin verða meira og meira grípandi
10. skipti: Þetta er algjör fokking snilld
15. skipti: Í alvöru talað, þetta er ein af 10 bestu rapp plötum allra tíma!

Þannig að ef þið hafið hlustað á plötuna nokkrum sinnum og ekki verið hrifinn, verið róleg. Gefið honum sjens. Jafnvel þau, sem fíla ekki hefðbundið hip-hop, gætu orðið hrifin. Svo mikil er snilldin.

Kappræðurnar

Ég horfði á kappræðurnar milli Bush og Kerry um helgina. Samkvæmt [könnunum Newsweek]( http://www.msnbc.msn.com/id/6159637/site/newsweek/), þá eru yfir 60% kjósenda á því að Kerry hafi unnið kappræðurnar. Ég get ekki annað en verið þeim hjartanlega sammála.

Ég reyni alltaf að sannfæra sjálfan mig um að vanmeta ekki George W. Bush með því að halda að hann sé vitlaus. En þegar maður horfir á hann í 90 mínútur, endurtakandi 4 punkta, sem aðrir skrifuðu greinilega fyrir hann, þá getur maður ekki að því gert að halda að hann sé ekki heill. Einsog Newsweek [benda á](http://www.msnbc.msn.com/id/6152186/site/newsweek/), þá er ágætis ástæða fyrir því að Bush heldur nánast aldrei blaðamannafundi. Hann er hreinlega ekki uppá sitt besta þegar öll spjót beinast að honum. 90 mínútur af George W. eru ansi langur tími.

Á tíðum var nær óbærilegt að horfa á Bush. Þegar hann var spurður hvort Írak væri virði þeirra bandarísku lífa, sem hann hefur fórnað, þá komhann með einhverja 2 mínútna ræðu um að hann hafi hitt einhverja ekkju í Norður Karólínu og hvernig hann hafði huggað hana, í stað þess að svara spurningunni. Bush var einnig greinilega ákveðinn í að hamra á því, sem hann heldur að sé sinn stærsti kostur, það er að hann skiptir aldrei um skoðun. Sama hversu vitlaus hans stefna hans er, þá álítur hann það algjörlega nauðsynlegt að skipta ekki um skoðun. Það að skipta aldrei um skoðun verður í mínum augum aldrei mannkostur.

Bush hamraði á því að Kerry skipti oft um skoðun varðandi stríðið í Írak. Bush er auðvitað að skjóta úr glerhúsi, því Bush sjálfur hefur skipt um ástæðu fyrir stríðinu margoft. Fyrst voru það gereyðingarvopn, svo að útrýma pyntingarklefum Saddam, svo að koma með lýðræði og kosningar til Írak og núna væntanlega eitthvað nýtt.

Það eina, sem ég skil ekki eftir þessar kappræður er það hvernig í ósköpunum fólk gat í upphafi sagt að þetta hafi verið jafnt. Kerry vann þetta með yfirburðum! Hvernig getur fólk séð þetta öðruvísi? Er ég orðinn svona blindaður af áliti mínu á George W. Bush að ég sjái ekki eitthvað, sem aðrir sjá? Kannski. En ég hef aldrei á ævinni verið jafnviss í pólitík og ég er í þeirri sannfæringu minni að John Kerry verði betri forseti en George W. Bush. Við skulum bara vona að þessar kappræður hafi verið upphafið á nýrri sókn Kerry.

Já, og eitt að lokum: [You forgot Poland](http://www.youforgotpoland.com/)