Sylvía Nótt er [orðin þreytt](http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1201461). There, I said it.
Um helgina talaði ég við tvær 15 ára stelpur. Þær höfðu **aldrei heyrt** um Bob Dylan!
Nota bene, það var ekki bara að þær könnuðust ekki við tónlistina hans, heldur höfðu þær ekki svo mikið sem heyrt á Dylan minnst. Aldrei! Ég vil fá að vita hvað er í gangi í íslenskum skólum. Hvernig er hægt að hleypa fólki útúr skólunum án þess að það **hafi heyrt um** mesta tónlistarsnilling, sem var uppi á síðustu öld? Hvernig er það hægt? Er ekki tónlistarkennsla í skólum?
Kominn með nýju Neil Young plötuna, [Living With War](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/10149965/rid/10191400/) – ádeiluplata á GWBush. Lofar góðu við fyrstu hlustun. Young byrjaði að taka upp plötuna 29.mars á þessu ári. Fyrir þá, sem ekki vita – þá er Neil Young SNILLINGUR!
Hérna er [heimasíða plötunnar](http://www.neilyoung.com/lww/lww.html), þar sem meðal annars er bent á skemmtilega umfjöllun um hana. Og hérna er [Living With War bloggið](http://livingwithwar.blogspot.com/).
Einn skemmtilegasti dagur, sem ég upplifði á tíma mínum í háskóla var 25.maí 2002. [Þennan dag](https://www.eoe.is/gamalt/2002/05/28/20.40.28/) var haldinn Dillo Day, sem er (einsog ég hefur áður lýst) “aðal partídagur Northwestern nemenda. Þá reyna nemendur að gleyma því að þeir eru flestallir nördar og reyna að skemmta sér einsog fólk í stóru ríksskólunum hér í kring.”
Af einhverjum ástæðum, sumum skiljanlegum, öðrum ekki, hefur áhug minn á þessari vefsíðu dofnað að undanförnu. Það er ekki svo að líf mitt hafi verið viðburðarlítið, laangt því frá. En einhvern veginn hef ég minni þörf fyrir að deila reynslu minni hér.
