Fallegustu konur í heimi

Einhverra hluta vegna hef ég ekkert skrifað um stelpur á þessari síðu í fleiri vikur. Ég verð greinilega að fara að hugsa minn gang.

Allavegana, vegna þess að ég nenni ekki að horfa á brúðkaup Tristu og Ryan (hvaða pulluhaus datt í hug að það yrði skemmtilegt sjónvarspefni), þá er hérna listi yfir 10 fallegustu konur í heimi að mínu mati. Það eru alveg ein eða tvær íslenskar stelpur, sem ég gæti sett þarna, en ég sleppi því og hef þetta bara heimsþekktar konur. Sleppi líka stelpunni, sem ég hitti í strætó í Caracas og svoleiðis.

 1. Natalie Imbruglia: Ef það er hægt að verða ástfanginn af tónlistarmyndbandi, þá held ég að það hafi gerst þegar ég sá Torn í fyrsta skipti.
 2. Elizabeth Hurley: Ótrúleg!
 3. Audrey Hepburn: Ein fallegasta kona allra tíma. Þeir sem efast ættu að horfa á Breakfast at Tiffany’s
 4. Angelina Jolie: Fær reyndar mínusstig fyrir að hafa leikið í leiðinlegustu mynd allra tíma, Tomb Raider
 5. Elsa Benitez
 6. Brooke Burke: Hún fékk mig til að horfa á “Wild On” á E! sjónvarpsstöðinni ansi mörg kvöld í röð.
 7. Elle McPherson
 8. Britney Spears: Já, Britní. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að við myndum passa alveg ýkt vel saman sem par. Hún er ennþá á lausu og ég er ennþá á lausu, svo það er alltaf von. Samt, þegar við byrjum saman þá verður hún ábyggilega ýkt fúl yfir því að ég skuli hafa sett hana í 8. sæti.
 9. Gisele Bundchen
 10. Jennifer Aniston

Ok, svona lítur þetta út. Ykkur er velkomið að hneykslast á þessu vali mínu. Af hverju ég hafi valið Britney en sleppt einhverri annarri og svo framvegis. 🙂

Vá, hvað ég á eftir að fá mörg “hit” frá Leit.is vegna þessarar færslu. Það verður gaman að skoða leitarstrengina, sem leiða menn inná þessa síðu

Bestu lögin og bestu plöturnar 2003

Alveg einsog sama dag í fyrra í fyrra ætla ég aðeins að tala um það, sem mér fannst best í tónlistinni í ár.

Ég ætla að breyta aðeins til frá því í fyrra en þá valdi ég 5 bestu íslensku og erlendu plöturnar. Ég ætla að sleppa þeim íslensku, einfaldlega vegna þess að ég keypti bara tvær íslenskar plötur í ár (og by the way, þær eru báðar hrein snilld: Halldór Laxness með Mínus og Musick með Maus)

Í stað þess ætla ég að velja 10 bestu plöturnar og 15 bestu lögin á árinu. Til gamans þá eru hér 50 bestu smáskífurnar og 50 bestu plöturnar á árinu að mati Pitchfork.

Ok, bestu plöturnar

 1. Radiohead – Hail To The Thief
 2. Maus – Musick – Jamm, hún var svooo góð að hún á sko annað sæti fyllilega skilið
 3. Justin Timberlake – Justified – Ok, platan kom út í fyrra og hefði einhver sagt mér að ég ætti eftir að elska tónlist eftir fyrrverandi NSync meðlim, þá hefði ég haldið fram að viðkomandi væri sturlaður. Eeeen, einhvern veginn tókst mér að horfa framhjá öllum fordómunum mínum og gefa Justin séns. Og viti menn, tónlistin er æði. Besta popplata þessa áratugar að minnsta kosti. Þetta komment á Pitchfork segir allt, sem þarf að segja um Justin:
  And so, after years of whining about the horrors of the teen-pop era, the detractors got their wish: It came to an end! But, ahh, there was a devilish twist: the production of teen-pop records would screech to a halt, but its biggest stars would retain their ubiquity and force the world to admit there was more to them than questionable good looks and choreography. Justin came out on top, effortlessly laying claim to Michael Jackson’s long-abdicated throne, beating the rockists at their own game, and becoming America’s most debated, disputed, hated (and loved) pop star.
 4. Muse – Absolution
 5. The White Stripes – Elephant
 6. The Rapture – Echoes
 7. The Strokes – Room on Fire
 8. Mínus – Halldór Laxness – Besta íslenska rokkplatan síðan ég veit ekki hvað
 9. Yeah Yeah Yeahs – Fever to Tell
 10. 50 Cent – Get Rich or Die Tryin’

Og þá 15 bestu lög ársins:

 1. 12:51 – The Strokes – Reyndu að hlusta á þetta lag án þess að hækka í græjunum! Ég mana þig!
 2. Señorita – Justin Timberlake – Best danslag ársins. Justin er æði og allt það.
 3. Hey Ya! – Outkast – Stuðlag ársins
 4. A Selfish Need – Maus – Það var erfitt að velja á milli lagann á Musick. Tók þetta framyfir My Favorite Excuse, Without Caution, “The Whole Package” og Life in a Fishbowl. Vá, hvað það var mikið af góðum lögum á þessari plötu
 5. Thoughts Of A Dying Atheist – Muse
 6. House of Jealous Lovers – The Rapture – Ó jeeee
 7. Hurt – Johnny Cash – Fæ ennþá gæsahúð þegar ég hlusta á þetta lag og sérstaklega þegar myndbandið fylgir við það. Cash tekur lagið hans Trent og gerir það svo miklu miklu betra.
 8. The Long Face – Mínus – Valdi það frekar en My name is Cocaine og Romantic Exorcism
 9. Maps – Yeah Yeah Yeahs
 10. Cry Me A River – Justin Timberlake
 11. Seven Nation Army – The White Stripes
 12. In Da Club – 50 Cent – Eina rapplagið, sem komst inná listann (fyrir utan Quarashi) og það segir ansi mikið um þetta ár.
 13. Mess It Up – Quarashi
 14. Move Your Feet – Junior Senior
 15. Rock Your Body – Justin Timberlake – Umtsj umtjs um ahhhh! Snilld!

Bestu tónleikarnir

Einhvern veginn hef ég ekki haft þrek í mér að skrifa á þessa síðu undanfarna daga. það hefur nákvæmlega ekkert spennandi gerst. Líf mitt hefur snúist um mikla vinnu og það að leggja parket á íbúðina. Núna er ég hins vegar nokkurn veginn að klára þetta parket dæmi, svo að mig getur byrjað að dreyma um annað en gliðnandi parket.

Annars, þá fann ég nokkra vikna gamla færslu og ákvað að klára hana. Hérna eru sem sagt 10 bestu tónleikarnir, sem ég hef farið á. það var furðu erfitt að velja og hafna á þennan lista. Ég veit að lýsingarnar á tónleikunum eru ekki merkilegar. En ég meina hey.

10. Blur – Laugardalshöll, Reykjavík – Fyrri Blur tónleikarnir voru frábærir. þetta var uppáhaldshljómsveitin mín á þeim tíma og ég og Friðrik vinur minn vorum í brjáluðu stuði. Parklife var hápunktur kvöldsins.
9. Metallica – All State Arena, Chicago. – Ég meina hey. Metallica varð að komast á listann. Ég og Dan vinur minn vorum á lélegum stað, en það skipti bara engu máli. Mig var búið að dreyma síðan ég var lítill krakki að heyra Master of Puppets á tónleikum.
8. U2 – United Center, Chicago – Meiriháttar tónleikar á Elevation túrnum. Ég fíla aldrei tónleika á íþróttavöllum en U2 er ein af fáum hljómsveitum, sem á auðvelt með að láta mann gleyma því að það séu 30.000 aðrir hræður í salnum.
7. Weezer – Aragon Theatre, Chicago – Ég fór á tvo skemmtilegustu tónleika ævi minnar í Aragon í Chicago, ásamt Hildi. þeir fyrri voru með Weezer. Þessir tónleikar voru partur af fyrstu tónleikaferðinni þeirra eftir Pinkerton. Salurinn var skreyttur einsog á Prom balli og áhorfendur voru komnir í brjálað stuðu löngu áður en að Weezer stigu á svið. Ég hef aldrei upplifað að áhorfendur hafi sungið með teipinu, sem var spilað fyrir tónleikana. Weezer voru frábærir.
6. Smashing Pumpkins – United Center, ChicagoLokatónleikar Smashing Pumpkins í heimaborginni Chicago voru frábærir. Þau tóku öll bestu lögin, þökkuðu innilega fyrir sig og stóðu svo öll saman og sungu 1979. Svo kom Billy og dásamaði Cubs. Hvað er hægt að biðja um meira?
5. Molotov – Aragon Theatre, Chicago – Seinni stuðtónleikarnir í Aragon voru algjörlega ógleymanlegir. Þegar ég varð 24 ára fórum við Hildur að sjá mexíkósku snillingana í Molotov.
þrem árum áður sáum við þá spila í Madrid, en á þeim tónleikum var ég fárveikur. Í Chicago var ég hins vegar í banastuði ásamt 8000 mexíkóum. Ógleymanlegt kvöld.
4. Sigurrós – Park West, Chicago – Ég hef séð Sigurrós spila tvisvar í Chicago en fyrra skiptið stóð upp úr. þar voru þeir með strengjasveit og voru hreint magnaðir. Þeir enduðu tónleikana á lokalagi (), sem ég hafði þá aldrei heyrt áður. Ótrúlega magnað lokalag.
3. Coldplay – Laugardalshöllin, Reykjavík – Frábærir tónleikar í Laugardalshöll í desember, 2002. Bestu tónleikar, sem ég hef farið á á Íslandi. Ekki skemmdi það að A Rush of Blood to the Head var án efa uppáhaldsplatan mín á þeim tíma, sem þeir héldu tónleikana. Everything’s not lost er eitt besta popplag síðustu ára, á því er enginn vafi.
2. Radiohead – Grant Park, ChicagoÞessir tónleikar voru haldnir í almenningsgarði í Chicago og þeim mun ég seint gleyma. Radiohead voru næstum því fullkomnir, þeir stóðu undir öllu, sem ég hafði vonast eftir og svo miklu meira. Thom Yorke var ógleymanlegur
1. Roger Waters – Woodlands Pavillion, HoustonAlgjörlega ógleymanlegir tónleikar. Þeir toppa Radiohead tónleikana einungis vegna þess að þetta er nú einu sinni fyrrverandi söngvarinn í minni uppáhaldshljómsveit, Pink Floyd. Tónleikarnir voru haldnir utandyra í gríðarlegum hita í Houston. Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann flutti Comfortably Numb.

Annað, sem kom vel til greina: Ben Folds – Rosemont Theatre, Chicago. Oasis – Chicago Theatre, Chicago. Fugees – Laugardalshöll. Cypress Hill – Santiago, Chile. Eminem, All State Arena, Chicago. Soda Stereo – Caracas, Venezuela. Rage Against the Machine – Kaplakriki, Hafnarfirði.

Uppáhaldsbækurnar mínar

Eftir að ég útskrifaðist úr skóla hef ég verið alltof latur við að lesa. Þannig að sennilega litast þessi listi mikið af þeim bókum, sem ég las í háskóla og á ferðalögum, sem ég hef verið á undanfarin ár.

10. Faust – Goethe – Nei, reyndar þá fannst mér hún hrikalega leiðinleg. Ég er bara ennþá stoltur að hafa komist í gegnum hana og skilið allavegana meirihlutann.
9. Nóttin- Eli Wiesel
8. Veröld ný og góð – Aldous Huxley
7. Dagur í lífi Ivan Denisovich – Aleksandr Solzhenitsyn
6. 1984 – George Orwell
5. Eugene Onegin – Aleksandr Pushkin – Ég hef aldrei verið hrifinn af ljóðum. Samt er þessi bók í uppáhaldi hjá mér, en hún er skáldsaga í ljóðaformi. Þurfti að lesa hana fyrir bókmenntatíma og það tók mig óratíma að komast í gegnum hana, en hún var þó sannarlega vera þess virði.
4. Bjargvætturinn í grasinu – J.D. Salinger
3. Glæpur og Refsing – Fyodor Dostoevsky – Reyndi þrisvar að klára bókina en komst aldrei nema á blaðsíðu 50. Tókst loksins að klára hana fyrir um ári og varð heillaður. Dostoevsky skyggnist á ógleymanlegan hátt inní hugarheim morðingja.
2. Lygn streymir Don – Mikhail Sholokov – Er eiginlega í jafn miklu uppáhaldi hjá mér og 100 ára einsemd. Stórkostleg bók, sem kveikti áhuga minn á Rússlandi svo um munaði. Samt virðist bókin vera alveg gleymd. Hún fæst nánast hvergi. Kennarinn minn í rússneskum bókmenntum þurfti að ljósrita bókina fyrir okkur, því hún var hvergi fáanleg!
1. 100 ára einsemd – Gabriel Garcia Marques – Engin bók hefur fengið mig til að gersamlega gleyma öllu í kringum mig líkt og 100 ára einsemd. Las hana þegar ég var á ferðalagi um Suður-Ameríku. Ótrúlegasta bók, sem ég hef nokkurn tímann lesið. Hrein snilld!

Eflaust er þessi listi litaður um of af bókum, sem ég hef lesið í tengslum við skólann (og kannski full rússneskur), þannig að bækur, sem ég las mér meira til skemmtunnar á árum áður fá minna vægi. En svona lítur þetta allavegana út í dag.

Uppáhaldslögin mín

Jæja, góðir lesendur, þá er komið að nýjum og frumlegum lið á þessari síðu: Topp 10 listi. Í þessum lið ætla ég að þylja upp uppáhalds- ýmislegt í mínu lífi. Allt frá borgum til kvikmynda og alls þess, sem mér dettur í hug. Gríðarlega interesante.

Ok, ég ætla að byrja þetta á uppáhaldslögunum mínum. Sennilega á þessi listi eftir að breytast mikið á næstu árum, en svona lítur hann út í júní 2003.

10. Ziggy Stardust – David Bowie
9. Regulate – Warren G & Nate Dogg
8. Tonight Tonight – The Smashing Pumpkins
7. I Want You – Elvis Costello
6. Wit Dre Day – Dr. Dre, Snoop Dogg
5. Wonderwall – Oasis – Æ ég veit, það er ekki í tísku að fíla Oasis. Það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta er alveg hreint magnað lag. Hin fullkomna melódía, sem ég fæ ekki leið á að hlusta á.
4. Last Goodbye – Jeff Buckley – Það er ekki nema tæpt ár síðan að ég heyrði Grace með Jeff Buckley í fyrsta skipti en á þeim tíma er þetta orðin ein af mínum uppáhaldsplötum. Last Goodbye er hápunktur plötunnar að mínu mati.
3. Freebird – Lynyrd Skynyrd – Flestir vinir mínir í Bandaríkjunum segja að þetta lag minni þá á mig og þykir mér nokkuð vænt um það. Stórkostlegt lag. Mun sennilega alltaf minna mig á New Orleans.
2. Wish you were Here – Pink Floyd – Ég þurfti náttúrulega að hafa eitt lag með uppáhaldshljómsveitinni minni, Pink Floyd. Það voru svo sem fjölmörg, sem komu til greina, til dæmis Comfortably Numb, Time, High Hopes og fleiri.

Hins vegar þá tengist Wish you Were Here einfaldlega svo mörgum augnablikum í ævi minni að mér þykir mest vænt um það lag. Snilld að semja hinn fullkomna “chorus” en nota hann bara einu sinni í laginu.

1. Gimme Tha Power – Molotov – Það er sennilega ekki neitt lag, sem ég á jafn erfitt með að fá leið á og þessi snilldar sósíalista áróður hinna mexíkósku Molotov. Þetta lag er tekið af einum af mínum uppáhaldsplötum: Donde Jugaran Las Ninas

Ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti þegar ég bjó í Mexíkó fyrir 8 árum. Síðan þá hef ég meðal annars heyrt það tvisvar á tónleikum, í fyrra skiptið í Madrid árið 1999 og í seinna skiptið í Chicago 2001. Bæði skiptin voru ógleymanleg.

Það er ekki bara að lagið sé fullkomið heldur er textinn yndislegur. Hann er uppfullur af mexíkósku stolti. Ungir menn, sem þrátt fyrir fátækt landsins síns, eru stoltir af því að vera Mexíkóar. Lagið fjallar um það hversu mikið yfirvöld (PRI) hafa misnotað sér völdin í Mexíkó. Pólítíkusar hafa orðið ríkir á kostnað almúgans.

Si le das más poder al poder,
más duro te van a venir a joder.
Porque fuimos potencia mundial
y somos pobres nos manejan mal.

Dame, dame, dame todo el power
para que te demos en la madre,
give me, give me todo el poder
so I can come around to joder.

Porque no nacimos donde no hay que comer,
no hay porque preguntarnos cómo le vamos a hacer.
Si nos pintan como unos huevones, no lo somos.
¡Viva México cabrones!

Ef þetta er ekki snilld, þá veit ég ekki neitt.

Lög, sem voru nálægt: High Hopes, Comfortably Numb – Pink Floyd. Chicago – Frank Sinatra. Hero of the Day – Metallica. Comprendes Mendes – Control Machete. Murder Was the Case – Snoop Dogg. Dear Prudence – Bítlarnir. Mayonaise – The Smashing Pumpkins. Everything not Lost – Coldplay. A Long Time Ago – David Byrne. Goodbye Yellow Brick Road – Elton John. One Day – The Verve. Voto Latino – Molotov. Wake Up – Rage Against the Machine. As Tears Go By – The Rolling Stones. The Wild Ones – Suede. Life During Wartime – Talking Heads. Dream On – Aerosmith.

Bestu plöturnar 2002

Fréttablaðið birtir í dag lista yfir bestu plöturnar 2002 að mati gagnrýnenda blaðsins en sá hópur inniheldur m.a. Birgi Örn, söngvara Maus.

Núna er líka Pitchfork búið að gefa út lista yfir bestu plöturnar. Hjá þeim eru Interpol í fyrsta sæti, Wilco í öðru og Trail of Dead í þriðja sætinu. Hjá Fréttablaðinu er Sage Francis í fyrsta, Damon Albarn í öðru og The Streets í þriðja sæti.

Ég er greinilega ekki eins mikið “inn” í tónlistinni í dag, því ég verð að játa að ég hafði aldrei heyrt um Trail of Dead, en nýja plata þeirra fær 10 í einkunn hjá Pitchfork. Einnig hafði ég ekki hugmynd um það að Damon Albarn hefði gert plötu með listamönnum frá Malí.

Allavegana, hérna er minn listi yfir bestu plöturnar árið 2002.

 1. The Flaming Lips – Yoshimi battles the Pink Robots
 2. Eminem – The Eminem Show
 3. Beck – Sea Change
 4. Sigur Rós – ( )
 5. Coldplay – A Rush of Blood to the Head

Ef ég tek bara íslenskar plötur, þá væri listinn svona:

 1. Sigur Rós – ( )
 2. Quarashi – Jinx
 3. Móri – Atvinnukrimmi
 4. XXX Rotweiler – Þú skuldar
 5. Afkvæmi Guðanna – Ævisögur