Endir uppsveiflunnar

Það ættu ALLIR, sem hafa áhuga á viðskiptum eða hagfræði (og þá sérstaklega bönkum og óhófi þeim tengdu) að lesa þessa grein eftir snillinginn Michael Lewis: [The End of Wall Street’s Boom](http://www.portfolio.com/news-markets/national-news/portfolio/2008/11/11/The-End-of-Wall-Streets-Boom).

Ég gæti tekið út helstu atriðin, en greinin er svo góð að það ættu allir að taka sér tíma í að lesa hana.

Ódýr Big Mac á Íslandi

Tímaritið The Economist gefur árlega út Big Mac vísitöluna. Þar tekur blaðið saman verð á Big Mac í ýmsum löndum og reiknar verðið út í dollurum. Þannig fær blaðið einhverja mynd á því hvort að gengi viðkomandi gjaldmiðils sé of- eða vanmetið gagnvart dollar.

Á þessu eru auðvitað milljón gallar, til dæmis einsog það að landbúnaðarkerfi eru gríðarlega mismunandi og að skyndibiti einsog McDonald’s er lúxusvara í sumum löndum. Þannig að aðallega er þetta gert til gamans.

Íslendingar hafa oftast verið meðal allra hæstu landanna í könnuninni ásamt löndum einsog Noregi. Í júlí í ár vorum við með einn dýrasta Big Mac-inn í heimi.

Það hefur auðvitað allt breyst núna. Ég tók saman kostnaðinn á Big Mac miðað við núverandi gengi í dag og skoðaði hvernig hlutirnir hafa breyst í nokkrum löndum (nota bene, ég geri ráð fyrir að Big Mac hafi ekki hækkað síðan í júlí í þessum löndum og ég tók verð á Big Mac á Íslandi úr verðkönnum sem var gerð 11.nóv).

Fyrsti dálkurinn sýnir verð á Big Mac í gjaldmiðli viðkomandi lands. Annars dálkurinn sýnir verðið í dollurum (á gengi gærdagsins) og þriðji dálkurinn sýnir svo hvort að þetta gefi í skyn að gjaldmiðlinn sé ofmetinn (plús tala) eða vanmetinn (mínus tala) gagnvart dollar. Svona lítur þetta því út í dag.

Semsagt, í dag geturðu á Íslandi fengið Big Mac á lægra verði en í Bretlandi og á nánast sama verði og í Bandaríkjunum!!! Það hélt ég að ég myndi aldrei sjá. Það munar aðeins 13% á verðinu á Big Mac á Íslandi og í Brasilíu.

Big Mac kostar semsagt í krónum á Íslandi 560 krónur. Til samanburðar þá kostar hann 680 krónur í Svíþjóð, 702 krónur í Danmörku og 835 krónur í Noregi.

Hlutabréf

Note to self:

EKKI kaupa aftur íslensk hlutabréf.

(graf fengið af [M5](http://m5.is/)).

* * *

Mitt í allri Þjóðarsálargeðveikinni á blogginu hans Egils Helgasonar lá þessi gullmoli um kreppuna.

>Hvað varð annars um The Secret?

>Eitthvað virðist óskhyggjumönnum hafa brugðist bogalistin núna. Einhver sem hefur ekki hugsað nógu jákvætt.

>Legg til að það verði skipuð rannsóknarnefnd

Jamm.

Hvað fékkstu fyrir 1.000 evrur?

Helsti orðrómurinn á Íslandi í dag er að Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafi þjóðnýtt risastóran banka aðallega vegna þess að seðlabankastjóra er svo illa við stærsta eiganda bankans. Það magnaða við þennan orðróm er að ansi margir eiga auðvelt með að trúa honum. Það sýnir kannski vel hvers lags vitleysa viðgenst á þessu landi.

* * *

Meistari Krugman virðist sáttur við kaupin á Glitni. Þó verður að teljast ólíklegt að hann þekki smáatriðin. Hann er aðallega sáttur við að peningurinn komi inn sem hlutafé, í stað þess að vera kaup á hættulegum lánum.

* * *

Nú er það svo að þótt að einstaka hlutabréf séu áhættumikil, þá ættu vísitölustjóðir að vera öllu stabílli.

Segjum sem svo að útlendingur hafi ætlað að flytjast til Íslands fyrir einu ári, þá hefði vel verið hægt að ljúga því að honum að öruggasta fjárfestingin væri að fjárfesta í OMX I15 vísitölunni, sem er vísitala 15 stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni. Það er oftast þannig að slíkar vísitölur eru tryggasti fjárfestingamáti ef að fólk vill á annað borð fjárfesta í hlutabréfum. Segjum að hann hefði haft með sér 10.000 evrur.

Hann byrjaði því á því 1.október 2007 að skipta 10.000 evrum yfir í krónur. 1.okt ’07 – 10.000 evrur = 870.000 krónur

Fyrir það gat hann keypt 105 hluti í OMX I15 vísitölunni, sem var þá á genginu 8.269.

Ári seinna ætlar hann svo að flýja ástandið á Íslandi. Hvað ætli hann fengi fyrir 10.000 evrurnar sem hann kom með fyrir einu ári? Jú, hann selur 105 hlutina í OMX I15. Fyrir það fær hann 357.301 krónur (í stað 870.000 fyrir ári).

Þegar hann svo skiptir þessum krónum aftur yfir í evrur, þá fær hann fyrir sinn snúð 2.464 evrur! Eign hans hafði rýrnað um yfir 75%. Þannig að útlendingur, sem treysti á gjaldmiðil Íslands og vísitölu fimmtán stærstu fyrirtækja landsins, hefði á einu ári tapað 3/4 af eignum sínum.

Þetta kallast hrun.

1 SEK = 15,26 ISK

Þegar að Davíð er búinn að ná sér niður úr skýjunum yfir því að hafa náð til sín Glitni, þá mætti hann byrja að líta aðeins á gengisþróun hans heittelskuðu íslensku krónu.

Í mars þegar að við sömdum um fjármögnun á veitingastöðum í Svíþjóð þá kostaði sænska krónan 10,5 íslenskar krónur.

Í dag fór svo sænska krónan yfir 15,25. Það þýðir að þessi pakki, sem við ætluðum okkur í Svíþjóð hefur hækkað um 45%. Hvernig í fokking andskotanum á að vera hægt að búa á þessu landi með svona sveiflur í gjaldmiðlinum? Hversu lengi getur Sjálfstæðisflokkurinn haldið áfram þessum leikjum, sendandi menn útum alla Evrópu í einhverjum spurningaleik til þess eins að tefja tímann? Hversu lengi geta þeir látið einsog allt sé í lagi?

Það er fjármálakreppa alls staðar. En íslenska þjóðin er eina þjóðin, sem þarf að sætta sig við að eignir sínar rýrni um 50% á hálfu ári, alveg sama hversu varkárir menn hafa verið í sínum fjárfestingum. Bara það að eiga krónur inná bankabók hefur reynst miklu áhættusamari fjárfesting fyrir okkur heldur en fyrir aðrar þjóðir að eiga peninginn í hlutabréfum.

Það er hneyksli. Continue reading 1 SEK = 15,26 ISK

Bankahrun

Það er núna allt officially að fara til fjandans á bankamarkaðinum í Bandaríkjunum. Lehman Brothers varð gjaldþrota í gær og einnig var Merril Lynch seldur til Bank of America, að sögn þar sem að eigendur ML voru hræddir um að gjalþrot Lehman myndi enn auka á vantraust fjárfesta og setja ML í enn frekari vandræði. Því ákváðu þeir að selja.

Paul Krugman útskýrir hvernig þetta gat gerst í góðum pistli.

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er auðvitað virtur fræðimaður, með próf frá Harvard og MIT í hagfræði og hann kenndi hagræði (með áherslu á Kreppuna miklu) við NYU, Stanford og Princeton. Í Bandaríkjunum er nefnilega skipaður í stól Seðlabankastjóra hagfræðingur, sem er kunnugur öllu.

Á Íslandi er seðlabankastjóri hins vegar Davíð Oddson. Það fyllir mann ekki beint bjartsýni að vita til þess ef að svipaðar aðstæður kæmu upp á Íslandi.

Staðurinn tilbúinn

Jæja, þá er Serrano staðurinn tilbúinn fyrir opnun á morgun. Ég verð að játa það að þessi dagur var nettur rússíbani. Ég kom uppá stað í góðu skapi í morgun, varð svo hálf brjálaður eftir smá stopp þar. Hringdi svo nokkur símtöl og var það fúll að ég ákvað að hitta Emil í kringum kvöldmatarleytið til að taka stöðuna á staðnum.

Við það að koma á staðinn róaðist ég samt töluvert, okkur tókst svo að redda nokkrum hlutum í viðbót og þegar við löbbuðum út klukkan 8 í kvöld leið mér mjög vel, sérstaklega þegar ég sá að útiskiltið kom mun betur út en ég hafði þorað að vona.

Þannig að hér er hægt að sjá myndir af staðnum 99% tilbúnum.

Og hérna er svo mynd af okkur Emil, orðnir nokkuð sáttir við árangurinn.

Staðurinn opnar semsagt klukkan 11 á morgun, föstudag og 100 fyrstu kúnnarnir fá ókeypis burrito.

Ben Stein um banka

Ben Stein skrifar um hvað er það heitasta í fjármálageiranum í Bandaríkjunum og víðar.

The most sought after jobs in the United States now are jobs in finance in which basically almost no money is raised for new steel mills or coal mines, but immense sums are raised to buy companies, recapitalize them — which means pay the new owners immense special dividends and other payments for going to the trouble of taking over the company. This process results in fantastically well-paid investment bankers and private equity “financial engineers” and has no measurably beneficial effect on the economy generally. It does facilitate the making of ever younger millionaires and an ever more leveraged American corporate structure.

An entire new class of financial entity has been created called “the hedge fund.” It is new not in the sense that there were not always funds that hedged by selling short or buying assets uncorrelated with other assets. The new part of this phenomenon is that it is based on a demonstrably false premise: that these entities can consistently outperform wide stock indexes. They have not and cannot, and yet their managers and employees for a time are paid stupendously well.

As with the private equity function, the main effect is to siphon money from productive enterprise into financial manipulation. Or, to put it another way, to siphon money from Main Street to Greenwich or Wall Street. Starting MBA’s at hedge funds, which are basically gaming enterprises, get paid multi-six figure sums. Starting teachers in the state of Florida get paid $28,000 a year.

Jammmm.

Kaupa! Kaupa!

[Þetta](http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060523/FRETTIR01/60523032) er efsta fréttin á Vísi þessa stundina. *Efsta frétt*.


Já og þetta er hugsanlega mest óspennandi fyrirsögn ársins: [Dómari segir að hluti nýrrar ákæru í Baugsmáli sé hugsanlega ekki nægilega glögg](http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1203144). Ég sofnaði næstum því við að lesa þetta. Make it stop, please!